Morgunblaðið - 18.09.1986, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
l '' V
fclk í
fréttum
Bobby Harrison
brýtur ísinn
Flestir sem eitthvað fylgjast með
í poppheiminum munu kannast
við Bobby Harrison, tónlistarmann-
inn enska sem búsettur hefur verið
hér á landi um árabil og víða kom-
ið við á þeim tíma. Ekki var hann
heldur aðgerðarlaus áður en hann
settist að á íslandi, heldur er hann
fyirverandi trymbill þeirrar frægu
sveitar Procol Harum og höfundur
að einu vinsælasta lagi þeirra, „A
Whiter Shade of Pale“. Eftir að
leiðir skildu með Bobby og félögum
hans í Procol Harum gaf hann út
hljómplötu í Bandaríkjunum einn
og sér og gekk síðan í aðra hljóm-
sveit, Snafu, sem naut talsverðra
vinsælda beggja vegna Atlants-
hafsins meðan hún var og hét á
árunum 1972 til 1978.
En allt um það, hér er ekki ætlun-
in að rekja litríkan æviferil Harri-
sons, heldur eiga við hann stutt
spjall í tilefni af því að hann hefur
nú gefíð út fyrstu hljómplötu sína
á-íslenskum markaði.
Isbrot heitir afkvæmið og það
er Harrison sjálfur sem gefur það
út, ásamt þeim Oskari F. Jónssyni
og Má Óskarssyni. Titilinn segir
Harrison þannig tilkominn að það
hafí tekið sig langan tíma að brjóta
ísinn á ýmsum vígstöðvum til þess
að geta gefíð út þessa plötu. „En
það tókst líka á endanum fyrir
þrjósku mína og með góðra manna
hjálp," segir hann.
Og það er ekki ofsagt að hann
njóti hjálpar góðra manna á þessum
„ísbrjóti" sínum. Sjálfur sér hann
um söng, bakraddir og útsetningar
að hluta og semur texta. Flest lög-
in eru hins vegar gerð í sameiningu
af Bobby Harrison og Stefáni Stef-
ánssyni. Hinir sem við sögu koma,
eru auk Stefáns, þeir Bjöm Thor-
oddsen, Eyþór Gunnarsson, Þórir
Baldursson, Skúli Sverrisson, Pétur
Grétarsson og Steingrimur Óli Sig-
urðsson. Upptökunum stjómuðu
Sigurður Bjóla og Gunnar Smári
og útsetningar önnuðust, auk
Harrisons, Stefán Stefánsson og
Matthew Fisher. En sá síðastnefndi
var einmitt meðlimur í hinni upp-
runalegu útgáfu Procol Harum
ásamt Bobby Harrison hér á árum
áður.
„Ég gat ekki hugsað mér að
gera plötu nema hafa mér við hlið
bestu tónlistarmennina sem völ var
á og það hef ég svo sannarlega
fengið," segir Harrison. „Þetta er
einvala lið og það eru reyndar fleiri
sem ég hef ástæðu til að vera afar
þakklátur fyrir að veita aðstoð við
þetta fyrirtæki, m.a. þeir Óskar og
Már, sem hafa lagt mikið af mörk-
um til að úr þessu gæti orðið."
Tónlistina segir hann vera sam-
bland af mörgum stefnum, jassi,
rokki, blús og allra handa sveiflu,
en það sem einkenni hana sé mikil
tilfínning.
Enda kemur á daginn að textarn-
ir fjalla um ástina og eigin reynslu
listamannsins af henni í ýmsum
myndum. „Það er enginn ákveðinn
boðskapur í þessum textum," segir
Bobby, „heldur er ég þama að vinna
úr mínum eigin tilfínningum og
reynslu af samböndum um dag-
ana.“
Eitthvað ætti maðurinn að hafa
«>..rvar
„Platan heitir ísbrot af því að það tók svo langan tima að brjóta ísinn,“ segir Bobby Harrison um nýj-
asta framlag sitt til tónlistarlífsins.
til málanna að leggja á þeim vett-
vangi, því hann er þrígiftur. Best
segist hann þó kunna því að vera
ráðsettur fjölskyldumaður í
Reykjavík, en hann er nú kvæntur
Margréti Ólafsdóttur og eiga þau
saman litla dóttur, Júlíu, á fýrsta
ári.
Lögin af „Isbrotinu" verða frum-
flutt í veitingahúsinu Evrópu
fímmtudagskvöldið 18. september.
Vegna þess hve hljóðfæraleikaram-
ir sem þátt tóku í gerð plötunnar
em allir önnum kafnir menn kveðst
Harrison því miður ekki geta haft
þá alla með sér í kynningum þeim
sem nú standa að sjálfsögðu fyrir
dymm. A hinn bóginn segist hann
hafa fengið í lið með sér þrjá leyni-
gesti sem hann vænti þess að gefí
góða raun, ásamt sér og segulband-
inu.
„ísland er heimili mitt núna,“
segir hann. „Og þó að margt sé hér
ólíkt því sem ég átti að venjast í
London og stundum erfíðara, þá
fínn ég æ sjaldnar til löngunar til
að fara þangað,“ bætir Bobby
Harrison við um leið og hann snar-
ast út úr dyrunum að sækja Júlíu
litlu í leikskólann.
7'ölvurnar í Ý\ 1 ^
^aa^r ^ að
Fjölskylduhátíð hjá Eimskip í Sundahöfn
að vill oft brenna við í nú-
tímaþjóðfélagi að böm hafí
litla hugmynd um þann heim sem
foreldrar þeirra hrærast í utan
heimilisins.
Hvað pabbi eða mamma gera
í vinnunni er þeim jafn framandi
og hvað er að gerast hinum meg-
in á hnettinum, þó að þau þekki
kannski starfsheiti foreldranna.
Þetta höfðu þeir hjá Eimskip í
huga þegar efnt var til mikillar
íjölskylduhátíðar í Sundahöfninni
fyrir starfsfólk í öllum deildum
fyrirtækisins og böm þess. „Einn
tilgangurinn var að gefa bömun-
um tækifæri til þess að kynnast
því hvað foreldrar þeirra eru að
gera dags daglega, það tókst. með
ágætum og nú stendur til að halda
svona §ölskyldudag árlega,"
sagði Tómas Möller hjá Eimskip.
Hátt í 300 manns, starfsfólk af
skrifstofum Eimskips, af skipum
fyrirtækisins og úr Sundahöfninni
ásamt börnum sínum, mætti í
Sundahöfnina sl. laugardag og
undi sér daglangt við ýmsa
skemmtan.
í mötuneyti starfsmanna höfðu
verið settar upp tölvur svo hægt
var að fara í tölvuleiki, sex bátar
voru til ráðstöfunar við bryggju
og var siglt um sundin blá og
síðast en ekki síst var séð til þess
að nú veit smáfólkið allt sem vert
er að vita um fyrirbærið gáma.
í einum gámi hafði verið útbúin
aðstaða fyrir keiluspil, úr nokkr-
um öðrum hafði verið gert mikið
völundarhús og svo fengu bömin
að mála einn gám í öllum regn-
bogans litum. Það kom semsagt
á daginn að af gámum má ekki
aðeins hafa gagn heldur einnig
gaman og voru böm Eimskips-
fólks helst á því að það væri miklu
skemmtilegra að hafa gáma í tólf
litum en bara einum, eins og oft-
ast er raunin.
Lyftarar og gámakranar fengu
líka að leika líka sín hlutverk í
Sundahöfninni þennan dag og
þegar upp var staðið hafa margir
eflaust verið mun fróðari um það
hvað pabbi og mamma eru að
fást við í vinnunni á daginn.
Einn gámurinn var hífður út i sjó og upp aftur, svo smáfólkið
gæti gert sér grein fyrir því hvernig stóri gámakraninn í Sunda-
höfninni er nú notaður.
Það er eins gott að næra sig þegar verið er að gera viðamikla
úttekt á starfsskilyrðum pabba og mömmu.