Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 54

Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 „Vib höfum rá&jert ab -farcL i a&ra. briíbk(xupsie.rp, ef ég fte. kLukkutimct frí úrvínnunrú." ást er... ... að meta verð- gildi hringsins en ekki stærð steins- ins. TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved © 1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate Veistu það, mamma, að það er hægt að baka köku í gömlu skónum hans pabba? Með morgnnkaffinu Konan mín leitar að ástæðu til skilnaðar. Gætir þú nokkuð hjálpað upp á þær sakir? HÖGNI HREKKVÍSI „EN AMM A ^ HAMM (2É.TUR EkKI LÁTIP 5JÁ SIQ í SLOPP ÚR SÖTASAUMI /'/ Hrein borg um næstu aldamót Jón Á. Gissurarson skrifar. Reykjavíkurborg kostar miklu til götuhreinsunar en þess sér löngum lítinn stað. Margir kasta rusli hvar sem þeir standa og það þótt sorp- skrína sé við næsta fótmál. Götu- og sjoppusalar hirða lítt um að hafa ruslageymslu við sölustaði sína, en vörum þeirra fylgir að jafnaði kynstur umbúða sem kaupendur þurfa að koma fyrir róða. Við endi- mörk maraþonhlaups sl. mánuð bauðst sprengmóðum hlaupagörp- um margskonar svaladrykkur í plastumbúðum en enginn rusla- kassi, enda varð Lækjargata samfelldur skarnhaugur. Öll börn í Reyjavík sækja skóla frá sex til. sextán ára aldurs. Raun- ar hefja flest skólagönguna fyrr og ljúka henni síðar. Aætla mætti, að með þessari löngu skólavist, hefði fólki lærst að ganga um borg sína svo sem siðuðu fólki sæmir. Svo er ekki. Hér þarf að spyrna við fæti. Skólar verða að hefja markvissa baráttu fyrir bættri umgengni ung- menna, enda virðast margir foreldr- ar hafa varpað uppeldisskyldum sínum á herðar kennara. Litla von hef ég um hugarfarsbreytingu hjá Víkverji Nú þegar skólalífið er komið á fulla ferð hefur Víkveiji fengið að reyna það sjálfur hversu marg- þættu hlutverki þær gegna, þessar stofnanir sem við köllum skóla. Ástæðan fyrir því að hann hefur mátt halda sig heima við hálfan daginn á móti maka, bundinn yfir bami sem ekki kemst í skóla, er sú, að ennþá er verið að byggja hverfísskólann. Raskið sem þessu fylgir fyrir heimilislífið er með ólíkindum en sjálfsagt er þetta holl áminning til manns um vaxandi hlutverk skólans í þjóðfélaginu. Þessum stofnunum er strangt til tekið ékki lengur að- eins ætlað að mennta þá kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi heldur eru þær í æ ríkari mæli að verða geymslu- eða dagvistarstofnanir fyrir bömin meðan foreldramir stunda vinnu sína. Þetta nýja hlutverk skólanna bar á góma í þætti í nýju útvarpsstöð- inni sl. sunnudag um fréttir vikunn- ar á undan, þó að í framhjáhlaupi væri. í símatíma sem fylgdi á eftir hringdi fólk í þáttinn til að segja álit sitt á ýmsum málum og þá kom á daginn að e.t.v. var það þetta málefni — hvað á að gera við böm- in yfir daginn, sem lá hlustendum mest á hjarta og sumir hringdu til þess eins að þakka fyrir að þetta málefni skyldi tekið upp. Ein konan sem hringdi krafðist þess að stjómmálamennimir, þing- mennimir okkar, fmndu lausn á þessu máli tafarlaust því að það væri þeirra hlutverk, en af frammi- stöðu þeirra hingað til mætti ráða að alþingismenn væm í engum takt við þarfir þjóðarinnar. Það er e.t.v. til of mikils ætlast að þingmenn hafi ráð undir hveiju rifi — en þeim er samt e.t.v. einnig hollt að hlusta á þjóð sína til að heyra hvaða mál það eru sem hún ber mest fyrir bijósti. Fyrir stóran hóp fólks, sérstaklega þann er býr á þéttbýlli svæðum landsins og er á aldrinum frá tvítugu til 45 ára, er greinilegt að einmitt þetta, dag- vistarmál barnanna, er kannski það málefnið sem heitast brennur á því- um þessar mundir. Þessi þörf er til komin vegna efri bekkingum. Þeir hafa vanist rusli og vilja víst enga breytingu þar á. Öðm máli gegnir um yngstu árgangana. Viðhorf þeirra má móta með markvissri kennslu. I nám þeirra ætti að skjóta inn þætti — ekki svo veigalitlum — um sambúð manns við borg. Náms- gagnastofnun (orðskrípi með endemum) ætti að hafa á boðstólum fjölþætt myndefni, t.d, götur og torg í sínum besta og versta ham, annars vegar hrein og snyrtileg og svo þakin bréfsnifsum og óþverra. Þættir gætu sýnt krakka nota nær- tækar mslageymslur og aðra sem skeyttu því engu. Gera mætti nám þetta spennandi, efna til ritgerða- samkeppni, vettvangsgöngu og fleira í þeim dúr. Smám saman mundi þeim lærast það að hvorki kostar fé né fyrirhöfn að ganga snyrtilega um borg sína. Yngstu nemendur sem nú hcfya nám í skólum Reykjavíkur munu setja svipmót á götulíf henar um næstu aldamót. Hefði þeim í bernsku lærst snyrtimennska þá myndi Reykjavík heilsa nýrri öld sem fögur borg með hrein torg. skrifar gífurlegra þjóðfélagsbreytinga sem hafa verið að eiga sér stað á allra síðustu árum. I annan stað hafa konur sjálfviljugar hafið mikla sókn út á vinnumarkaðinn og einnig hef- ur dapurt efnahagsástand þjóðar- innar með tilheyrandi lífskjara- skerðingu valdið því að í flestum tilfellum þarf heimilið nú laun beggja foreldra til að framfleyta heimilunum. Þróunin í dagvistarmálum, en þó e.t.v. einkum í skólamálum, hefur hvergi nærri fylgt eftir þessum öru þjóðfélagsbreytingum, þó að nú megi sjá þess merki að fræðsluyfír- völd séu að byija að þreifa fyrir sér með samfelldan skóladag. Það er auðvitað sú lausn sem nærtækust er. En einnig spila hér inn í launa- mál kennara og fóstra, því að finna verður einhveija leið til að halda hæfasta fólkinu í starfi vegna vax- andi uppeldishlutverks þessara stofnana. Stjómmálamenn, bæði á þingi og í sveitastjómum, þurfa greini- lega að setja „mjúku málin“ á borð við það sem hér er nefnt, ofar á verkefnalistann — a.m.k. ef fram- angreindur símaþáttur Bylgjunnar gefur einhvem þverskurð af því sem fólk er að hugsa um þessar mundir. xxx IRegnboganum er verið að sýna eins konar blaðamannamynd sem kallast Til varnar krúnunni eða Defence of the Realm. Þrátt fyrir nokkuð reyfarakenndan söguþráð er þarna ágætis spennumynd á ferðinni. Myndin gerist að verulegu leyti innan dæmigerðs Fleet Street-blaðs og það má ætla að það sem veki mesta eftirtekt íslenskra blaðamanna, sé hversu aftarlega á merinni breskir blaðamenn eru í öllu er varðar tæknivæðingu rit- stjóma blaðanna. Hvergi í íslensk- um blaðaheimi má í dag finna jafn fornfálegt umhverfi og lýst er í þessari kvikmynd. Það má því sjá þama svart á hvítu hvemig verka- lýðshreyfing á villigötum getur leikið heila atvinnugrein. Samtök prentara í Bretlandi hafa um árabil Bréfritari telur, að ef þeim nemendum, sem nú eru að hefja nám í skólum Reykjavíkur, verði kennd snyrtimennska í bernsku muni Reykjavík heilsa nýrri öld sem fögur borg með hrein torg. staðið gegn öllum tækninýjungum innan bresks blaðaheims og þetta hefur aftur valdið því að bresk blöð hafa smám saman verið að dragast aftur úr blöðum annarra landa allt í kring, bæði í tæknileguín efnum og prentgæðum. Nú hafa hins vegar breskir útgefendur verið að bijótast út úr þessari herkví hver á fætur öðrum með því að flytja blöð sín úr Fleet Street og í önnur hverfi samfara því að semja við önnur samtök en prentara um tækniþáttinn. Fyrir bragðið er nú meira Iíf í breskum blaðaheimi held- ur en um árabil áður og eitt nýtt dagblað þegar séð dagsins ljós, meðan annað er á lokastigi undir- búnings. xxx Fréttir berast af fjölda nauðung- aruppboða. Formaður lög- mannafélagsins skrifar grein í blöðin þar sem hann kvartar undan því að lögfræðingarnir sem standa í því að innheimta kröfur hjá fólki í fjárhagserfiðleikum, séu ranglega gerðir að skálkum meðal ákveðins hluta þessa fólks, og lögfræðing- amir verði þannig táknmynd vonbrigða fólks í fjárhagserfíðleik- um þess. Um sama leyti berst inn á borð Víkveija fréttabréf frá einu af þessu nýju hugbúnaðarhúsum sem spretta upp um allan bæ um þessar mund- ir. Þar rekur maður augun í klausu um það hversu vel gangi að selja sérstakt innheimtukerfí fyrir lög- mannsskrifstofur og greint frá því að hjá einni slíkri skrifstofu, sem fjárfesti í tölvubúnaði fyrir 900 þúsund, hafi þessi búnaður borgað sig upp á einu ári. Síðan er sögð eftirfarandi dæmisaga um áhrifa- mátt kefísins. „Þau skráðu málið í tölvuna og sendu innheimtubréf. Skömmu síðar uppgötvaðist, að rangt nafn- númer skuldara hafði verið skráð. Afturkalla þurfti innheimtubréfíð og biðja viðkomandi afsökunar á mistökunum. Áður en til þess kom hafði borist greiðsla, ávísun upp á kr. 38.000,00.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.