Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUk 18. SEPTEMBER 1986 57 Leikur kattarins ad músinni í Torino Morgunblaðiö/Símamynd Briachi skorar mark sitt ígærkvöldi. Guðmundur Hreiðarsson kemur engum vörnum við íValsmarkinu. Morgunblaöiö/Símamynd • Michel Platini átti fjölda snilldarsendinga gegn Val og hér er ein slík í uppsiglingu. Michei Platini: Hlakka til sýningar- innar á íslandi „VALSMENN byrjuðu vel en síðan áttum við leikinn. Ég hlakka til að spila seinni leikinn í Reykjavík, en veðráttan gæti sett strik í reikninginn þar. Ég vona að sem flestir komi til að sjá knattspyrnusýningu okkar,“ sagði Michael Platini eftir leikinn. Platini sagði að Sigurjón Kristj- ánsson hafi verið besti leikmaður Vals. Hann var ánægöur með frammistööu Juventus og sagðist vona að leikurinn á íslandi yrði á sama plani. „ÉG ER ánægður með þessi úr- slit, Juventus-liðið lék vel í kvöld. Það slakaði aldrei á og allir leik- mennirnir gáfu sig i leikinn," sagði Marchesi, þjálfari Juvent- us, eftir leikinn í gærkvöldi. Marchesi sagði að þessi úrslit hefðu ekki komið honum á óvart ef haft er i huga að annarsvegar er um að ræða atvinnumenn og Frá Val Jónatanssyni blaðamanni Morgun- blaðsins í Torino, Ítalíu. „JUVENTUS er eitt besta félags- lið i heimi í dag og því ekki skömm að því hjá áhugamannaliði að tapa með 7 mörkum. Þó svo að mér fynnist mörkin hafa verið óþarflega mörg. Vals- menn spiluðu eins og þeir gera best og þrátt fyrir það er þessi munur á liðunum," sagði lan Ross þjálfari Vals eftir leikinn við Ju- ventus í Evrópukeppni meistara- liða í Torino í gærkvöldi. Þetta var leikur kattarins að músinni, enda kannski engin furða þar sem áhugamannalið og eitt besta lið heims áttust við. Fyrstu mínútur leiksins héldu Valsmenn í við fyrrum Evrópu- meistarana Juventus. Valsmenn fengu fyrsta umtalsverða og besta marktækifæri sitt í fyrri hálfleik strax á sjöundu mínútu. Ámundi fékk þá sendingu upp í hægra hornið frá Magna, gaf siðan góðan bolta fyrir og þar kom Hilmar á fullri ferð og skallaði rétt yfir. Leik- menn Juventus tóku síðan öll völd á vellinum og var eins og þeir hefðu skynjað að þeir þyrftu að hafa fyrir þessu. Danski landsliðsmaðurinn Mic- hael Laudrup gaf tóninn fyrir Juventus með því að skora stórglæsilegt mark og sagði hann eftir leikinn að þetta mark væri hans næstfallegasta á ferlinum, hinsvegar menn sem leika knatt- spyrnu fyrir ánægjuna eina saman. „Ég hef aldrei vanmetið Val eða aðra andstæðinga okkar. Þeir léku eins og ég átti von á. Þessi byrjun í Evrópukeppninni er sérstaklega ánægjuleg og sýndi Laudrup að hann er sífellt í framför, hann var frábær íleiknum," sagði Marchesi. og segir það meira en nokkur orð. Hann skoraði með þrumuskoti með snúningi af 30 metra færi utan við vítateigshornið hægra megin, sláin inn. „Þetta var ótrú- legt skot, ég held bara að boltinn hafi skipt þrisvar um stefnu í leið- inni í markið. Skotin hjá þessum snillingum eru engum lík og erfitt við þau að eiga,“ sagði Guðmund- ur Hreiðarsson markvörður um mark Laudrups. Það var mikil stemmning meðal 18.000 áhangenda Juventus eftir þetta glæsilega mark og kölluðu þeir stöðugt Laudrup, Laudrup sem ómaði um leikvanginn. Ekki minnkaði hávaðinn þegar hann bætti öðru markinu við þremur mínútum síðar, hann lék þá skemmtilega á Ársæl sem hrein- lega varð eftir er hann brunaði með einni „fitt"-hreyfingu fram hjá honum og skoraði á stuttu færi. Þriðja markið kom svo tveimur mínútum fyrir leikhlé og átti Platini heiðurinn af því. Hann gaf laglega stungusendingu inn á Serena sem lék síðan á Guðmund markvörð og skoraði örugglega. Síðari hálfleikur var nánast end- Michael Laudrup: Næst falleg- asta markið „ÉG HEF einu sinni skorað fal- legra mark en fyrsta mark mitt í þessum leik,“ sagði hinn 22 ára gamli teikmaður Michael Laud- rup. Laudrup sagði að fallegasta markið hefði hann skorað á móti Verona í fyrra. Honum fannst Vals- liðið leika vel fyrstu 20 mínúturnar og voru alls ekki auðveldir þann tíma, eftir það hafi þeir náð tökum á leiknum. Er formsatriði fyrir ykkur að leika seinni leikinn á íslandi? „Allir leikir eru mikilvægir og maður má aldrei slaka á kröfunum ég kem því til með að sýna mitt besta í Reykjavík eins og ég geri alltaf," sagði Laudrup og brosti út í annað. urtekning á þeim fyrri og mikill munur á þessum tveimur liðum, enda kannski ekki saman að jafna. Valsmenn fengu þó nokkur þokka- leg marktækifæri í byrjun seinni hálfleiks og var þá nokkurt jafn- ræði með liðunum. Varnarmaður- inn sterki Cabrini tók sig þá til og skellti sér í sóknina þar sem ekk- ert hafði gengið hjá félögum hans. Hann skoraði fjórða markið á 60. mínútu með lúmsku skoti rétt utan vítateigs neðst í bláhornið, óverj- andi fyrir Guðmund markvörð. Laudrup innsiglaði síðan þrennu sína er hann skoraði fimmta mark- ið stuttu síðar. Þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar þrennu fyrir Juventus. Hann lék á tvo varnar- menn og hreinlega splundraði vörninni og skoraði af stuttu færi. Vignola sem nýlega hafði komið inná sem varamaður skoraði sjötta markið á 78. mínútu. Briaschi lék þá upp að endamörkum og gaf háa sendingu fyrir markið og þar var Vignola sem skoraði af öryggi með skalla yfir Guðmund. Sjöunda markið kom aðeins 5 mínútum síðar. Platini sendi þá eina af sínum snilldarsendingum inn fyrir vörn Vals og lagði boltann beint fyrir fætur Briaschi sem skor- aði af stuttu færi. Leikmenn Juventus virtust taka því rólega sem eftir var leiksins og hæstán- ægðir með þessi sjö mörk. Við þetta fengu Valsmenn meiri tíma og tókst Ámunda tvívegis að skapa sér marktækifæri. Fyrst átti hann lúmskt skot eftir aukaspyrnu Sig- urjóns sem markvörður Juventus Tacconi mátti hafa sig allan við að verja, síðan skaut hann hátt yfir í ákjósanlegu færi rétt innan vítateigs. Þetta var leikur kattarins að músinni. Þarna sýndi Juventus leik eins og hann gerist bestur. í liðinu eru hreint frábærir knattspyrnu- menn og tækni þeirra er með ólíkindum. Þeir finna alltaf með- herja og er oft eins og þeir sjái með hnakkanum, sérstaklega eru sendingar Platinis stórkostlegar. Þeir nota breidd vallarins til hins ýtrasta, leika rólega og yfirvegað þegar þeir byggja upp sóknir sínar, setja siðan á fullt þannig að fáir standast þeim snúning. Flest mörk þeirra komu eftir skyndisóknir þar sem þeir splundruðu vörn Vals gjörsamlega með þversendingum yfir vítateiginn. Platini og Laudrup stóðu nokkuð uppúr í þessum leik það er að segja ef einhver hefur staðið upp úr i þessu frábæra knattspyrnuliði. íslenskur knatt- spyrnuunnendur geta farið að hlakka til að sjá þessa snillinga, það verður enginn svikinn af leik þeirra. Morgunblaðið/Símamynd • Michael Laudrup lék Valsvörnina oft grátt í leiknum í Torino en hér hefur Þorgrfmur Þráinsson séð við honum. Versta útreið íslenskra liða ALDREI hafa íslensk félags- lið fengið aðra eins útreið í Evrópukeppni eins og í þess- um fyrri leikjum fyrstu umferðar að þessu sinni. íslensku liðin skoruðu ekk- ert mark en fengu á sig hvorki fleiri né færri en 19 í leikjunum þremur. Það verður að fara 14 ár aftur í tímann til að finna aðr- ar eins tölur og þær í gærkvöldi. Árið 1972 tapaði Víkingur 0:9 fyrir pólska liðinu Legia FC á útivelli. Stærsti ósigur íslensks liðs í Evrópu- keppni var hins vegar 2:12 tap KR gegn Feyenoord árið 1969. Annar stór ósigur var svo 10:0-tap KR fyrir Aber- deen tveimur árum áður. ÍA hefur einu sinni áður tapað 9:0 í Evrópukeppni. Það var fyrir 16 árum í leik gegn Spörtu í Hollandi. ÍBK tapaði fyrir Tottenham með sömu markatölu i Englandi ári síðar. Á undanförnum tíu árum hefur hins vegar enginn leikur tapast með meira en sex marka mun og á síðustu 5 árum hefur aðeins einn leikur tapast með fimm marka mun, það var tap ÍA í Beveren í Belgíu árið 1984. Til samanburðar má geta þess að í fyrstu leikjunum í Evrópukeppni á síðasta ári skoruðu sömu lið og nú léku sex mörk en fengu á sig fimm — unnu tvo leiki en töpuðu einum. En það er að vísu besti árangur sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni. Eins og ég átti von á — sagði Marchesi þjálfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.