Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins; „Ákvörðun Guð- mundar kom mér ekki á óvart“ SVAVAR Gestsson formaður Alþýðubandalagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sú ákvörðun Guð- mundar J. Guðmundssonar um að hætta þingmennsku eftir yfirstandandi þing, hefði ekki komið sér á óvart. „Ég hef rætt þessi mál við Guðmund síðustu dagana, og fylgst með þessu máli,“ sagði Svavar og sagði að Guðmund- ur hefði í gær afhent sér bréf, þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi ekki gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Svavar skýrði frá þessari ák- vörðun Guðmundar á félagsfundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík í gærkveldi, þar sem ákvörðun var tekin um forvalsreglur og kjömefnd var kosin. Svavar var spurður hvort flokksforysta Alþýðubandalags- ins myndi beita sér fyrir því að annar hvor þeirra Þrastar Ólafs- sonar eða Ásmundar Stefáns- sonar yrði kjörinn á þing í stað Guðmundan „Það fer fram forv- al um skipan framboðslista, og að mínu mati er það ekki við hæfi að ég eða aðrir séu á þessu stigi málsins að lýsa yfir einu eða öðru í þessum efnum.“ Svavar var spurður hvort hann hugleiddi framboð í öðra kjördæmi en Reykjavík, fyrir næstu alþingiskosningar: „Það hefur verið rætt við mig úr öðr- um kjördæmum eins og gengur og algengt er fyrir kosningar, en engar ákvarðanir í þeim efn- um liggja fyrir á þessu stigi,“ sagði Svavar. mé VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 f gær að ísl. tíma hfti veöur Akureyri -2 Jéttskýjað Reykjavfk -2 skýjaö Bergen 4 skýjaó Helsinki 4 rigning Jan Mayen 1 snjóél Xaupmannah. 9 íálfskýjað Naresaresuaq -10 éttskýjað Nuuk -8 éttskýjað Oaló 4 iéttskýjað Stokkhólmur 4 skýjað Pórehöfn 4 iéttskýjað AJgarve 20 skýjað Amsterdam 9 akúr Aþena 23 hsiðskfrt Barcelona vantar Beriin 10 akýjað Chicago 13 þokumóða Glasgow 8 skýjað Feneyjar 15 rigning Frankfurt 9 skýjað Hamborg 6 skýjað Las Palmas 24 féttakýjað London 11 skýjað Los Angeles 17 Þokumóða Lúxemborg 6 skýjað Madrfd 16 súld Malaga 24 skýjað Mallorca 22 skýjað Miami 24 hálfskýjað Montreal 16 skúr Nice 22 akýjað NewYork 13 þokumóða Parfs 12 akýjað Róm 23 skýjað Vfn 12 rigning Wsshlngton 12 þokumóða Winnipeg 3 altkýjað / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurslofa islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR / DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Moröur af Noregi er víöáttumikil og nærri kyrrstæð 965 millíbara 'ægö, og 1010 millibara hæð yfir noröan- veröu Grænlandi. Yfir Grænlandshafi er 985 millibara djúp iægö sem hreyfist austur á bóginn. SPÁ: Austan kaldi (5 vindstig) og dálítil ól veröa víöa um sunnan- og vestanvert landiö, en frekar hæg breytileg átt, þurrt og víöa óttskýjaö til landsins, á norður- og austurlandi. Hiti verður á bilinu 1 til 3 stig, en bó sum staöar vægt frost innsveitum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: lAUGARDAGUR: Hæg oreytileg átt og kalt í veöri. Él við ströndina en þurrt og bjart í innsveitum. SUNNUDAGUR: Búast má við lítið eitt mildara veðri og suðlægum vindum. Skýjað og slydduél sunnan- og vestanlands en bjart verð- ur norðaustanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskyiao Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y' Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CX3 Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður NÝTT SÍMANÚMER 69-1 Í-HÍ| LÆmÆI fRmpmblMh Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar; „Hef nægan tíma“ „ÉG hef ekkert gert það upp við mig ennþá, og hef satt að segja nægan tíma til þess ennþá,“ sagði Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort hann ætlaði að taka þátt í forvali Alþýðubandalagsins í Reykjavík, nú þegar fyrir liggur að Guðmundur J. Guðmundsson mun ekki gefa kost á sér. Þröstur var spurður hvort reikna mætti með því að hann og Ásmund- ur Stefánsson, forseti ASÍ myndu semja um það sin á milli, hvor þeirra stefndi að því að ná sæti ofarlega á lista Alþýðubandalagsins hér í Reykjavík: „Það get ég ekki ímyndað mér. Ég held að hver og einn verði að taka ákvörðun fyrir sjálfan sig, þegar þar að kemur," sagði Þröstur. Olafur Ragnar Grímsson: „Stefni á eitt þriggja efstu sæt- anna í Reykjavík“ - gefi ég kost á mér í forvalinu. „EF flokksmenn senda mér bréf og áskorun, þá er það auðvitað kurteisi að ég taki við og hug- leiði erindið áður en ég svara því í Morgunblaðinu eða annars stað- ar,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson er blaðamaður Morg- unblaðsins spurði hann í gær hvernig hann hygðist bregðast við undirskriftasöfnun í Reykj- aneskjördæmi, þar sem menn skoruðu á hann að taka þátt í forvali Alþýðubandalagsins á Reykjanesi, en Ólafur Ragnar hefur eins og kunnugt er hu- gleitt framboð hjá Alþýðubanda- laginu i Reykjavík fram til þessa. Ólafur Ragnar sagði að sér hefði nýlega borist vitneskja um þessa undirskriftasöfnun og að hann hefði ekki fengið niðurstöður hennar enn í hendur. „Ég hef nú haft það í huga,“ sagði Ólafur Ragnar, „að ef ég gæfi kost á mér í forval hjá Alþýðubandalaginu, þá yrði það í Reykjavík. Þá ákvörðun hef ég hins vegar ekki tekið. Ég mun, ef ég gef kost á mér stefna á eitt af efstu þremur sætunum." Suðurland; “Mikið búið að reyna að koma mér í burtu.“ - segir Garðar Sigurðsson sem ákveð- ið hefur að láta af þingmennsku. Vestmannaeyjum. GARÐAR Sigurðsson, þingmað- ur Alþýðubandalagsins í Suður- landskjördæmi, rtegir í viðtali við vikublaðið Fréttir f Vestmanna- eyjum sem vit kom í gær, fimmtudag, að íann muni ekki gefa kost á sér til forvals flokks- ins vegna alþingskosningana í vor. Garðar hefur setið á þingi í rúm 15 ár, var fyrst kosinn á þing 1971. Garðar er þungorður í garð sam- herja sinna í Alþýðubandalaginu í viðtalinu við blaðamann Frétta og aðspurður um ástæður þess að hann vill nú hætta á þingi segir Garðar orðrétt: „Eg er orðinn hundleiður á eilífu naggi út 5 mig sem þingmann af þeim sem teljast mínir samheijar í pólitíkinni. Mikið er búið að reyna að koma mér í burtu og mér skilst á ýmsum flokksmönnum mínum að þeir telji mig dragbít á fylgi Al- þýðubandalagsins hér í Suðurlands- kjördæmi. Flokkurinn fær því líklega góða kosningu þegar ég verð hættur." -hkj. Góð sætanýting hjá Útsýn: 30 leiguflugsferðir til sól- arlanda með 100% nýtingu ÖLL Ieiguflugsviðskipti Útsýn- ar voru gerð við Flugleiðir hf. fyrir sumarið 1986 og var flog- ið til suðurstranda Portúgals og Spánar og til Trieste á ít- alíu. Auk leiguflugsins fór fjöldi farþega til sólarstranda í áætlunarflugi á vegum Útsýn- ar, eftir að leiguflugið var uppselt. Pantanir hófust snemma og margar ferðir seldust upp fljótlega eftir að áætlun kom út. Almennt skráð fargjald (normal-fargjald) til Malaga á Spáni kostar nú kr. 34.310 aðra leiðina í áætlunar- flugi og var það samsvarandi meðalverði í þriggja vikna ferð með leiguflugi Útsýnar sl. sumar, með flugi báðar leiðir, gistingu og fararstjóm innifalinni. Síðasta leiguflugið, sem tilheyrir sumará- ætlun fór fimmtudaginn 23. október til Malaga, en þá hefst um leið vetraráætlun fyrir langdv- alar farþega, sem geta dvaiist í 6-8 vikur við ágæt skil- yrði fyrir svipað verð og 3ja vikna ferðir kosta að sumarlagi. Ástæða er til að vekja athygli Islendinga á hinu góða veðurfari og flöl- breyttri dægradvöl á Costa del Sol á vetuma. (Fréttatilkynning frá Útsýn)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.