Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER'1986 Ætlum okkur í úrslit - segir Friedhelm Funkel hjá Uerdingen • Þróttarar uröu Reykjavíkurmeistarar 11 áriA í röð ar þeir unnu ÍS í Hagaskólanum á miðvikudaginn. Hér sést Einar Hilmarsson slá í gólf Stúdenta eftir uppspil frá Leifi Harðarsyni. Reykjavíkurmótið íblaki: Þróttur meistari 11. árið í röð! Mátti þó varla vera tæpara að þessu sinni ÞRÓTTUR varð á miðvikudaginn Reykjavikurmeistari í blaki karla 11 árið íröð. Liðið sigraði íþrótta- félag stúdenta í þremur hrinum gegn einni og það dugði þeim til að sigra i mótinu. Velgengni Þróttar á blakvellinum er með eindæmum. Félagið hefur orðið Reykjavíkurmeistari 11 ár í röð eins og áður sagði og það þarf ábyggilega að fara langt aftur í tímann og í aðrar íþróttagreinar tii að finna annan eins árangur -og dygði það eflaust varla til. Það var vitað fyrir leikinn að Þróttur yrði að vinna 3:1 vegna þess að þeir töpuðu fyrsta leiknum í mótinu fyrir Fram. Þróttur mætti ákveðinn til leiks á miðvikudaginn og unnu tvær fyrstu hrinurnar 15:13 eftir að hafa verið undir lengst af. Stúdentar unnu næstu hrinu 17:15 og því spennan í hámarki að því að menn héldu. Spennan varð þó enn meiri því undir lok fjórðu hrinunnar komust Stúdentar í 14:13 og þurftu því aðeins eitt stig til að verða Reykjavíkurmeist- arar. Þróttarar voru ekki alveg á því að missa titilinn -enda orðnir vanir að bera hann- og þeim tókst að sigra 16:14. Það voru „gömlu" mennirnir Leifur Harðarson og Jason Ivars- son sem stóðu sig einna best í liði Þróttar að þessu sinni. Jason alltaf jafn klókur að koma knettinum framhjá hávörn andstæðinganna og Leifur okkar besti uppspilari. Hjá Stúdentum var Sigurður Þrá- insson sterkastur en hann er nú á nýjan leik með ÍS. nýkomin heim frá námi í Bandaríkjunum. Þorvarð- ur Sigfússon var einnig sterkur hjá ÍS. Fram og Víkingur léku einnig á miðvikudaginn og var það leikur um þriðja sætið. Víkingar áttu ekki í erfiðleikum með Fram að þessu sinni og unnu 3:0 og urðu þar með í 3. sæti mótsins. ÍS varð Reykjavíkurmeistari í kvennaflokki þrátt fyrir 2:3 tap gegn Víkingsstúlkunum í síðasta leik. Stúdínum nægði að vinna eina hrinu til að hljóta titilinn. Víkingur hafnaði í 2. sæti og Þróttur í því þriðja. Frá Jóhannl Inga Qunnarasynl, fróttaritara LEIKMENN Bayer Uerdingen voru að vonum ánægðir með jafn- _ teflið sem þeir náðu í Póllandi í Evrópukeppninni á miðvikudag- inn. Friedhelm Funket sagði eftir leikinn að nú væri stefnan hjá þeim að komast í úrslitaleikinn. Funkel þessi er einn leikreynd- asti leikmaður Uerdingen en hann kom inn í liðið núna vegna þess að Pólverjinn ungi fékk ekki að fara til Póllands. Funkel lék á mið- vikudaginn sinn 25. Evrópuleik og sagðist hann vera mjög bjartsýnn á að liðið kæmist áfram í 3. um- ferð „þá ætlum við okkur í úrslita- leikinn," sagði hann. Arno Eschler stjóri Bayer Uerd- ingen sagði í leikhléi í Póllandi að ef Uerdingen kæmist í 3. umferð þá gæti ýmsilegt gerst. „Ef við Jcomusmst í 3. umferðina kaupum við einhvern góðan og þekktan leikmann og þá fá einnig leikmenn okkar 5000 mörk fyrir frammistöð- una." Ásgeir Sigurvinsson var tiltölu- lega bjartsýnn eftir leikinn í Moskvu. „Þrátt fyrir að við höfum tapaö 2:0 þá er ég bjartsýnn á að við komumst áfram. Torpedo er Landskeppni í Skotlandi Morgunblaösins í V-Þýskalandi. • Árni Einarsson til vinstri f keppni gegn Sten Rönning, Noregi, á NM í Reykjavik f fyrra, en Rönning var Evrópumeistari 1985. Karate: hamri, Halldór Svavarsson, KFR, og Atli Erlendsson, landsliðsþjálf- ari úr KFR. Þetta er önnur landskeppni ís- lands í karate. í fyrra var keppt gegn Svíþjóð og urðu úrslit 3-2, 2-3, I-4 eða samtals 9-6 fyrir Svía, en þeir höfnuðu í 3. sæti á HM fyrr í þessum mánuði. Tveir af máttarstólpum Uerdingen, Matthias Herget og Wolfgang Funkel. ekkert topplið á alþjóða mæli- I á að vinna þá í Stuttgart og kom- kvarða og við eigum alla möguleika | ast áfram." ÍSLENSKA landsliðið í karate tek- ur þátt í opnu móti í Glasgow í Skotlandi á morgun og keppir gegn Skotum og Norður-írum á sunnudag. Opna mótið heitir „Budo Can Cup" og taka allir landsliðsmenn- irnir þátt í því, en þeir eru Árni Einarsson, KFR, Ævar Þorsteins- son, UBK, Ólafur Wallevik, Þórs- Jón ráðinn þjálfari JÓN Diðriksson, hinn kunni hlaupari og margfaldur íslands- methafi, hefur verið ráðinn aðalþjáifari frjálsíþróttamanna ÍR, sem byrjaðir eru að undirbúa sig fyrir næsta keppnistfmabil. Jón þjálfar keppnismenn ÍR und- ir stúku Laugardalsvallar (Baldurs- haga) mánudags- og fimmtudags- kvöld og í Fellaskóla í Breiðholti á þriðjudagskvöldum. Þá stjórnar hann útiæfingu á laugardögum, svo í mörgu er að snúast hjá hon- um. Hafa æfingar verið vel sóttar hjá Jóni í haust. Hann er hámennt- aður íþróttakennari frá íþróttahá- skólanum í Köln í Vestur-Þýzkal- andi. Auk Jóns sér hinn kunni afreks- ÍR-inga maður ÍR-inga, Friðrik Þór Óskars- son, um kraftþjálfun keppnismann- anna í Baldurshaga á miðvikudögum. Þá sjá afrekskonurnar Oddný Árnadóttir og Bryndís Hólm um æfingar 10-13 ára unglinga og nýliða í Baldurshaga síðdegis á mánudögum og í Fellaskóla síðdegis á föstudögum. „Eins og undanfarin ár bjóðum við upp á þekkt afreksfólk sem þjálfara. Allir unglingar með frjálsíþróttaáhuga eru velkomnir á æfingar hjá okkur og færa sér í nyt möguleikann á að njóta leiöbeiningar og þekking- ar þessara afreksmanna," sagði Jóhann Björgvinsson, formaður frjálsíþróttadeildar ÍR. Í i • Jón Diðriksson meðal nokkurra frjálsíþróttamanna (ÍR á æflngu f Baldurshaga. Jón hefur verið ráðinn þjálfari frjálsíþróttafólks ÍR. Hann á öll íslandsmetin f millilengda- og langhlaupum að 10 km hlaupi undan- skildu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.