Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 Lech Walesa fengi ekki að snúa heim Getur því ekki tekið við verðlaunum í Bandaríkjunum Varsjá, AP. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinna óháðu verkalýðs- samtaka í Póllandi, hefur skýrt svo frá, að hann muni ekki fara til Bandaríkjanna i þessari viku til þess að taka við svonefndum „heiðarleika-verðlaunum", nema því aðeins að pólska stjórnin ábyrgist, að hann fái leyfi til að snúa heim aftur auk þess að láta honum i té vegabréf. Walesa kvaðst fyrr í vikunni vera „99,9% viss“ um, að stjóm- völd myndu neita að láta honum í té slíka ábyrgðaryfírlýsingu, en bætti við: „Örlítill möguleiki er þó fyrir hendi.“ í gær var það ljóst, að hann fengi ekki að fara, því að þá var neitað að endumýja vegabréf hans. Er Jerzy Urban, taismaður pólsku stjómarinnar, var spurður að því á fíindi með fréttamönnum, hvort Walesa fengi að snúa heim aftur, þá svaraði hann: „Það hefur aldrei gerzt, að pólsk yfírvöld hafí gefíð þess konar tryggingu.“ Svonefnd John-Roger-stofnun í Santa Monica í Kalifomíu veitir framangreind verðlaun og er Wa- lesa einn af þremur mönnum, sem fær þau í ár. Hefur stofnunin boðið Walesa til Bandaríkjanna til að taka þar við verðlaununum að fjárhæð 10.000 dollarar, sem Walesa hefur þegar sagt, að hann myndi gefa franskri hjálparstofn- un, sem verið hefur virk í Póliandi. Walesa hlaut friðarverðlaun Nóbels 1983 fyrir baráttu sína sem leiðtogi Samstöðu, fyrstu óháðu verkalýðssamtakanna í Austur-Evrópu. Hann sendi þá konu sína, Danutu og son sinn, Bogdan, til Osló til að taka þar við verðlaununum fyrir sína hönd. Samstaða var bönnuð 1982, er herlög ríktu í Póllandi. Þyrlunni lyft upp úr Hudson-á eftir slysið á miðvikudag. New York: „ Við lendum í vatninu við lendum í vatninu“ - hrópaði fréttakonan um leið og þyrlan hrapaði í Hudson-ána New York, AP. UM það miUjón manns heyrði fréttakonuna hrópa „við lendum í vatninu, við lendum í vatninu" um leið og þyrlan, sem hún var i, hrapaði niður i Hudson-ána í New York. Hafði fréttakonan verið að lýsa umferðinni á mesta annatímanum. Beið hún bana I slysinu en flugmaðurinn komst lífs af mikið slasaður. Fréttakonan, Jane Domacker að nafni, vann fyrir WNBC- útvarpsstöðina og var þetta í annað sinn á árinu, sem hún hrap- ar til jarðar með þyrlu. Fyrra slysið átti sér stað f apríl sl. þeg- ar hún steyptist með þyrlu ofan í Hackensack-ána í New Jersey en þá tókst henni að synda í land ásamt flugmanninum. Björgunar- menn náðu Domacker og flug- manninum úr Hudson-ánni tíu mínútum eftir að þyrlan hrapaði en þrátt fyrir miklar lífgunartil- raunir var hún látin áður en komið var með hana á sjúkrahús. Domacker, sem m.a. hafði get- ið sér gott orð fyrir gamanleik og farið með minniháttar hlutverk í kvikmyndum, fékkst ekki til að stíga upp í flugvél í nokkra mán- uði eftir slysið í apríl en var nú búin að vinna bug á ótta sínum. Hún var að gefa venjulega lýsingu á umferðinni við Lincoln-göngin undir Hudson-á þegar hún þagn- aði allt í einu og hrópaði svo „við lendum í vatninu, við lendum í vatninu". Þyrlan lenti hins vegar á árbakkanum, á gangstétt og girðingu, áður en hún féll í ána. Könnun á fylgi breskra stj órnmálaflokka: Höfuðandstæðingarnir standa nú jafnir að vígi Lech Walesa Vinsældir Margaret Thatcher fara vaxandi London, AP. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Gallup-stofnunin birti í gær er fylgi breska íhaldsflokksins nú jafnt fylgi Verkamannaflokksins. í öllum þeim könnunum sem gerðar hafa verið á fylgi breskra stjóm- málaflokka í ár hefur íhaldsflokkurinn reynst njóta minna fylgis en Verkamannaflokkurinn. þeir myndu kjósa íhaldsflokkinn og fylgi Verkamannaflokksins reyndist vera hið sama. Þetta er í fyrsta skipti frá því í janúar sem flokkam- Almennt er talið að Margaret Thatcher boði til kosninga á næsta ári. Kjörtímabili hennar lýkur hins vegar ekki fyrr en árið 1988. Fylgi íhaldfsflokksins jókst um 5% í þessum mánuði samkvæmt könnuninni. Svo virðist sem íhalds- flokkurinn njóti góðs af ágreiningi innan Bandalags jafnaðarmanna (SDPj um stefnu Breta í vamarmál- um. I könnuninni kom einnig fram að persónulegt fylgi Margaret Thatcher, forsætisráðherra, fer vaxandi. 36% aðspurðra kváðust vera ánægðir með störf hennar. í ágústmánuði svöruðu 28% að- spurðra þeirri spumingu játandi. Gallup-könunin náði til alls landsins og vom 952 kjósendur spurðir: „Ef þingkosningar fæm fram á morgun hvaða flokk myndir þú þá kjósa." 37,5% svömðu að Míkki Mús legg- ur land undir fót Peking', AP. MIKKI Mús og félagar munu senn teljast fjölskyldu- vinir í Kina. Disney-fyrirtækið tilkynnti i gær að kínverska sjónvarpið myndi hefja útsendingar á þáttum með þeim félögum á sunnudaginn. Teiknimyndimar verða sýndar næstu tvö árin til reynslu. Forráðamenn Disney-fyrirtækisins vonast til þess að vinsældir þeirra verði þá orðnar svipaðar þar eystra og í Evrópu og Bandaríkjunum. Talið er að 300 milljónir Kínveija eigi sjónvaipstæki. Disney-fyrirtækið vonast til þess að hagnaður af samningi þess og kínverska sjónvarpsins verði veruleg- ur. Ef Mikki Mús slær í gegn verður unnt að hefja sölu á alls kyns vamingi frá fyrirtækinu. Að sjálfsögðu mun músin, sem og önnur þau kvik- indi sem Walt Disney skapaði, tísta á kínversku. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands. ir standa jafnir að vígi. í könnunum síðustu tveggja ára hefur traust kjósenda á Bandalagi jafnaðar- manna aldrei verið minna en nú. Fylgi Verkamannaflokksins hefur hins vegar verið stöðugt. Þrír flýja til Vestur- Þýzka- lands MUnchen, AP. ÞRÍR Austur-Þjóðveijar flýðu yfir landamærin til Vestur- Þýzkalands á miðvikudag. Er fjöldi þeirra, sem flúið hafa vest- ur yfir orðinn 26 á einum mánuði Haft var eftir lögreglunni í Múnc- hen, að tveimur þeirra, sem flýðu nú, hefði tekizt að komast óséðir framhjá landamæravörðum og klifra heilu og höldnu yfír málm- girðingar á landamærunum og komast þannig til Bæjaralands. Þriðja manninum tókst að læðast óséður yfír landamærin í Neðra Saxlandi, ekki fjarri Goslar. Flóttatilraunir að austan hafa verið tiðar að undanfömu. Á sunnu- dag synti tvítugur Austur-Þjóðveiji vestur yfír Elbu í Neðra Saxlandi. Komst hann yfír heill á húfí, þrátt fyrir það að fljótið sé mjög kalt á þessum árstíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.