Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 27 Frumvarpsdrög að frídegi sjómanna Allir fiskimenn í fríi á sjómannadaginn, aðrar reglur fyrir fyrir aðra sjófarendur Morgunblaðið/Þorkell Frá þingi Sjómannasambands íslands. Óskar Vigfússon, formaður sambandsins í ræðustóli 15. þing Sjómannasambands íslands: Afnám kostnaðarhlutdeildar eitt af stærstu málum þingsins Hlutaskiptakjör sjómanna verði leiðrétt áður en ríkið fer að innheimta ávinninginn af lækkun olíuverðs KJARAMÁL sjómanna er eitt helzta mál 15. þings Sjómanna- sambands íslands, sem hófst í gær. Sjómenn telja að veiga- mesta atriðið í næstu kjara- samningum verði afnám kostnaðarhlutdeildar í ljósi síminnkandi olíukostnaðar út- gerðarinnar. í drögum að ályktun um kjaramál segir að framkvæmdsljórn Sjómanna- sambandsins krefjist þess, af stjórnvöldum að hlutaskipta- kjör sjómanna verði leiðrétt áður en þau fari innheimta til sín þann ávinning, sem orðið hafi af olíuverðslækkuninni. Óskar Vigfússon, formaður Endurskoðun hf. endurskoð- ar Byggung STJÓRN Byggung sf., Reykja- vík, og fulltrúar úr 5. bygfgingar- áfanga hafa gert samkomulag við Endurskoðun hf., Suður- Iandsbraut 18, Reykjavík, um að athugun fari fram á tilteknum atriðum er varða uppgjör við félagsmenn í 5. byggingarflokki hjá félaginu. Lögð er áhersla á að athuguninni verði hraðað. Rétt er að það komi fram, að Endurskoðun hf. er eina endurskoðunarskrifstofan, sem leit- að var til um þetta mál, segir í frétt frá Byggung. sambandsins flutti skýrslu stjórn- stefnu, sem höfð verður að leiðar- ar og sagði þá meðal annars: „Á ljósi í þessum efnum í komandi þessu ári hefur hagur útgerðar samningum vænkazt mjög vegna verulegrar lækkunar á olíuverði. Einnig hefur fjármagnskostnaður útgerðarinn- ar lækkað nokkuð vegna þróunar Bandaríkjadollars og lækkunar vaxta. Einnig hefur rekstrarijár- staða útgerðar lagazt verulega vegna skuldbreytinga hjá útgerð- arfyrirtækjum. Á árinu 1983 setti ríkisstjómin bráðabirgðalög um sérstakan kostnaðarhlut útgerðar framhjá skiptum vegna slæmrar stöðu útgerðar á þeim tíma. Nú hefur dæmið snúizt við. Gasolíu- verð til fískiskipa hefur lækkað verulega á þessu ári og nemur lækkunin um 42% frá því í lok febrúar til dagsins í dag. Verð á svartolíu hefur einnig lækkað verulega eða um 46% frá því í byrjun nóvember 1985. Sem dæmi um hvaða þýðingu olíuverðslækk- unin hefur fyrir útgerðina má segja að kostnaðarlækkun botn- fískveiðiflotans sé um 740 milljón- ir króna vegna lækkunarinnar. Olíukostnaður botnfískveiðiflot- ans sem hlutfall af tekjum hefur lækkað úr 18,7% á árinu 1985 .....—____________________________________________ niður í tæp 10% miðað við rekstr- . arskiiyrði nú í september. Hiutfaii Felag Samemuðu þj ooainia: olíukostnaðar af tekjum hefur ---------------sö---------------------------------------- ekki verið svo lágt síðustu 10 ár- in, enda sýna afkomutölur útgerð- ar nú, að afkoman hefur ekki verið jafngóð um árabil. í sjávarútvegsráðuneytinu eru nú tilbúin drög að frumvarpi til laga um frídag sjómanna. Halld- ór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, lagði frumvarpsdrögin fram á þingi Sjómannasambands íslands og sagðist vænta þess, að þingfulltrúar myndu gera við þau athugasemdir og bentu á það, sem betur mætti fara. Halldór sagðist lengi hafa verið þeirra skoðunar að sjómannadagur- inn ætti að vera allshetjar frídagur sjómanna með sem minnstum und- anþágum. Bið hefði orðið á því að frumvarp um þetta efni yrði flutt á Alþingi, einkum vegna þess, að ekki hefði náðst góð samstaða um málið. Það, sem staðið hefði í vegi fyrir því, að menn gætu orðið sam- mála um að lögfesta frídag sjó- manna, væri aðallega þrennt. „I fyrsta lagi verður að líta til þess, að sjómannadagurinn er dagur allra sjómanna, ekki eingöngu físki- manna, heldur einnig þeirra, sem vinna á farskipum, varðskipum og hafrannsóknaskipum, en erfítt er að stöðva þau í landi einn ákveðinn dag,“ sagði Halldór. „Í öðru lagi fylgir frídegi röskun á úthaldi skipa. sem selja á erlendum markaði. í þriðja lagi hafa ýmsir talið að sjó- mannadagurinn gæti orðið þess valdandi í sumum byggðarlögum, að al!t of mikill afli bærist á land rétt fyrir frídaginn." Halldór sagði, að í frumvarps- drögunum væri gert ráð fyrir að allir fískimenn yrðu í fríi þennan dag og undantekningum frá því yrðu settar þröngar skorður. Þann- ig yrði það að mestu leyti á valdi stéttarfélaga sjómanna, hvort und- antekningar yrðu veittar. Þá væri' gert ráð fyrir því, að aðrar reglur yrðu látnar gilda um skipveija á farskipum, varðskipum, hafrann- sókna- og strandferðaskipum, enda væri vandséð að hægt yrði að kom- ast hjá því. Kynningarfundur hjá Málfreyjum KYNNINGARFUNDUR II Ráðs Málfreyja verður haldinn í Safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli Garðabæ á morgun, laugardag- inn 25. október, og hefst kl. 15.00. 15. þing Sjómannasambands íslands hófst klukkan 10 á fimmtudagsmorgun með þing- setningu, skýrslu formanns og ávörpum geta, Halldórs Ásgríms- sonar, sjávarútvegsráðherra, Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ og Haralds Holsvik, fram- kvæmdastjóra Farmanna- og fískimannasabands íslands. Síðdegis voru umræður um skýrslu formanns, reikninga sam- bandsins, öryggis- og trygginga- mál, atvinnu- og kjaramál, fijálsan fískmarkað og viðhorf til Ríkismats sjávarafurða og hug- myndir um breytingar. í dag flytur Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, erindi og Jón Kr. Olsen fyrir hönd vérlstjórafé- lags Suðumesja. Loks verður stjómarkjör á föstudag. Þá verður einnig síðari umræða um atvinnu- og kjaramál. Á laugardag verður áfram rætt um öryggis- og trygg- ingamál, fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils og ályktanir af- greiddar. Dómsmálaráðuneyti: Astæðulaust að rann- saka starfsemi Vara DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til að láta fara fram opinbera rannsókn á starf- semi vaktþjónustunnar Vara í Reykjavík. I lok ágústmánaðar sl. skrifuðu 15 starfsmenn öryggisgæslufyrir- tækisins Securitas sf. bréf þar sem þess er krafíst af Jóni Helgasyni, dómsmálaráðherra, að hann láti fara fram opinbera rannsókn á starfsemi Vara, en ráðuneytið hafði viðurkennt starfsemi fyrirtækisins skömmu áður. í bréfínu sögðu fimmtánmenningamir að þeim hafi verið „misboðið herfílega sem stétt með þessari opinberu viðurkenn- ingu á starfsemi Vara“ og töldu ástæðu til að rannsaka hvort Vari hefði „blekkt viðskiptavini sína með skipulögðum loddaraskap eða ekki.“ I bréfínu vom síðan talin upp þau atriði sem Securitas-menn töldu þurfa athugunar við, s.s. hvort brot- ist hafi verið inn í stjómstöð Vara, hvort fyrirtækið hafí smyglað til landsins fjarskiptatækjum, hvort dæmdur eiturlyfjasali starfaði hjá fyrirtækinu, hvort öryggismiðstöð Vara stæðist þær kröftir sem gerð- ar eru o.s.frv. í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi hlutaðeigandi mönnum í gær segir að af hálfu ráðuneytisins hafí verið hlutast til um könnun á þess- um atriðum. Að lokinni þessari könnun telji ráðuneytið ekki tilefni til þess að hlutast til um að öpinber rannsókn fari fram. Broddur og rófur í Aust- urstræti í dag Selfossi: I dag klukkan 14,00 ætlar Sam- kórsfólk frá Selfossi að bjóða Reykvikingum og öðrum sem fara um Austurstræti ýmsan varning úr Flóanum, þar á meðal brodd og rófur. Samkórsfólkið er vel minnugt sams konar ferðar í júni en þá seldist allt upp á 10 mínútum þrátt fyrir að slagveður væri. Þá var broddur- inn sérlega vinsæll og fengu færri en vildu. Rófumar em úr Samkórsakrin- um f Sandvíkurhreppi og nýupp- teknar. Auk broddsins og rófanna verða á boðstólum kökur, heima- bakað brauð, sultur og úrval af öðm kaffíbrauði. Sig Jóns. Af þeim kostnaðarhlut, sem tekinn var framhjá skiptum á ár- inu 1983 hefur litlum hluta verið skilað til baka inn í hlutaskiptin. Nú í dag em 13% af brúttóverði enn tekin framhjá skiptum af þeim kostnaðarhlut, sem tekinn var með lögum árið 1983. í ljósi breyttra aðstæðna hlýtur því aðalkrafa komandi samninga að vera að sjómenn fái hlutdeild í batnandi afkomu útgerðar með því að endurheimta hluta af því, sem áður hefur verið af þeim tek- ið. Þetta þing hlýtur að móta þá Ráðstefna o g hátíðardag- skrá í tilefni friðarárs SÞ 40 ár liðin frá því ísland gekk í SÞ 0 INNLENT ! tilefni af friðarári Sameinuðu þjóðanna 1986 gengst Félag Sameinuðu þjóðanna hér á landi fyrir ráðstefnu að Hótel Sögu nk. sunnudag, 26. október. í dag er stofndagur Sameinuðu þjóð- anna og þann 19. nóv. nk. eru 40 ár liðin síðan ísland gerðist aðili að SÞ. Ráðstefnan verður haldin milli kl. 13.30 og 15.30 og ber hún yfirskriftina „Ófriðar- og hættusvæði í heiminum". Stuttar framsöguræður flytja: Gunnar Gunnarsson starfsmaður Öryggismálanefndar, Hannes Hei- misson blaðamaður, Magnús Torfí Ólafsson blaðafulltrúi ríkisstjómar- innar, og Margrét Heinreksdóttir fréttamaður. Síðan verða pallborðs- umræður og í þeim verða þátttak- endur Ámi Bergmann ritstjóri, Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismálanefndar, Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður og Þórður Ægir Óskarsson stjóm- málafræðingur. Ráðstefnustjóri verður Ásgeir Pétursson og pall- borðsumiæðum stjómar Gunnar G. Schram. I frétt frá félaginu segir að ráð- stefnan sé einskonar framhald af umræðum í tilefni leiðtogafundarins f Reykjavík. Sérstaklega verður rætt um þau svæði í heiminum þar sem ófriðarblikur eru á lofti og þar sem hætta er á að geti orðið að víðtæku ófriðarbáli. Þá verður hátíðarsamkoma í Þjóðleikhúsinu í tilefhi af friðarár- inu 22. nóv. nk. Þar mun Jan Martensson frá Svíþjóð flytja er- indi, en hann er forstöðumaður Afvopnunarstofnunar SÞ í New York. Einnig verður flutt leikritið „Friðurinn" eftir Aristofanes og bamakór mun m.a. syngja söng SÞ eftir Pablo Casals. Um næstu helgi kemur út bækl- ingur á vegum félagsins um Sameinuðu þjóðimar og fríðarmál- in. Stjómmálamenn og stjómmála- fræðingar rita greinar í bæklinginn og verður honum dreift í skólum og til almennings. íslendingar, sem setið hafa Allsheijarþing SÞ hafa verið beðnir um að sækja heim framhaldsskóla og kynna þar SÞ með sérstöku tilliti til friðarársins. Öllum þingflokkum hefur verið skrifað og hafa þeir allir samþykkt að leggja til ræðumenn af þessu tilefni. Kynningarþáttur um Sameinuðu þjóðimar verður á dagskrá ríkis- sjónvarpsins í kvöld í umsjá Guðna Bragasonar fréttamanns, en hann hefur einmitt sjálfur starfað við útvarp SÞ í New York. Þá verður einnig þáttur í hljóðvarpi um SÞ í dag í umsjá Ama Gunnarssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.