Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Hlutverk
Ríkisútvarpsins
Hluti starfsmanna Skógræktarfélags Reykjavíkur, frá vinstri Vilhjálmur Sigtryggsson framkvæmdastjóri
Bjarni Pétursson verkamaður, Hildur Þorbjarnardóttir verkakona, Bára Guðjónsdóttir garðyrkjufræðingu
stjóri.
Skógræktarfélag Reykjavíkur 40 ára:
Ahugi á trjárækt hefi
aukist mikið á síðustu
- segir Vilhjálmur Sigtryggsson framkvæmdasljóri
unginn í umræðunum um
framtíð rásar 2 eykst frekar
en minnkar eins og meðal annars
má sjá á grein Markúsar A. Ein-
arssonar, varaformanns útvarps-
ráðs, hér í blaðinu í gær. Þar
talar hann um „öfgaöfl lengst til
hægri sem vilja þessa mikilvægu
menningarstofnun feiga“. For-
svarsmenn og starfsmenn
Ríkisútvarpsins hafa valið þann
kost í þessum umræðum að gera
andstæðingum sínum upp skoð-
anir. Þeir, sem „leyfa" sér að
vekja máls á því, hvort ekki
megi íhuga sölu á rás 2, eru
stimplaðir sem menningarfjand-
samlegir öfgamenn og andstæð-
ingar landsbyggðarinnar o.fl.
o.fl. Ekki nóg með það heldur
er snúið út úr orðum þeirra eins
og til dæmis mátti heyra í við-
tali tveggja fréttamanna Ríkisút-
varpsins við menntamálaráð-
herra i morgunútvarpi á
miðvikudag. Það hófst á þeirri
röngu fullyrðingu fréttamann-
anna, að ijármálaráðherra vildi,
að rás 2 yrði seld. Síðan gengu
þeir í skrokk á menntamálaráð-
herra, sem varðist fímlega, til
að knýja það fram, að orðið yrði
við öllum peningalegum óskum
Ríkisútvarpsins.
Almennt eiga starfsmenn
Ríkisútvarpsins greinilega erfítt
með að sætta sig við að starfa
í samkeppni við aðra á öldum
ljósvakans. Hræðsluviðbrögðin
vegna umræðnanna um framtíð
rásar 2 staðfesta þetta betur en
nokkuð annað; raunar bera þau
merki einskonar ijölmiðafas-
isma, þar sem ijölmiðill ætlar í
krafti yfírburða sinna að þagga
niður í öllum þeim, er hafa aðra
skoðun á starfsemi hans en þeir,
sem þar starfa.
Það eru sem betur fer ekki
allir starfsmenn Ríkisútvarpsins,
sem grípa til sleggjudóma og
stóryrða, þegar rætt er um það,
hvort það sé hlutverk stofnunar-
innar að dreifa dægurtónlist um
land allt. í samtali við Hrafn
Gunnlaugsson, dagskrárstjóra
hjá ríkissjónvarpinu, sem birtist
hér í blaðinu á miðvikudag, segir
hann meðal annars: „Við höfum
valið ríkinu það hlutskipti að það
mennti fólk og reki skóla, en við
ætlumst ekki til að ríkið reki
Dansskóla Heiðars Ástvaldsson-
ar. Okkur fínnst að ríkið eigi að
gefa út gagnleg rit eins og
Passíusálmana, Menningarsjóðs-
bækumar og Almanak Þjóðvina-
félagsins, en ekki Samúel,
Krossgátublaðið eða Morgun-
blaðið. Á sama hátt á Sjónvarpið
ekki að sýna léttvægt dægur-
efni, það geta einkaaðilar gert,
og miklu betur." Og í samtalinu
líkir Hrafn þessu við það, ef Þjóð-
kirkjan færi að reka diskótek, til
að mæta samkeppni frá
skemmtistaðnum Broadway. Að
vísu kæmu 1.200 manns á Bro-
adway hvert laugardagskvöld,
en 200 í kirkju á sunnudags-
morgnum. Þó ætlaðist enginn til
þess að þessari „samkeppni" yrði
mætt.
Hinir áköfu málsvarar
Ríkisútvarpsins hafa talið það til
marks um að rás 2 væri að ganga
úr greipum þeirra, að rætt var
um framtíð hennar hér í blaðinu
fyrir réttri viku. Þar var sagt,
að eðlilegt hefði verið á sínum
tíma, á meðan ríkiseinokun var
á öldum ljósvakans, að Ríkisút-
varpið svaraði kröfum tímans og
tæki að sér að leika þær hljóm-
plötur, sem njóta mestra vin-
sælda hveiju sinni og auðvelt er
að nálgast í öllum plötubúðum.
Eftir að einokunin hefur verið
afnumin horfír málið öðru vísi
við, þá er rétt að endurmeta hlut-
verk ríkisins og fela því það, sem
á þess verksviði er; í því efni
hefur Hrafn Gunnlaugsson dreg-
ið skynsamleg mörk.
í grein Markúsar Á. Einars-
sonar, sem. fyrr er vísað til,
kemur fram, að uppi eru áform
um að breyta dagskrárstefnu
rásar 2. Hann segir meðal ann-
ars: „En Qölbreytni dagskrár þar
á eftir að aukast, og er sú þróun
reyndar þegar hafín. Bamaefni,
íþróttaþættir og beinar íþrótta-
lýsingar eru þar á dagskrá, góð
hljómgæði gefa tilefni til flutn-
ings sígildrar tónlistar og fyrir
kemur að sjónvarpið sendir tón-
leika í beinni útsendingu í
samsendingu við rás 2 sem send-
ir hljóðið í stereo.“ Virðist
ætlunin að færa dagskrá rásar 2
nær því sjónarmiði um hlutverk
ríkisins í útvarpsrekstri, sem
nýtur víðtæks stuðnings og al-
menns skilnings.
Morgunblaðið vill veg Ríkisút-
varpsins sem mestan. Það er
skiljanlegt, að eftir einokun í
meira en hálfa öld sé erfítt fyrir
þessa öflugu stofnun að laga sig
að breyttum aðstæðum. Stóiyrt-
ar skammir og gagnrýni á
tilbúnum forsendum léttir ekki
þann róður.
SKÓGRÆKTARFÉLAG
Reykjavíkur, sem er félag áhuga-
manna um skógrækt er 40 ára í
dag. Af því tilefni snéri Morgun-
blaðið sér til Vilhjálms Sig-
tryggssonar framkvæmdastjóra
félagsins og skógfræðings, sem
rakti sögu félagssins í stórum
dráttum og greindi frá helstu
verkefnum.
„Stofnun félagsins má rekja til
Skógræktarfélags íslands, sem
stofnað var 17. júní 1930 en þegar
árið 1946 var ljóst að áhugafólk
um skógrækt vildi stofna eigin
skógræktarfélög innan síns sveitar-
félags. Það var svo loks á haust-
dögum að félagið var stofnað og
daginn eftir var Skógræktarfélag
Hafnarfjarðar stofnað," sagði Vil-
hjálmur. Guðmundur Marteinsson
var fyrsti formaður Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur og Einar E.
Sæmundsson var ráðinn fram-
kvæmdastjóri. Hákon Bjamason
fyrrum skógræktarstjóri var þá
framkvæmdastjóri Skógræktarfé-
lags íslands.
„Hann sá til þess að Skógræktar-
félag Reykjavíkur fékk gróðrarstöð
félagsins í Fossvogi í vöggugjöf auk
11 hektara lands við Rauðavatn þar
sem nú er lágvaxinn skógur. Hákon
kannaði Heiðmörkina, gekk þar um
og sá að þar var skógurinn á undan-
haldi vegna ofbeitar sauðfjár á
Elliðavatnsheiðinni. Hann sá fyrir
að heiðin gæti orðið framtíðar úti-
vistarsvæði borgarbúa ef það væri
friðað. Þetta var ekki auðvelt verk.
Bændur sem þama héldu fé vildu
ekki gefa eftir en það tókst að lok-
um og þá var hafíst handa og landið
girt.
Fyrstu tíu ár félagsins voru mjög
erfíð. Þá vom ekki margir sem
trúðu að skógrækt ætti framtíð
fyrir sér hér á landi. Það varð hins-
vegar félaginu til lífs að það réð
til sín þegar í upphafí dugmikið
fólk.
- Hvað hafa verið gróðursettar
margar plöntur í Heiðmörk?
„I sumar vom gróðursettar 70
þúsund plöntur en í heildina hafa
verið gróðursettar rúmlega 5 millj-
ónir plantna í um 700 hektara
lands. Á undanfömum ámm höfum
við kannað afföll, með því að telja
plöntur í ákveðnum reitum og
reyndust þau vera um 10% af gróð-
ursettum plöntum á hveiju ári sem
telst mjög gott.“
Stjóra og varastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, frá vinstrí, Reynir Vilþjálmsson landslagsarkitekt, Kja
Sveinsson raftæknifræðingur, Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur, Þorvaldur S. Þorvaldsson
stöðumaður borgarskipulags, Jón Birgir Jónsson yfirverkfræðingur, Lárus Bl. Guðmundsson bóksali, B
Ófeigsson stórkaupmaður og Bjarni K. Bjarnason hæstaréttardómarí.