Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986
37
Sumarlín Gests-
dóttir — Minning
Fædd 25. apríl 1901
Dáin 11. október 1986
Laugardaginn 18. október sl. var
jarðsett frá Raufarhafnarkirkju frú
Sumarlín Gestsdóttir, áttatíu og
fimm ára að aldri, en hún andaðist
eftir skamma sjúkdómslegu í
Landakotsspítala þann 11. sama
mánaðar.
Sumarlín var fædd þann 25. apnl
1901 að Garði í Þistilfirði og voru
foreldrar hennar þau Gestur Sig-
mundsson bóndi þar og kona hans,
Rósa Lilja Eggertsdóttir. Böm
þeirra urðu sjö og létust tvö ung,
drengur á þriðja ári og Ólöf um
tvítugt. Öll hin komust á elliár og
er systir Sumarlínar, Sigríður, látin
fyrir fáum árum, en hana lifa nú
þau Þorsteinn, Sigmundur og Þor-
björg.
Ung misstu þau systkinin móður
sína og var Sumarlín þá um ferm-
ingaraldur. Var hún heima við fram
til tvítugs og aðstoðaði föður sinn
við búskapinn, en þá fluttist hún
til Raufarhafnar, þar sem hún var
í vist hjá þeim Maríusi og Rann-
veigu Lund, en vann í kaupavinnu
í Eyjafirði á sumrum.
Lífið í íslenskum sveitum var
erfitt á uppvaxtarárum Sumarlínar
og í Garði, sem var meðal Fjallabæj-
anna svonefndu, var sveit afskekkt
þá og baráttan fyrir tilverunni hörð
á stundum. En því mætti fólk með
samheldni og stuðningi hvert við
annað og meðal Þistilfírðinga eign-
aðist Sumarlín vini sem hún hélt
tryggð við alla sína ævi og við
bemskustöðvamar var hugurinn
löngum bundinn. Ekki síst var ætíð
kært milli hennar og systkinanna
frá Garðshomi og sérstakur alda-
vinur hennar var Snæbjöm Einars-
son og þau Einar og Járnbrá í
Sveinungsvík. Milli þeirra systkin-
anna sjálfra frá Garði ríkti og alla
tíð einlægur samhugur, þótt fjar-
lægðir skildu þau löngum að og
aldrei sleppt tækifæri til heimsókna
þegar þau buðust.
Hún giftist árið 1925 Þorfinni
Jónssyni, sjómanni á Raufarhöfn,
sem ættaður var úr Reyðarfirði, en
hafði flust að Blikalóni á Sléttu
nokkrum árum áður. Þau reistu sér
hús, Bám, á Raufarhöfn, þar sem
þau bjuggu til ársins 1964 og þar
ólu þau upp börn sín fimm. Þau
voru Bjöm Ólafur, skipstjóri í
Reykjavík, Rósbjörg, húsmóðir,
Bergljót matráðskona og Eggert,
skipstjóri, öll búsett í Reykjavík og
Hafnarfirði. Sonur þeirra Pétur
dmkknaði af Stuðlabergi við
Reykjanes 1962, en hann var þá
stýrimaður.
Þorfínnur stundaði útgerð og sjó-
mennsku á Raufarhöfn öll mann-
dómsár sín. Sumarlín var með
honum og stoð hans í starfi hans
og munaði um atfylgi slíkrar konu,
en dugnaður hennar var með fá-
dæmum og hún kunni ekki að hlífa
sér eða ætlast til nokkurs fyrir sig
sjálfa. Þegar á þeim ámm sem hún
var í húsi Lundhjónanna varð hún
að drýgja naum efni með saumum
og pijónaskap. Hún var fádæma-
lega afkastamikil við hannyrðimar
og átti það eftir að koma sér vel
síðar í lífi hennar. Þessi dugnaður
endurspeglaði það skaplyndi sem
henni var léð, en hún var mjög
hörð af sér og fylgin sér við hvert
verk og lét ekki verkin undan drag-
ast, þótt stundum bjátaði eitthvað
á með heilsu hennar. Um leið var
henni það gefið að hún lét ekki hlut
sinn fýrir neinum, ef henni þótti á
sig hallað og gat þá orðið þung
fyrir, en oftar sneri hin hliðin að
umhverfinu, fjör og glaðlyndi sem
brást ekki alla ævi hennar.
Síldin var löngum við land á
summm á þessum ámm og Raufar-
höfn einn helsti síldveiðibær lands-
ins. Því var mikil vinna við
verkunina sem Sumarlín og fjöl-
skylda hennar tók dtjúgan þátt í.
Löngum var heill floti skipa við
bryggjumar og fyrir landi og átti
þetta andrúmsloft ekki minnstan
þátt í því að allir urðu synir hennar
sjómenn og Bjöm Ólafur og Eggert
urðu landsþekktir skipstjórar og
aflamenn. Þeim sem þekktu Pétur
son hennar blandast ekki hugur um
að hann hefði ekki staðið bræðmm
sínum að baki, hefði honum enst líf.
Það hef ég jafnan heyrt að í
húsi þeirra Sumarlínar og Þorfinns
hafí verið glatt í ranni og aldrei
lengi rúm fyrir víl eða sút. Þorfinn-
ur var glaðsinna og vinmargur,
mikill veiðimaður og slyngur spila-
maður og S kringum slíka menn er
sjaldnast dauft. Nú fækkar í þeim
hópi sem mér er sagt að stytt hafi
mörg kvöldin í Bám og mun nú
Hólmfríður Ámadóttir í Búðinni,
eins og hún var nefnd, ein eftir
þessara vina. Sumarlín hefði líka
viljað að hér yrði getið Halldóm
Guðmundsdóttur, einkavinkonu
hennar, sem nú er látin fyrir fáum
árum.
Árið 1964 fluttust þau hjón til
Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu
hjá dóttur þeirra Bergljótu og hjá
henni var Sumarlín í mörg ár eftir
lát manns síns. Jafnan dvöldu þau
þó nyrðra á summm og þar lést
Þorfinnur haustið 1967. Hélt Sum-
arlín uppteknum hætti og var á
Raufarhöfn á summm öll þau hin
síðustu árin sem henni entist heilsa.
í þtjú ár dvaldist hún hjá þeim Bimi
Ólafí og konu hans Fjólu Helgadótt-
ur í Reykjavík, eða allt til þess er
hún fór á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sumarlín var fædd inn í stóran
systkinahóp og sjálf átti hún stóra
fjölskyldu. Það átti líka fyrir henni
að liggja að hafa mikil afskipti af
ömmubömum og svo langömmu-
bömum sínum. Þótt öll nytu
ömmubömin umhyggju hennar að
meira og minna leyti vom það þó
Gunnar sonur Rósbjargar og Björk
Hún fluttist alfarin frá Helliss-
andi árið 1954 til Hafnaríjarðar.
Þar bjó hún á heimili dóttur sinnar
og tengdasonar, Petreu og Ólafs
Guðmundssonar.
Árið 1979 flyst hún að Sólvangi
í Hafnarfirði, farin að heilsu og
kröftum. Ef lýsa ætti ömmu í fáum
orðum, þá var hún ákaflega trúuð
kona, ósérhlífin og vinnusöm og
hafði unun af að lesa og sauma út.
En það sem helst stendur upp úr í
minningunni um ömmu var hvað
hún var vel skapi farin, aldrei sáum
við hana skipta skapi eða segja
styggðaryrði um einn eða neinn.
Blessuð sé minning ömmu okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Margrét Einarsdóttir
Minning:
Fanney Tryggvadóttir
dóttir Bergljótar, sem lengst stóðu
í skjóli hennar, og ólust upp hjá
henni að vemlegu leyti. Þegar hún
síðar á elliámnum brá sér norður
var oftast eitthvert langömmubám-
anna með henni og þá helst þau
Þóra Sumarlín, nafna hennar, og
Grímur. En þótt þessi séu talin þá
eiga lfka hin minningar um ömmu
og langömmu sem ekki fymast.
Hún fæddist á sumardaginn
fyrsta og miðaði reyndar afmælið
sitt alla tíð við þennan dag sumar-
komunnar. Hún hafði líka hlotið
nafnið að gjöf af sama tilefni og
það fór henni vel. Þegar sá sem
þetta skrifar kynntist henni, þá
kominni af léttasta skeiði, em eng-
ar ýkjur þótt sagt sé að sumarið
hafi fylgt henni. í nánd við hana
hjöðnuðu allar deilur eða rígur og
þar gat enginn kuldi þrifíst. Ef
bryddaði á einhveiju slíku nægði
eitt orð frá Sumarlín eða þá að
hún, eins og henni var gjamt, leit
yfir gleraugun á óróabelgina og þar
með var því eytt. Enginn átti hlýrra
bros en hún þegar allt var orðið
gott aftur. Þeir sem nutu þess að
vera böm í nánd við hana munu
þekkja þetta best allra.
Á gamalsaldri var það mann-
gæska hennar og glaða lundemi
sem gerði það að verkum að nærri
henni var gott að vera, auk þess
sem hún af reynslu langrar ævi
vinnusemi og heiðarleika átti jafnan
að miðla vísdómi sem betri var en
enginn þeim sem þekktust þau ráð.
Þessi síðustu ár hennar má segja
að henni sé vel lýst í línum Bjama
Thorarensen um Rannveigu:
Fædd 15. nóvember 1905
Dáin 15. október 1986
Fóstra mín og velgerðakona er
látin, kona sem öllum vildi vel og
eyddi stórum hluta lífs síns til að
hjálpa öðmm.
Amelía Fanney, eins og hún hét
fullu nafni, var dóttir hjónanna
Tryggva Bjömssonar frá Litla-Velli
hér í borg og Kristjönu Guðlaugs-
dóttur frá Hvammi í Eyjafirði.
Fanney var elst fimm bama, en þau
voru Karl Kristján, hann lést ung-
ur, Kristbjöm bamalæknir, látinn,
Þuríður og Aðalsteinn. Fanney
fasddist á Akureyri ein bamanna,
en flutti til Reykjavíkur liðlega eins
árs og bjó þar síðan mestan hluta
ævinnar, en síðustu árin dvaldi hún
á Seyðisfirði ásamt syni sínum og
Qölskyldu.
Fanney giftist ung að árum Daní-
el Kristjánssyni frá Hreðavatni og
eignuðust þau einn son, Ragnar
Gísla. Daníel og Fanney slitu sam-
vistir eftir stutta sambúð.
í skóla gekk Fanney hér í
Reykjavík og lauk námi í Kvenna-
skólanum, starfaði hún um íjörutíu
ár við Miðbæjarskólann og einnig
í Bæjarbókasafni Reykjavíkur um
nokkurt skeið.
Eftir að Fanney sleit samvistir
við mann sinn fluttist hún til for-
eldra sinna, enda hélt hún heimili
fyrir þau upp frá því, ásamt upp-
eldi sonar síns og undirritaðs og
einnig sonar míns að miklu leyti,
nokkmm árum seinna.
Stuttu eftir að sonur Fanneyjar
gifti sig og hafði eignast þijú böm
veiktist tengdadóttirin. Tók þá
Fanney að sér heimili sonar síns
og ól upp bamabömin, sem eru nú
öll komin af bamsaldri og eru hin
mannvænlegustu. Þannig hefur
Fanney á sinni Iöngu starfsævi alið
upp þijár kynslóðir, ásamt því að
halda heimili fyrir foreldra sína.
Hennar mesta yndi var að sjá
bömin sín glöð og ánægð, þá skein
gleðin af andliti hennar, enda var
hún stolt af hópnum sínum. Eitt
var það sem hún krafðist af öllum
bömunum, að þau gengju mennta-
veginn og yrðu vel undir lífíð búin,
og þar var henni hlýtt skilyrðislaust.
Elskulegri fóstru minni vil ég
með þessum fátæklegu línum þakka
alla gæsku í minn garð og minna,
megi góður Guð taka í hönd hennar
og leiða hana inn í ríki sitt, og veita
henni hvíld.
Fjölskyldu Fanneyjar vótta ég
dýpstu samúð mina og minna í sorg
þeirra.
G.B.D.
Dóróthea A. Jóns-
dóttir — Kveðjuorð
„Því þá fatið fymist
fellur það betur að limum
og lætur skýrar í ljósi
lögun hins innra.
Fögur önd andlit hins gamla
mun eftir sér skapa
og ungdóms sléttleik æðri
á það skrúðrósir grafa."
Hún var ákaflega lagleg kona
og sömuleiðis var Þorfínnur glæsi-
legur maður á velli, svo ekki er að
kynja að öll urðu böm hennar með
afbrigðum gjörvilegt fólk. Að heim-
an hlutu þau líka skapfestu og dug,
sem reynst hefur þeim betur en
nokkuð annað á lífsleiðinni.
Sem áður segir átti hún síðustu
árin á Hrafnistu í Hafnarfírði þar
sem aðstandendum og vinum þótti
gott að vita af henni, enda atlæti
og umönnun til fyrirmyndar, sem
nú skal þakkað. Einnig eru þeim
sem reyndu að gera henni síðustu
stundimar á Landakotsspítala sem
léttbærastar færðar þakkir.
Blessuð sé minning Sumarlínar
Gestsdóttur.
Atli Magnússon
Fædd 4. júlí 1922
Dáin 8. október 1986
Með nokkmm orðum langar okk-
ur systumar að kveðja og leyfa
huganum að reika aftur til Siglu-
fjarðar á Háveginn. Þar eyddum
við okkar bemskuámm með for-
eldrum okkar, bræðmm með Díu
og Munda sem nágranna. Mikið
þótti okkur alltaf gott að koma til
þeirra í rólegheitin og hlýjuna. Hjá
þeim gátum við dundað tímunum
saman við að skoða eitthvað fallegt
eða að rabba við Díu. Viðmótið var
ætíð jafn hlýlegt og fullt af góðlát-
legri kímni. Okkur er það einnig
minnisstætt hve samband Díu og
Munda var einstakt. Það lýsti af
gagnkvæmri væntumþykju og virð-
ingu hvort fyrir öðm.
Eftir að afí og amma dóu var
aldrei farið til Siglufjarðar nema
að heimsækja Munda og Díu og
njóta einstakrar gestrisni þeirra.
Þar upplifðum við andrúmsloft
bemskunnar að nýju. Þau vom allt-
af tilbúin að rétta fram hjálparhönd
ef eitthvað bjátaði á.
Nú er komið að ferðalokum hjá
henni. Hún háði sitt sjúkdómsstríð
af einstæðri stillingu og hugrekki.
Við vitum að hún var ekki tilbúin
að láta undan en litlu fáum við
ráðið um örlög næsta dags.
Mundi minn, þú hefur mikið
misst en minninguna um góðan
maka og vin átt þú um ókomna
tíð. Við samhryggjumst þér inni-
lega.
Fæðast og deyja í foriögum
frekast lögboð eg veit,
elskast og skilja ástvinum
aðalsorg mestu leit,
verða að hverfa er veröldum
vissasta fyrirheit,
öðlast og missa er manninum
meðfætt á jarðar reit. (Bólu-Hjálmar).
Helga og llalla
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort Ijóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.