Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 Séð yfir íslensku fjölmiðlamiðstöðina í íþróttahúsinu þar sem m.a. voru kynntar ís- lenskar sjávarútvegs- og landbúnaðarvörur. Yfirmaður sovésku fréttasto funnar TASS f Washington á tali við Hólmfríði Karls- dóttur, Jón Hákon Magnússon og Helga Ágústsson. Innrás heimspressunnar Hagaskóla. Fréttanafli heimsins „Næsta skrefið var að leggja undir okkur nánast allar byggingar við Hagatorgið, sem varð frétta- nafli heimsins f nokkra daga, í orðsins fyllstu merkingu. Við feng- um Háskólabíó til umráða frá fostudegi til sunnudags, sem stað fyrir stóra blaðamannfundi. Rúss- amir nýttu sér það fyrir Gorbachev á sunnudeginum. Hagaskóli varð að miðstöð frétta- manna, en þar voru helstu stórblöð heimsins, fréttastofur, sjónvarps- stöðvar, útvarpsstöðvar, tímarit og aðrir fjölmiðlar með vinnuaðstöðu. Þegar mest gekk á var Hagaskóli eins og flugstöð í stórborg. Sovét- menn og Bandaríkjamenn voru þama líka með sínar opinbem fréttamiðstöðvar. Starfsmenn Pósts og síma vom með fj arskiptamiðstöð sína þama. Þar var valinn maður í hveiju rúmi og kraftaverk fram- kvæmd á nokkurra mínútu fresti. Þetta var sem sagt alþjóðlega fréttamiðstöðin og við höfðum okk- ar fólk í afgreiðslunni, sem var í samkomusal skólans. FVéttamið- stöðin var mönnuð frábæm fólki úr utanríkisráðuneytinu' og lausa- fólki, sem við réðum frá íslenskum fjölmiðlum, háskólanum, fyrirtækj- um og fleiri stöðum. Þessi hópur vann hvert afrekið á fætur öðm í glítnu sinni og samskiptum við er- lenda fjölmiðlamenn, sem oft em engin lömb að leika við. Þessir starfsmenn okkar töluðu ótrúlega mörg mál svo sem ensku, norður- landamálin, rússnesku, grísku, ítölsku, frönsku, þýsku og guð má vita hvaða mál. Þetta kom sér alveg sérstaklega vel. Við viðuðum að okkur tugum rit- véla úr Verzlunarskólanum og fjölbrautinni í Breiðholti. Auk þess ljósritunarvélum og öðmm tækjum. Þama var framköllunarþjónusta, ERLENDIR frettamenn, sem dvöldu hér á landi vegna leiðtogafund- arins, hafa verið ósparir á hrósyrði í garð íslendinga hvað varðar framkvæmd og skipulagningu fundarins, og ekki síst varðandi að- stöðu fyrir fréttamenn. Þykir mönnum með ólíkindum hversu vel tókst til þar sem fyrirvari var nánast enginn. Jón Hákon Magnússon var einn þeirra manna sem stóðu í eldlínunni í fréttamiðsöðinni og lék Morgunblaðinu forvitni á að heyra hvemig hlutimir þar gengu fyrir sig. Jón Hákon var fyrst spurður um tildrög þess að hann tók þátt í þessu verkefni: „Daginn eftir að tilkynnt hafði verið um fund leiðtoganna, kallaði Matthías Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, á mig upp í ráðuneyti og spurði mig hvort ég vildi taka þetta að mér, ásamt embættismönnum ráðuneytisins, Helga Ágústssyni, sem kallaður var heim frá Was- hington, og Sigríði Snævarr, sem kölluð var heim úr fni. Blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar, Magnús Torfi Ólafsson, hafði meðal annars hið vandasama og vanþakkláta starf með hendi, að velja þá fáu frétta- menn sem fengu að komast í návígi við stórmennin. Matthías vissi af reynslu minni á fjölmiðlasviðinu og sagði að ég, sem fyrrverandi frétta- maður, gæti orðið ráðuneytismönn- um að góðu liði. Ég féllst á þetta, án þess að gera mér grein fyrir holskeflunni, sem lejmdist framund- an. Svona fundir voru mér þó ekki með öllu ókunnir. Ég var sjónvarps- fréttamaður þegar Nixon og Pompideou funduðu hér. Auk þess fór ég sem fréttamaður í flestar samningaferðir Einars heitins Ágústssonar, utanríkisráðherra, bæði í fimmtíu og tvö hundruð mflna landhelgisdeilunum, og fékk þá talsverða reynslu í samskiptum við erlenda Qölmiðlamenn. Eftir að ég lauk námi í stjómmálafræði vest- ur í Bandaríkjunum fékk ég, sem ungur blaðamaður, reynslu í for- setakosningunum þar 1964 og var það frumraun mín í samskiptum við heimspressuna. Þannig að ég hafði góða hugmynd um hvað fjöl- miðlahlið svona heimsviðburðar snýst um. Óaði við verkefn- rúmum sóiarhring eftir að hann var kallaður heim, hófumst við handa við að skipuleggja komu rúmlega tvö þúsund fjölmiðlamanna frá öll- um heiminum. Það er óhætt að segja, að okkur óaði við verkefninu í upphafi. Ég notaði tímann þar til hann kom til að hringja í vini mína, erlenda blaðamenn í London, Genf, Hamborg og víðar, til að leita ráða. Þetta eru menn sem skrifa að stað- aldri um svona mál og þekkja þarfír og kröfur heimspressunnar. Einn þessara manna, Dieter Buhl frá Die Zeit í Hamborg kom svo hingað til að skrifa um fundinn. Þessir menn voru okkur mjög hjálplegir. Næsta skrefið var að fá til að- stoðar erlenda ráðgjafa á þessu sviði. Fyrirtæki mitt er í tengslum við eitt stærsta kynningar- og §öl- miðlunarfyrirtæki heims, „Hill and Knowlton", sem er með 60 skrif- stofur í 36 löndum. Þeir sendu okkur tvo menn frá Washington, sem vinna hjá „Gray and Comp- any“, sem er „public relations" fyrirtæki, en þeir eru sérfræðingar í stórum milliríkjafundum og heim- sóknum þjóðhöfðingja. Þar við bættist einn maður frá „Hill and Knowlton" í New York, sem er sér- fræðingur í flóknum útvarps- og sjónvarpsijarskiptum. Hann var að okkar mati á við tonn af guHi, enda kom í ljós, að hann þekkti persónu- lega alla helstu bandarísku og bresku sjónvarpsmennina, eins og inu í upphaf i Um leið og Helgi kom til landsins Erlendir fréttamenn að störfum i til dæmis hina frægu fréttamenn Peter Jennings og Dan Rather, og auk þess alla stjórana á bak við tjöldin. Þetta gerði okkur íslendingunum kleift að ná mun betri samskiptum við þennan hóp og fá ótrúlega mik- ið af efni tengdu Islandi inn í þessa miðla. Þessir menn hjálpuðu okkur Helga og Sigríði ótrúlega mikið við að ná fram hinni jákvæðu umfjöllun um ísland, sem birtist í heimspress- unni. Ég held að þetta hefði aldrei tekist svona vel ef við hefðum ekki fengið ráðgjöf manna, sem reynslu hafa á þessu sviði." Steingrímur Hermannsson forsætisrðherra kemur i heimsókn. Ráðherrann er hér að heilsa erlendum fréttamanni og með honum eru Jón Hákon Magnússon og Helgi Ágústsson. „Sagan var skráð við Hagatorg“ Rætt víð Jón Hákon Magnússon um starfsemi fjölmiðla í tengslum við leiðtogafundinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.