Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986
25
, Magriús Magnússon verkamaður,
r og Ásgeir Svanbergsson deildar-
nr
lárum
- Hvort er markmið félagsins að
koma upp nytjaskógi eða skóglendi
til útivistar?
„Við erum fyrst og fremst með
útivistarskóg í huga. I Heiðmörk, á
Hólmsheiði, sem er okkar nýjasta
og stærsta verkefni, Elliðaárdal þar
sem gróðursetningu er lokið að
mestu og eins í Oskjuhlíð en þar
telja margir að sé með fallegustu
útivistarsvæðum Reykvíkinga. Það
voru þeir Valtýr Stefánsson og Ein-
ar Sæmundsen sem áttu hugmynd-
ina að skóginum í Öskjuhlíð. Þeir
beittu sér fyrir því að bæjarráð
samþykkti árið 1951 að leggja til
landið sem er um 90 hektarar en
vegna fjárskorts bæjarsjóðs var tal-
ið eðlilegt að Hitaveita Reykjavíkur
sæi um kostnaðarhliðina vegna að-
stöðu sinnar á hæðinni. Ætli láti
ekki nærri að um 600 þúsund plönt-
ur hafí verið gróðursettar í
hlíðinni."
- Hvaðan fáið þið plöntumar?
„Okkar aðalstarf er uppeldi á
plöntum í gróðurhúsum skógrækt-
arstöðvar félagsins í Fossvogi.
Þaðan afhentum við rúmlega 400
þúsund plöntur á síðasta sumri. Þar
af voru 200 þúsund gróðursett í
landi Reykjavíkur í Heiðmörk, í þá
800 hektara lands á Hólmsheiði sem
planta á í og á önnur útivistar-
svæði borgarinnar. Með nýju
gróðurhúsi, sem tekið var í notkun
fyrir tveimur árum, höfum við getað
aukið framleiðsluna til muna, bætt
gæði hverrar plöntu og lækkað
framleiðslukostnaðinn. Áður liðu 5
ár frá sáningu þar til hægt var að
gróðursetja, nú er það hægt að ári.
Undanfarin 16 ár höfum við
framleitt runna til gróðursetningar
í garða borgarinnar. Teknir hafa
verið græðlingar af stofni þeirra
runna sem gefíst hafa vel ýmist í
einkagörðum eða úr grasagarðinum
í Laugardal með það fyrir augum
að ná upp harðgerðum innlendum
stofnum. Ræktunin hefur leitt til
þess að þeir hafa komið almenningi
til góðs fyrr en ella hefði orðið.“
- Er plöntusalan eina tekjulindin?
„Nei allt frá stofnun félagsins
hefur verið náið samstarf við borg-
aryfirvöld. Á hveiju ári leggjum við
fram kostnaðaráætlun til þeirra um
sumarvinnu unglinga og fram-
kvæmdir í Heiðmörk, sem unnið er
eftir allt eftir því hvað fæst sam-
þykkt hveiju sinni. í okkar hlut
kemur að sjá um gróðursetningu í
borgarlandinu og fáum við unglinga
til þeirra starfa á hveiju sumri frá
Ráðningarstofu borgarinnar.
Aðrar tekjulindir eru félagsgjöld,
sala á jólatijám og styrkur úr Land-
græðslusjóði sem allt frá árinu 1944
til ársins 1970 greiddi einn þriðja
af kostnaði við plöntuuppeldið en
þá fékk félagið nokkra aura af sölu
hvers vindlingapakka eins og
marga rekur eflaust minni til en
nú eru þessi fjárframlög úr sög-
unni.“
- Hvað eru margir í félaginu?
„Félagatalan hefur verið nokkuð
jöfn undanfarin ár — um 13 hundr-
uð — en í sumar bættust margir í
hópinn, um 200 manns. Við höfum
orðið varir við vaxandi áhuga á
skógrækt undanfarin ár. Vil ég þar
sérstaklega geta sumarbústaðaeig-
endanna sem ég tel eiga hvað
diýgstan þátt í skógrækt, allra
landsmanna. Það háir mörgum
áhugamanninum hvað land til skóg-
ræktar er orðið dýrt og vandfundið.
Félagið hefur leitað eftir jörð í ná-
grenni borgarinnar sem síðan á að
úthluta skikum úr til áhugafólks
og verður kostnaður hafður í lág-
marki. Þar fengi fólk útrás fyrir
ræktunarþörf sína en við munum
veita leiðbeiningar um hvemig best
er staðið að verki og leggja til plönt-
ur.
Félagið hefur fengið úthlutað
Vilhjálmur Sigtryggsson framkvæmdastjóri við elstu grenitréin í gróðrarstöð félagsins, sem gróðursett
voru ánð 1944 og eru orðin 12 metra há. í lundinum hafa aðsetur hundruð ef ekki þúsundir skógarþrasta
á sumrin og fram eftir vetri.
Bára Guðjónsdóttir garðyrkjufræðingur hlúir að ungum skógarplöntum sem sáð var til í vor í fullkomn-
asta gróðurhúsi stöðvarinnar. /
spildu úr Reynivöllum í Kjós. Þar
hafa verið gróðursettar milli 20 og
30 þúsund plöntur í skógræktar-
ferðum á vegum félagsins sem
famar eru árlega. Það land er
ákjósanlegt til skógræktar enda
þrífast plöntumar vel.“
- Hvemig verður afmælisins
minnst?
„Við höfum á þessu ári lagt enn
ríkari áherslu á fræðslu- og upplýs-
ingaþjónustu til þeirra sem til okkar
leita. Við höfum haldið 11 fræðslu-
fundi og erum alltaf tilbúin að koma
og veita leiðbeiningar sé þess ósk-
að. Við merktum tré og mnna á
afmörkuðu svæði innan gróðrar-
stöðvarinnar og höfum hug á að
stækka það og gefa þannig áhuga-
fólki og öðrum sem heimsækja
okkur tækifæri til að sjá sýnishom
af þeim plöntum sem við emm að
ala upp.
í sumar opnuðum við hluta af
gróðrarstöðinni, sem við reyndar
köllum „Svartaskóg", fyrir almenn-
ingi. Þar komum við upp bekkjum
og grillaðstöðu fyrir þá sem það
vilja. Við emm svo heppin að hafa
sjálfskipaða unga „skógarverði",
sem em nágrannar okkar af yngri
kynslóðinni og eram við þeim ákaf-
lega þakklát fyrir.“
Hver veit nema meðal þeirra sé
að fínna skógræktarmenn framtíð-
arinnar.
rtan
for-
jörn
Framtíðarverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur er í Hólmsheiði. Þar hefur verið kannað hvaða land er best fallið til skógræktar og sagði Vilþjámur Sigtryggsson fram-
kvæipdastjóri félagsins að í fyrsta skipti væri hugsanlegt framtíðarbyggingarland tekið til ræktunar og þess gætt að ekki sé gróðursett þar sem síðar verður byggt.
SKÝmNGAB;
(tt&yuftLO&U 06 I
Si/JU* T Mr HámTAH** ÚT WWtAMOI*
GhhK.ttlW
HBi tAwt> m. nwumÆtWLO
___a Mto GffAStf 06 Lórnm
mo 6*AM 06 I
mécm oo oummHÆKWo omot
TH- SKÓCMCKVA*
UtMHMtS* tOA ***** I
tmu-aoa tm trtjMi i t*<m
ÚTMÖRK REYKJAVÍKUR
FOS9VOGUH, ELUOaABSVÆO), HÓLMSHEtOI
TILLAGA AÐ RÆKTUN
——*■
IK'TTmW Til IlUÁLtl*)Vl < AJi’tAfÍTtfIMT t í f A
*&****&)m éKÓOMsr*--