Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 Að skemmta skrattanum eftirJóhannes Bergsveinsson Haraldur frændi minn Blöndal réðst harkalega að Áma Einarssjmi, starfsmanni Áfengisvamaráðs, í grein er hann ritaði í Morgunblaðið fimmtudaginn 2. október sl. undir fyrirsögninni: Skemmtikraftur kölska, og sakar Ama um vísvitandi lygar og blekkingar. Eftir lestur greinarinnar sýndist mér, að hann finni Áma það helst til foráttu, að hann notar orðið vímu- efni sem samheiti fyrir öll efni, sem geta valdið vímuástandi hjá þeim, sem þeirra neyta. Segir reyndar, að Ámi geri það af ráðum hug og efa ég það ekki og skil vel. Hitt gengur mér verr að skilja hvemig Haraldur kemst að þeirri niðurstöðu, að Ami sé að blekkja einhvem með því að nota samheitið vímuefni yfir öll efni, sem vímu valda. Mér sýnist fremur að þeir, sem nota samheitið vímuefni aðeins yfir sum þeirra efna, en ekki önnur eins og t.d. áfengi, séu að reyna að blekkja með undandrætti. Haraldur ætlast til þess af Áma, að hann geri alfarið greinarmun á áfengi og ávana- og fíkniefnum. Hvemig ætti Ámi að geta það, þeg- ar það er staðreynd, að vínandi er dæmigert ávana- ojg fíkniefni? Haraldur segir Ama ljúga, þegar hann bendir á samhengi milli vax- andi heildameyslu áfengis, ijölgunar fullorðinna neytenda, aukinnar al- mennrar neyslu áfengis meðal bama og unglinga og aukinnar neyslu ann- arra vímuefna Við, sem fáum til meðferðar unga misnotendur vímu- efiia, þekkjum vel af reynslunni, að til undantekningar telst ef þeir mis- nota ekki áfengi jafnhliða öðmm vímuefnum. Saga þeirra sýnir oftast, að neysla áfengis var undanfari neyslu annarra vímuefna. Haraldur talar um áfengi sem sjálfsagða neysluvöm, sem lang- stærstur hluti Islendinga noti og böm þessa fólks alist upp við, að notkun þess sé sjálfsögð og eðlileg. Rétt er, að meirihluti fullorðinna íslendinga neytir áfengis, en þeir gera það ekki sér að skaðlausu. Um það vitnar sá fjöldi sjúkrarúma, sem dag hvem em full af neytendum þessarar „neysluvöru", sem ég vil fremur nefna varhugavert vímu-, ávana- og fíknieftii, svo ekki fari milli mála, hvert eðli hennar sé. Lit- ur, ilmur, keimur og kostulegar umbúðir leyna ef til vill eðlinu, en breyta því ekki. Stöðugt em ein- hveijir neytendur áð skaðast eða valda skaða vegna neyslunnar. Fjöldi gistir fangageymslur lögreglu vegna ölvunar, missir ökuleyfi, slasast eða veldur slysum sakir ölvunaraksturs, veldur eða verður fyrir eignatjóni, eða þarf að dveljast í fangelsum sök- um afbrota, sem framin vom undir áhrifum áfengis o.s.frv. Ég hefði haldið að þessar afleiðingar áfengis- neyslu dyldust varla heilskyggnum starfandi lögmanni. Bágt eiga blindir, en bágar þeir, sem ekki vilja sjá, því þeirra er myrkrið meira. Því miður em þeir margir, sem ekki vilja sjá áfengi í réttu ljósi sem vandmeðfarið vímu-, ávana- og fíkniefrii, er vara þurfi böm og unglinga við að líta á sem sjálfsagða og eðlilega neysluvöm. Hættan var Alþingi ljós, þegar það samþykkti áfengisbannið árið 1908. Reyndar fékk það giýju í augun síðar og förlaðist sýn, en alblint hefur það aldrei orðið í áfengismálum, svo sem sjá má af áfengislögunum, sem hafa að geyma mörg ákvæði, sem miða að því að draga úr og halda í skefjum neyslu á áfengi. Heimur frænda míns Haraldar hýsir skrípakalla og vitleysinga en ekki strangtrúaða múhameðstrúar- menn. Trú þeirra meinar þeim nefnilega að neyta áfengis, af því að það er í þeirra augum hættulegt vímu-, ávana- og fikniefni, og geta legið við ströng viðurlög. Haraldur segir, að það sé þjóðinni nauðsynlegt, að barist sé gegn neyslu fíkniefna, og tek ég fúslega undir það. Hvað hann aftur á móti á við með hugtakinu „heiðarleg bindindis- starfsemi", sem hann telur sjálfsagða og eðlilega, vefst fyrir mér. Ég vona, að hann sé þá ekki að tala um „bind- indisstarf", sem grundvallast á því að telja áfengi sjálfsagða neysluvöru, sem engan skaði og hafi ekkert með vímu-, ávana- og fíkniefni að gera og mælir með bjór, af því að það er svo mikið vatn í honum. Slíkt „bind- indisstarf" tel ég hvorki sjálfsagt né eðlilegt og þjóna engum nema Bakk- usi og áhangendum hans. Haraldur segir, að foreldrasamtök gegn fíkniefnum „hafi glæpst á að nota hugtakið vímuefni í staðinn fyr- ir ávana- og fíkniefni og virðist þar gæta áhrifa frá Áfengisvamaráði" og finnst það miður. Mér dettur í hug önnur möguleg skýring á þessu. Þau gætu t.d. hafa glæpst á að glugga í íslenska orðabók, sem gefin var út af Menningarsjóði 1983, þar segir nefnilega um orðin: Víma; „ölvun, það að vera dálítið drukkinn; leiðsla, svimi, afbrigðileg starfsemi miðtaugakerfísins af völd- um eftia, sem breyta skynjun ein- staklingsins á umhverfinu og viðbrögðum hans gegn því; oft sam- fara sérstakri vellíðunarkennd." Vímugjafi: „værðargjafi, efni sem veldur vímu (áfengi, hass o.fl.).“ Ávanaefni: „efni sem verkar þannig á miðtaugakerfið, að menn Jóhannes Bergsveinsson „Rétt er, að meirihluti fullorðinna Islendinga neytir áf engis, en þeir gera það ekki sér að skaðlausu. Um það vitn- ar sá fjöldi sjúkrarúma, sem dag hvern eru full af neytendum þessarar „neysluvöru“.“ geta við áframhaldandi notkun þess vanist á að nota það í óhófi." Fíkniefni: „ávanaeftú, sem mynd- ar sjúklega fikn í mönnum til að neyta þess.“ Þar sem dr. med. Þorkell Jóhann- esson prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla íslands, for- stöðumaður Rannsóknarstofú há- skólans í lyijafræði og formaður eiturefnaneftidar, er hvorki í Áfengi- svamaráði né starfsmaður þess langar mig að vitna til bókar hans: Lyfjafræði miðtaugakerfísins, sem kom út á vegum menntamálaráðu- neytisins og Háskóla Islands 1984. Bók þessi er holl lesning þeim, sem vilja sjá og skilja, hvert er eðli áfeng- is og annarra vímu-, ávana- og fikniefna, en ekki vaða í villu og svíma eigin blekkinga varðandi þessi mál. í bókinni er miki'l fróðleikur og af miklu að taka, en ég ætla aðeins að grípa niður á tveim stöðum. Fyrst á blaðsíðu 135. Þar segir hann: „Öll- um vímugjöfum er sameiginlegt, að þá má nota til lækninga eða til vímu við félagslegar athaftiir eða í öðrum tilgangi í skömmtum, sem ekki eru líklegir til þess að valda hlutaðeigend- um tjóni. Þetta á jafnt við, hvort sem vímugjafi er talinn vera kröftugur eða vægur, eða hvort víma af hans völdum hefur önnur sérkenni en víma af völdum sumra annarra vímugjafa. Öllum vímugjöfum er þó einnig sam- eiginlegt, að þá má misnota og í þá kann að myndast ávani eða fíkn við áframhaldandi notkun. Vandamál vegna misnotkunar og ávanamynd- unar í mismunandi vímugjafa verður ennfremur að telja hliðstæð eða hin sömu, uns annað sannast. Að öllu þessu samanlögðu þykir nægja að taka einkum dæmi af einum vímu- gjafa, þegar íjalla á um noktun og misnotkun vímugjafa og ávanamynd- un. Þessi vímugjafí er alkóhól (etan- ól).“ Síðan rekur höfundur forsendur eftirfarandi niðurstöðu á blaðsíðu 160: „Að dómi höfundar falla þess vegna önnur vímugjafavandamál, enn að minnsta kosti, algjörlega í skugga áfengisvandamála. Er þó neysla áfengis minni hér en í flestum öðrum löndum, ef treysta má tölum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins.“ Ámi Einarsson getur oft verið skemmtilegur, það þekki ég af reynslunni, en frá sjónarhóli kölska held ég, að Haraldur Blöndal hafi reynst betri skemmtikraftur. Höfundur eryfirlæknir áfengis- deilda við geðdeild Landspítalans ogásæti í Áfengisvamaráði. TOMTHU SMAÐ- UR TÚBORGAR eftirKristm Vilhjálmsson Lítillæti er fögur dyggð. Hógvær og orðvar að vanda gerir Haraldur Blöndal athugasemdir við grein sem Ámi Einarsson ritaði í Morgunblaðið til upplýsinga og fræðslu um mál sem miklu varðar, vímuvandann. Það mál hefur Ámi kynnt sér rækilega, eink- um fræðslu um efnið, undanfarin ár. Að vísu virðist Blöndal hafa lesið grein Ama eins og viss persóna, honum greinilega hugstæð, Biblíuna. Og þó lítillátur sé á hann erfitt með að leyna því að hann veit að sjálf- sögðu miklu meira en Ámi (og flestir aðrir) um þessi mál enda hreyfir svo hógvær maður vart penna ef hann hefur ekki allt á hreinu. Honum gengur líka illa að láta ekki á því bera að Áfengisvamaráð er honum lítt að skapi og skal ég síðastur manna lá honum það. Hvaða vit er í ráði sem tekur meira mark á Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni en Sameinuðu dönsku ölgerðunum? Og hver getur treyst fólki sem fer frem- ur eftir því sem prófessoramir, Tómas Helgason og Þorkell Jóhann- esson, rita um vímuefni en sjálfur Blöndal og kunnáttumenn á boið við hann? Blöndal telur það miður gott hjá Áma Einarssyni, Æskulýðsráði Reykjavíkur og Samtökum foreldra um vimulausa æsku að telja áfengi vímuefni. Auðvitað hlýtur jaftiotðvar maður og hann að hafa rétt fyrir sér. Og það er örugglega fyrir sakir hæversku að hann telur ekki upp fleiri ruglukolla sem telja áfengi vímueftii. Hann hefði til dæmis getað veist harkalega að prófessorunum Kristinn Vilhjálmsson „Honum gengnr líka illa að láta ekki áþví bera að Áfengisvamaráð er honum litt að skapi og skal ég síðastur manna láhonumþað.“ tveim sem ég nefndi. Hann hefði getað tekið í gegn þá lækna sem vinna að endurhæfingu drykkju- manna. Hann hefði getað sallað Vilmund heitinn landlækni niður. Og hvað um snillinginn Andrés Bjömsson skáld sem fáir munu væna um ofstæki í bindindismálum? Hann kvað: „í mér glíma ástarbrími og ölvaríma I mánaskímu um miðja grímu margt ég ríma.“ Að vísu á Andrés þá afsökun fyr- ir mgli sínu að hann hefði sjálfsagt seint trúað því að afkomandi sam- heija síns, Benedikts Sveinssonar, gerðist málpípa danskra bjórvamba og bmggara á íslandi. Og þó vissi Andrés vel að það er satt sem Þor- steinn vinur þeirra Erlingsson kvað að: „danskurinn hefur handa þeim hlandforir sem að aldrei þijóta." Og þegar Jón Trausti, sem að vísu var ekki jafnhandgenginn göróttum drykkjum og Andrés, notar oiðið öl- víma í sögum sínum hafði hann ekki hugmynd um að nokkur hérlands- maður geiðist dyggðum prýddur skjaldsveinn og tómthúsmaður Tú- borgar á íslandi. Það er enn eitt dæmið um kurt- eisi Haralds Blöndals að neftia ekki þessi skáld eða aðra gengna menn sem óðu í þeirri villu og þeim svíma að ölvíma væri til. Þeir höfðu neftú- lega afsökun sem núlifandi menn hafa ekki: Þeir höfðu ekki hugmynd um að slíka gersemi sem Blöndal ætti eftir að reka á íjölmiðlaijörur vorar. Hitt er svo annað mál að við eigum sjálfsagt ekki betra skilið. Höfundur er einn af forvígismönn- um Góðtemplarareghmnar. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Sagt er að sterkasti maður í heimi sé sá sem getur staðið einn. — Gullkom — Ekki er alltaf nægjanlegt að hafa skoðanir, það þarf stundum sterk bein til að standa við þær. Fiskur, svo næringarríkur sem hann er, ætti að styrkja og efla kjarkinn. Prófið þennan ágæta fiskrétt sem er Bakaður fiskur frá Miðjarð- arhafslöndum 1 kg fískur (smálúða, þorskur eða ýsa) 2 msk. matarolía 1 stór laukur 3 stórir tómatar saxaðir eða (1 dós niðursoðnir tómatar 400 g) 1 hvítlauksrif saxað eða pressað 1 bolli kjúklingasoð 2 msk. oyster sauce ’A tsk. oregano V8 tsk. timian V< tsk. basil dl lárviðarlauf salt og pipar og rifínn börkur af 1 appelsínu 1. Laukurinn er skorinn í bita og látinn krauma í feitinni þar til hann er orðinn mjúkur. Setjið í pott ásamt niðurskomum fersk- um tómötum eða niðursoðnum tómötum án safans úr dósinni. Einnig kjúklingasoð (eða 1 bolli vatn + 2 ten. kjúklingakraftur), hvítlauksrif, oystrusósu, oregano, timian, basil, lárviðarlaufíð brotið í tvennt til bragðauka, rifinn app- elsínubörk, salt og pipar. (Oyster-sause fæst í litlum flösk- um í matvöruverslunum á 75 kr. ónur. Sósa þessi er mjög góð og bragðaukandi fyrir sósur margra fiskrétta.) 2. Þetta er jafnað vel og látið krauma í opnum potti í u.þ.b. 20—25 mín. á þá að vera komin mjög bragðgóð grænmetissósa. 3. Fiskurinn er roðflettur og eru flökin skorin í lítil stykki (eða höfð heil) og lögð í eldfast fat. Sósunni er hellt yfir fiskinn og hann síðan bakaður í ofhi við meðalhita í 10—15 mín. eða þar til hann er soðinn í gegn. Berið frarn með soðnum gijónum og gjaman grófu brauði. Sem ábæti er mjög gott að skera niður ferska ávexti eins og app- elsínu, epli, vínber, ferskjur, plómur eða það sem til er hveiju sinni. Flór- sykri, 2—3 msk., er stráð yfir ávextina og blandað vel. Ferskir blandaðir ávextir em bestir bomir fram vel kældir. Þegar meira er við haft má setja ávaxtalíkjör saman við ávextina áð- ur en þeir em bomir fram. Verð á hráefni Smálúða 1 kg ........ kr. 240 1 dós niðurs. tómatar ............. kr. 35 kr. 275,40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.