Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 44
■ .tyORGUNBLAÐIP, FÖSTUDAGUR 24. QK,TÓBpB ,1,986 ^ViS eruro þjáll-uo í (?'*/■ £> yctr* ckkí jA<jm OÍ5 öárso±iK-a. í kaffítimunum." í' ... að tala ekki lengi í símann þeg- ar þið eruð tvö ein TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Haldið kjaftí. Við vorum á undan! Enn um Helgarpóstinn Velvakandi góður. Ritstjórar Helgarpóstsins birtu í dálkum þínum síðastliðinn fðstudag Hugleiðingu um Helgarpóstinn, sem reyndar er svar við skamma- bréft um HP er áður hafði birst í dálkum þínum. Hér vil ég gjama fá að leggja orð í belg. Ég vil bytja á að taka fram að HP þykir mér hálfgerður óþverra- snepill og er þar sammála fyrsta bréfritara. Ritstjóramir eru að von- um ekki sama sinnis og tíunda í mörgum orðum að þeir hafí leit að sannleikanum að leiðarljósi í öllum sínum skrifum, þar starfí margir af bestu blaðamönnum landsins og blaðið taki hlutverk sitt alvarlegar en aðrir fjölmiðlar, og síðast en ekki síst fjalli HP um málefni, fyrir- tæki o.s.frv., en ekki einstaklinga. Allt annað sem er sagt um HP sé ósatt, enda treysti bréfritari sér ekki til að nefna nein dæmi máli sínu til rökstuðnings. Já, ekki þjáir þá lítillætið, ritstjórana. Sú saga er sögð um stjómmála- mann er heldur þótti óvandur að meðulum, að hann hafi lagt fyrir áróðursmenn sína að birta rætna og mannorðsspillandi slúðursögu um andstæðing sinn. Þéir bentu honum á að sagan sú væri augljós- lega login, en hann svaraði að bragði: „Látum helvítið bara þræta fyrir." Það er nefnilega svo, að þegar HP-sögur fara á kreik er heiðarlegu fólki oftast sá kostur bestur að hreyfa ekki andmælum, því rógburðarpúkinn fítnar jafnt á öllu umtali. Ég ætla þess vegna að nefna hér lítið dæmi úr sorptunnu HP sem engan getur skaðað en gengur þvert á allar yfírlýsingar ritstjóranna. Málið varðar mig sjálf- an og þyki einhveijum það lítilfjör- legt er efninu um að kenna. Einhvem tíma í sumar var slegið upp á forsíðu HP^rein um hveijir væm ættlerar á Islandi og fylgdi opnugrein með myndum inní blað- inu. Ættleri merkir samkvæmt orðabók Menningarsjóðs „sá sem hefur úrkynjast, úrættast, verrfeðr- ungur“. I þessari grein var mín getið meðal annarra og nöfn allra okkar skáletmð svo fljótlegt væri að sjá hveijir væm nú í kjaftakvöm- inni. Og hvað hafði ég til saka unnið að vera auglýstur á almannafæri sem úrkynjaður, verrfeðmngur? Jú, tengdafaðir minn heitir Geir Hall- grímsson en sjálfur er ég af góðum og gildum kommaættum. Mér virt- ist líka að flestir af þeim sem þama vom með mér hefðu drýgt viðlíka glæpi. Þetta vilja ritstjórar HP kalla að taka hlutverk sitt alvarlegar en aðrir flölmiðlar og fjalla fyrst og síðast um apparöt en ekki einstakl- mga. A Islandi er prentfrelsi og því fylgir hvarvetna í heiminum einhver Helgarpóstur, Samúel og önnur undirmálsblöð. Þeir sem helst vilja veija tíma sínum í að bera á torg misjafnlega illkvittið slúður og upp- lognar kjaftasögur fá að þjóna hvötum sínum lítt hindraðir, sóma- kært fólk á enga vöm aðra en að látast ekki heyra rógburðinn. Rit- stjómm HP er fijálst að gefa út slúðurblað með vikulegum „hneykslismálum" og hafa fram- færi sitt af söguburði, verði þeim að góðu, en það er alveg óþarfi að reyna að skýla sér á bak við orðstír heiðarlegrar blaðamennsku. Stað- reyndin er einfaldlega sú að Mánudagsblaðið gengur hér aftur og heitir nú Helgarpósturinn. Freyr Þórarinsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal eftiis, sem vel er þegið, em ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuð- borgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar Umræður um fjölda sovéskra sendiráðsmanna hafa verið töluverðar _hér á landi um margra ára skeíð. A hinn bóginn hefur ekki komið til þess, að þeim hafi verið fækkað samkvæmt fyrirmælum íslenskra stjómvalda. Hefur verið á það bent, að í því efni sé í raun ekki við aðra reglu að styðjast en þá, að miðað skuli við gagn- kvæmni; fjöldi sovéskra embættis- manna hér ætti að vera svipaður starfsmannafjölda í íslenska sendi- ráðinu í Moskvu. Bandaríkjamenn hafa nú ákveðið að reka 55 sovéska sendimenn úr landi og gera þeir það í krafti eigin laga um að sami fjöldi manna starfí í sendiráðum beggja ríka, það er jafn margir sovéskir stjómarerindrekar séu í Bandaríkjunum og bandarískir í Sovétríkjunum. Á árinu 1985 voru 57 sovéskir sendiráðsstarfsmenn gerðir brott- rækir frá þeim löndum, þar sem þeir störfuðu, fyrir að hafa hagað sér í ósamræmi við þær reglur, er gilda um sendiráðsstörf. Það er ald- arfjórðungur liðinn síðan tveir sovéskir sendiráðsmenn voru reknir héðan en þeir voru staðnir að því að reyna að fá Islending til að afla upplýsinga fyrir sig um vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. Fjöldi Sovétmanna hér á landi hefur meðal annars verið skýrður með því að vísa til viðskipta land- anna. Nú þegar botninn sýnist vera að detta úr þeim, ætti að vera „óhætt“ fyrir íslensk stjórnvöld að huga að því, hvort ekki sé rétt að krefjast þess beinjínis af sovéskum stjómvöldum, að þau dragi úr liðs- afla sínum hér á landi. XXX A Iríkissjónvarpinu er nú verið að sýna þætti um Rússland, sem byggðir eru á bók leikarans Peters Ustinov. Þegar hún kom út á árinu 1983 ritaði Nikolai Tolstoy, sem er heimskunnur fyrir bækur sínar um örlög þeirra Rússa er börðust með bandamönnum í síðari heimsstyrj- öldinni og vom framseldir Stalín að stríðinu loknu, ritdóm um bók Ustinovs í Times Literary Supple- ment. Þar kemst hann meðal annars svo að orði, að bókin gæti komið til álita fyrir ritstjóra Heimsmeta- bókar Guinness vegna þess hve mikið af villum sé í henni, bæði rnálfræðilegum og sagnfræðilegum. Hér skulu ekki tíunduð þau dæmi, sem Nikolai Tolstoy tekur máli sínu til stuðnings. Hann bætir því við lista sinn yfír staðreyndavill- ur, að höfundur sé trúr opinberri sovéskri söguskoðun í mati sínu á þeim Stalín og Khruschev. Stalín sé endurreistur með hófsömum hætti sem mikilhæfur stríðsleiðtogi og höfundur sovéskrar iðnvæðing- ar. Hvergi sé sagt frá tilvist leyni- eða öryggislögreglunnar NKVD eða KGB og um Gúlagið sé rætt undir rós. Ritdómur þessi birtist, áður en þættimir, sem nú er verið að sýna í ríkissjónvarpinu voru teknir. Kannski hefur Ustinov brugðist við honum með þeim hætti að leiðrétta staðreyndavillur. Hitt er annað mál, hvort hann hefði fengið leyfí til að ferðast um Sovétríkin og taka þar myndir, ef andinn í verki hans væri ekki að skapi sovéskra stjóm- valda. XXX Við undirbúning þátta sinna hefur Ustinov rekið sig á þá staðreynd, að Sovétmenn loka landi sínu fyrir þeim, sem hafa aðrar skoðanir en þær, er falla stjóm- völdum í geð hveiju sinni. Á því hefur engin breyting orðið enn þá, þótt ýmsum erlendum blaðamönn- um, sem fylgdust með Reykjavíkur- fundi þeirra Reagans og Gorbachevs hafi orðið tíðrætt um það, að framkoma talsmanna Sov- étstjómarinnar við flölmiðla væri allt önnur en áður. Sovétmenn hika heldur ekki við að reyna að hafa áhrif á opinberar umræður í öðrum löndum. Gorbac- hev gaf til kynna á blaðamanna- fundi sínum f Háskóiabíói, að hann treysti á almenningsálit og þrýsti- hópa í Bandaríkjunum og annars staðar á Vesturlöndum og að fyrir tilstilli slíkra afla gæti hann að lok- um sigrað Reagan og komið geimvarnaáætlun hans fyrir kattar- nef. í viðskiptaviðræðum við íslend- inga hafa Sovétmenn oftar en einu sinni gefíð til kynna eða sagt bemm orðum, að það myndi liðka fyrir versluninni, ef íslenskir fjölmiðlar eða alþingismenn töluðu á annan veg um Sovétríkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.