Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjörnuspekingur. Mig langar að biðja þig að segja mér allt um stjömukortið mitt. Ég er fædd 9. aprfl 1966 kl. 6.05 f.h. í Reykjavík. Með fyrirfram þökk. Hrútur. (Rísandi Vatnsberi?)." Svar: Þú hefur Sól og Mars saman í Hrút, Tungl og Miðhimin í Bogmanni, Merkúr og Venus í Fiskum og Vatnsbera Rfsandi. Kraftmikil ~~ Það að hafa Sól og Mars saman í Hrút táknar að þú ert kraftmikil og drífandi. Þú þarft að hreyfa þig mikið og fá líkamlega útrás. Ef slíkt gerist ekki er hætt við að þú verðir óþolinmóð, leið og þreytt. Hrúturinn end- umjjar lífsorku sína með nýjum athöfnum og hreyf- ingu. Hann þolir ekki kyrr- stöðu og vanabindingu. Sjálfstæð Það að vera Hrútur með Tungl í Bogmanni táknar að þú þarft að vera sjálfstæð og ftjáls til að hreyfa þig og ferðast. Þú verður þvi t.d. að vera sjálfstæð I hjóna- bandi, vera gift manni sem gefur þér svigrúm og er ekki sffellt að skipta sér af þér. Feröalög Tungl í Bogmanni og Júpiter á IC bendir eindregið til ferðalaga eða búsetu erlend- is. Það táknar einnig að þú ert eirðarlaus og forvitin og hefur þörf fyrir íjölbreyti- leika sem lfkast til er ekki hægt að fá útrás fyrir með því að dvelja á sama staðnum alla ævi. Starf sem felur í sér ferðalög gæti átt ágætlega við þig. Hress Bogmannstungi táknar einn- ig að þú ert hress og glað- lynd. Þú ert bjartsýn og lftið fyrir að búa til vandamál, ert jákvæð í viðhorfum til lífsins og því lfkast til heppin. Fljótfœr Þú getur þurft að varast að vera fljótfær og óþolinmóð ef mál ganga ekki strax upp eftir þínu höfði. Þú þarft einnig að varast tilhneigingu til að fara úr einu í annað og hlaupa frá hálfnuðu verki. Slíkt getur komið f veg fyrir að þú náir að þroska hæfi- leika þfna. Myndrœn hugsun Merkúr í Fiskum í samstöðu við Satúmus táknar að þú hefur sterkt ímyndunarafl og myndræna, draumlynda hugsun. Hugsun þín er litræn en jafnframt það sem er dul- ast í fari þínu. Satúmus bendir til að þú eigir stundum erfitt með að tjá þig og út- skýra fyrir öðrum hvað þú ert að hugsa. Á hinn bóginn ert þú samviskusöm og dug- * leg og ættir að geta agað hugsun þína og náð valdi á þessum þætti. Vegna áhuga á ferðalögum gæti verið ágætt fyrir þig að leggja stund á tungumálanám. NcerÖ tilallra Vatnsberi Rísandi og Venus í Fiskum í 1. húsi táknar að þú ert félagslynd og vilt starfa með öðru fólki. Fram- koma þín er yflrveguð en jafnframt ljúf og vingjamleg. Þú átt auðvelt með að ná til allra, ert skilningsrík og umburðarlynd. Að lokum: Þú ert jákvæð, hress og kraft- mikil persóna, ert drífandi og lítillega óþolinmóð. Það sem þú tekur þér fyrir hend- ur þarf því að vera lifandi, flölbreytilegt og skemmtilegt og fela í sér hreyfingu og ferðalög. GRETTIR TOMMI OG JENNI iiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiinii.iniDmnMiiiiiimnimimniiiiJiimiiiiiiiiiiiiTnmimiiiiiiiiiniiiiTnniiniiiiiDiiiiiiin ■ 1 . 1 ——— — SMÁFÓLK I W0K1PER IF l'M 60ING TO BE CRABBY TOPAY.. Skyldi ég verða geðfúl í dag? I TMINR MAYBE I AM.. I TMINK l'M G0IN6 TO BE REAL CRABBY... Ég held ég sé það______ég held að ég verði virkilega geðfúl____ MOU) 500N BEFORE YOU KNOU)? IN TME MEANTIME, PON'T GO AU)AY.' Hvað er langt Jjangað til þú veizt það? Eg er ekki viss. En farðu ekki burt á með- an! Ron Andersen, einn af kunn- ustu atvinnuspilurum Banda- ríkjanna, segir farir sínar ekki sléttar gegn tveimur „að því er virtist glæsilegum, greindum, ungum og aðlaðandi spilurum af veikara kyninu," eins og þær Sabine Zenkel og Daniela Vam- im komu honum fyrir sjónir, þegar hann mætti þeim í tvímenningskeppninni á HM. En þegar til kom reyndust þær vera „hættulegar, sókndjarfar, ör- uggar og svo sterkar í íþróttinni, að þær ættu með réttu að vara andstæðingana við,“ bætir And- ersen við. Þær Zenkel og Daniela eru reyndar eitt sterkasta par Þjóð- veija um þessar mundir, og svo sem ráða má af orðum Andersen fóru þær illa með hann í tvímenningnum. í fyrra spilinu gegn honum og félaga hans fundu þær einu vömina til að bana þremur gröndum. Og svo kom þetta: Vestur ♦ KD4 VD54 ♦ 843 ♦ KG43 Norður ♦ 987632 ¥92 ♦ DG ♦ 875 Austur ♦ G105 ¥ G7 ♦ 96 ♦ ÁD10962 Suður ♦ Á ¥ ÁK10863 ♦ ÁK10752 ♦ Þýsku stúlkumar héldu á spil- um NS og létu ekki hindrunar- opnun austurs aftra sér frá að segja alslemmu í tígli. Vestur Norður Austur Suður — — 3 lauf 4 lauf 5 lauf Pass Pass 5 grönd Pass 6 lauf Pass 7 lauf Pass 7 tíglar Allir pass Andersen bað um skýringar á sögnum NS og fékk þessan 1) Fjögur lauf: sterk tvílita hönd. 2) Fimm grönd: tígull og hjarta, nánar tiltekið. 3) Sex lauf: sama lengd í tígli og hjarta. 4) Sjö lauf: „veldu skárri lit- inn!“ 5) Sjö tíglar: „allt í Iagi“. Það þarf ekki að taka það fram að slemman vannst auð- veldlega, þar sem báðir rauðu litimir féllu 3—2. Í sjöttu umferð haustmóts Taflfélags Reykjavíkur, sem nú stendur yfir, kom þessi staða upp í skák þeirra Davíðs Ólafs- sonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem hafði svart og átti leik. 30. - Hxf2! 31. Kxf2 - Df4+, 32. Ke2 - Rd4+, 33. Kd3 (Hvítur vonast nú eftir 33. — Dxcl, 34. Rxd6, en svartur á sterkari leik:) 33. - Rb3+! 34. Rxd6 - Rxd6! 35. Hc7 - Rxcl+, 36. Kc2 - b3+, 37. Kdl - Dfl og hvítur gafst upp, því hann er mát í öðrum leik. Eftir fimm umferðir á mótinu var Björgvin Jónsson efstur með fimm vinninga og Hannes Hlífar í öðru sæti með fjóran og hálfan vinning, en hann hafði teflt einni skák fleira en Björgvin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.