Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÚDAGUR 24. OKTÓBER 1986 Morgunblaðið/Ragnar Th. Sigurðsson Hluti af starfsfólki alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðvarinnar í Hagaskóla. tölvumiðstöð, hraðpóstþjónusta, matsala, pósthús, Flugleiðaskrif- stofa og ýmisleg önnur þjónusta. Auk þess vorum við með sírita frá Reuters-fréttastofunni. I íþróttahúsi Hagaskóla komum við svo fyrir íslensku flölmiðlamið- stöðinni, „Iceland Media Center", þar sem við reyndum að ná til allra þessara áhrifamanna til að vekja athygli þeirra á landi, þjóð og fram- leiðsluvörum okkar. Þetta tókst mjög vel að okkar mati. Þama voru helstu útflutningsaðilar og land- búnaðurinn með sýningarbása og gáfu mönnum að smakka íslenskar ffamleiðsluvörur og var það afar vinsælt. Við vorum einnig með upp- lýsinga- og fyrirgreiðslumiðstöð við þá þama. Reykjavíkurborg var með glæsi- lega sýningu á staðnum, en starfs- menn borgarinnar vom allir sem einn afar hjálplegir allan tímann. Þama var vinsæl aðstaða fyrir fréttamannafundi. Útvarpað var frá helstu stöðum tengdum fundinum beint inn í salinn. Við vorum með sjónvörp tengd gervihnattasam- bandi og fullt af ungum og efnileg- um íslendingum, sem vom allan sólarhringinn að greiða götur fréttamanna. Öll þessi starfsemi var í gangi í 24 tíma á dag, enda em íjölmiðlar að koma út hringinn í kringum jörðina á öllum tímum sólarhringsins. Japanir byijuðu til að mynda að vinna klukkan fjögur á morgnana að okkar tíma. í Melaskóla var sjónvarpsmiðstöð heimsins í raun og vem. Þar réð ríkjum Maríanna Friðjónsdóttir ásamt Ellu Friðfínnsdóttur, og ég fullyrði að þær hafí unnið þrekvirki á þessu sviði. Þessi sjónvarpsmið- stöð, þar sem tugir sjónvarpsfyrir- tækja áttu aðsetur, gekk allan sólarhringinn alla dagana. í Nes- kirkju höfðum við svo umframiými ef ailt annað fylltist, en til þess kom þó ekki. Það er mjög erfitt að lýsa ailri þessari starfsemi við Hagat- orgið, nafla heimsins, í orðum, en frá þessum stað var mest allt skrif- að um þennan leiðtogafund, sem birst hefur í heimspressunni." Samstillt hópátak Jón Hákon var spurður hvað gert hefði verið til að útvega frétta- mönnunum efni, fyrir utan sjálfan leiðtogafundinn. „Við ákváðum strax í upphafí, að gera allt sem hægt væri til þess að gera alla þessa erlendu Qölmiðla- menn ánægða með íslandsdvölina, hvað svo sem gæti komið út úr leið- togafundinum. Þetta tókst nokkuð vel og hægt var að vinda ofan af neikvæðum fréttaflutningi, sem barst héðan í upphafí. Við gengum svo langt að búa til fréttaefni til að drepa tímann fyrir fundinn og reyna að koma íslandi í sviðsljósið sem allra mest. Við gerðum til dæmis mikið úr degi Leifs Eiríks- sonar, við buðum í ferðir um Reykjavík og nágrenni, við boðuð- um opna og lokaða fréttamanna- fundi, til dæmis með Steingrími og Matthíasi. Við gáfum meira að segja öllum lýsispillur á morgnana til að fá umfjöllun um hollustu lýs- is. Hólmfríður Karlsdóttir var einnig alveg sérstaklega liðtæk á þessu sviði og fjöldinn allur annar. Auk þess útveguðum við viðtöl við menn á öllum sviðum þjóðlífsins. Létum taka niður ljósastaura sem skyggðu á sjónvarpsmyndavélar og svona mætti lengi telja. Mánudaginn eftir fundinn, þegar skólamir voru aftur afhentir krökk- unum með viðhöfn, bauð ég frétta- manni „Time“, sem heitir Alexssandra, að koma en hún sagði hlæjandi: „Nei, nei, ekki meira af hestum, fegurðardrottningum, lýsi eða öðrum íslenskum trikkum". Hún skrifaði vel um okkur engu að síður. En svona gekk þetta allan sólar- hringinn. Vandamái og hnútar voru leystir jafnóðum og vandræðum afstýrt. Við þurftum að vera á ferð- inni nánast alian sólarhrínginn þessa daga og svefn var eitthvað sem ekkert var hugsað um. Haga- torgið var ótrúlega litríkt fyölþjóð- legt svæði. Þama var fólk frá öllum heimsálfum, af öllum litum, stærð- um og gerðum. Þetta var allt ágætisfólk og við eignuðumst §öl- marga vini til frambúðar, jafnt úr austri sem vestri. Einn skemmtileg- asti maðurinn sem ég kynntist var fréttastjóri sovésku fréttastofunnar TASS í Washington. Alveg einstak- ur maður. Eg hef reynt að stikla á stóm, en af miklu meira er að taka. Mér þótti vænt um hvað menn eins og Steingrímur forsætisráðherra, Matthías utanríkisráðherra og Davíð borgarstjóri stóðu með okkur fullir af festu og víðsýni í þessum efnum. íslensk stjómvöld, bæði ríkisstjóm og utanríkismálanefnd, tóku á þessu máli af mikilli víðsýni og ákváðu að starf þetta yrði unnið af reisn og myndarskap, þannig að Islendingum yrði sómi af og sú varð líka raunin. Ég verð að segja, að allir þeir Islendingar, sem þama störfiiðu þessa daga vom einvalalið, sem lagði allt á sig til þess að þetta tækist sem best. Það var enginn einn sem skaraði fram úr öðmm. Þetta var samstillt hópátak, sem hefur skilað þjóð okkar ómældum árangri í kynningu á landi og þjóð í allri heimsbyggðinni. Ummæli er- lendu fréttamannanna um árangur- inn ber þess vitni, að þetta tókst vel. Ljóskastari athyglinnar beindist að Höfða á meðan umfjöllunin og sagan var skráð við Hagatorg". — Sv.G. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SÖNDRU POSTEL Hættusvæði? Hollendingar hafa reist við Zuider Zee-flóann. En hvort fátækar þjóðir á borð við Bangladesh hafí fjármuni aflögu til þeirra hluta er vafasamt. Þótt ljóst sé að sum landsvæði verða illa úti vegna breytinganna, em önnur svæði þar sem breytingin getur orðið til bóta. A sumum svæðum Afríku getur úrkoman aukizt. Mildir vet- ur gætu gert ferðmýrar nyrzt í Kanada, Skandinavíu og Síberíu ræktanlegar. En því miður em tiltækar veðurfarsspár ekki nógu nákvæmar til að sjá fyrir með vissu hvar breytingamar verða til góðs og hvar til ills. Hver svo sem útkoman verður fyrir einstök svæði, munu breyt- ingamar hafa mikinn kostnað í för með sér. Tilfærsla á áveitum í samræmi við breytt veðurfar um heim allan gæti krafizt fjárfest- inga upp á sem svarar 200 millj- örðum dollara. í sumum lauslegum tilgátum er áætlað að tvöföldun koltvísýringsmagnsins í andrúmsloftinu geti leitt til auka- kostnaðar sem nemi 3% af heildar- Brauð, vatn og breytt veðurfar Nýliðið sumar var eitt hið heitasta og þurrasta í suð-austur- sveitum Bandaríkjanna frá þvi mælingar hófust þar. Uppskera skrælnaði á ökrunum, fiskur drapst í uppþornuðum ám, og flytja varð hey og annað fóður milli héraða til að forða búpeningi frá hungurdauða. Uppskerutjónið í suð-austur- héruðunum, sem metið er á tvo milljarða dollara, minnir illi- lega á hve veðurfar hefur mikil áhrif á framleiðslu matvæla og afkomu bænda. En þótt þurrkam- ir í sumar hafi valdið miklu tjóni, má vera að þeir séu aðeins for- smekkur þess sem koma skal. Ef ekki verður fljótlega gripið til ráð- stafana til að stöðva mengun í andrúmsloftinu geta óafturkallan- legar breytingar á veðurfari valdið minnkandi matvælaframleiðslu í heiminum. Áframhaldandi aukning ýmissa efnasambanda kolefnis, köfnun- arefnis og klórs í andrúmsloftinu getur breytt veðurfari á jörðinni meira á nokkrum næstu áratugum en gerzt hefur frá þvi landbúnað- ur hófst fyrir 12.000 árum. Koltvisýringur (koldíoxíð), mesti skaðvaldurinn, myndast við brennslu kola, olíu og jarðgass, og í minna magni, vegna eyðinga skóga og skógabruna. Á síðustu 125 árum hafa aðgerðir mannsins aukið magn koltvísýrings í and- rúmsloftinu um 30%. Eins og fleiri „gróðurhúsa- gastegundir" hindrar koltvisýr- ingur hitauppstreymi frá jörðinni í að komast eðlilega leið út í geim- inn. Innan 30 ára er líklegt að við förum að fínna fyrir upphitun jarðarinnar með heitara loftslagi og breyttri regntíðni um allan heim. Þessar breytingar bitna verst á bændum þar sem uppsker- an á sumum helztu jarðræktar- svæðum verður stopuili vegna hitabylgna og þurrka. Vísindamenn spá þvi að tvö- foldun koltvísýringsmagnsins í andrúmsloftinu frá þvi sem var fyrir iðnbyltinguna geti þurrkað upp viðáttumikil komræktarsvæði í Norður-Ameríku og Sovétríkjun- um. Samtals kemur um helmingur alls útflutts koms i heiminum frá Kanada, Bandaríkjunum og Sov- étríkjunum. Frá Bandaríkjunum einum koma um 70% alls útflutts maískoms. Eins og bændur í suðaustur- hémðum Bandaríkjanna geta bezt vottað dregst uppskera á komi og annarra ræktaðra afurða vem- lega ef græðlingamir verða fyrir miklum áföllum á vissu gróðrar- skeiði. Með fyrirsjáanlegum breytingum á veðurfari má búast við því að miklar hitabylgjur og þurrar verði á sumum mestu jarð- ræktarsvæðum jarðar — þar á meðal á sléttunum miklu í Norð- ur-Ameríku — og valdi alvarleg- um uppskerubresti. Jafiivel bændur sem hafa kom- ið sér upp áveitum geta orðið fyrir barðinu á veðurfarsbreytingunni. Ef reiknað er með að meðalhitinn lækki um 2 gráður og úrkoma minnki um 10% má búast við að vatnsmagnið á sumum vatna- svæðum vesturhéraða Banda- ríkjanna gæti neytt bændur til að draga úr áveitu á stórum svæðum. Þar sem álitið er að áveitur tvö- eða þrefaldi uppskeruna miðað við akra sem aðeins fá regnvatn, er ljóst að jafnvel lítill samdráttur í áveitu getur haft mikil áhrif á uppskeruna. Hækkun hitans veldur einnig stækkun úthafanna og bráðnun jökla og hluta heimsskautaíssins. Þessvegna má búast við því að yfírborð sjávar hækki á næstu 60 árum um einn metra eða meira. Stór jarðræktarsvæði á láglendinu — þaðan sem megnið af hrís- gijónauppskeru heimsins kemur — lenda undir vatni. Þéttbýli og fijósöm ósasvæði, eins og við ósa fljótanna Ganges í Bangladesh, Indur í Pakistan og Yangtze í Kína, eru í mestri hættu. Ekkert getur bjargað þessum landsvæð- um nema kostnaðarsamir flóð- garðar svipaðir þeim sem framleiðslu þjóða heims, og þurrki þar með út hugsanlegan hagvöxt þjóðanna. Það er engan veginn hlaupið að því að draga úr aukningu koltví- sýrings. Kol og olía k}mda beinlín- is undir hreyflum hagkerfa iðnaðarins. En í þessum hagkerf- um eru gríðarmiklir möguleikar á að bæta orkunýtingu. A því sviði geta yfirvöld, iðnrekendur og ein- staklingar lagt sitt af mörkum. Stjómvöld geta lagt línumar varðandi orkunotkun. I fyrsta lagi með því að auka kröfur um orku- nýtingu bifreiða — í stað þess að draga úr þeim eins og General Motors-bílasmiðjumar teldu æski- legast — og gera samskonar kröfur varðandi raftæki, sem stuðlaði að hagkvæmari notkun rafmagns. í öðm lagi gæti skattur á brennslu jarðefnaeldsneytis stuðl- að að bættri nýtingu á öllum sviðum, allt frá ál- og stálvinnslu yfir í húsahitun. Í núverandi orku- verði er ekki tekið mið af þeirri hættu sem framtíðinni stafar af veðurfarsbreytingum, né því tjóni sem súrt regn veldur, eða eyðingu skóga vegna loftmengunar. Svona skattur leiddi til þess að iðnaður- inn og neytendur yrðu látnir greiða sanngjamara gjald fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis. Tekj- umar sem af skattinum kæmu mættu nota til styrktar umbóta á orkunýtingu og rannsókna á áhrifum veðurfarsbreytinganna, sem mjög skortir á að hafi verið fullnægjandi. Eftir fímmtíu ár verða bændur að brauðfæða 3 milljörðum fleiri jarðarbúa en þeir gera í dag. Úti- lokað virðist vera að þeim verði þetta kleift nema eðlilegu jafn- vægi verði komið á veðurfar í heiminum. (Höfundur greinarinnar er starfandi vísindamaður við Worldbatch-stofnun- ina í Washington, sem vinnur aðallega að umhverfismálum og nýtur stuðnings frá einkaaðilum og ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.