Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 11 Mótmælir til- færslu á frétta- ágripi á táknmáli STJÓRN Öryrkjabandalagsins hefur sent útvarpsráði mótmæli gegn því að fréttaágrip á tákn- máli í ríkissjónvarpinu skuli hafa verið fært til. Er á það bent að núverandi tími, klukkan 17.55, henti ekki heyrnarlausum þar sem þeir séu flestir í vinnu eða á leið úr vinnu á þessum tíma. í bréfí, sem formaður og varaform- aður Öryrkjabandalagsins hafa sent útvarpsráði vegna þessa máls segir m.a. að heyrnarlausir hafi kunnað vel að meta þá þjónustu sem sjón- varpið hafi veitt á undanförnum árum. Hafi sú þjónusta leitt til auk- innar víðsýni og áhuga þessa hóps. Stjórn Öryrkjabandalagsins skorar á útvarpsráð að sjá til þess að fréttaágrip á táknmáli verði á ný tengt aðalfréttatíma sjónvarps með útsendingu þess 10 minútum fyrir hann. Með því móti fái heyrnarlaus- ir notið að nokkru leyti þess myndefnis, sem fylgir fréttum í aðalfréttatíma sjónvarpsins. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka: Auglýst eft- ir handritum Morjfunblaðið/Kr. Ben Á þessari mynd sést vel hvernig þjóðvegurinn liggur inn í bæinn Malarbíll á ferðinni framhjá íþróttahúsinu þar sem börnin streyma með íbúðarhúsin á hægri hönd en verslunarmiðstöðina á þá vinstri. til og frá oft á dag, daglega. Grindavík: Hraðakstur inn í bæinn verður að stöðva Gríndavfk. SLYSAHÆTTA hefur mjög færst í vöxt þar sem þjóðvegur- inn liggur inn í bæinn. Þannig háttar til að vestan götunnar eru ibúðarhús og mörg börn að leik, en austan við verslunar- miðstöð og umferð gangandi oft töluverð yfir götuna. Sú staðreynd, sem íbúarnir í nágrenninu horfa upp á daglega, að ökutæki komi keyrandi á 80 km hraða eða meira inn í bæinn, hefur að vonum vakið ugg hjá þeim og skal engan undra þegar tekið er mið af staðháttum. Ein húsmóðirin sem þama býr sagði fréttaritara blaðsins að mesta mildi væri að ekki hefði orðið stór- slys fyrir skömmu þegar bam varð fyrir bíl þarna. í ráði væri að safna undirskriftum meðal íbú- anna til að þrýsta á að bæjaryfir- völd geri gangskör í að stemma stigu við þessum hraðakstri inn í bæinn. Þá er einnig slysagildra við Iþróttahúsið en þar streyma krakkar og unglingar til leikfimi og íþróttaiðkana á degi hveijum innan um malarflutningabfla sem oft koma á miklum skrið austan að inn f bæinn. Samkvæmt því sem fréttaritari blaðsins kemst næst mun bæjar- ráð nýverið hafa óskað eftir tillög- um frá umferðamefnd um leiðir til að draga úr umferðarhraðanum á þessum stöðum og er beðið eft- ir þeim. Það er von undirritaðs og vafa- laust allra bæjarbúa að brugðist verði fljótt við áður en að á þess- um stöðum verði hörmulegt slys. Kr. Ben VERÐLAUNASJÓÐUR íslenskra barnabóka auglýsir eft- ir handritum að barna og ungl- ingabókum til keppni um íslensku barnabókaverðlaunin 1987. Þetta er í annað sinn sem veitt verður úr sjóðnum, í ár hlaut Guðmundur Ólafsson rit- höfundur verðlaunin fyrir bók sína Emil og Skundi. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni sjötugsafmælis Ármanns Kr. Ein- arssonar rithöfundar, en að honum standa auk Ármanns eiginkona hans Guðrún Runólfsdóttir, dætur þeirra Ásdís, Hrafnhildur og Kristín og bókaútgáfan Vaka sem gefið hefur út bækur Ármanns síðustu árin. Stjórn sjóðsins skipa þau Ólaf- ur Ragnarsson, Sigrún Klara Hannesdóttir og Armann Kr. Ein- arsson. Reyðarfirði. SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins hér á Reyðarfirði höfðu á mið- vikudag brætt um 8.000 lestir. Fyrsta loðnan barst hingað 14. september. Bræðsla hófst sama sólarhring og hefur gengið mjög vel, nema hvað þrisvar hefur þurft að stoppa vegna þess að hráefni hefur skort. 20 manns vinna við verksmiðjuna. Gréta Yfir 5.000 myndlyklar hafa veríð pantaðir; „Byrj unarerfiðleikar Stöðv- ar 2 leysast í lok vikunnar“ - segir Jón Ottar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 „VISSIR byrjunarerfiðleikar hafa óneitanlega verið hjá okkur á Stöð 2, en gert ei- ráð fyrir að búið verði að leysa þá í lok þessarar viku,“ sagði Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, á blaða- mannafundi er haldinn var sl. þriðjudag. Bjarni Ágústsson hjá Heimilistækjum sagði að ljóst væri að vandamálið við tengingu lykl- anna við sjónvörpin hefði verið að snúrurnar í myndlyklunum hefðu ekki gengið að tíðni 12, sem Stöð 2 sendir út efni sitt á. Starfsmenn Heimilistækja hafa þvi verið að skipta um snúrur í þeim myndlykl- um, sem komnir voru til landsins. Framvegis verður skipt um þessar snúrur hjá framleiðanda í Frakklandi. Jón Óttar sagði að viðbrögð reiknum með að ná til 80% lands- áhorfenda hefðu verið mjög góð og hefðu nú yfír 5.000 lyklar verið pantaðir - að meðaltali kæmu inn 150 pantanir á dag. Biðtími eftir lyklinum væri þó hátt í sex vikur og fyrirsjáanlegt væri, að eftirspurn yrði ekki fullnægt fyrr en um ára- mót. „Stöð 2 getur nú náð til rösklega 60% landsmanna, en við manna á fyrsta starfsárinu. Innan skamms verða teknar upp persónu- legar kynningar á dagskráratriðum - eða svokallaðir þulir - og í ráði er að bæta dagskrána jafnt og þétt til áskrifenda og lengja útsending- artímann," sagði Jón Óttar. Stöð 2 mun kappkosta að endur- sýna allt það efni sem þegar hefur verið sýnt truflað svo að nýir áskrif- endur missi ekki af þeim dagskrár- atriðum, sem þegar hafa verið sýnd í stöðinni. Innlend dagskrárgerð, fyrir utan fréttirj mun hefjast innan tveggja vikna. Ymsir þættir verða á dagskrá nýju sjónvarpsstöðvar- innar, að sögn Páls Magnússonar fréttastjóra, m.a. umræðuþættir, yfirheyrslur, einvígi stjómmála- manna o.fl. Þá hefst upp úr áramótunum nýr þáttur í umsjá Helga Péturssonar fréttamanns sem mun bera nafnið „Snillingam- ir“ og verður hann í anda þátta Magnúsar Magnússonar hjá BBC „Master Mind“. Fljótlega hefst út- sending á bamaefni fyrir áskrifend- ur á laugardags- og sunnudags- morgnum. Útsending á trufluðu efni mun því áður en langt um líður verða 60 stundir á viku í stað 30 nú. Við bætist tíminn frá kl. 13.30 til 17.30. Á næstunni verður a.m.k. þremur endursendum komið fyrir, þeim fyrsta á Borgarspítalanum, næsta í Mosfellssveit og þeim þriðja líklega í námunda við Háskóla Is- lands fyrir gamla miðbæinn og Þingholtin, þar sem útsendingar nást sums staðar illa. Dagskrá Stöðvar 2 er nú þegar send tveimur kapalkerfum daglega, á Ólafsvík og á Ólafsfiði. Fimm önnur kapal- kerfi úti á landi munu bætast við innan tíðar, þar á meðal í Borgar- nesi, Blönduósi og í Stykkishólmi. Þá er gert ráð fyrir að Sjónvarps- félag Eyjafjarðar hefji útsendingar Verðlaunin nema um fimmtíu- þúsundum króna að viðbættum höfundarlaunum samkvæmt samn- ingi Rithöfundasambands íslands pg Félags íslenskra bókaútgefenda. í heild gætu verðlaunin orðið á annað hundrað þúsund krónur mið- að við meðalupplag og verð bama- bóka. Dómnefnd velur úr þeim handrit- um sem berast, en síðast bárust fjörutíu og fjögur handrit. Engin mörk eru sett um lengd sagnanna en miðað við að þær höfði til 10-13 ára barna. Sögumar skulu merktar dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja í lokuðu umslagi. Frestur til að skila handritum er til 31. des- ember, en stefnt er að því að verðlaunabókin komi út á vegum Vöku/Helgafells vorið 1987. Nánari upplýsingar fást hjá forlaginu en utanáskrift samkeppninnar er: Vaka/Helgafell Síðumúla 29 108. Reykjavík Rey ðarfj örður: 8.000 lestir af loðnu bræddar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.