Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 17 Magnús Brynjólfsson, fulltrúi þeirra sem lagt hafa hönd að verki en hann hefur unnið við kirkjusmíðina allt frá upphafi. Vegfna fjarveru hans á frétta- mannafundi í fyrradag veitti Albert Finnbogason bygginga- meistari viðtöku fyrir hans hönd líkani af Hallgrímskirkju. unnar, kom fram að sú spuming hefði vaknað hvað þyrfti til að Hallgrímskirkja væri vígsluhæf. Hefði það verið mat margra manna að á þessu stigi væri hún einmitt svo langt komin en þó væri margt ógert, einkum varðandi lokafrá- gang og fegmn, utan dyra og innan. M.a. vantaði enn prédikun- arstól, skímarfont og aðalhurð, svo og sjötíu radda orgel sem hæfir hinu mikla húsi. Unnið er að fjár- söfnun til kaupa á hljóðfærinu, prédikunarstóll verður kostaður af sjóði, sem stofnaður var af vinum Hanna Hope (t.v.), ekkja séra Haralds Hope, en við vígsluna kemur hún fram fyrir hönd erlendra velunnara sem styrkt hafa kirkjubygg- inguna með rausnarlegum gjöfum. Fyrir fé það sem safnað hefur verið í Noregi fyrir forgöngu séra Haralds Hope hafa m.a. öll gólf í kirkjunni verið skifulögð. Margrét Einarsdóttir (t.h.) sem á sínum tíma var ráðskona föður Guðjóns Samúelssonar húsameistara og síðar hans sjálfs sem teikn- aði kirkjuna. Hún varð vitni að þvi er frumdrættir að kirkjunni voru lagðir á borðstofuborðið á heimili feðganna á Skólavörðustíg 35. Allar götur siðan hefur hún unnið að kirkjubyggingunni, ásamt öðru starfi i þágu kirkjunnar, af lifi og sál. „Það er fólk eins og Margrét sem á drýgstan þátt í því að Hallgrimskirkja er orðin að veruleika, einstaklingar, nafnkunnir og um fram allt óþekktir, innan safnaðarins og um land allt, sem með kærleika sínum og fórnfýsi hafa lagt fram fjármuni og krafta svo það verður með sannleika sagt að Hallgrimskirkja er þjóðarhelgidómur sem þjóðin — fólkið — reisti,“ segir sr. Karl Sigurbjörnsson. dr. Sigurbjöms Einarssonar bisk- ups á sjötugsafmæli hans, og skímarfontur, sem koma mun í náinni framtíð, er kostaður af gjöf Asbjamar heitins Ólafssoriar stór- kaupmanns og af skímarfontssjóði Kvenfélags Hallgrímskirkju. Minn- ingargjöf um Eggert Kristjánsson stórkaupmann fer til smíða á kirkjuhurðinni sem gerð verður í tengslum við frágang kirkjulóðar- innar. Sóknarprestamir, sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Karl Sigur- bjömsson, sem nú taka formlega við kirkjunni fyrir hönd safnaðar- ins, tóku til máls á fréttamanna- fundinum. Sr. Ragnar Fjalar gat þess að á ferli sínum hefði hann bæði þjónað í minnstu og stærstu kirkju landsins. Sú minnsta væri í Gröf á Höfðaströnd og tæki hún 12—14 manns í sæti, en talið væri að Hallgrímur Pétursson hefði ein- mitt fæðzt á þeim stað. Eitt væri víst og það væri það að andi Hallgríms ríkti í báðum þessum guðshúsum þrátt fyrir ólíkt yfir- bragð þeirra. Hann kvaðst á 18 ára starfsferli sínum í Hallgríms- kirkju jafnan hafa horft fram til þeirrar stundar, sem nú væri upp- mnnin, en ávallt virzt hún óralangt framundan. Sr. Karl kvað helzta vandann nú í því fólginn að þakka bæri öllum þeim einstaklingum, sem saman skipuðu þá fjöldahreyf- ingu sem borið hefði uppi byggingu helgidómsins, ekki einungis Reyk- víkingum heldur velunnurum um land allt og jafnvel í öðrum lönd- um. Stuðningur hefði verið svo margvíslegur og komið svo víða frá að engin leið væri að þakka hveijum og einum. Hefði stuðning- urinn t.d. verið fólginn í hvatningu, fyrirbænum, fómfysi og gjöfum, en til þess að láta í ljós þakkir hefði verið valin sú leið að skipa þrjá fulltrúa mismunandi hópa, svo sem fyrr er frá greint. Sagnfræði- ráðstefna um „Iðn- byltingu á íslandi“ Sagnfræðingafélag Is- lands efnir til ráðstefnu um efnið: „Iðnbylting á Islandi — Umsköpun at- vinnulifs um 1880 til 1940“ á morgun, laugardaginn 25. október . Ráðstefnan verður haidin í Odda, húsi Háskóla ís- lands, kl. 1-6 eftir hádegi. Hún er öllum opin og áhuga- fólk um efnið velkomið, bæði til að hlýða á erindi og taka þátt í umræðum. Fimm sagnfræðingar flytja stutt erindi um eftirtal- in efni: Gísli Gunnarsson: Kenningar sem útskýra út- breiðslu þróaðs hagkerfís; Guðmundur Hálfdanarson: Aðdragandi iðnbyltingar á 19. öld; Jón Þ. Þór: Vélvæð- ing í íslenskum atvinnuveg- um í upphafi 20. aldar; Magnús S. Magnússon: Stéttagerð nýs tíma; Þor- steinn Helgason: Skilyxði hraðþróunar á íslandi og í þróunarlöndum samtímans. Ms ste1 • ÓDÝRA LAMBAKJÖTIÐ Lambalæri .............. ....................... 259,00 kr. Lambahryggur ....................... 250,40 kr. Lambaframhryggur ................... 283,40 kr. Lambagrillsneiðar .................. 198,00 kr. Lambasúpukjöt ...................... 198,00 kr. Lambaslög ............................ 38,00 kr. Lambasaltkjöt, valið ............... 288,00 kr. Lambakótilettur ..................... 250,40 kr. Úrbeinað lambalæri .................. 438,00 kr. Úrbeinaðirlambahryggir .............. 443,00 kr. Úrbeinaðirlambabógar ............... 185,00 kr. Lambahnakk ......................... 185,00 kr. Kindahakk .......................... 175,00 kr. • GOTT VERÐ Á REYKTU SVÍNAKJÖTI Hamborgar reykt svínalæri ...v...... 290,00 kr. Hamborgarreyktirsvínabógar ......... 285,00 kr. Hamborgar reyktir svínahryggir ..... 490,00 kr. Hamborgar reyktir svínahnakkar' úrbeinaðir .......................... 477,00 kr. Bajon skinka (úrbeinað læri) ....... 351,00 kr. Sænsk skinka (eftir pöntun) ......... 290,00 kr. Úrbeinað hamborgarhryggur (samkv. danskri aðferð) ............. 830,00 kr. • ÚRVALS NAUTAKJÖT Fillet ............................ 760,00 kr. Mörbráð ............................. 845,00 kr. Gullasch ........................... 550,00 kr. Ensktbuff ........................... 640,00 kr. Schnitzel ........................... 595,00 kr. Innlæri ............................. 640,00 kr. Hakk ................................ 298,00 kr. 10kghakk ............................ 268,00 kr. Bógsteikur .......................... 275,00 kr. T-bonesteikur ...................... 430,00 kr. Grillsteikur ........................ 430,00 kr. KJÖTMIÐSTÖÐIN Sími 686511 I °Pið alla föstudaga til kl. 20 og laugardaga 07 — 16. 1/2 NAUT 249,- KR/KG — úrbeinað/pakkað/merkt — flokkur U.N.I. 1/2 SVÍN 249,- KR/KG — nýtt eða reykt — úrbeinað/pakkað/merkt 1/1 LAMB 179,- KR/KG — rúllupylsa fyrir slög VERIÐ VELKOMIN í BESTA KJÖTVERÐIÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.