Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 29
AKUREYRI MORGUNBLíAÐIUj PÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER' 1986 29 Morgunblaðið/Hrólfur Brynjareson Bestu leikmenn yngstu flokkanna hjá KA KNATTSPYRNUDEILD KA hélt um síðustu helgi uppskeruhátið fyrir yngstu flokka sína, 5. 6. og 7. flokk drengja og 3. flokk kvenna. Næsta sunnudag verður uppskeruhátíð fyrir aðra flokka í KA-heimilinu, þar sem bestu menn hvers flokks verða heiðraðir og boðið verður upp á veitingar. Á meðfylgjandi mynd er bestu leikmenn yngstu flokka félagsins ásamt Gunnar Kárasyni, formanni unglingaráðs knattspyrnu- deildar KA. Við hlið Gunnars er Gunnar Már Sigurðsson, besti leikmaður 7. flokks í sumar, þá kemur Matthías Stefánsson besti maður 6. flokks, þá Kristinn Kristinsson, besti leikmaður 5. flokks og loks Hildur Símonardóttir, sem val- in var besti leikmaður 3. flokks kvenna. Utgerðarfélag Akureyringa: Kaldbakur land- aði 160 tonnum KALDBAKUR landaði 160 tonnum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa á mánudaginn. Heildarverðmæti aflans voru tæplega þijár og hálf milljón króna - 3.474.000. 90 tonn aflans var þorskur og 68 tonn grálúða. Sléttbakur landaði 102 tonnum 13. þessa mánaðar, á mánudag í síðustu viku. Verðmæti aflans voru rúmar 2 milljónir, 2.069.000. í af- lanum var að finna 45 tonn af grálúðu, 40 tonn af þorski og 8,5 tonn af kola. Hrímbakur landaði 91 tonni á miðvikudag í síðustu viku. Verð- mæti aflans voru 1.800.000 króin- ur. Hrímbakur kom með 53 tonn af grálúðu, 35 tonn af þorski og Prófkjör Framsóknar í Norðurlandi eystra: Valgerður stefn- ir á annað sætið smávegis af öðrum tegundum. Að sögn Einars Óskarssonar hafa togarar ÚA leitað aftur í grálúðu nú upp á síðkastið þar sem þeir áttu nokkuð afrálúðukvótanum eft- ir. Mest af aflanum fer í blokk og er stærstur hluti þess selt til Evr- ópu en hluti hefur þó farið til Bandaríkjanna. Þá hefur nokkuð af grálúðu verið heilfryst og selt á Japansmarkað. Einkaútvarpsstöð á Ak- uroyri fyrir 1. desember? VALGERÐUR Sverrisdóttir á Lómatjörn hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjör Framsóknarflokksins vegna vals lista £ Norður- lands- kjördæmi eystra fyrir næstu alþingiskosningar. Undirbúningnr að stofnun félags um reksturinn kominn vel á veg NOKKRIR einstaklingar á Akur- því að stöðin verði rekin á sem ein- eyri hyggja nú á útvarpsrekstur faldastan hátt, eins og Bylgjan, og yrði það þá fyrsta einkaút- varpsstöðin sem rekin yrði í bænum. Meiningin er að útvarpa frá kl. 6.30 að morgni fil fcl. 23.00 alla daga vikunnar. Reiknað er með að útsendingar útvarpsins náist á Akureyri og í nágranna- sveitum og er stefnt að því að hefja útsendingar fyrir 1. des- ember. “Við stefnum að því að vera í tengslum við Bylgjuna í Reykjavík og kaupa dagskrárefni af stöðinni, sem nemur nokkrum klukkustund- um á dag,“ sagði Steindór Stein- dórsson, einn þeirra sem standa að væntanlegri útvarpsstöð, í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Steindórs er það um 10 manna vinnuhópur sem hefur unnið í þessu máli að undanfömu, en innan skamms verður auglýstur stofn- fundur félags um útvarpsreksturinn og vonaðist Steindór að stofnfélag- ar yrðu 30-50 manns. “Áhugi fyrir þessu er greinilega mjög mikill í bænum. Ég hef orðið var við það. Málið er talsvert komið á veg, en getur ekki orðið að veru- leika fyrr en við sjáum peninga frá almenningi. Húsnæði er fyrir hendi, það er búið að gera úttekt á því og það hentar mjög vel,“ sagði Steindór. Að sögn Steindórs er stefnt að með því að dagskrárgerðarfólkið sjái sjálft um tæknimálin. Fjárfesting við kaup á tækjabún- aði vegna stöðvarinnar er innan við þrjár milljónir króna skv. upplýsing- um Steindórs. “Auglýsingar eiga algjörlega að reka þess stöð. Við höfum gert grófa áætlun um aug- lýsingatekjur og okkur sýnist að það eigi að ganga. Stöð eins og þessi er ódýrari í rekstri en fólk gerir sér í hugarlund," sagði Stein- dór. Steindór og félagar fengu síðastliðinn mánudag útvarpssendi í hendumar, en hann var allt of lítill. “Hann var 50 wött í stað 500 - það hafði einhver misskilningur átt sér stað. En nú standa yfír samningaviðræður um kaup á öðr- um sendi,“ sagði Steindór. Ekki hefur verið ráðið neitt dag- skrárgerðarfólk ennþá, en Steindór sagði að auglýst yrði eftir slíku fólki þegar búið yrði að stofna fé- lagið. Ötvarpsstjóri hefur heldur ekki verið ráðinn. Steindór, sem er forstöðumaður æskulýðsmiðstöðv- arinnar Dynheima, var spurður hvort hann yrði ef til vill útvarps- stjóri nýju stöðvarinnar: “Nei, ég er ekkert að leita mér að annarri vinnu. Ég tek bara þátt í þessarri undirbúningsvinnu," sagði hann. Rætt hefur verið við Póst og Síma og útvarpsréttamefnd og eft- ir að vissum skilyrðum verður fullnægt, fást leyfi til útsendingar, að sögn Steindórs. Valgerður sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að eftir að hafa skoðað málið frá öllum hlið- um gæti hún ekki annað en gefíð kost á sér. „Ég fékk svo margar tilnefningar í skoðanakönnuninni og eftir að hafa skoðað málið með mínum nánustu ákvað ég að prófa,“ sagði hún. Valgerður segist stefna á 2. sæti listans. Prófkjör fer fram á aukakjör- dæmisþingi sem haldið verður á Húsavík 2. nóvember næstkomandi. Alþingismennimir Guðmundur Bjamason og Stefán Valgeirsson hafa báðir lýst því yfir að þeir stefni á 1. sæti lista flokksins í kjör- dæminu og hefur Stefán kveðið svo fast að orði að hann gefí aðeins kost á sér í fyrsta sæti listans. Lögreglan með klippurnar á lofti LOGREGLAN á Akureyri hefur verið á ferðinni með „klippum- ar“ undanfarna daga og tekið skrásetningarnúmer af bílum, sem enn em með græna miða frá Bifreiðaeftirlitinu. „Við höfum verið að kroppa í þessa grænu undanfarið," sagði Ingimar Skjóldal, varðstjóri hjá lög- reglunni, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði óvenju marga Marblettir frumsýndir í kvöld: Levsum vandamálin! hafa verið tekna í gærdag, en fjöld- inn á haustinu virtist nokkurn veginn sá sami og undanfarin ár. „Þetta em mest menn sem koma í skoðun, fá grænan miða, og hafa síðan engar áhyggjur af þessu," sagði Ingimar. Hann sagði sína menn verða á ferðinni næstu daga í sömu erindagjörðum. „Við ætlum að reyna að fækka þessum grænu eitthvað," sagði hann. -segir Pétur Ein- arsson leikstjóri EINS OG skýrt var frá í blaðinu í gær fmmsýnir Leikfélag Akur- eyrar í kvöld sitt annað verk á þessu leikári og íefníst joað Mar- blettir. Uppselt er á fmmsýning- una, en önnur sýning verður strax annað kvöld. Leikendur í Marblettum em sex, Sunna Borg, Skúli Gautason, Mar- inó Þorsteinsson, Inga Hildur Haraldsdóttir, María Ámadóttir og Einar Jon Briem. Pétur Einarsson leikhússtjóri leikstýrir verkinu og hannaði einnig leikmynd. Höfundar em “hinir og þessir“ eins og það er kallað - höf- undur fmmtextans og tónlistar er Bengt Ahlfors, en einnig Kristján frá Djúpalæk og Pétur Einarsson. Ingvar Bjömsson sér um lýsingu, Pétur Einarsson og Freygerður Magnúsdóttir sjá um búninga og Ingimar Eydal og Aðalheiður Þor- steinsdóttir sjá um undirleik í sýningunni. Marblettir em í léttum dúr, þar að gert góðlátlegt grín að hinum og þessum, til dæmis að leikhús- fólki, að sögn Pétur Einarssonar, leikstjór. “Við leysum vandamálin!" sagði Pétur í samtali við blaða- mann. Marblettir verða sýndir tvisvar í viku, á föstudögum og laugardög- um, en bamaleikritið Herra Hú verður áfram sýnt á sunnudögum meðan aðsókn verður góð. Sunna Borg og Marinó Þorsteinsson í hlutverkum sinum í Marblettum. Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.