Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBBR 1986 39 Viðar Daði og Ragnar standa þar sem kofinn stóð áður með ofninn á milli sín. Morgunblaðið/Einar Falur NÝTT! NÝTT! Pils, blússur, peysur. Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu. Brunninn kofi Piltamir á myndinni, þeirViðar I Þórarinsson, urðu fyrir því óhappi Daði Einarsson og Ragnar I að allmyndarlegur kofí, sem þeir höfðu smíðað inni í Grafarvogi, brann til kaldra kola. Strákamir höfðu smíðað kofann á staurum þeim, sem enn standa, og má af þeim sjá að um talsvert mannvirki var að ræða. Óhappið vildi þannig til að þeir voru að koma sér upp heimasmíðuð- um ofni, sem þeir festu reykháf við. Þegar Ragnar hugðist koma reykháfnum betur fyrir varaði bomi hqtm uetuii naxoi hitnað nokkuð, svo hann brenndi sig smávægilega. Hann fór því heim og Viðar Daði á sömu leið þegar hann hafði slökkt í ofninum. Hinn gamli sannleikur um að lengi lifi í gömlum glóðum stendur þó enn fyrir sínu og líklega hefur hitinn kveikt í miða, sem var á ofninum og eldurinn læsts í eitthvað annað. Strákamir sögðust hafa lært af biturri reynslu að ekki væri nóg- samlega varlega með eld farið og bentu á að verr hefði getað farið hefði þetta gerst í sumar, því skammt er í sinu þama. Dýrir fermetrar 475.000 krónur fyrir húsið á myndinni? Flestum þættu það eflaust góð kaup. Hætt er þó við að fólk skipti um skoðun þegar því er bent á að téð hús er brúðuhús. Þetta brúðuhús, sem er kallað „Litla Amalíenborg" er þriggja hæða og smíðað úr tréi. Tvær hæðir eru með dyrum og gluggum og er hægt að opna hvort tveggja og loka. Framan á eru tröppur með ljóskerum og fyrir ofan eru svalir, sem hvfla á fjórum súlum. „Litla Amalíenborg" var smíðað um 1920 og er gert eftir samnefndu stórhýsi á Austurbrú í Kaup- mannahöfn. Húsið var boðið upp á miklu brúðuuppboði í Kaupmannahöfn. Ekki er ljóst hver keypti húsið, en raddir voru uppi um að enskur aðalsmaður hefði átt boðið. COSPER — Dreymir þig mig á nóttunni og ég sem hélt að þú gætir ekki sofið á nóttunni af tilhugsuninni um mig. Paul Newman hækkar í áliti Bandaríski leikarinn Paul New- man reyndi nýverið að fá The New York Post í veðmál við sig. Forsaga málsins er sú að í grein í blaðinu stóð að Paul karlinn væri einungis 1,72 m á hæð, en Paul mótmælti þessu sem hverri annarri lygastarfsemi og sagðist vera minnst 8 cm hærri í loftinu. Blaðið stóð fast við sitt og sagðist myndu gefa Paul 1.000 Bandaríkjadali ef hann gæti fært sönnur á að hann væri 1,80 m á hæð. Gamla Holly- wood-kempan hélt það nú, en sagðist ekki nenna að leggja eitt- hvert smáræði að veði og lagði til að hann og blaðið veðjuðu upp á 500.000 dali um hæð sína. Svo visst á sök sinni var blaðið ekki og hiýt- ur Paul því að teljast 1,80 á hæð. Þessi bifreið er til sölu árg. 1968. Er með 2,5 tonna hiab-krana. Mjög hentugt vinnutæki til vatns- veituframkvæmda. Er útbúinn til að flytja 15 m vatnsrörin frá Reykjalundi. Upplýsingar í síma 94—3853. irrsALA APELSUM vegna flutníngs efst á Skólavörðustíginn Eggert feldskeri flytur starfsemi sína á næstunni í nýtt og stórglæsilegt húsnæði efst á Skólavörðustígnum. Þess vegna rýmum við til með CITSÖLG á pelsum meðan birgðir endast. Gerðu góð kaup í glæsilegum loðfeldi frá Eggert. Opið laugardag 9—13:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.