Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 23
:ÓKTÓBER 1986 m Erfðadeflur eftir lát frú Picasso DEILUR hafa komið upp um það hver eigi að erfa 61 listaverk eftir Pablo Picasso, er ekkja hans Jacqueline, lét eftir sig. Nokkr- um mínútum áður en hún framdi sjálfsmorð 15. okt. sl. hringdi frú Picasso i yfirmann spænska nútí- malistarsafnsins í Madrid og ítrekaði að hún vildi gefa safninu einkasafn sitt. Verkin 61 eru þegar komin til Madrid þar sem opna á sýningu á þeim á morgun, fæðingardegi Pablo Picasso, en franskir embættismenn vilja að verkin verði flutt aftur til Frakklands þar sem það brjóti í bága við lög að gefa slík verk og flytja úr landi án vitneskju yfir- valda. Ekki er vitað til þess að frú Picasso hafi staðfest þennan vilja sinn skriflega, en Miguel Satru- stegui, deildarstjóri í Menningar- málaráðuneyti Spánar segir að Jacqueline Picasso, hafí margoft sagt að hún vildi að verk Picasso höfnuðu í landinu þar sem hann fæddist, Spáni. Erfðaskrá frúarinn- ar mun væntanlega skýra málið. Ekkjan hafði áður tjáð Auelio Torrentes, yfírmanni nýlistasafns- ins að safnið mætti halda verkunum eftir sýninguna og hafði hann látið útbúa sérstakt skjal þessu til stað- festingar og ætlaði að fljúga til Frakklands til að fá undirskrif frú Picasso daginn sem honum barst andlátsfregnin. Við opnun sýning- arinnar í Madrid, sem Jóhann Karl Spánarkonungur ætlaði að vera við- staddur átti á formlegan hátt að gera Jacqueline Picasso að spönsk- um ríkisborgara, en þess hafði hún óskað um langt skeið. Johan Jörgen Holst, varnarmálaráð- herra Noregs, um Skotlandsfundinn: „Niðurstaðan er mik- ill sigur fyrir ein- ingu Nato-ríkjanna“ Ösló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morjjunblaðsins. MIKIL ánægja ríkir meðal flestra stjórnmálamanna í Noregi með að varnarmálaráðherrann, Johan Jörgen Holst, lét það ógert að hafa fyrirvara á eða koma inn sérstakri athugasemd í yfirlýsing- una, sem gefin var út að loknum fundi vamarmálaráðherra Atl- antshafsbandalagsins í Skotlandi. Búast má þó við, að vinstriarmur- inn í Verkamannaflokknum láti i ijós óánægju sina með, að Norð- menn skuli ekki hafa tekið afstöðu gegn geimvarnaáætlun- inni bandarisku. Eftir miklar viðræður milli Holst og Richard Perle, aðstoðarvamar- málaráðherra Bandarikjanna, náðist samkomulag um orðalag yfírlýsing- arinnar. í henni er veittur fullur stuðningur við afstöðu Bandaríkja- manna í Genfarviðræðunum auk þess sem Norðmenn fallast á skilyrtan stuðning við geimvamaáætlunina. Á þetta orðalag, sem Norðmenn fengu nú inn í yfírlýsinguna, var ekki fall- ist á fundi vamarmálaráðherra Nato í maí sl. en síðan hafa Norðmenn og Bandaríkjamenn rætt málið með sér í Brussel og vestanhafs einnig þar sem Holst hefur verið í heimsókn. „Ég er mjög ánægður með niður- stöðu fundarins og það er ekki um Svíþjóð: Kona dæmd fyrir nauðgun Stokkhólmi, AP. ÞRÍTUG sænsk kona hefur verið dæmd fyrir að nauðga annarri konu að því er haft var eftir ónafngreindum starfsmanni sænskra dómstóla i gær. Dómurinn var felldur í héraðs- rétti bæjarins Orebro og er þetta fyrsta sinni, sem kona er dæmd fyrir nauðgun í sænskri réttarsögu. Konan og fertugur maður, sem bjó með henni, voru dæmd til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að þvinga tæplega fertuga vinkonu sína til samfara og sambærilegra athafna í september. Hin ákærðu neituðu öllum sakar- giftum og sögðu að konan hefði kært til lögreglu vegna afbrýði- semi, að sögn starfsmannsins. Lágmarksrefsing fyrir nauðgun er tvö ár samkvæmt sænskum lög- um. Johan Jörge Holst, varnarmála- ráðherra Noregs. það að ræða, að einn hafi borið af öðrum. Niðurstaðan er mikill sigur fyrir einingu Nato-ríkjanna,“ sagði Holst. Norðmenn reyndu að fá Dani til að falla frá sínum vanalegu at- hugasemdum en það tókst ekki. Danski vamarmálaráðherrann var bundinn í báða skó af meirihluta danska þingsins og fyrirvarinn um geimvamaáætlunina var ítrekaður af þeirra hálfu. Jens Stoltenberg, formaður í æsku- lýðssamtökum Verkamannaflokks- ins, hefur gagnrýnt stjóm síns eigin flokks fyrir að hafa ekki komið að gagnrýni á geimvamaáætlunina og búist er við, að aðrir frammámenn í vinstiarmi flokksins muni láta í sér heyra. Þingflokki Verkamannaflokksins var gerð gfrein fyrir niðurstöðu Nato- fundarins seint I fyrrakvöld og hefur varaformaður flokksins, Einar Förde, hana nú til athugunar. Norðmenn leggja mikla áherslu á að fylgja eftir árangri Reykjavíkurfundarins og Förde vitnar til ummæla leiðtoga stórveldanna um, að þeir hafi ekki staðið nær kjamorkuafvopnun í tíu ár. „Það skulum við hafa í huga og til að stuðla að samningum verðum við að efla eininguna innan Nato,“ sagði Förde. I Hægriflokknum, Miðflokknum og Kristilega þjóðarflokknum ríkir mikil ánægja með, að Norðmenn skyldu komast hjá því að gerast „fyrirvara- þjóð“ rétt einu sinni enn. Forystu- menn þessara flokka leggja áherslu á, að með tilliti til árangursins í Reykjavík sé Atlantshafsbandalags- þjóðunum nauðsynlegt að standa einhuga saman. Persónulegur still i góðum klæðnaði AUGLST. BJARNA D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.