Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 3 Akranes: Haldið áfram með Grundaskóla Reykjavík: Verslanir opn- ar frá 8 til 22? LÖGÐ hefur verið fram greinargerð í borgarráði um opnunartíma verslana í Reykjavík. I henni er lagt til að verslanir verði opnar frá mánudegi til föstudags, milli kl. 8.00 og 22.00, laug- ardaga frá kl. 8.00 til 18.00 en lokað á sunnudögum. Borgarráði hefur verið falið af borgarstjórn að endurskoða gild- andi samþykkt um opnunartíma verslana með það fyrir augum að rýmka hann. í niðurstöðu greinar- gerðarinnar, sem lögð hefur verið fyrir borgarráð, segir höfundur hennar Gunnar Eydal skrifstofu- stjóri borgarstjómar, að ef samræma eigi opnunartíma versl- ana milli nærliggjandi sveitarfe- laga verði að koma til lagabreyting eða rýmkun á gildandi samþykkt. Bent er á hugsanlegar leiðir tii breytinga og lagt til að verslanir verði opnar frá mánudegi til föstu- dag milli kl. 8.00 og 22.00, laugardag frá kl. 8.00 til 18.00 og lokað á sunnudögum. Af- greiðslutími söluturna verði óbreyttur frá því sem nú er en athugað verði um rýmkun vörulista svo sem varðandi mjólkurafurðir. Blómaverslanir, brauðbúðir og minjagripaverslanir geti með sér- stöku leyfi haft opið á sunnudögum með sama hætti og á laugardögum. Hugmyndir þessar eru settar fram sem umræðugrundvöllur um hugs- anlegar breytingar á samþykkt um afgreiðslutíma verslana að loknum óformlegum viðræðum hagsmuna- aðila. Akranesi. NÚ ERU að hefjast framkvæmd- ir við B-áfanga Grundaskóla á Akranesi og hafa tilboð i grunn- gröft og malarakstur nú þegar verið opnuð og tilboði Skóflunn- ar hf. á Akranesi verið tekið. Þá hefur bæjarstjórn Akraness samþykkt að heimila tæknideild bæjarins að bjóða út verk að fok- heldu húsi og frágengnu að utan. Hin nýja bygging verður alls 815 fm að stærð á einni hæð og 3380 ms. Húsið verður byggt úr steinsteypu og burðarhluti þaks er úr límtré. Fyrsta skóflustunga nýja skóla- hússins var tekin föstudaginn 31. október að viðstöddum eldri nem- endum skólans og kennurum en þessi hluti skólans mun verða ætl- aður elstu deildunum. Það var formaður nemendaráðs skólans, Sigurður Arnar Jónsson, sem tók fyrstu skóflustunguna. Tilboð í fokheldishluta skólahúss- ins verða opnuð 11. nóvember nk. og eru áætluð verklok á þeim áfanga 15. júní 1987. Stefnt er að því að húsið verði fullbúið við upp- haf kennslu haustið 1987. Fram- kvæmdanefnd byggingarinnar skipa Andrés Ólafsson bæjarfull- trúi, Þórður Björgvinsson varabæj- arfulltrúi og Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla og bæjar- fulltrúi. Morgunblaðið/JG Sigurður Arnar Jónsson, formaður nemendaráðs Grundaskóla, tekur fyrstu skóflustunguna að nýja skólahúsinu. Tilraunaveiðar á lang- lúru frá Þorlákshöfn Fiskurinn frystur í heilu lagi og seldur til Japans NÚ standa yfir tilraunaveiðar á langlúru hjá Glettingi í Þorláks- höfn í samvinnu við Hafrann- sóknastofnun og sjávarútvegs- ráðuneytið. Langlúran, sem ekki hefur verið nytjuð hér sem heitið getur, er veidd í dragnót og hafa veiðar gengið þokkalega. Þorleifur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri í Glettingi, sagði í samtali við Morgunblaðið, að veið- arnar, sem stundaðar væru í Háfadjúpi, væru enn á tilraunastigi en gengju þokkalega ef veður leyfði. Komið væri með langlúruna ó- slægða að landi og hún heilfryst með „haus, hala og innyflum". Hann sagði að fiskurinn væri seldur tit Japans og nokkrir gámar væru á leiðinni þangað. Verð fyrir lang- lúruna væri því ekki ljóst enn, en búizt væri við því, að það yrði sæmi- legt. Lítið væri vitað um veiðanleg- an stofn langlúrunnar og væru menn að prófa sig áfram. Yrði veiði nægjanleg og verð viðunandi, ætti þessi veiðiskapur að geta orðið góð búbót, sérstaklega þar sem hann væri utan kvóta. Hingað til hefði þetta kykvendi verið fyrir sjómönn- um, en það væri svipað venjulegum kola. Heldur lengra og þynnra og því minna hold á fisknum. í bókinni íslenzkir fiskar segir Gunnar Jónsson meðal annars um langlúru: „Langlúran getur náð 55 sentímetra lengd hér við land, en hefur mælzt stærst 63 sentímetrar við Ameríku. Langlúran er langvax- in, þunn og hálfgagnsæ. Haus er lítill. Kjaftur er lítll og tennur smá- ar, þéttstæðar og meitilyddar...“ „Við Island varð Jónas Hallgrímsson fyrstur til að lýsa langlúrunni, en hún var annars lítt þekkt hér, þangað til botnvörpu- veiðar hófust hér kringum aldamót- in 1900. Hún finnst hér allt í kringum landið, en einkum þó við það sunnan- og vestanvert frá Berufjarðarál til Aðalvíkur, en hún er mun sjaldséðari í kalda sjónum norðanlans og austan..." „Árið 1978 varð langlúruaflinn í NA-Atlantshafi 2.578 tonn. Helztu veiðiþjóðimar voru Skotar (1.152 tonn) og Danir (560 tonn). Islend- ingar veiddu aðeins 120 tonn af langlúru það árið og var það þá heildaraflinn á Islandsmiðum. Langlúruaflinn varð mestur í NA- Atlantshafi 5.801 tonn árið 1966. Á íslandsmiðum hefur hann orðið mestur 1.417 tonn árið 1960 og varð afli Íslendinga einnig mestur það árið eða 931 tonn.“ Færð allgóð nema á fjall- vegum á Vestfjörðum FÆRÐ á þjóðvegum landsins er allgóð nema þá helst á fjall- vegum á Vestfjörðum. Steingrímsfjarðarheiði lokaðist í fyrradag, en verður væntanlega rudd á morgun. Aðeins stórir bflar komast um Barðastrandasýslu til Patreksfjarðar og yfir til Bfldu- dals. Dynjandis- og Hrafnseyrar- heiðar hafa verið ófærar síðan um síðustu helgi og verða lokaðar áfram, samkvæmt upplýsingum frá Vegaeftirliti ríkisins. Þá voru Breiðadals- og Botnsheiðar orðn- ar þungfærar í gær og því illa fært til ísafjarðar, Önundarfjarð- ar og Súgandafjarðar. Þar er fyrirhugað að moka í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.