Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 31 AKUREYRI Verk Hlyns Helga sonar kynnt í Alþýðubankanum # Morgunblaðið/Guðmundur Frá æfingu hjá Kammerhljómsveit Akureyrar, t.v. Roar Kvam stjómandi hljómsveitarinnar og Waclaw Lazarz flautuleikari frá PóUandi. Kammerhljómsveit Akureyrar heldur tónleika í kirkjunni LISTKYNNING Menningar- samtaka Norðlendinga og Alþýðubankans kynnir að þessu sinni fimm verk eftir ungan myndlistarmann, Hlyn Helga- son. Verk hans eru kynnt í afgreiðslu Alþýðubankans, Skipagötu 14 á Akureyri. Hlynur fæddist 1961, stundaði nám við University of Kansas School of arkitecture 1981-1982. Síðan nam hann við Myndlista- BLÁSARASVEIT TónUstarskól- ans á Akureyri hefur verið boðin þátttaka í „Janetsjar-festivalen" í Hammer í Noregi, sem halda á 20. júní á næsta ári. Á móti þessu koma fram hljómsveitir frá flest- um löndum Evrópu, með sex til sjö þúsund þátttakendum. Mótið stendur í viku. Að því loknu mun sveitin halda til vinarbæja Akur- eyrar á hinum Norðurlöndunum og halda þar tónleika. og handíðaskóla íslands, málunar- deild, 1982-1986. Hlynur er nýfluttur til Akureyrar og kennir við Bröttuhlíðarskóla og í kvöld- skóla Myndlistarskólans á Akur- eyri. Á listkynningunni eru 5 verk sem öll eru unnin á þessu ári. Þau eru unnin í akrýl, málningu og viðarkol á spónaplötu. Kynningin hófst 3. nóvember og stendur til 9. janúar. Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri sem skipuð er 45 til 50 nemendum á aldrinum 10 til 18 ára, mun kynna íslenska tónlist í ferðinni og stuðla að vinarbæjar- tengslum við vinarbæi Akureyrar. Frá Hammer í Noregi mun sveit- in halda í tónleikaferð til Vesterás í Svíþjóð, Mariehamn á Álandseyj- um, Turku, Lahti og Helsinki í Finnlandi, til baka um Svíþjóð og heim frá Kaupmannahöfn en ferðin NÝSTOFNUÐ Kammerhljóm- sveit á Akureyri heldur sína fyrstu tónleika í Akureyrar- kirkju næstkomandi sunnudag mun taka þijár vikur. Blásarasveit frá Tónlistarskólan- um á Akureyri tók þátt í „Janet- sjar-festivalen“ í Hammer sumarið 1981 og vann þar til silfurverðlauna undir stjóm Roars Kvam. Roar verður einnig stjómandi í væntan- legri ferð. Tilgangur ferðarinnar er sem áður segir að kynna íslenska tónlist, efla vinarbæjatengsl og ekki síst að víkka sjóndeildarhring nem- enda. kl. 18.00. Einleikari á tónleikun- um verður pólski flautuleikar- inn Waclaw Lazarz, en stjórnandi hljómsveitarinnar er Roar Kvam. Hljómsveitin, sem skipuð er strengjaleikumm og blásurum, flytur forleik eftir Rossini, konsert fyrir þverflautu og hljómsveit í G-dúr eftir Stamitz, tónverk eftir Mozart og Clementi og Sinfóníu í D-dúr eftir Johan Christian Bach. Pólski flautuleikarinn Waclaw Lazarz hefur hlotið verðlaun og viðurkenningu fyrir framúrskar- andi tök á þverflautunni. Hann var 1. flautuleikari um 12 ára skeið í Útvarps- og sjónvarps- Sinfóníu- hljómsveitinni í Katowice. Frá árinu 1974 lék hann í tríói pólska útvarpsins. Hann hefur m.a. leikið á tónleikum í Póllandi, Hollandi, Bretlandi, Rússlandi og Þýska- landi. Hann starfar í vetur sem kennari við Tónlistarskónn á Dalvík. Roar Kvam hefur starfað sem tónlistarkennari, hljómsveitar- og kórstjóri á Akureyri um 15 ára skeið. Hin nýstofnaða kammerhljóm- sveit markar viss þáttaskil í tónlist- arlífi á Akureyri og Norðurlandi. Hún á að veita tónleikagestum á Akureyri tækifæri til að njóta reglulega fjölbreytts og skemmti- legs hljómsveitarflutnings, en fyrirhugað er að hljómsveitin leiki 5 mismunandi efnisskrár á vetrin- um og fái til liðs við sig viður- kennda einleikara og einsöngvara. Hljómsveitinni er ætlað að skapa tónlistarmönnum búsettum á Ak- ureyri og nágrenni betri starfsskil- yrði og að veita þeim hljóðfæra- nemendum sem lengst eru komnir tækifæri til þátttöku. Hljómsveit- inni bætist að þessu sinni liðsstyrk- ur tónlistamemenda í framhalds- námi við Tónslistarskólann { Reykjavík. Alls taka 26 manns þátt í tónleikunum. FYamhald á starfi Kammer- hljómsveitar Akureyrar ræðst af aðsókn og móttökum tónleikagesta í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag,— Blásarasveit Tónlistarskólans: Boðin þátttaka í „ Janetsjar- festivalen“ í Noregi í sumar Smásagna- og ljóða- samkeppni MENOR og svæðisútvarpsins ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til smásagna- og Ijóðasam- keppni á Norðurlandi. Það eru Menningarsamtök Norðlend- inga, MENOR, sem standa að þvi og verða að minnsta kosti fimm smásögur og ljóð lesin upp í svæðisútvarpinu með við- tölum við höfunda. Á aðalfundi Menningarsamtak- anna á dögunum var samþykkt tillaga að beina því til Emu Ind- riðadóttur forstöðumanns svæðis- útvarpsins að efna til samkeppn- innar og hún tók því vel. Bréf hafa verið send til þeirra rithöfunda og ljóðskálda á Norð- urlandi, sem eru á skrá MENOR, en áðrir höfundar era engan veg- inn útilokaðir frá því að taka þátt í samkeppninni, heldur ákveðið hvattir til þess að senda inn sögur og ljóð. Sögur og Ijóð, sem send verða í samkeppnina, eiga að vera áður óbirt verk. Efnisval er að öllu í höndum höfunda. Þriggja manna dómnefnd verður skipuð til þess að velja vinningssögur og ljóð. Ekki hefur verið gengið frá því í hvaða formi viðurkenning fyrir bestu sögur og ljóð verður. Skila- frestur á að vera til 20. nóvember og skal senda verkin undir dul- nefni til Ríkisútvarpsins á Akur- eyri, svæðisútvarps, Fjölnisgötu 3a, 600 Akureyri. Nafn og heimil- isfang höfundar á að fylgja í lokuðu umslagi, sem merkt er hlutaðeigandi dulnefni. (Úr fréttatilkynningu.) Starfsmenn Slippstöðvarinnar í skemmtisiglingu STARFSMANNAFÉLAG Slipp- stöðvarinnar efndi til skemmti- siglingar fyrir starfsmenn, maka, börn og ættingja á laug- ardaginn. Farið var með Grímseynni, hinu nýja skipi Kaupskipa hf. og var siglt um fjörðinn. Lagt var af stað frá „Sigöldu", Eimskipsbryggjunni, og siglt út að Hrísey og til baka. Veitingar voru bomar fram um borð og stig- inn dans á neðra þilfari. Nokkur J kuldi var á laugardaginn en Slipp- arar létu það ekki á sig fá og skemmtu sér konunglega að sögn. Myndin var tekin skömmu áður en lagt var af stað í ferðina. Morgunblaðið/Guðmundur Starfsfólk Slippstöðvarinar og fjölskyldur í siglingu um Eyjarfjörð. Hjón arfleiddu Sel o g Kristnes ad öllum eignum sínum: Höfðingleg gjöf HINN 2. nóvember 1985 lést Jónína Ásgerður Jakobsdóttir og hinn 9. febrúar 1986 eigin- maður hennar, Grímur Valdi- marsson. Þau hjón létu eftir sig arfleiðsluskrá, þar sem Seli, hjúkrunarheimili aldraðra á Akureyri, og Kristnesspítala voru ánafnaðar allar eignir þeirra hjóna, að hálfu hvorri stofnun. Grímur starfaði sem bifreiða- smiður um árabil á Akureyri. Meðal eigna búsins var húseignin Geislagata 12 ásamt verkstæðis- húsi. Þessi gjöf er stórhöfðingleg og kemur sér afar vel fyrir báðar stofnanimar, en miklar endurbæt- ur era nú unnar á Kristnesspítala og sem kunnugt er er nú unnið að stækkun Sels, vegna brýnnrar þarfar. Stofnanirnar vilja með fréttatil- kynningu þessari kunngjöra gjöfína og votta minningu þeirra hjóna virðingu og þakklæti fyrir hlýhug þann, sem þessi ákvörðun ber vott um. (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.