Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986
5
Ævisögur orða
eftir Halldór
Halldórsson
ÆVISÖGUR orða heitir ný bók
eftir Halldór Halldórsson fyrrver-
andi prófessor. Utgefandi er
Almenna bókafélagið, og tilheyrir
bókin þeim bókaflokki forlagsins
sem það nefnir Islensk þjóðfræði,
en í J»eim flokki eru bækur eins
og Islenskir málshættir, Þjóð-
sagnabók AB, Kvæði og dansleik-
ir og íslenskt orðatakasafn.
í frétt frá AB segir m.a.: „Nafnið
Ævisögur orða gefur til kynna
efni bókarinnar. Tekin eru fyrir ein-
stök orð og orðasambönd og saga
þeirra rakin og skýrð svo langt sem
heimildir ná til. Af því sem tekið
er fyrir má t.d. nefna í herrans
nafni og fjörtíu, í guðanna bæn-
um, Að taka einhvern til bæna,
Almannagjá, Sultartangi, Ran-
seyði o.s.frv.
Þá er og langur kafli um slangur
merking orðsins og skoðanir fræði-
manna um það, saga þess í íslensku
og síðan er kafli um gamalt
reykvískt slangur.
Síðasti þáttur bókarinnar fjallar
um íslenskar málstefnur, einkum
eins og þær koma fram hjá stjórn-
málaflokkum og stjórnvöldum.
I bókarlok er orðaskrá, 6 bls.,
Halldór Halldórsson
yfir öll þau orð sem rætt er um í
bókinni."
Ævisögur orða er 253 bls. að
stærð og prentuð og bundin í Prent-
smiðjunni Odda.
Teljum rétt að fara
varlega í vatnstöku
- segir Jakob Björnsson orkumálastjóri vegna
gagnrýni stjórnarformanns Atlantslax hf.
„ORKUSTOFNUN veitir ekki
slík leyfi, heldur landbúnaðar-
ráðherra þar sem ríkið er
eigandi jarðarinnar. Hitt er
rétt að við höfum ráðlagt ráð-
herra að heimiluð vatnstaka
verði takmörkuð um sinn,“
sagði Jakob Björnsson orku-
málastjóri þegar leitað var til
hans vegna þeirra ummæla
sljórnarformanns fiskeldisfyr-
irtækisins Atlantslax hf. i
Grindavik að Orkustofnun
hefði án raka takmarkað vatns-
töku fyrirtækisins við þriðjung
af því sem seiðaeldisstöð fyrir-
tækisins þyrfti á að halda.
Jakob vísaði því á bug að afstaða
Orkustofnunar væri rakalaus, hún
væri byggð á efnislegum rökum.
„Við teljum að rétt sé að fara var-
lega í vatnstöku á Reykjanesi vegna
þess hvað þekking manna á því
hvað ferskvatnslinsa Reykjanes-
skagans þolir mikla vatnstöku án
þess að valda vandræðum er lítil,"
sagði Jakob. Hann sagði að eftir
því sem meira vatn væri notað á
Reykjanesi yrði sífellt nauðsynlegra
að viðhafa varúð, til þess að nýir
notendur væru ekki að eyðileggja
fyrir hita- og vatnsveitum og öðrum
vatnsnotendum sem fyrir væru á
svæðinu. Hann sagði að stofnunin
hefði lagt til að þessi takmörkun á
vatnstöku Atlantslax hf. yrði endur-
skoðuð eftir fimm ár í ljósi reynsl-
unnar.
í þök og veggi
Veggeiningar
Stálplötur beggja megin meö polýúre-
þaneinangrun á milli.
Þak- og veggeiningar
Stálplötur beggja megin meö pólýúre-
þaneinangrun á milli.
Þakeiningar
Stálplata að neðanverðu, hypalondúkur
að ofanverðu og polýúreþaneinangrun
á milli.
Hringið eöa skrifiö eftir islenskum bæklingi
Barkar-húseiningar
Framleiddar í nýjum og fullkomnum
vélum Barkar hf. Stálplöturnar eru
galvaniseraðar, grunnmálaðar og plast-
húðaðar. Þær eru afgreiddar i litum og
lengdum að vali kaupanda.
Framfaraspor - framtíðarlausn
• Færri ásar
• Léttari burðargrindur
• Styttcibyggirtgartími
• Minni viðhaldskostnaður
• Lægri kyndingarkostnaður
A
^BÚRKUR hi
I 9 HJALLAHRAUNI 2 • SiMI 5375S ■ POSTHOLF 239 • 220 HAFNARFIROI
FRYSTIKISTUR
SPAÐU I VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
200 lítra kr. 22.900
2SO lítra kr. 24.490
300 lítra kr. 25.690
350 lítra kr. 26.980
410 lítra kr. 29.980
510 lítra kr. 33.690
F ALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670
\
Innrabyrði úr
hömruðu áli
Lok með ljósi,
læsingu, jafn-
vægisgormum
og plastklætt
Djúpfrystihólf
Viðvörunarljós
Kælistilling
Körfur
Botninn er
auðvitað frysti-
flötur ásamt
veggjum
0
1
IHHIIl
u