Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
SALMANÍA JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR,
Vesturbrún 16,
Reykjavfk,
lést í Landspítalanum 4. nóvember sl.
Hjördís Gunnarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir,
Vilborg Sigriður Gunnarsdóttir, Haraldur Friðriksson,
Gunnar Gunnarsson, Unnur Ulfarsdóttir,
Styrmir Gunnarsson, Sigrún Finnbogadóttir
og barnabörn.
Minning:
Gústaf Adolf
Agústsson
+
Sonur minn og bróöir okkar,
KRISTJÁN EINAR BRAGASON,
Ártúni við Elliðaór,
lést af slysförum þriðjudaginn 4. nóvember.
Sólveig Bjarnadóttir
Siguröur Bragason
Sigurborg Bragadóttir
Árdís Bragadóttir.
Gústaf var borinn til grafar frá
Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti
í byrjun fyrra mánaðar, þegar borg-
in klæddist haustlitum og gulnuð
laufblöðin tóku að falla og fuglar
himinsins að flokkast og fljúga til
fjarlægra stranda. Þá hafði þessi
gamli og góði skákmaður, sem bar
hið konunglega nafn Gústaf Adolf,
tapað sinni hinstu skák, þar sem
engar skákbrellur og taflflækjur,
eitruð peð og gambítar komu að
gagni, en móthetjinn var sjálfur
dauðinn. Hann vinnur að lokum
hveija einustu skák.
Kynni okkar Gústa hófust um
miðjan þriðja áratuginn, þegar hann
bjó í heimavist Akureyrarskóla, þar
sem hann varð stúdent 1929. Þá
var ég óstýrilátur órabelgur undir
sama þaki, nokkurra ára gamall.
Ég varð brátt hændur að Gústa og
leið hvað best í návist hans og
skemmtilegra herbergisfélaga
t
Hjartkær dóttir mín og systir okkar,
INGA RÚN VIGFÚSDÓTTIR GARCIA,
andaöist 3. nóvember síöastliöinn í San Fransisco.
Valgerður Jónsdóttir,
Margrét Vigfúsdóttir,
Hákon Tryggvason.
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
SIGURVEIG ODDSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. nóv. kl. 13.30.
Ulja B. Alfreðsdóttir, GuðmundurÆgir Aðalsteinsson,
Eyjólfur K.L. Alfreðsson,
Haraldur G. Borgfjörð, Grace A. Borgfjörð,
Margrét Ó. Alfreðsdóttir, Jóhannes Guðnason
og barnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sáimur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
t Útför systur okkar, ÓLAFÍU JOCHUMSDÓTTUR, Melhaga 13, fer fram frá Neskirkju föstudaginn 7. nóvember nk. kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Matthías Jochumsson, Ásta Fjeldsted, Magnús Jochumsson. t Uppeldissystir okkar, ÁSLAUG ALDA ALFREÐSDÓTTIR, verður jarðsungin laugardaginn 8. nóvember frá Stokkseyrar- kirkju kl. 14.00. Bílferö veröurfrá Umferöarmiðstöðinni kl. 12.00. Guömunda Ásgeirsdóttir, EinarÁsgeirsson, Jónas Ásgeirsson.
t Eiginkona mín, KRISTÍN ANNA ÞÓRARINSDÓTTIR, Grundarstíg 12, er lést í Borgarspítalanum 2. nóvember veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd fööur, barna og annarra vandamanna, Kristján Árnason. t Útför eiginmanns míns, sonar, fööur, tengdafööur, afa og bróður, ÓLAFS F. GUNNLAUGSSONAR, Tómasarhaga 27, fer fram frá Neskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 10.30. Sigrföur M. Einarsdóttir, móöir, börn, tengdadóttir, barnabörn og systur.
t Móöir okkar, HELGA STEPHENSEN, Bólstaöarhlíð 64, veröur jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Óiafur St. Stefánsson, t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, SOFFÍA JÓNA DAVÍÐSDÓTTIR, Bjarmaiandi 5, verður jarösungin frá Bústaðakirkju í dag, 6. nóvember, kl. 13.30. Guöbjörn Guölaugsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
Valgeröur Stefánsdóttir.
X
t Sálumessa fyrir dr. HINRIK H. FREHEN SMM, blskup, veröur sungin í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, föstudaginn 7 þ.m. kl. 13.30. Jarösett veröur í grafreit Kristskirkju. Fyrir hönd prestanna, séra A. George SMM. t Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför sonar okkar, dóttursonar og bróöur, VÍKINGS JÓNSSONAR, Hólmum, Reyðarfirði. Guö blessi ykkur öll. Jón Vigfússon, Svanhildur Stefánsdóttir, Sigurbjörg Elfasdóttir, og systkini hins látna.
hans, sem allir voru einstök góð-
menni eins og Gústi. Sennilega eru
böm næmasti mælikvarðinn á
manngæsku og hjartahlýju, sem við
erum alltaf allsstaðar að leita að í
einhverri mynd í köldum og mis-
kunnarlausum táradal tilverunnar.
Gústaf var eyjarskeggi úr Hrísey,
þessari einstöku paradís kríunnar
og rjúpunnar, sem Jónas Hallgrims-
son eilífgaði með kvæði sínu
Óhræsinu. Þegar krían dreit á pípu-
hatt séra Bjama úr háloftunum
varð þeim fyndna og stórskemmti-
lega klerki að orði: „Guði sé lof,
að kýmar hafa ekki vængi." Þær
hæggengu og holdamiklu kýr, sem
nú em í Hrísey geta ekki flogið.
Aftur á móti er þessi skosk-íslenski
holdastofn sá besti fáanlegur í góm-
sætar stórsteikur.
Að loknu stúdentsprófi við MA
1929 innritaðist þessi snjalli Hrísey-
ingur í háskólann í Hamborg. Þar
lagði Gústaf stund á eðlis-, efna-
og stjömufræði. Það voru sömu
fræðigreinamar og jafnaldri hans
lagði þá stund á um sama leyti, eða
flugskeytafræðingurinn heims-
frægi, Wemer von Braun, og fór
vel á með þeim þó að Gústa litist
aldrei á hryllings skrímslið Adolf
Hitler. Góðmenninu Gústa geðjaðist
ólíkt betur að eyfírskum friðsemd-
arfuglum eins og Hríseyjar-ijúp-
unni í stað hins árásarglaða fálka
svo ekki sé minnst á sjálfan þýska
öminn, engil dauðans, sem engu
hlífði. Gústi hefir fengist við allt
annað og skemmtilegra um dagana
en að dunda sér við að finna upp
eldspúandi dráps- og dauðaflaugar
eins og Wemer sálugi von Braun,
sá dekurdrýsill foringjans.
Gústi lauk fyrrahlutaprófi í fyrr-
greindum fræðum með sóma, en
heimskreppan mikla bægði honum
frá frekara námi við Hafnar- og
Hamborgarháskóla.
Þessi námfúsi Hríseyjarskeggi
var líka næmur á háttu og siðu
heimsborgarans. Hann kunni
manna best lagið á honum, bæði
fyrir hjónaband og sem ekkjumaður
tveggja kvenna. Þessi snjalli skák-
maður öðlaðist áskorendaréttinn, á
sínum tíma, til að etja kappi við
skákkóng Norður-þýska skáksam-
bandsins, Norddeutsche Schachver-
bund. Þannig var Gústi líka lunkinn
og laginn við að koma sér upp
drottningu á skákborði ástarinnar.
Gústa var alla tíð vel til kvenna
meðan hann var ókvæntur og á
lausum kili. Konur hlaupa ógjama
undan slíkum heimsmönnum. Hann
var alla tíð veitandinn, notalegur
og hlýr með karlmannlegum undir-
tón, stórveitull, örveitull og þráveit-
ull höfðingi. Meðan sumir ódannaðir
kauðar og óforbetranlegir sveita-
menn buðu upp á bolsíur og ópal,
karamellur í kramarhúsi eða svarta-
dauða af stút sem forhitun og
forrétt til ásta sendi Gústi þessum
elskum ótal rauðar rósir, franskt
kampavín og perfume eða risastóra
konfektkassa. Kvenhjörtun mnnu
eins og súkkulaði í sólskini og eftir-
leikurinn kom af sjálfu sér.
Gústaf var Út-Eyfirðingur að
ætt og uppruna, sem hafði hið fagra
fjall, Kaldbak, daglega fyrir augum
að baki Hríseyjarvitans, sem faðir
hans gætti. Þá minnist ég þess, að
oft sló í brýnu með mönnum fyrir
norðan, einkanlega með kennumm
við MA, út af ágæti Akureyrar og
Reykjavíkur. Faðir minn, sem var
Húnvetningur, saknaði alltaf
skemmtilegra vina fyrir sunnan og
var mjög hallur undir Reykjavík,