Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986
|í
KOSNINGARNAR I BANDARIKJUNUM
Joseph Kennedy
varð sigursæll
Washington, AP.
JOSEPH P. Kennedy yngri sigr-
aði auðveldlega i kjördæmi sínu
í Massachusetts í kosningunum
til fulltrúadeildar Bandarikja-
þings. Föðurbróðir hans, John
F. Kennedy forseti, var eitt sinn
þingmaður þessa kjördæmis.
Systur Josephs, Kathleen
Kennedy Townsend, gekk hins
vegar ekki eins vel, en hún tap-
aði í kjördæmi sínu í Maryland.
Joseph P. Kennedy yngri er elzti
sonur hins látna öldungadeildar-
þingmanns, Roberts Kennedys.
Fyrir kosningamar nú voru líkumar
3 á móti 1 í skoðanakönnunum, að
Joseph myndi sigra andstæðing
sinn, Clark Abt. Thomas P. O’Neill,
forseti fulltrúadeildarinnar, var áð-
ur þingmaður þessa kjördæmis.
Á eftir að valda
Reagan erfiðleikum
Joseph P. Kennedy yngri fagnar sigri i Boston á þriðjudagskvöld. Hanri tekur við sæti Thomas P. O’Neill
í fulltrúadeildinni, en hann var forseti deildarinnar.
Yfir 20 blökkumenn
í fulltrúadeildinni
Washington, AP.
SUMIR af hörðustu gagnrýnend-
um Reagans forseta i bandarisk-
um stjórnnmálum munu nú,
þegar demókratar hafa fengið
meiri hluta í öldungadeildinni,
fá tækifæri til þess að ráða meiru
um framgang mála bæði í innan-
lands- og utanríkismálum.
Formannsstaðan í sumum mikil-
vægustu nefndunum kann þó að
lenda hjá íhaldssömum demókröt-
um frá Suðurríkjunum. Þá getur
farið svo, að þeir haldi fram stefnu,
sem er í meira samræmi við stefnu
Reagans sjálfs, en sú stefna er, sem
fylgt hefur verið af hófsömum fyrir-
rennurum þeirra úr röðum republik-
ana á undanfömum 6 árum.
Bob Dole, fráfarandi leiðtogi
republikana í öldungadeildinni,
sagði þó í gær, að breytingin frá
meiri hluta republikana í meiri hluta
demókrata í öldungadeildinni ætti
„eftir að hafa erfíðleika í för með
sér fyrir forsetann."
Dole nefndi sem dæmi, að til
þessa hefði forsetinn viljað skipa
íhaldssama menn í dómarastöður í
hæstarétti Bandaríkjanna. Sagði
Dole, að Reagan ætti eftir að lenda
þar í vandræðum, því að öldunga-
deildin verður að samþykkja þessar
stöðuveitingar.
Haft var eftir Robert C. Byrd,
sem sennilega verður áfram leiðtogi
demókrata í öldungadeildinni, að
þeir vilji áfram vinna með Reagan
forseta en vissulega kunni þeir að
hafa sínar eigin humgyndir sjálfír
á sumum sviðum. Demókratar
munu t. d. „leggja fram vemdar-
frumvarp varðandi verzlun" og þeir
munu „leggja að forsetanum og
leiðtoga Sovétríkjanna að vinna að
virkri afvopnun," sagði Byrd.
Miami:
Miami, AP.
FYRRUM kona Bobs Butterworth,
sem sóttist eftir kjöri til ríkissak-
sóknara Flórída, myrti son þeirra
og framdi síðan sjálfsvíg, að sögn
lögregluyfirvalda.
Lík Söndru Butterworth og sonar-
ins fundust í bifreið í miðborg Miami
aðeins 12 klukkustundum áður en
kjörstaðir opnuðu í gær. Að sögn
lögréglu hringdi Sandra í lögreglu
úr símaklefa í miðborginni og virtist
örvingluð. Skýrði hún frá því að son-
ur hennar væri látinn í bifreiðinni.
Washington, AP.
BOB Martinez, fyrrverandi borg-
arstjóri í Tampa, var kjörinn
Hafði hann verið skotinn fjómm
sinnum í háls og búk. Hún hafði
skotið sjálfa sig í höfuðið
Bob og Sandra skildu fyrir nokkr-
um árum og er hann tekinn saman
við aðra konu. Sonur þeirra hefur
verið mikill sjúklingur. Talsmenn
Bobs sögðu hann hafa farið í felur
þegar hann hafði spumir af verknað-
inum og vildi ekki tjá sig um hann,
en því hefur verið haldið fram að
með morðunum hafi Sandra viljað
skemma fyrir honum í kosningunum.
ríkisstjóri í Florida og verður
þannig fyrsti maðurinn af
spönskum uppruna til þess að
gegna embættinu í þessu ríki.
Martinez er republikani. Afí hans
og amma fluttust til Bandaríkjanna
frá Spáni um síðustu aldamót.
Þeir tveir blökkumenn, sem buðu
sig fram til ríkisstjóra í kosningun-
um nú, töpuðu báðir. Þeir voru
republikaninn William Lucas, sem
bauð sig fram í í Michigan og demó-
kratinn Tom Bradley, borgarstjóri
í Los Angeles, sem var í framboði
í Kaliforníu.
Tuttugu og tveir blökkumenn
náðu kjöri til fulltrúadeildarinnar
og því fleiri en nokkru sinni fyrr.
Áður áttu 20 blökkumenn sæti í
fulltrúadeildinni.
í kosningunum til öldungadeild-
arinnar í Georgíu bar demókratinn
John Lewis sigurorð af Portiu Scott,
frambjóðanda republikana. Þau eru
bæði blökkumenn. Demókratar
höfðu þetta þingsæti áður.
Blökkumanninum Eddie McDow-
ell tókst hins vegar ekki að ná kjöri
til fulltrúadeildarinnar í Georgíu.
Aðrir frambjóðendur úr hópi
blökkumanna, sem náðu ekki kjöri
til fulltrúadeildarinnar, voru þeir
S. G. Grosse í Maryland, Ricardo
Barros í Massachusetts, Calvin
Williams í Michigan og Ronald
Crutcher í Ohio, allt republikanar
svo og demókratinn Joylyn Black-
well í Pennsylvaníu.
Af þeim 38 blökkumönnum, sem
voru í framboði til fulltrúadeildar-
innar nú, voru 25 úr Demókrata-
flokknum og 13 úr Republikana-
flokknum.
Eini blökkumaðurinn, sem var í
framboði til öldungadeildarinnar,
var Terry Lee Williams í Utah, en
hann náði ekki kosningu.
Áttu morðin að spilla fyrir
framboði fyrrum eiginmanns?
Námskeið
Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi
Tilgangur námskeiðsins er að leiðbeina einstakl-
ingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar
aðferðir í samskiptum.
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur:
• Hvaða persónulegan stíl þeir hafa ( samskiptum
• Hvernig má greina og skilja samskipti
• Hvernig má greina og skilja
• Hvernig ráða má við gagnrýni
• Hvernig finna má lausnir í árekstrum
• Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi
Leiöbeinendur
eru
sálfræðingarnir
Álfheiöur Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
Innritun og nánari upplýsingar j
í síma Sálfræði stöðvarinnar:
687075 milli kl. 10 og 12.
Sovétmenn á Vínarráðstefnu:
Vilja fund um mann-
réttindamál í Moskvu
Vín, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Önnu Bjarnadóttur.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR stór-
veldanna ávörpuðu í gær Vínar-
ráðstefnuna um öryggi og
samvinnu í Evrópu. Eins og við
hafði verið búist voru áherslurn-
ar í ræðum þeirra nokkuð ólíkar.
Matthías Á. Mathiesen, utanríkis-
ráðherra, sagði, að sér hefði
fundist málflutningur þeirra
mjög ákveðinn og þær sýndu, að
þjóðirnar vildu halda áfram þró-
uninni, sem hófst með Helsinki-
sáttmálanum.
Edward Shevardnadze, utanrík-
isráðherra Sovétríkjanna, hóf ræðu
sína með umfjöllun um Reykjavík-
urfundinn og sakaði leiðtoga
Vestur-Evrópuríkja um tvískinnung
í afvopnunarmálum eftir að Reagan
og Gorbachev höfðu orðið sammála
um að fækka kjamorkuvopnum.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, lagði megináherslu
á mannréttindamál og sagði, að
Austur-Evrópuþjóðir hefðu marg-
brotið ákvæði Helsinki-sáttmálans
þar að lútandi. Hann fjallaði einnig
um öryggismál og sagði, að grun-
dvöllur að frekari viðræðum hefði
verið lagður á íslandi.
Shevardnadze kom á óvart í ræðu
sinni með því að leggja til, að sér-
stakur fundur aðildarríkja Hels-
inki-sáttmálans um mannleg tengsl,
Lítið hefur borið á Kurt
Waldheim á Vínarfundinum
Vin, frá fréttaritara Morgnnbladsins, Ónnu Bjarnadóttur.
ið eftir fjarveru Austurrikis-
EKKERT hefur borið á Kurt
Waldheim, forseta Austurríkis,
við upphaf Vínarráðstefnunnar.
Flestir utanríkisráðherrar aðild-
arrikjanna eru samankomnir í
Vín en aðeins ráðherrar Sov-
étríkjanna og Finnlands hafa
farið í kurteisisheimsókn til
Waldheims. Þjóðhöfðingjar
Júgóslavíu og Spánar voru ekki
áberandi við ráðstefnurnar i
Belgrað og Madrid en nú er tek-
forseta.
Fiva Feldman, sem er gyðingur
og á tvo syni í Sovétríkjunum, von-
ast til að fá fund með Waldheim.
„Það væri góð kynning fyrir hann
ef það fréttist, að hann vildi hjálpa
gyðingi, sem hefur orðið viðskila
við fjölskyldu sína,“ sagði hún, „og
ég vona, að hann geti komið því til
leiðar, að synir mínir fái að fara frá
Sovétríkjunum."
Virðulegir tónleikar voru haldnir
í Belvedere-höll kvöldið, sem ráð-
stefnan var sett. Utanríkisráðherr-
unum, fyrrverandi ráðherrum
Austurríkis og fleiri gestum var
boðið að sækja þá en Waldheim var
ekki meðai þeirra. Siður er, að þjóð-
höfðingi þess lands, sem ráðstefnan
er haldin í, ávarpi hana einu sinni
og er búist við, að Waldheim geri
það í vetur.