Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 15 Bók um þorra- blót á íslandi BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur sent á almennan markað bókina Þorrablót á íslandi eftir Arna Björnsson þjóðháttafræð- ing, sem kom út hjá bókaklúbbi fyrirtækisins fyrr á þessu ári. „Bókin fjallar eins og nafnið bendir til um þorrann og þorrablót á Islandi fyrr og nú. Þessi bók er fjölbreytt að gerð. í hana sækja menn bæði fróðleik og skemmtun. Ýmislegt bendir til að þorradýrkun hafi verið við lýði á íslandi alla tíð sem eins konar launblót þar sem kristni og heiðni runnu saman í eitt. Vitnisburður um þorradýrkun á fyrri öldum birtist m.a. í áður óbirt- um kvæðum frá 17. og 18. öld. Á síðari hluta 19. aldar eru þorravísur endurvaktar af Matthíasi Jochums- syni, Bimi M. Olsen og Sigurði Vigfússyni o.fl. Á þessari öld taka þorrablót að breiðast út og fá á sig þá mynd sem við þekkjum nú. Þetta er sannkölluð veislu- og skemmtanabók. Þangað má sækja söngtexta og veislugaman til að nota á góðri stund. Hér eru þjóðleg fræði að fomu og nýju. í bókinni eru á þriðja tug söngtexta með lög- um. Þar eru á 8. tug ljósmynda auk teikninga eftir Sigurð Val Sigurðs- son þar sem hann dregur fram hugmyndir fræðimanna um foma siði og þjóðhætti." Þorrablót á íslandi er prentuð f Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Amarfelli hf. Húnaflói: Rækjukvótinn 6 sinnum minni en síðustu vertíð HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur nú lagt til að leyfilegur rækjafli í Húnaflóa á vertíðinni í vetur verði 500 lestir. Það er nærri 6 sinnum minna en var á siðustu vertíð. Endanleg ákvörð- un um kvóta hefur ekki verið tekin, en sjávarútvegsráðuneytið hefur til þessa farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar. Leyfilegur afli á síðustu vertíð var nálægt 3.000 lestum og hefur verið svipaður síðustu ár. Yfír 100 manns hafa unnið við rækjuvinnslu á 5 stöðum í landi og veiðamar verið stundaðar á tæplega 40 bátum með tvo til þrjá menn á. Það er því ljóst að atvinna við Húnaflóa verður af skomum skammti í vetur komi annað ekki til. Vegna þessa mun sjávarútvegsráðuneytið halda fund með heimamönnum til að kanna hverja leiðir séu mögulegar til að bregðast við vandanum. í lögum um sérveiðar svo sem rækjuveiðar er ákvæði þess efnis, að verði afla- brestur á sérveiðunum, sé heimild að endurskoða botnfískveiðileyfí viðkomandi skipa og aflahámark. Bátamir, sem rækjuveiðamar hafa stundað, em litlir og geta ekki stundað veiðar á djúprækju að vetri til og möguleikar þeirra á botnfísk- veiðum virðast ennfremur takmark- aðair, en einhveijir þeirra hafa stundað línuveiðar á flóanum á vetr- um. Niðurstaða Hafrannsóknastofn- unar byggist á tveimur leiðöngmm um veiðisvæðið, en í þeim kom í ljós að rækjan var að mestu horfín af miðunum. Þetta hefur komið nokkuð á óvart, þar sem mikil veiði var við lok vertíðar síðastliðið vor. Talið er að hækkandi sjávarhiti og aukin fiskgengd á flóanum valdi þessu að einhveiju eða miklu leyti. Svæðið mun kannað nánar síðar til að fylgjast með stöðunni og vonast menn til að ástandið batni. Bók um meðgöngu, fæðingu og fyrsta ár BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur gefið út bókina NÝTT LÍF — meðganga, fæðing og fyrsta árið. í frétt útgefenda segir að bókin sé bresk að uppmna og hafi verið tekin saman undir ritstjóm dr. Daviðs Harvey, sem er ráðgefandi bamalæknir við Queen Charlotte’s Hospital í London og yfírmaður deildar sem hefur umsjón með yfír 4.000 fæðingum á ári. „Hann er sérfræðingur í umönnun tvíbura og hefur sérstakan áhuga á að náið samband milli móður og bams myndist strax eftir fæðinguna. Hann hefur nána samvinnu við kvensjúkdóma- og fæðingarlækna, og hafa margir þeirra skrifað kafla í bókina. Þýðandi bókarinnar er Guðmundur Karl Snæbjömsson læknir. Bókin er í stóm broti, 250 blaðsíður, og í henni er íjöldi lit- mynda til skýringar efninu. Efni bókarinnar er unnið af 16 erlendum sérfræðingum. Auk þeirra hafa sjö íslenskir sérfræðing- Ritmoó i>. Dtoia Hwxy ar lagt fram ráðgjöf, en þeir em: Atli Dagbjartsson bamalæknir, dr. Gunnlaugur Snædal yfírlæknir, Halldór Hansen yfírlæknir, Hörður Bergsteinsson bamalæknir, Marfa Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi, Pétur Lúðvíksson bamalæknir og Svava Stefánsdóttir félagsráðgjafí." ÍBODA) V__________/ Bankastræti 10. Símar: 13122 — 621812 Garðatorgi, Garðabæ. Sími: 656812 (kosta) _____J Góður matur og hröð þjónusta eru helstu kostir steikarabarsins á Hrafninum. Nú getur þú loksins borðað virkilega góðan mat í hádeginu þrátt fyrir stuttan matartíma. A steikarabarnum velur þú um ofn- steikt nautakjöt, grillsteikt leunbakjöt, ofnsteikt grfsakjöt, grillaða kjúklinga eða pottrétt. Kokkurinn aðstoðar þig við valið og sker kjötið á diskinn. Meðlætinu blandar þú saman að eigin smekk. Með steikarabarnum fylgir súpa, brauð og salatbar. Fyrir þá sem ekki vilja kjöt er jafnan um fjóra mismunandi fiskrétti að velja. Á steikarabarnum setur þú saman þinn eigin matseðil og borðar eins og þig lystir. Hádegisverður kl. 11.30-14.00* kr. 580.- Kvöldverður kl. 17..30-21.00* kr. 640.- *Ath. aðeins opið matargestum. I HravFNlNN i -L SKIPMOITI 37 SÍMI 685670 Klingjandi kristall-kærkomin gjöf -4^ <* > * 'í'hfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.