Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 43 Stallone lögsóttur MAÐUR nokkur frá Utah, Tim Anderson að nafni, hefur lögsótt leikarann Sylvester Stallone og krafíst 105 milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, þar sem hann telur að Stallone og MGM-UA hafí stolið hugmynd sinni að kvikmynd og notað hana í handritinu að Rocky IV. Málið, sem Anderson höfðar fyrir fylkisrétti Utah, beinist auk Stallone gegn þremur yfírmönn- um kvikmyndaversins MGM-UA. Hann fer fram á fimm milljónir dala vegna almenns tjóns, sem hann hafí orðið fyrir, en auk þess 100 milljónir til refsingar fyrir hugmyndastuld af yfirlögðu ráði. Tammy Wynette í eiturlyfjavanda BANDARÍSKA dreifbýlissöngkonan Tammy Wynette hefur frestað tónleikahaldi sínu það sem eftir er ársins og hefur verið lögð inn í sjúkrahús vegna lyfjavandamáls. Talið er að hún verði þar a.m.k. í sex vikur. Wynette, sem er 44 ára, ku vera orðin háð verkjastillandi lyflum, sem hún hefur tekið frá árinu 1983. Þá var hún skorin upp við magasjúkdómi nokkrum. Talsmaður hennar sagði að þetta væri ekki enn orðið að alvarlegu vandamáli, en að hún hefði viljað kippa málum í liðinn, áður en illa færi. Tammy Wynette er þekkt fyrir dreifbýlislög svo sem Stand By Your Man og D-I-V-O-R-C-E. Sjúkrahúsið, sem hún mun dveljast á er þekkt sem Betty Ford-stofnunin eftir eiginkonu Geralds Ford, Bandaríkjaforseta, en hún var áfengissjúklingur. Stofnunin hefur verið mjög vinsæl meðal þekkts fólks, sem hefur átt við áfengis- og lyfjavandamál að stríða og er í Palm Springs í Kalifomíu. í spor Amundsens Fyrst kvenna á Suðurpólinn Norðmaðurinn Monica Krist- ensen er 35 ára gamall jöklafræðingur, sem hefur einsett sér það markmið að verða fyrst kvenna til þess að ferðast til Suður- skautsins. Hún verður leiðangurs- stjóri norsk-ensks leiðangurs, sem fer til skautsins 75 árum eftir að Roald Amundsen komst þangað fyrstur manna. Leiðangursmenn munu fara til Suðurskautsins á hundasleðum, rétt eins og Amundsen gerði fyrrum. Monica, sem er doktor í jöklafræði frá Cambridge átti hugmyndina að leiðangri þessum, en vemdari hans er Shackleton lávarður, sonur þess er næstum komst á pólinn, á undan þeim Amundsen og Scott. Frá Noregi var lagt á skipinu Áróru, við þriðja mann og 22 hunda. í fyrstu var haldið til Auckland á Nýja-Sjálandi og þaðan út hinn 21. október og var komið til Suður- heimsskautslandsins hinn 26. Gert er ráð fyrir að sjálf förin að skaut- inu hefjist um miðjan þennan mánuð og að komið verði á áfanga- stað um áramótin. Þá verður enska fánanum og norska stungið þar niður. Auk rannsóknarstarfa á leiðinni mun Monica rita bók um þetta ævintýri sitt og mun hún koma út fyrir jólin 1987. HAUST, HAPPDRÆTTI ___SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. VERÐMÆTIR VINMNGAR GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA HRINGIÐ í SÍMA 82900 Sjálfstæðismenn, eflum flokksstarfið, gerum skil á heimsendum happdrættismiðum <ö> Heimilistæki hf SÆTÚNI 8, SÍMI 27500 - HAFNARSTRÆTI 3 SÍMI 20455 Tvær stöövar kalla á tvö sjónvarpstæki. Við erum sveigjanlegir í samningum. Lykillinn aö Stöð 2 er einnig lykillinn að frábærum kjörum því kaupirðu myndlykil þá færðu 5% AUKAAFSLÁTT af öllum sjónvarpstækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.