Morgunblaðið - 07.11.1986, Qupperneq 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
251. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
AP/Símamynd
Fiskiskip og þyrlur leita mannanna sem saknað er eftir þyrluslysið við Hjaltlandseyjar í gær.
Skyggni var lélegt á þessum slóðum og torveldaði það mjög starf björgunarmanna.
45 farast í þyrlu-
slysi á Norðursjó
Sumburgh, Hjaltlandseyjum, Reuter.
ÞYRLA með 47 manns innanborðs hrapaði í hafið skammt undan
Hjaltlandseyjum í gær. Tveir menn komust lífs af úr slysinu. Um
borð i þyrlunni voru verkamenn sem störfuðu við olíuvinnslu á
svonefndu Brent-svæði í Norðursjó um 135 kílómetra norðaustur
af Hjaltlandseyjum. Þetta er mesta þyrluslys í flugsögu Bretlands.
Þyrlan, sem var af gerðinni
„Chinook", var í leiguflugi fyrir
Shell-olíufyrirtækið og voru 44
menn um borð auk þriggja manna
áhafnar. Mennimir voru á leið til
Aberdeen og hugðust flugmenn-
imir millilenda í Sumburgh og
taka þar eldsneyti. Vélin lenti í
sjónum um þrjá kílómetra undan
Sumburgh-höfða, sem er syðsti
oddi Hjaltlandseyja, og sökk sam-
stundis í hafið. Þyrla frá Sum-
burgh var fyrir tilviljun stödd í
æfíngaflugi á þessum slóðum og
tóku flugmenn hennar eftir olíu-
brák á sjónum. Flugmennimir
komu auga á tvo menn sem börð-
ust við að halda sér á floti og
tókst að bjarga þeim úr ísköldum
sjónum um borð í þyrluna. Flogið
var með þá í sjúkrahús í Leirvík
og er líðan þeirra sögð vera góð.
Talsmenn Shell sögðu í gærkvöldi
að 19 lík hefðu fundist og 26
manna væri enn saknað.
Ýmislegt þykir benda til þess
að þyrlan hafí skyndilega steypst
í hafið. Hún var búin flotholtum
og hefði flugmaðurinn því átt að
geta nauðlent henni hefði hann
orðið bilunar var. Ovenjulega lítið
brak var á reki á slysstaðnum sem
bendir til þess að þyrlan hafi ver-
ið á mikilli ferð þegar hún skall
niður á haffletinum.
Fiskiskip og þyrlur hófu þegar
leit en talið er ólíklegt að fleiri
hafi komist lífs af úr slysinu.
Vonskuveður var á þessum slóð-
um og torveldaði það mjög allar
aðgerðir. Leit úr lofti var hætt í
gærkvöldi.
Þetta er mesta þyrluslys sem
orðið hefur á Bretlandi. 20 manns
fórust árið 1983 þegar þyrla hrap-
aði í Atlantshafíð skammt undan
Scilly-eyjum
Bandaríski demókrataflokkurinn:
Vilja hætta stuðningi
við Contra-skæruliða
Washington, Reuter, AP.
SÉRFRÆÐINGAR um bandarísk
stjórnmál telja að demókrata-
flokkurinn muni ekki nýta sér
meirihluta sinn í báðum deildum
þingsins til að koma í veg fyrir
fjárveitingar til geimvarnaáætl-
unar stjórnar Reagans forseta. A
hinn bóginn er talið líklegt að
demókratar muni beita sér gegn
stuðningi við Contra-skæruliða í
Nicaragua.
Demókratar hafa heitið að vinna
með Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seta þau tvö ár sem eftir lifa af
kjörtímabili hans. Ýmsir talsmenn
demókrata hafa lýst sig andvíga
stuðningi Bandaríkjastjórnar við
Contra-skæruliða og telja að beita
megi öðrum aðferðum til að hafa
áhrif á þróun mála í Mið-Ameríku.
Robert Byrd, sem er talinn líklegur
leiðtogi demókrata í öldungadeild-
inni, sagðist í gær vera andvígur
„leynilegum stuðningi bandarísku
leyniþjónustunnar" við Contra-
skæruliða.
Stjómmálaskýrendur telja að
demókratar muni ekki beita sér
gegn fjárveitingum til geimvama-
áætlunarinnar þó svo þeir muni
gera athugasemdir við stefnu for-
setans í vígbúnaðarmálum. Líklegt
er að þeir muni bíða eftir niðurstöð-
um af fundum fulltrúa stórveldanna
í Genf. Robert Byrd sagði í gær
að demókratar myndu leggja höfuð-
áherslu á að stórveldin næðu
samkomulagi á sviði afvopnunar-
mála.
Niðurstöður kosninganna em
taldar veikja stöðu repúblikana-
flokksins með tilliti til forsetakosn-
inganna árið 1988. Vitað er að þeir
Bob Dole og Jack Kemp, sem báðir
eru repúblikanar, hafa áhuga á þvi
embætti og er almennt litið svo á
Fundur Shultz og Shevardnadse í Vín:
Sovétmenn höfnuðu tillögu
um sameiginlegra yfirlýsingu
Vín frá Önnn RinrnaHótfnr. frptlnritnra MnroninhlnðsinB ^ ^
Vín, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins.
FYRSTU fundum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna síðan leiðtogar landanna hittust i Reykjavík lauk i Vin í
gærmorgun án þess að nokkur árangur næðist í afvopnunarmálum.
Eduard Shevardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagðist fara
frá Vín með „óbragð í munninum" eftir fundina með Bandarikja-
mönnum, þeir virtust annarrar skoðunar nú en i Reykjavík. George
Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, sagði að þvert á vonir
Bandaríkjamanna hefði ekkert áunnist á fundunum í Vín. Sovét-
menn hefðu einblínt svo á ABM-sáttmálann og geimvarnaráætlunina.
„En við erum þolinmóðir," sagði Shultz.
Bandaríkjamenn vonuðust til að
ná samkomulagi um sameiginlega
yflrlýsingu á fímm stunda löngum
fundum utanríkisráðherranna. Með
Shultz voru helstu sérfræðingar
Bandaríkjastjómar í afvopnunar-
málum. Þeir lögðu fram uppkast
að yflrlýsingu, þar sem annars veg-
ar voru tíunduð þau atriði, sem
samkomulag iiáðist um í Reykjavík,
og hins vegar ágreiningsatriðin.
“Við komum hingað til Vínar til að
gera glögga grein fyrir afstöðu
okkar og til að undirstrika vilja
okkar að byggja á þeim grundvelli
sem var lagður á Islandi,“ sagði
Shultz.
Sovétmenn vildu ekki gefa út
sameiginlega yfirlýsingu, þar sem
ágreiningsatriði í afvopnunarvið-
ræðunum eru ótvírætt rakin. Þeir
lögðu til, að yfirlýsing um sam-
komulagsatriðin eingöngu yrði birt
eftir fundi ráðherranna. Háttsettir
embættismenn í bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu sögðu, að Sovét-
menn hefðu komið til Vínar „til að
að staða þeirra gagnvart George
Bush, varaforseta, hafi styrkst
mjög í kjölfar ósigurs repúblikana.
Sjá nánar um þingkosningarn-
ar á bls. 21.
Finnland:
Konur fá að
taka vígslu
Hclsinki, Reuter.
LÚTERSKA kirkjuráðið í Finn-
landi samþykkti í gær lagabreyt-
ingu þess efnis að kvenfólki skuli
hér eftir heimilt að taka vígslu.
Nýju lögin voru samþykkt með
87 atkvæðum gegn 21 og taka þau
þegar gildi.
Þar með er bundinn endi á 30 ára
gamalt deilumál í Finnlandi. Laga-
breytingin var samþykkt þrátt fyrir
ákall rúmlega 400 fyrrverandi og
starfandi presta sem hvöttu kirkjur-
áðsmenn til þess að hafna lagabreyt-
ingunni þar eð það stæði skýrum
stöfum í Heilagri ritningu að konur
skyldu ekki gerast prestar. Sam-
kvæmt nýju reglunum mega þeir
biskupar sem neita að vígja kven-
fólk til starfa búast við málshöfðun
láti þeir ekki af andstöðu sinni.
AP/Símamynd
Eduard Shervardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og hinn
bandaríski starfsbróðir hans George Shultz takast í hendur fyrir
framan sovéska sendiráðið í Vínarborg við upphaf fundar þeirra í
gær. Báðir aðilar voru sammála um að fundir þeirra í Vín hefðu
verið árangurslausir.
he§a nýja áróðursherferð," en ekki
til að finna leið til að leysa deilu-
mál stórveldanna um afvopnunar-
mál.
Grænland:
Neitaði að
fljúga með
sjúklinga
Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgun-
blaðsins á Grænlandi.
Miklar umræður hafa spunn-
ist um öryggi grænlenskra
borgara, sérstaklega hvað
varðar sjúkraflug og störf
flugmanna, í kjölfar þess, að
tvö grænlensk börn létust úr
heilahimnubólgu um síðustu
helgi. Tafir urðu á því , að
þau væru flutt í sjúkrahús.
Flytja átti börnin með þyrlu
til Godtháb, þar sem ekki var
hægt að meðhöndla sjúkdóminn
í bæjunum þar sem þau bjuggu.
Veður var fremur slæmt og
krafðist flugfélagið sem annað-
ist sjúkraflugið þess, að flug-
mennimir yrðu tveir, en annar
þeirra neitaði að fljúga með
bömin þar sem hann óttaðist
að smitast af þeim. Eftir tveggja
tíma fundarhöld sagðist hann
myndu fara með þyrlunni, en
er hún lenti í Godtháb var hann
ekki um borð.
Yflrlæknir landspítalans í
Godtháb, Lars Sundholm, vildi
ekki tjá sig um það, hvort sein k
unin hafl valdið því að bömin
létust. „Ég veit það eitt, að ef
ég hefði neitað að meðhöndla
sjúkling, eða hikað við það, af
ótta við að smitast, þá hefði ég
verið rekinn úr starfí og sætt
mig við það“.