Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 2
'5á '^btóutirfeL^ÐiÐ, kistljDÁbirk 7: Wó^iiéEÍk 'iUe Stjórn og samninganefnd BSRB: Samningur til eins árs ef ákveðnar for- sendur eru tryggðar Frá afmælishátið Framsóknarflokksins i Háskólabió í gærkvöldi. f ræðustól er Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra. 19. flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag: Framsóknarflokkurinn 70 ára 19. FLOKKSÞING Framsóknar- flokksins hefst kl. 10 árdegis í dag að Hótel Sögu með yfirlits- ræðu formanns flokksins, Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra. 70 ára afmælis- fagnaður Framsóknarflokksins var haldinn i Háskólabíói í gær- kveldi, með blandaðri skemmti- dagskrá. Flokksþing Framsóknarflokksins er haldið á fjögurra ára fresti, en Framsóknarflokkurinn er 70 ára um þessar mundir, og er því óvenju mikið í flokksþing borið. í dag og á morgun verða hefðbundin flokks- þingstörf. Síðdegis á morgun verður kosið í 25 manna miðstjóm flokks- ins og á sunnudag verða 25 þess sem nefndastörf, afgreiðsla mála, aðrar kosningar og þingslit verða á dagskrá. varamenn kjömir í miðstjóm, auk Samkvæmt upplýsingum flokks- skrifstofu framsóknarflokksins eiga rétt á setu á flokksþinginu um 600 þingfulltrúar, og er þess vænst að þeir verði á milli 5-600 sem sækja þingið. FORSVARSMENN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja gengu á fund Þorsteins Pálssonar, fjár- málaráðherra, í gær og afhentu honum ályktun fundar stjórnar og samninganefndar BSRB frá kvöldinu áður, þar sem fram kemur að samtökin telji brýnt að sem fyrst verði hafnar við- ræður um aðalkjarasamning fyrir opinbera starfsmenn. Nú- gildandi aðalkjarasamningur opinberra starfsmanna rennur út um áramót. „Við emm reiðubúnir til þess að ræða við ríkisvaldið um samning til eins árs gegn því að umsaminn kaupmáttur verði tryggður og það náist fram aukinn kaupmáttur og lækkun verðbólgu, en þá verða stjómvöld að fallast á ákveðnar forsendur," sagði Kristján Thorla- cius, formaður BSRB í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þess- ar forsendur væru að stjórnvöld tryggðu stöðugt gengi, aukið að- hald í verðlagsmálum og lækkun vaxta. Kristján sagði að ríkisvaldið hefði lýst sig reiðubúið til viðræðna og mætti búast við fýrsta samninga- fundi fljótlega. í ályktun stjórnar og samninga- nefndar BSRB segir meðal annars: „Jafnframt því að vísa tii kjara- kannanna og efnahagsbata leggur stjóm og samninganefnd áherslu á verulega hækkun lægstu dagvinnu- launa og að tryggður verði aukinn kaupmáttur með hækkun kaup- taxta. Misrétti verði leiðrétt með lagfæringu launataxta“. Viðvörunar- ljós logaði Frumvarp um álagningu tekjuskatts 1987: 850 þúsund króna tekjur verða skattlausar Keflavík. MENN voru S viðbragðsstöðu á Keflavikurflugvelli rétt fyrir há- degi í gær, þegar Fokker Friend- ship flugvél frá Flugleiðum með 36 farþega lenti þar. Rautt viðvör- unarljós logaði, sem gaf i skyn að nefhjólið væri ekki læst, en um leið og vélin snerti flugbrautina kviknaði græna Ijósið og allt var með felldu. Vélin var að koma frá Akureyri og við aðflug að Reykjavíkurflugveli gaf viðvörunarkerfið til kynna að nefhjólið væri ekki læst niðri. Þá var hringsólað yfir vellinum um stund, en síðan ákveðið að lenda á Keflavík- urflugvelli. Þar var tekið viðbótar- eldsneyti og síðan flogið til Reykjavíkur. Til öryggis var flogið til Reykjavíkur með nefhjólið læst niðri. Flugstjóri í þessari ferð var Gunnar Arthúrsson. BB - hjá hjónum með tvö börn álagningu reiknuð 43,5% af tekjum umfram FRUMVARP um tekjuskatts á næsta ári verður væntanlega lagt fram á Alþingi í næstu viku. I frumvarpinu er gert ráð fyrir hækkun á öllum þrepum skattstigans og lækkun álagningarprósentu í öllum þrep- unum, auk hækkunar á persónu- afslætti og bamabótum. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra sagði í fjárlagaræðu sinni i síðustu viku: „Ahrif þessara breytinga verða þau að skatt- byrði lækkar, jaðarskattur lækkar og skattleysismörkin hækka.“ Tekjuskattsálagningin á næsta ári, það er vegna tekna á árinu 1986, verður þannig: Af fyrstu 400 þúsund krónum í tekjuskattsstofni (heildartekjur að frádregnum frá- það. Frá þessum reiknaða tekju- skatti dregst persónuafsláttur sem á næsta ári verður 56.640 kr., sam- kvæmt frumvarpinu, en var 47.200 krónur í ár. Einnig bamabætur, sem hækka úr 10.200 kr. í 12.250 kr. með 1. barni og úr 15.300 í 18.350 kr. með öðrum börnum. Samkvæmt þessu hefur verið mörkuð sú stefna að lækkun tekju- skatts um 300 milljónir kr., sem fyrirhuguð er samkvæmt fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár, komi öllum gjaldendum til góða, ekki aðeins þeim sem engan tekjuskatt hafa borgað en fengið endurgreidd- an persónuafslátt og bamabætur, heldur einnig þeim sem greiða tekjuskattinn. Svokallaður jaðar- skattur, það er sú prósenta sem menn greiða mest af launum sínum í hæsta skattþrepi í tekjuskatt, út- svar og sjúkratryggingagjald, verður 47—48% á næsta ári, en hæst fór þetta hlutfall upp í 60%. Eftirfarandi dæmi um væntan- lega álagningu á næsta ári fékk Morgunblaðið í fjármálaráðuneyt- inu: Hjón með tvö böm sem aðeins hafa 10% lágmarksfrádrátt og 850 þúsund króna heildartekjur í ár, sem skiptast jafnt á milli þeirra, þurfa ekki að borga tekjuskatt eða sjúkratryggingagjald á næsta ári. Sömu hjón þurfa að greiða 50 þús- und krónur ef þau hafa 1.050 þúsund krónur í tekjur og 125 þús- und krónur ef þau hafa 1.250 þúsund krónur í tekjur, og samsvar- ar það 10% af launum viðkomandi. Skattleysismörkin eru um 800 þúsund hjá sömu fjölskyldu ef ann- að hjónanna vinnur fýrir öllum tekjunum. Ef sú íjölskylda hefur 1.050 þúsund krónur í tekjur í ár greiðir hún 74 þúsund krónur í tekjuskatt og sjúkratryggingagjald á næsta ári. Til samanburðar við álagninguna í sumar má geta þess að þessi sama fjölskylda greiddi í ár 75 þúsund krónur af sambærileg- um tekjum áreins 1985, sem voru 800 þúsund. í þessu dæmi greiðir ijölskyldan sömu krónutölu í tekju- skatt og sjúkratryggingargjald þrátt fýrir 30% hækkun launa á milli ára. Morgynblaðið/Bjöm Blöndal Ragnar Kjærnested flug^virki hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli við nefhjólið eftir lendinguna. dráttarliðum) reiknast 18%. Við síðustu álagningu voru reiknuð 19,5% af 0—272 þúsund krónum. Af stofni á bilinu 400—800 þúsund krónur reiknast 28,5%, en í ár voru reiknuð 30,5% af 272—544 þúsund krónum. Efsta skattþrepið miðast við 800 þúsund króna tekjuskatts- stofn og reiknast 38,5% tekjuskatt- ur af tekjum yfír 800 þúsund krónur. Við skattaálagninguna í sumar miðaðist efsta skattþrepið við 544 þúsund krónur og voru Loðnan: 16skipmeð 11 þúsund tonn GÖÐ veiði var á loðnumiðunum aðfaranótt fimmtudagsins og um klukkan 15.00 á fimmtudag höfðu sextán loðnuskip tilkynnt um afla, rúm 11 þúsund tonn. Þessi skip voru: Hrafn GK 650 tonn, Sigurður RE 1.420, Ljósfari RE 500, Albert GK 600, Örn KE 580, Rauðsey AK 580, Grindvíking- ur GK 1.050, Magnús NK 520, Gullberg VE 610, Svanur RE 710, Harpa RE 630, Húnaröst ÁR 620, Eskfirðingur SU 630, Guðrún Þor- kelsdóttir SU 700, Hilmir 2. SU 590 og Erling KE 700 tonn. Framsókn í Norðurlandi vestra: Stefán Guðmundsson berst við Pál Pétursson um efsta sætið „Kemur mér mjög á óvart,“ segir Páll STEFÁN GUÐMUNDSSON al- þingismaður Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, sem skipaði annað sæti framboðslista Framsókn- arflokksins í síðustu kosningum hefur ákveðið að stefna á efsta sætið á framboðslista flokksins í prófkjöri flokksins, sem lýkur 23. þessa mánaðar og keppa þar með við Pál Pétursson, formann þingflokks Framsókn- arflokksins um sæti það sem Páll hefur undanfarin kjörtimabil skipað. Páli koma þessa tíðindi mjög á óvart, að því er hann upplýsti í samtali við Morgunblaðið í gær. „Félagar mínir í Framsóknar- flokknum og vinir í Skagafírði hafa opnað kosningaskrifstofu mér til stuðnings," sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. Að- spurður hvort hann stefndi að því að ná fyrsta sæti listans í próf- kjöri flokksins,_ sagði Stefán: „Já, það er rétt. Eg stefni á fyrsta sætið." Stefán var spurður hvort þessi ákvörðun hans væri vísbending um að framsóknarmenn í Norður- landi vestra væru ekki öruggir um að ná tveimur þingsætum, samkvæmt nýju kosningalögun- um, sem kosið verður eftir næst: „Nei, þetta er engin vísbending um það.“ „Stefán hefur ekki sagt mér af þessari ákvörðun sinni, og hún kemur mér satt að segja mjög á óvart," sagði Páll Pétursson, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann álits á ákvörðun Stef- áns. „Ég hef verið í fyrsta sætinu undanfarin kjörtímabil, og hef reynt að gera mitt besta. Örlög okkar eru náttúrlega í höndum kjósenda, og ef kjósendur æskja þess, þá mun ég sitja áfram í fyrsta sætinu. Ef þeir hins vegar telja ástæðu til þess að lýsa van- trausti á mig, með því að taka mig úr því sæti, þá verð ég að sæta því,“ sagði Páll. Páll var spurður hvort hann með þessum orðum væri að segja, að ef hann hlyti ekki fyrsta sæt- ið, þá tæki hann ekki sæti á listanum: „Ég er ekki með neinar yfirlýsingar um það, en hitt er náttúrlega ljóst, að það að færa mann niður á lista, er mjög alvar- legt vantraust á hann. Það er dómur um það að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi, á sínum stað á listanum. Stjómmálamenn fá afl frá um- bjóðendum sínum. Það er að segja að þeir fá sína vigt vegna þess að þeim er treyst og kjósendur þeirra bakka þá upp. Ef kjósendur gera það ekki, þá missir málflutn- ingur þingmannsins sinn „status", eða það pólitíska afl sem hann hefur það rýmar, við það að hann verði að þola vantraust kjósenda sinna. Ég lít þannig á að Norður- landskjördæmi vestra, ekki síður en öðrum dreifbýliskjördæmum, ríði á að hafa öfluga málsvara á þingi, og þar þurfi að vera í fyrir- svari menn sem geta látið taka tillit til sín og rekið erindi kjör- dæmisins og skipt sér af þjóð- félagsþróuninni með þeim hætti, að eitthvað muni um.“ Páll sagðist ekki hafa haft neinn viðbúnað, mannafla eða skrifstofu til þess að veija sitt sæti, og hann myndi ekki koma til með að gera það. í J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.