Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986
VEÐUR
IDAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16 15 j gær)
I/EÐURHORFUR IDAG:
YFIRUT á hádegi f g»r: Á Grænlandshafi er víðáttumikil og vax-
andi lægð á hreyfingu austnorðaustur. Yfir Norður-Grænlandi er
1023 millibara hæð.
SPÁ: Með morgninum lítur út fyrir norðaustan hvassviðri og snjó-
komu á Vestfjörðum, en á suðausturlandi verður vindur hægur af
suðvestan með skúrum. Norðaustanáttin breiðist síðan smám sam-
an suðaustur yfir landið og með kvöidinu verður hvöss norðaustan-
og norðanátt um allt land og kólnandi veður.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Allhvöss eða hvöss (7-8 vind-
stig) norðanátt um land allt, bjartviðri um sunnanvert landið en
annars staðar él. Hiti á bilinu -7 til -4 stig.
TÁKN:
<(^^)> Heiðskírt
V
\Æk. Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * #
•JO' Hftastig:
10 gráður á Celsíus
V Skúrir
*
V El
= Þoka
— Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri
Reykjavik
Bergen
Helsinkl
ian Mayen
Kaupmannah.
Narssarssuaq
Nuuk
Osló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Algarve
Amsterdam
AÞena
Barcelona
Beriín
Chicago
Glasgow
Feneyjar
Frankfurt
Hamborg
LasPalmas
London
Los Angefes
Lúxemborg
Madrld
Malaga
Mallorca
Montreal
Nlce
NewYork
Paris
Róm
Vfn
Washington
Winnlpeg
veöur
skýjaö
skýjað
skýjað
slydda
alskýjað
skýjað
heiðskfrt
þoka
lóttskýjað
súld
alskýjað
hálfskýjað
skýjað
skýjað
skýjað
skúr
þokumóða
skýjað
þokumóða
skýjað
skúr
vantar
lóttskýjað
alskýjað
þokumóða
mistur
léttskýjað
léttskýjað
súld
lóttskýjað
súld
súld
skýjað
skýjað
lóttskýjað
alskýjað
Flugfélög hafa áhyggjur
af öryggi flugfarþega:
Skora á ríkis-
stjórnir að herða
öryggisgæslu
- Samdrætti mætt með aukinni samvinnu f élaganna
FLUGFÉLÖG um allan heim
hafa nú miklar áhyggjur af ör-
yggismálum flugfarþega og
flugvalla í kjölfar aukinnar
hryðjuverkastarfsemi, sérsak-
lega á flugvöllum í Evrópu, og á
síðasta aðalfundi alþjóðasamtaka
flugfélaga, IATA, sem haldinn
var í Montreux í Sviss um síðustu
helgi, voru samþykkt tilmæli til
ríkisstjórna og flugvallaryfir-
valda aðildarlandanna að styrkja
öryggi flugfarþega. Þetta kom
fram í samtali við Sigurð Helga-
son forstjóra Flugleiða sem sat
fundinn fyrir hönd Flugleiða
Hryðjuverkastarfsemin og óttinn
við hana, og kjarnorkuslysið í
Chemobyl í sumar, hafa orðið til
þess að mjög hefur dregið úr ferða-
lögum til Evrópu og þar af leiðandi
er gert ráð fyrir að tap verði á
heildarrekstri IATA árið 1986. Sig-
urður Helgason sagði þó að Flug-
leiðir stæðu vel þetta ár miðað við
önnur flugfélög þar sem sætanýting
hjá félaginu hefur hækkað.
Olíuverðslækkunin hefur ekki
nýst flugfélögum sem ætla mætti
vegna þess að mörg þeirra eru að
endurnýja flugflota sinn og kaupa
vélar sem eyða minna eldsneyti.
Félögin eru því með háan fjár-
magnskostnað auk þess sem ýmsar
kostnaðarhækkanir hafa orðið í
rekstrinum. Þetta hefur orðið til
þess að flugfélög eru að taka upp
samvinnu í æ rikara mæli. Þannig
hafa flugfélögin British Caledonian
og SABENA tekið upp sameiginlegt
flug til Atlanda til að ná betri nýt-
ingu, og SAS, Finnair og SABENA
eiga nú í viðræðum um samnýtingu
áætlunarleiða
A aðalfundi IATA var að sögn
Sigurðar Helgasonar mikið rætt um
aukna samvinnu flugfélaga í Evr-
ópu í fargjaldaflokkun og farskrán-
ingu en slíkt er kleyft með aukinni
tæknivæðingu flugfélaganna. Þá
var einnig þeim tilmælum beint til
ríkisstjórna að þau dragi úr skatt-
heimtu af flugfélögum, sem einkum
er tvennskonar, flugvallarskattur
og yfirflugsskattur. Yfirflugsskatt-
urinn er sérstaklega hár í Evrópu
og leiðir af sér hærri fargjöld þang-
að
Missti sljórn á bíln-
um og ók á annan
MJÖG harður árekstur varð á
Haf narfjarðarvegi snemma í
gærmorgun. Tvær bifreiðar eru
mikið skemmdar en engin
meiðsli urðu.
Áreksturinn varð með þeim hætti
að bifreiðamar tvær voru báðar á
suðurleið eftir veginum. Við syðri
brú í Kópavogi missti ökumaður
annarrar stjóm á farartækinu og
leiku gmnur á að hann hafi verið
ölvaður. Bifreiðin kastaðist upp á
umferðareyju og síðan aftur út a
veginn, í veg fyrir hina bifreiðina.
Eins og áður sagði urðu meiðsli á
mönnum lítil sem engin, en bifreið-
amar eru báðar stórskemmdar
eftir.
Skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp:
Fyrsti slíkur dóm-
ur sem kveðinn er
upp hérlendis
SEXTÁN ára piltur hefur verið
dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur
í fjögurra ára skilorðsbundið
fangelsi fyrir manndráp. Hefur
skilorðsbindingu ekki verið beitt
til þessa hér á landi í málum þar
sem dæmt er til fangelsisvistar
i lengri tíma en 1 ár.
Pilturinn stakk jafnaldra sinn
með vasahníf fyrir utan skemmti-
staðinn „Villta tryllta Villa“ við
Skúlagötu í september í fyrra og
lést hann skömmu síðar. Var brot
piltsins talið varða við 211. grein
almennra hegningarlaga þar sem
segir: „Hver, sem sviptir annan
mann lífí, skal sæta fangelsi, ekki
skemur en 5 ár, eða ævilangt."
Sakadómarinn, sem kvað upp dóm-
inn, Haraldur Henrysson, taldi þó
að aðstæður væru þannig að við
ákvörðun refsingar bæri að taka
tillit til 75. greinar hegningarlaga,
þar sem segir m.a. að færa megi
refsingu niður ef brot er framið í
ákafri geðshræringu. Einnig bæri
að líta á ungan aldur piltsins. Seg-
ir svo í niðurstöðu dómara: „Mál
þetta er mjög sérstætt og óvenju-
legt. Kemur þar einkum til hinn
ungi aldur ákærða annars vegar
og hins vegar það samspil tilfínn-
ingalegs ójafnvægis, sem rekja má
til sjúkdóms hans, og óhappaatvika,
sem leiddi til þess örlagaríka verkn-
aðar, sem hér er fjallað um.“
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að
dóminum skuli áfrýjað til Hæsta-
réttar. Veijandi piltsins var
Guðmundur Ingvi Sigurðsson, en
af ákæruvaldsins hálfu flutti Bragi
Steinarsson, vararíkissaksóknari,
málið.
Fundargestir á aðalfundi LÍÚ í Vestmannaeyjum niðursokknir í Iestur fundarskjalannaM°rRUnblað'ð/SlfrUrí?t'r
Aðalfundur LÍÚ:
Tillaga felld um jöfnun afla-
marks eftir landsvæðum
I
8*»
m
Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanm Morgunblaðsins:
A aðalfundi LÍÚ í gær var felld það bil 600 tonna munur var á
tillaga um jöfnun þorskafla-
marks eftir landssvæðum. Um
milli skipa eftir svæðum og sá
munur var byggður á veiði-
reynslu áranna áður en kvóta-
kerfið var tekið upp
Snarpar umræður urðu um þessa
tillögu á fundinum en það sem
mestu máli skipti í umræðunni var
að með því að auka þorskaflamark
hjá þeim sem minni skammt höfðu
hlyti það að þýða að einhversstaðar
yrðj tekið af öðrum.
Á fundinum urðu einnig nokkrar
umræður um fiskmarkað en niður-
staða náðist ekki. í dag er von á
Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegs-
ráðherra til Vestmannaeyja og mun
hann ávarpa þingið.