Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986
Norrænum verka-
lýðs leiðtogum mein-
uð för til S-Afríku
VERKALÝÐSLEIÐTOGUM frá
ölluin Norðurlöndunum hefur
verið meinuð vegabréfsáritun til
Suður-Afríku. Norræna verka-
lýðssambandinu (NFS) barst í
gær skrifleg orðsending, þar sem
frá því var skýrt að formönnum
verkalýðssambanda á Norður-
löndunum hefði verið synjað um
vegabréfsáritun til Iandsins.
Kristján Einar Bragason.
Lést í
vinnuslysi
MAÐURINN sem lést í vinnuslysi
í Kópavogi á þriðjudag hét
Kristján Einar Bragason, til
heimilis að Artúni við Suður-
landsbraut. Hann starfaði sem
bifreiðarstjóri.
Kristján heitinn fæddist 13. nóv-
ember 1932. Hann var ókvæntur,
en lætur eftir sig móður og systkini.
Forsaga málsins er sú að sam-
bandið fékk boð frá verkalýðssam-
tökum í Suður-Afríku um að
heimsækja landið og ræða samstarf
verkalýðssamtaka þessara landa.
NFS þekktist þetta boð og ákveðið
var að á þess vegum færu til
S-Afríku þeir Asmundur Stefáns-
son, formaður Alþýðusambands
íslands, Tor Halvorsen, formaður
Norska alþýðusambandsins, Stig
Malm, formaður Sænska alþýðu-
sambandsins, Knud Christiansen,
formaður Danska alþýðusambands-
ins, Per-Erik Lund, formaður
Finnska málmiðnaðarsambandsins
og Sune Ahlén, framkvæmdastjóri
NFS. Ætlunin var að sendinefndin
yrði komin til S-Afríku þann 2.
desember og myndi meðal annarra
hitta að máli Desmond Tutu, erki-
biskup, séra Alan Boesak, Winnie
Mandela og fjölda verkalýðsleið-
toga.
í fréttatilkynningu frá Norræna
verkalýðssambandinu segir að þessi
viðbrögð sýni vel hið rétta andlit
aðskilnaðarstjómarinnar í S-Afríku
og ótta stjómarinnar við að menn
kynnist af eigin raun ástandinu í
landinu. Með þessu hafi þarlend
stjómvöld stigið enn eitt skref til
þess að einangra landið frá lýðræð-
isríkjum.
Morgunblaðið/Þorkell
Ný stjórn og varastjórn Kaupþings hf. Frá vinstri eru Olafur Haraldsson skrifstofustjóri SPRON,
Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri SPRON, Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri í Keflavík,
Þorvaldur Gylfason prófessor, Pétur Blöndal framkvæmdastjóri, Þorkell Helgason prófessor,
Magnús Magnússon varamaður í stjórn fvrir Sparisjóð Keflavikur, Jónas Reynisson varamaður í
stjórn fyrir Sparisjóð Hafnarfjarðar og Olafur Stefán Sigurðsson sparisjóðsstjóri Kópavogs.
Fjórir sparisjóðir kaupa hlut í Kaupþingi:
„Erum fyrst og fremst að
kaupa okkur þekkingu“
segir Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri SPRON
FJÓRIR sparisjóðir hafa keypt
49% hlutabréfa i Kaupþingi hf.
fyrir 4,9 milljónir króna eða rúm-
lega tólffalt nafnverð. Pétur
Blöndal, sem áður var einn eig-
andi Kaupþings, mun áfram eiga
51% hlutabréfa og verður hann
áfram framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. í kaupsamningi er gert
ráð fyrir að á næstu sex mánuðum
geti fleiri sparisjóðir gengið inn i
kaupin ef þeir óska. Ný stjórn
Kaupþings er skipuð þrem spari-
sjóðsstjórum og tveim háskólapró-
fessorum.
Kaupþing hf. hefur starfað í 4 ár
að fasteigna- og verðbréfamiðlun,
fjármálaráðgjöf og öðru tengdu og
er annað helsta fyrirtæki landsins á
því sviði. Fyrirtækið hefur aðallega
haslað sér völl á sviði verðbréfamiðl-
unar og komið fram með margar
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjaneskjördæmi:
Yfirlýsing frá kjörnefnd
Á FUNDI kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi 16. október 1986 var samþykkt
að fella úr gildi ákvörðun um prófkjör, sem áður
hafði verið samþykkt. Á sama fundi var samþykkt
að fela kjörnefnd að hafa skoðanakönnun meðal
ákveðinna flokksmanna og tekið fram að hún væri
ekki bindandi fyrir nefndina né kjördæmisráð.
Jafnframt var samþykkt á kjördæmisráðsfundinum
að skoðanakönnunin ætti að vera trúnaðarmál.
í leiðara Mbl. 4. þ.m. segir, að kjömefnd hafi tekið
þá vanhugsuðu ákvörðun að gefa ekki út niðurstöðu
skoðanakönnunarinnar. Það er leitt að leiðarahöfundur
Mbl. hafi ekki lesið sitt eigið blað, en á bls. 5 er skýrt
frá því að kjördæmisráðið, ekki kjömefnd hafi tekið
þessa ákvörðun.
Frá því talningu lauk sl. laugardag ræddi nefndin
málið í 2>/2 tíma og samþykkti síðan að gera tillögu
til kjördæmisráðs um skipan sex_ efstu sæti listans:
Matthías Á. Mathiesen, ráðherra, Ólafur G. Einarsson,
alþm., Salome Þorkelsdóttir, alþm., Ellert Eiríksson,
sveitarstj., Gunnar G. Schram, alþm. og Víglundur
Þorsteinsson, framkvstj.
Ljóst er að trúnaðarbrot hefur átt sér stað og tölur
verið birtar úr skoðanakönnuninni eftir harða aðför
fréttamanna.
Þykir kjömefnd því rétt að birta þær tölur úr skoð-
anakönnuninni varðandi þau sex sæti, sem nefndin
hefur gengið frá tillögu um: Matthías Á. Mathiesen
442, Olafur G. Einarsson 425, Salome Þorkelsdóttir
420, EUert Eiríksson 319, Gunnar G. Schram 256 og
Víglundur Þorsteinsson 259.
Alls barst 481 seðill og á þeim komu fram 86 nöfti.
Verkefni kjömefndar er að gera tillögu til kjördæmis-
ráðs um lista, sem nefndin telur sterkastan fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Kjördæmisráð tekur síðan loka-
ákvörðun um skipan listans.
Hafnarfirði, 4. nóv. 1986
Gísli Ólafsson, formaður,
Bragi Michaelsson, varaform.,
Þorvaldur Ó. Karlsson, ritari.
nýjungar á því sviði. Með eignaraðild
sinni að Kaupþingi hyggjast spari-
sjóðimir koma inn á vaxandi verð-
bréfamarkað hér á landi
„Við emm með þessu að kaupa
okkur þekkingu" sagði Baldvin
Tryggvason sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Reykjavíkur, sem eins og kom
fram í Morgunblaðinu í gær, er einn
kaupendanna, ásamt Sparisjóðinum
í Keflavík, Sparisjóði Kópavogs og
Sparisjóði Hafnarfjarðar. „Við emm
að veita okkar viðskiptavinum betri
þjónustu og um leið að taka ríkari
þátt í peningamarkaðnum. Með nýj-
um bankalögum fengu sparisjóðimir
auknar heimildir til starfa , nánast
til jafns við viðskiptabankana, og
með þessu emm við að koma okkur
upp verðbréfamarkaði, eins og sumir
bankanna hafa stofnað, en emm að
fara styttri leið“, sagði Baldvin.
Á fundinum kom fram að fyrst
um sinn verður samstarf sparisjóð-
anna og Kaupþings fólgið í að
sparisjóðimir munu veita viðskipta-
vinum sínum ráðgjöf um ávöxtunar-
leiðir og verður fyrsta skrefið að
stofna samstarfsnefnd sem mun
miðla þekkingu í báðar áttir.
Nýja stjóm Kaupþings hf. skipa
dr. Þorvaldur Gylfason prófessor,
sem er formaður, dr. Þorkell Helga-
son prófessor sem er varaformaður,
Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri,
Gu'ðmundur Hauksson sparisjóðs-
stjóri og Geirmundur Kristinsson
sparisjóðsstjóri. Aðspurður sagði
Pétur Blöndal á blaðamannafundin-
um að með þessari stjóm væri reynt
að ná fram samspili fræðilegrar
hugsunar og framkvæmda.
Edda Björgvinsdóttir, Kjartan
Bjargmundsson og Eggert Þor-
leifsson í hlutverkum sínum í
kvikmyndinni „Stella í orlofi“.
Yfir 30 þúsund
hafa séð Stellu
YFIR 30 þúsund manns hafa nú
séð kvikmyndina „Stella í orlofi",
samkvæmt upplýsingum frá
kvikmyndafélaginu Umba h.f.,
sem framleiðir myndina. Telja
forráðamenn félagsins að hér sé
um að ræða metaðsókn miðað
við þær tæpu þijár vikur sem
liðnar eru frá því myndin var
frumsýnd.
Yfír 25 þúsund manns hafa séð
myndina í Reykjavík og hefur verið
jöfn og góð aðsókn síðan myndin
var frumsýnd í höfuðborginni.
Myndin var frumsýnd samhliða í
Keflavík og þar sáu hana 1.725
manns, sem er aðsóknarmet í Fé-
lagsbíói. Myndin hefur nú verið
sýnd í rúma viku á Akureyri og þar
eru sýningargestir nú orðnir á milli
3.000 og 4.000.
Rowenla raftæki í úrvali
10 bolla kaffikönnur frá kr.
2.525.-
Brauðristar frá kr. 2.215.-
Vöfflujárn frá kr. 4.173.-
Straujárn með gufu frá
kr. 3.203.-
án gufu frá kr. 1.273.-
Krullujárn frá kr. 1.059.-
Grillofnar frá kr. 4.943.-
Opið mánud.-fimmtud. 9.00-19.00.
Föstudaga 9.00-20.00.
Laugardaga 10.00-16.00.
VörumarkaðDrínn hl.
Eiðistorgi 11 - sími 622200