Morgunblaðið - 07.11.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.11.1986, Qupperneq 7
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER M86 ;7'v Hvaimeyrarprestakall: Agnes kjörin lögmætri kosningu SÉRA Agnes M. Sigurðardótir var kjörin prestur í Hvanneyrar- prestakalli í kosningu sem fram fór á sunnudaginn. Atkvæði voru talin í gær á Biskupsstofu og fékk Agnes 147 atkvæði, en séra Sigurður Arngrímsson 19 at- kvæði. Auðir seðlar voru 4 og ógildir 2. Á kjörskrá voru 308 og atkvæði greiddu 172. Kosningin er lögmæt þar sem Agnes fékk meira en helm- ing greiddra atkvæða og kjörsókn var yfir 50%. Alþýðubandalag’ið í Reykjavík: 13taka þáttí forvali flokksins FRAMBOÐSFRESTUR hjá Al- þýðubandalaginu i Reykjavík, til þess að taka þátt í forvali flokks- ins vegna komandi alþingiskosn- inga rann út kl. 17 í gær og skiluðu 13 félagsmenn inn fram- boði sínu fyrir þann tíma, samkvæmt upplýsingum Óttars Proppé á flokksskrifstofu Al- þýðubandalagsins. Frambjóðendumir eru í stafrófs- róð: Álfheiður Ingadóttir blaðamað- ur, Amór Pétursson fulltrúi, Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands íslands, Guðrún Helgadóttir alþingismaður, Harald- ur Jóhannsson hagfræðingur, Hörður J. Oddfríðarson afgreiðslu- stjóri Þjóðviljans, Jóhannes Gunn- arsson formaður Neytendasam- takanna, Olga Guðrún Ámadóttir rithöfundur, Pálmar Halldórsson framkvæmdastjóri Iðnnemasam- bands íslands, Skúli Thoroddsen lögfærðingur, Steinar Harðarson tæknifræðingur, Svavar Gestsson alþingismaður og Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Verkamannafé- lagsins Dagsbrún. Forvalið fer fram dagana 29. og 30. nóvember og rétt til þátttöku eiga flokksbundnir alþýðubanda- lagsmenn í Reykjavík, sem em nú um 1200 talsins. Strax og Status Quo berjast HUÓMSVEITIRNAR Strax og Status Quo bítast um efsta sæti vinsældalista Rásar 2 þessa vik- una og eru hnífjafnar í fyrsta og öðru sæti. Listinn lítur þá svona út: 1.-2. (2) In the army now / Status Quo 1.-2. (1) Moscow, Moscow / Strax 3. (4) Walk like an Egyptian / Bangles 4. (3) Suburbia / Pet Shop Boys 5. (7) I’ve been loosing you / A-ha 6. (6) True Colors / Cyndi Lauper 7. (14) A matter of trust / Billy Joel 8. (8) True blue / Madonna 9. (9) You can call me A1 / Paul Simon 10. (ll)Heartbeat / Don Johnson Yfirheyrslum í kaffibauna- máli verður fram haldið í dag YFIRHEYRSLUM í kaffibauna- málinu verður fram haldið í sakadómi Reykjavíkur í dag. Þá verður haldið áfram að yfirheyra vitni og er þar fyrstur Valur Arnþórsson, stjómarformaður SÍS og Kaffibrennslu Akureyrar. Yfírheyrslur hafa nú legið niðri síðan föstudaginn 19. september vegna anna lögmanna og fjarveru meðdómenda Sverris Einarssonar, sakadómara. Til upprifjunar í mál- inu skal þess getið að í ákæru sem ríkissaksóknari gaf út hinn 23. jan- úar sl. var fímm starfsmönnum Sambands íslenskra samvinnufé- laga gefíð að sök að hafa á árunum 1980 og 1981 náð undir SÍS með refsiverðum hætti samtals 4,8 millj- ónum dollara (um 200 milljónir íslenskra króna) af innflutnings- verði kaffíbauna, sem Kaffibrennsla Akureyrar hf. flutti inn á fyrr- greindum árum með milligöngu Sambandsins. Leiddi rannsókn á vegum skattrannsóknarstjóra í ljós að endurgreiðslur kaffísala í Bras- ilíu fyrir sölu á kaffí á árunum 1979, 1980 og 1981 lentu í sjóðum Sambandsins en ekki Kaffíbrennsl- unar. SÍS framvísaði reikningum án afsláttar sem sölufyrirtækið í Brasilíu veitti þegar fengnar voru gjaldeyrisyfírfærslur. Þessir fímm starfsmenn SÍS eru Erlendur Ein- arsson, fyrrum forstjóri, Hjalti Pálsson, sem var framkvæmdastjóri innflutningsdeildar SÍS, Sigurður Arni Sigurðsson, fyrrum deildar- stjóri fóðurvörudeildar SÍS og nú forstöðumaður skrifstofu SÍS í Lon- don, Gísli Theódórsson, _ fyrrum forstöðumaður skrifstofu SÍS í Lon- don og Amór Valgeirsson, deildar- stjóri fóðurvörudeildar SÍS. Þessir menn hafa allir verið yfír- hejrðir og auk þeirra vitnin Þröstur Sigurðsson, Guðmundur Skaftason, Sigurður Gils Björgvinsson og Val- ur Amþórsson, en eins og áður sagði verður yfírheyrslum yfír Vali fram haldið í dag. PHILCO A HORKUGOÐU VERÐI. ÞVOTTAVÉL FYRIR KR. 28.450,-* OG ÞURRKARINN FYRIR KR. 19.370,-* Philco 421 þurrkarinn. Philco. þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvottar. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco aö enn betri og öruggari þvottavél en áöur. Vélin vindur meö allt aö 1000 snúninga hraöa á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverö orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco ogerufráHeimilistækjum. Þaðtalarsínu máli:Traustnöfn, sanngjarntverðog örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.