Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986
9
Sprengivika
Stærrí pottur meirí möguleikar
Stærri
pottur
meiri
möguleikar
getraunir
—leikur fvrir alla!
óskast í hluta eða fullt starf.
Upplýsingar í síma 13010
kvöldsími 71669
HÁRGREIÐSLXISTOFAN
KIAPPARSTÍG
Fjárstreymi til Alþýðubandalagsins
Alþýðubandalagið leitar eftir fjárstuðningi til fyrirtækja. For-
stjóri stórs verzlunarfyrirtækis segist hafa lagt fjármuni til þess
árum saman. Svavar Gestsson, flokksformaður, fer með veggj-
um í frásögn um þetta fjárstreymi. Stingur höfði í sand og sér
ekki gullið í lófa sér. Staksteinar velta vöngum í dag yfir við-
brögðum hans.
Framlagá
framlag ofan
Morgunblaðið hefur
eftir Davið Scheving
Thorsteinssyni, forstjóra
Sólar hf., að hann hafí
stutt Alþýðubandalagið
með fjárframlögum
árum saman. Orðrétt
segir forstjórinn:
„Það hefur komið til
min mörgum sinnurn
maður og borið mér
kveðju félaga Svavars.
Hann hefur spurt hvort
ég gæti ekki hjálpað
þeim alþýðubandalags-
mönnum. Nú í vor kom
hann t.d. fyrir bæjar- og
sveitarstjómarkosning-
amar og bað um styrk.
Ég hefi veitt Alþýðu-
bandalaginu slíka styrki
og þessi maður hefur
farið út með þá peninga.
Ég er alveg sannfærður
um að þessir peningar
hafa runnið til Alþýðu-
bandalagsins, svo vel
þekki ég þennan mann.“
Vissulega
vissihann
Svavar Gestsson,
flokksformaður, hefur
sett á svið tilgerðarlegan
feluleik, varðandi þenn-
an og álíka fjárstuðning
fyrirtækja við Alþýðu-
bandalagið. Hann sagði
t.d. í viðtali við Bylgjuna:
„Ég held að það sé
auðvitað [svoj alveg ljóst,
að Alþýðubandalagið
hefur ekki, sem stjóm-
málaflokkur, tekið við
peningum frá fyrirtækj-
um í landinu ... Þannig
að þetta er er nú bara
ómerkilegt slúður hjá
Davíð Scheving og hans
nótum.“
Félagi flokksformaður
er hógværari þegar hann
ræðir við Morgunblaðið
um gullstrenginn i gær.
Þá segir hann:
„Ég fer náttúrlega
ekki með fjármál flokks-
ins i einstökum atriðum,
en mér finnst það afar
ótrúlegt... Ég er ekki
vanur að bera lygar á
menn, þannig að ég skal
ekkert um það segja
hvemig á þessu stendur.
Alþýðubandalagið hefur
ekki tekið við peiningum
frá fyrirtækjum. Hins-
vegar er náttúrlega ljóst
að fyrirtækin hafa aug-
lýst i Þjóðviljanum og
jafnvel dreifiblöðum,
gefnum út á vegum
flokksins_“
Davíð Scheving segist
hinsvegar hafa rætt við
milligöngumann um pen-
ingalegan fjárstuðning
við Alþýðubandalagið og
gengið úr skugga um að
framlögin hafi alltaf skil-
að sér til Alþýðubanda-
lagsins. Milligöngumað-
urinn segi hinsvegar ekki
á hreinu, hvort Svavar
hafi vitað um þetta til-
tekna framlag „en vissu-
lega hafi hann vitað af
því að fé var safnað frá
nokkrum fyrirtækjum".
Bylgjan sem
bar
hann uppi...
Stjómmálamenn eiga
að segja satt, ef Jjeir vilja
eiga trúnað almennings.
Draga verður í efa að
Alþýðubandalagið geti,
árum saman, leitað eftir
fjárstuðningi hjá fyrir-
tækjum án vitundar
flokksformannsins. Það
var þvi ekki hátt risið á
formanni Alþýðbanda-
lagsins þegar hann kom
fram fyrir alþjóð í Bylgj-
unni og segir gerðan hiut
ógerðan.
Orð og efndir eiga
sjaldnast samleið þegar
Alþýðubandalagið á í
hlut. Flokkurinn minnir
um margt á „rótlaust
þangið, sem rekur um
víðan sjá“. Alþýðubanda-
lagið hefur, ítrekað,
rekið inn í aðildarríkis-
stjóra að NATÓ. Það rak
fjórtán sinnum upp á
sker lögskerðingar al-
mennra launa á árum
ráðherrasósialismans.
Það rak í óðaverðbólgu
til nánast daglegrar
kaupmáttarskerðingar
krónunnar, sem varð
smásjármatur í höndum
þess. Það getur allt eins
reldð til fjárbeiðna hjá
fyrirtækjum.
Bylgjuviðtal flokks-
formannsins telst vart til
vegsauka. „Bylgja“ fjár-
streymis, sem ber
„bandalagið" uppi, segir
sína sögu um flokk í
hróplegri mótsögn við
sjálfan sig. Segir ekki i
kvæðinu um hið rótlausa
þang [hér notað sem
samliking við Alþýðu-
bandalagið]: „bylgjan
sem bar það uppi, var
blóðrauð við sólarlag".
Og „auðvitað" og „nátt-
úrlega", svo notuð séu
uppáhaldsorð flokks-
formannsins, er margt
sólsetur fegurra en það,
sem nú er hlutskipti Al-
þýðubandalagsins.
Menn velta nú vöngum
yfir gullstrengnum, sem
ekki má tala um upphátt
á höfuðbóli pólitískrar
hræsni i landinu.
FJALIALAMB í HÁLFUMMOKKUM.
GÓÐUR MATUR OG ODYR!