Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986
AKUREYRI
Ingvar Gíslason í opnu bréf i í Degi:
„ Að sameinast með
því að sundra sér“
UNDIRSKRIFTARLISTAR, þar sem Stefán Valgeirsson alþingismaður
er hvattur til að gefa. kost á sér í sérframboð til næstu alþingiskosn-
inga, eru nú komnir í umferð á Akureyri.
Að sögn Haraldar M. Sigurðsson-
ar, sem sér um að dreifa listunum á
Akureyri, fara þeir til nokkurra
flokksbundinna manna sem síðan
bjóða Framsóknarmönnum að vera
þátttakendur í því að hvetja Stefán
til að gefa kost á sér.
Umræddir undirskriftarlistar fóru
í umferð fyrr í vikunni í Norður-
Þingeyjarsýslu, á Raufarhöfn,
Þórshöfn, Kópaskeri og í nágranna-
byggðum. Ekki hafa verið gefnar upp
neinar tölur um hve margir hafi ritað
nafn sitt á listana, „en þetta gengur
mjög vel. Miklu betur en menn bjug-
gust við,“ sagði framsóknarmaður í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Um fátt er rætt jafn mikið hér
nyrðra þessa dagana, en úrslit próf-
kjörs Framsóknarmanna á Húsavík
um síðustu helgi og sýnist sitt hveij-
um. Guðmundur Bjamasonar, efsti
maður á lista Framsóknarflokksins,
segir í samtali við Dag í gær: „Ég
lít svo á að með hugsanlegu sérfram-
boði og þeirri undirskriftarsöfnun
sem nú er í gangi sé andstæðingunum
helst skemmt." Einn stuðningsam-
anna Stefáns sem Morgunblaðið hafði
tal af í gær sagði: „Dagur er farinn
að segja okkur hvað við eigum að
gera. Það er allt okkur að kenna
hvemig fór!“ Þetta sagði hann í til-
eftii ummæla Guðmundar, svo og
Svalbakur
á veiðar
SVALBAKUR, einn togara Út-
gerðarfélags Akureyringa, er
farinn aftur á veiðar eftir
þriggja mánaða inniveru.
Svalbakur hefur verið í viðgerð
hjá Slippstöðinni hf. en fór aftur
út síðastliðinn laugardag.
opins bréfs til framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eystra, sem
Ingvai- Gíslason alþingismaður, ritaði
í blaðið í gær. Bréf Ingvars hefst á
þessum orðum: „Kæru samheijar.
Ýmsir atburðir síðustu daga vekja
hjá mér allt í senn: furðu, sárindi
og óhug.
Fámennur hópur manna með
prívatskoðanir á því hvað sé hetju-
skapur og hreystimannlegt framferði
býst nú til þess að kljúfa Framsóknar-
flokkinn í Norðurlandskjördæmi
eystra í því skyni (og takið nú eftir!)
„að sameina flokksmenn" - eins og
haft er eftir forsprökkunum."
Ingvar segir þessa „vitlegu fram-
takssemi" eiga upptök sín í huga eins
manns, Þórólfs Gíslasonar, en hann
tapaði einmitt í kosningu um annað
sætið á lista flokksins fýrir Valgerði
Sverrisdóttur. Síðar segir Ingvan
„Athafnasemi Þórólfs Gíslasonar í
„sameiningarmálum Framsóknar-
flokksins á Norðurlandi er mál út af
fyrir sig. Hann um það. En það vek-
ur furðu mína, eftir meira en 25 ára
kynni af Norður-Þingeyingum, ef svo
reynist að þar fínnist menn sem hirði
um þess háttar manndáð og kempu-
skap.“ Þá segir hann það vekja sér
„sárindi" eftir 35 ára vinskap (með
frændsemi) að Stefán Valgeirsson
skuli láta hafa sig til þess að leggja
nafn sitt við slíkan hégóma og spilla
með því rykti sínu. En mestu varðar
þó hjá mér að það setur að mér óhug
að horfa upp á afleiðingaman Klofn-
ing Framsóknarflokksins í Norður-
landslqördæmi eystra, þar sem við
blasir að höfuðvígi flokksins á öllu
íslandi verði lagt í rúst í tilefhi 70
ára afmælis flokksins."
Ingvar segir í lok bréfsins: „Enn
lifí ég í þeirri von að samstaðan hald-
ist, að enginn trúi þeirri fírru að
hægt sé að sameinast með því að
sundra sér.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
Vatn undir Leirubrúna
í GÆR rann í fyrsta skipti vatn undir nýju Leirubrúna við
Akureyri. Grafa mokaði þá uppfyllingunni undan henni til að
hleypa vatninu i gegn. Unnið er af krafti við að fylla í átt að
brúnni vestan megin og til að hægt sé að fylla þar upp er viss-
ara að opna Eyjafjarðaránni aðra leið! Á myndinni, sem tekin
var í j>ann mund er grafan rauf haftið, sést undir brúna út fjörð-
inn. A brúnni standa nokkrir kuldalegir starfsmenn Norðurverks
hf.
Hyggja
á morgnn-
flug til
Keflavíkur
FERÐASKRIFSTOFA Akureyrar
gekkst í vikunni fyrir beinu flugi
til Keflavikur árla morguns með
farþega sem voru á leið af landi
brott. Þetta var gert til að við-
komandi þyrftu ekki að fara til
Reykjavíkur deginum áður. Að
sögn Gísla Jónssonar, forstjóra
FA, kemur til greina að áfram-
hald verði á flugi sem þessu.
Það er ekki óalgengt að fólk héð-
an að norðan fari suður einum til
tveimur dögum áður en halda skal
til útlanda, sérstaklega á þessum
árstíma þegar vissulega er allra
veðra von og enginn vill víst missa
af fluginu út. „Menn hafa verið
hræddir við að bíða með að fara
suður til síðasta dags en þegar vélin
er staðsett hér eru möguleikamir á
að komast miklu meiri," sagði Gísli
Jónsson í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði Ferðaskrifstofuna hafa
reynt áður að fljúga með farþega
að morgni til Keflavíkur, „við höfum
lent í basli með þetta en það hefur
alltaf lánast,“ sagði hann.
Og ætlið þið að bjóða upp á
þetta áfram?
“Já, því skyldi maður ekki reyna?
Að minnsta kosti þegar við fáum
hópa sem vilja ekki stoppa í
Reykjavík, hafa ekkert þar að gera,
er sjálfsagt að gera þetta.“ Gisli
sagði að það væru aðallega menn
úr viðskiptalífínu sem vildu sleppa
því að stoppa í Reykjavík, og hefðu
oft ekki tíma til þess.
Að sögn Friðriks Adolfssonar hjá
Flugfélagi Norðurlands, sem FA
leigir vél hjá í þessum tilvikum, er
það ekki mikið dýrara að hafa þenn-
an háttinn á heldur en ef farið er
einum eða tveimur dögum áður og
reiknað með hótelkostnaði, fæði og
öðru sem alltaf þarf að greiða.
Nýtt fj árfestingafélag
stofnað á Suðumesjum
Heilsustöð við Svartsengi er f organgs verkefni
Grindavík.
ÞESSA dagana er verið að senda nokkur hundruð athafnamönn-
um á Suðurnesjum bréf, þar sem kynnt er stofnun fyrirhugaðs
fjárfestingarfélags sem hlotið hefur nafnið „Athöfn hf“, og þeim
boðið að gerast hluthafar. Markmið þess er að efla atvinnuupp-
byggingu á Suðurnesjum og eiga frumkvæði að stofnun nýrra
fyrirtækja. Undirbúningsnefnd Athafnar hefur ákveðið að for-
gangsverkefni félagsins verði bygging heilsustöðvar við Svarts-
engi.
Það er álit þeirra manna sem
standa að stofhun þessa fjárfest-
ingafélags að á Suðumesjum séu
góðar aðstæður til uppbyggingar
nýrra fyrirtælq'a. í bréfínu segir:
„Þær auðlindir sem fínnast á há-
hitasvæðinu á Suðumesjum
tengjast fíölmörgum möguleikum
til nýrra og arðbærra fyrirtækja.
Að auki eru starfandi á Suðumesj-
um Ijölmörg fyrirtæki sem hið
nýja fjárfestingarfélag gæti fjár-
fest í.“
Nú þegar hafa um 60 athafna-
menn sem spila stórt hlutverk í
atvinnulífi á Suðumesjum sýnt
áhuga á því að gerast virkir þát-
takendur í undirbúningi og stofn-
un félagsins, eða samstarfshóp
sem lýtur að þeim markmiðum
sem Athöfn h.f. hefur. Sett hefur
verið á laggimar undirbúnings-
nefnd skipuð eftirtöldum aðiium:
Einar S. Guðjónsson, Eiríkur Sig-
urgeirsson, Eðvarð Júlíusson,
Hjörtur Hjartar, Sigurbjöm
Bjömsson, Jóhann Einvarðsson,
Jon William Magnússon, Hregg-
viður Hermansson, Arinbjöm
Ólafsson, Eiríkur Alexandersson,
Anton S. Jónsson, Gunnar G.
Schram, Alfreð G. Alfreðsson,
Ingólfur Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri, Júlíus Jónsson,
fjármálastjóri, og Albert Alberts-
son, yfírverkfræðingur. Starfs-
stjóm skipa: Einar S. Guðjónsson,
Eðvarð Júlíusson, Hjörtur Hjart-
ar, Sigurbjöm Bjömsson, Jóhann
Einvarðsson, og Alfreð G. Al-
freðsson. Það sem snýr að
Hitaveitu Suðumesja: Ingólfur
Aðalsteinsson, Júlíus Jónsson,
Albert Albertsson. Lögfræðilegur
ráðunautur fyrir Athöfn hf. er
Gunnar G. Schram.
Undirbúningsnefnd hefur
gengið frá uppkasti að stofnsamn-
ingi og áskriftalisti fyrir hlutafé
liggur frammi hjá nefndarmönn-
um. Geta þeir sem áhuga hafa
skrifað undir. Einnig er gerð grein
fyrir væntanlegri starfsemi fé-
lagsins í bréfínu og kemur þar
fram m.a. að meginmarkmið fé-
lagsins verði hagkvæmni ijárfest-
inga við fjármögnun og þátttöku
í fyrirtækjum. í samræmi við
þennan tilgang mun félagið hafa
frumkvæði að stofnun og endur-
skipulagningu fyrirtækja og hafa
milligöngu um annað í þessu sam-
bandi. Þá mun félagið ábyrgjast
lán, kaupa, eiga og selja hlutabréf
og skuldabréf, taka þátt í rann-
sóknum, reka fasteignir o.s.frv.
Ráðgert er að hluthafar verði
allt að 200. Hlutafé verður allt
að 15 milljónum króna og skiptist
í 300 jafna hluti, að nafhverði
50.000 krónur hver. Eitt atkvæði
fylgir hveijum hlut, þó eru sett
þau takmörk að enginn hluthafí
geti farið með meira en 7% at-
kvæða í félaginu, sem jafngildir
700.000 krónum að nafnvirði
hlutafjár. Engar hömlur verða
settar á sölu bréfana og veðsetn-
ingu og er stefnt að því að félagið
falli undir lög sem heimila að
draga íjárfestinguna frá tekju-
skattstofni.
Að sögn Einars Guðjónssonar
sem er aðalhvatamaðurinn að
stofnun þessa félags, er kominn
tími til að Suðumesjamenn taki
höndum saman og hrindi þessu
mikla ■ verkefni f framkvæmd.
„Fjárfestingafélagið Athöfn er
aðeins byijun og lykillinn að því
að skapa velvilja meðal athafna-
manna og einstaklinga í sveitarfé-
lögunum sjö á Suðumesjum, auk
þeirra fyrirtælq'a og athafna-
manna sem hafa þar með atvinnu-
rekstur að gera. I upphafí er
ætlunin að einskorða þetta við
Suðumesin og sjá hvort ekki sé
til sá samtakamáttur hér á svæð-
inu sem þarf til að hrinda svo
stóru verkefni af stað sem skapa
mun mörg hundmð manns at-
vinnu.
A fundi undirbúningsnefndar
8. september var það samdóma
álit nefndarmanna að forgangs-
verkefni í Athöfn hf. strax á eftir
stofnun verði að hrinda í fram-
kvæmd byggingu 100 herbergja
heilsustöðvar á heimsmælikvarða
á Svartsengissvæðinu í tengslum
við lækningamátt Bláa lónsins
sem þegar er þekktur víða um
heim. í ljósi umræðna um fjárfest-
ingarsjóð fyrir Norðurlöndin er
búið að leggja drög að samvinnu
aðila frá hinum Norðurlöndunum
til að auðvelda fjármögnum
heilsustöðvar og annarra verkefna
á Suðumesjum í ffamtíðinni.
Grunnurinn að þessum stórverk-
eftium eru upplýsingar úr rann-
sóknum sem fjölmargir vísinda-
menn hafa staðið að á þessu svæði
og ótalin era nefndarstörf margra
fráfarandi og núverandi stjómar-
manna sveitarfélaganna 7 á
Suðumesjum í tengslum við upp-
byggingu Hitaveitu Suðumesja.
Stofnfundur íjárfestingarfé-
lagsins Athafnar verður föstudag-
inn 14. nóvember í samkomuhús-
inu Festi kl. 14.00. Þeir sem hafa
áhuga á að vera með í þessu verk-
efni eru velkomnir þótt þeir hafí
ekki fengið bréf,“ sagði Einar, og
bætti við að í ráði væri að hleypa
af stað hugmyndasamkeppni um
byggingu heilsustöðvarinnar.
Kr. Ben.