Morgunblaðið - 07.11.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986
Föst laun starfsmanna ráðuneyta:
Tæpur helmingur heildarlauna
í stjómarráðinu, þ.e. hjá ráðu-
neytum, Hagstofu, Ríkisendur-
skoðun og Fjárlaga- og
hagsýslustofnun, starfa 378
manns. Dagvinnulaun eru 48,35%
heildarlauna starfsfólksins. Yfir-
vinnulaun 32%, önnur laun 17%
og aðrar greiðslur 2,7%. Þetta
kemur fram í svari fjármálaráð-
herra við fyrirspum frá Guðr-
únu Agnarsdóttur (Kl.-Rvk.), sem
lagt var fram á Alþingi í gær.
Stöðugildi á dagvinnulaunum í
stjómarráðinu eru 378,3. Stöðu-
gildin skiptast þannig á einstök
ráðuneyti: forsætisráðuneytið, 14,4,
menntamálaráðuneyti 44,5, ut-
anríkisráðuneyti 32,5, landbúnað-
arráðuneyti 12,7, sjávarútvegs-
ráðuneyti 15,2, dómsmálaráðuneyti
21,2, félagsmálaráðuneyti 13,9,
heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti
18,6, samgönguráðuneyti 10,9, iðn-
aðarráðuneyti 14,1, viðskiptaráðu-
neyti 12,3, Hagstofa Islands 38,1,
Ríkisendurskoðun 35,5 og Fjárlaga
og hagsýslustofnun 12,6.
í svarinu kemur ennfremur fram
að föst yfírvinna er aðeins greidd
í forsætisráðuneytinu. í liðnum
„öðrum launum" eru nefndagreiðsl-
ur ráðuneytanna meðtaldar en þær
ganga að meiri hluta til annarra
en starfsmanna í stjómarráðinu.
Þetta skekkir framangreind hlutföil
fastra launa og annarra launa.
Fyrirspurnir:
Iimheimtuaðgerðir og söluskattsskil
Hver er hlutur ríkisins í Sjóefnavinnslu
Nokkrar fyrirspurair vóm
lagðar fram á Alþingi í gær:
* Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.)
spyr fjármálaráðherra, hvort dæmi
séu þess að fjármálaráðuneytið hafi
ákveðið að fresta innheimtuaðgerð-
um vegna söluskattsskila lengur en
um tvo mánuði hjá einstökum aðil-
um. Ef svo er óskast tilgreint hversu
oft svo hafi verið árlega 1980-1986
og sömuleiðis birt skrá yfir hvaða
aðila sé um að ræða á árunum
1984-1986. Ennfremur er spurt
hvort dæmi séu um að ráðuneytið
hafi heimilað greiðslu á tolli og sölu-
skatti við innflutning með skulda-
bréfum. Loks hvort ráðuneytið hafi
heimilað greiðslu skattsekta með
skuldabréfum.
* Guðni Agústsson (F.-Sl.) spyr
iðnaðarráðherra, hversu stóran hlut
ríkið eigi í Sjóefnavinnslunni á
Reykjanesi. Hann vil og fá að vita
hversu mikla peninga ríkið hafí lagt
í verksmiðjuna og hvort þátttaka
ríkisins í fyrirtækinu stangist ekki
á við stefnu ríkisstjómarinnar um
að selja ríkisfyrirtæki og draga úr
ríkisumsvifum.
* Þórarinn Siguijónsson (F.-
Sl.) spyr menntamaálaráðhherra,
hver stefna hans sé í hússtjómar-
fræðslu. Hefur ráðuneytið undirbúið
eða unnið að endurskoðun laga um
hússtjómarskóla? Hefur verið samin
eða er verið að semja reglugerð um
hússtjómarfræðslu? Hvenær má
vænta þess að skipaður verði náms-
stjóri eða námsstjórar fyrir heimilis-
fræðslu á öllum skólastigum?
* Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.)
spjr heilbrigðisráðherra: Eru í undir-
búningi ráðstafanir af hálfu heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
isins til að lækka lyfjakostnað í
landinu, t.d. með lækkun álagningar
á lyf eða öðrum aðgerðum?
Forsetar þjóðþinga
Norðurlanda þinga hér
ÞINGFORSETAR þjóðþinga
Norðurlanda halda sameiginleg-
an fund í Alþingishúsinu i dag
og hefst hann kl. 10. Er þetta í
fyrsta sinn sem þingforsetamir
halda slíkan fund hérlendis en
þeir hafa áður haldið sameigin-
lega fundi með nokkurra ára
millibili á hinum Norðurlöndun-
um. Fund þennan sitja ásamt
þingforsetum skrifstofustjórar
þjóðþinganna.
Að loknum fundinum er fundar-
mönnum boðið í móttöku til forseta
íslands að Bessastöðum. Alþingi
býður þeim síðán til kvöldverðar í
Þingholti.
A fundinum verða meðal annars
til umræðu málefni varðandi þing-
sköp þjóðþinganna og fundarstjóm,
öryggi þingmanna, tölvuvæðingu
og norrænt samstarf þingmanna.
Þingforsetar halda heimleiðis ásamt
skrifstofustjórum þinganna að
morgni laugardags 8. nóvember.
Hinir erlendu þátttakendur eru:
Svend Jakobsen forseti danska
þingsins ásamt skrifstofustjóra
þess, Helge Hjortdal, Erkki Pystyn-
en, forseti finnska þingsins, ásamt
skrifstofustjóra þess, Erkki Ketola,
forseti norska þingsins, Jo Benkow,
ásamt skrifstofustjóra þess, Erik
Mo, og forseti sænska þingsins,
Ingemund Bengtson, ásamt skrif-
stofustjóra þess, Sune K. Johans-
son.
Jóni H. Stefánssyni, eðlisve'rkfræð-
ingi hjá ísal. Þau eiga 3 böm.
Ámi, verkfræðingur og arkitekt á
Höfn, kvæntur Kristbjörgu Guð-
mundsdóttur, húsmóður. Þau eiga
3 böm. Anna, líffræðingur og
læknakandidat, gift Þórarni Guð-
mundssyni læknakandidat. Þau
eiga 2 böm. Sigbjöm, jarðeðlis-
fræðingur, sem stundar nám í
arkitektur í Osló.
Ragna missti Kjartan sviplega
vorið 1978 og má segja að hún
bæri aldrei sitt barr eftir það þótt
hún bæri harm sinn í hljóði. Þau
voru mjög samhent og samrýnd og
skópu börnum sínum fagurt og frið-
sælt heimili. Ur heimaranni fengu
systkinin gott og ómælt veganesti.
Ragna vann sitt aðalævistarf inn-
an veggja heimilis síns. Hún var
mikil húsmóðir og þar kom menntun
hennar að góðum notum. Hún var
sívakandi yfir velferð eiginmanns
og bama. Heimilið bar vott um
smekkvísi, vandvirkni og natni.
Oftast var vinnudagurinn langur,
því á læknisheimilinu var löngum
erilsamt áður en heilsugæslustöð
var byggð á Höfn. Án efa hefur
Rögfnu oft orðið svefns vant meðan
flestar ár voru óbrúaðar í A-Skafta-
fellssýslu, er hún beið Kjartans
þegar hann var kallaður til sjúkra
jafnt á nóttu sem á degi og þurfti
oft að berjast við óblíð náttúruöfl.
Ragna og Kjartan vom samtaka
um að fegra og vernda umhverfi
sitt og ber sumarbústaðarland
þeirra í Lóninu þess gleggstan vott.
Þangað leituðu þau oft er stundir
gáfust til að njóta friðar og hvíldar
og þar gróðursettu þau tré og hlúðu
að viðkvæmum gróðri. Fáir, sem
séð hafa blómaskrúðið í blómaskál-
anum og garðinum á Hrísbraut,
gleyma því.
Ragna og Kjartan vom mjög
gestrisin og stóð heimili þeirra opið
öllum vinum og vandamönnum. Þar
vom allir bornir á höndum og um-
vafðir hlýju og velvilja. Urðum við
mörg þess aðnjótandi að verður það
seint fullþakkað.
Að Kjartani látnum fór Ragna
að vinna við heilsugæslustöðina á
Höfn. Þar sem annars staðar kom
samviskusemi og vandvirkni hennar
í ljós og mun hennar án efa saknað
af samstarfsmönnum.
Á þessari skilnaðarstundu, þegar
við hrygg í huga kveðjum vinkonu
okkar, minnumst við með söknuði
allra þeirra góðu stunda sem við
áttum með henni.
Við fæmm bömum hennar,
tengdabörnum og öllum öðmm sem
henni vom kærir innilegar samúð-
arkveðjur í sorg okkar allra. Blessuð
sé minning hennar.
„Sízt vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda.
Það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Kijúptu að fótum friðarboðans,
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.“
(Jónas Hallgrímsson.)
Stúdentar MR 1943
Komið til mín allir þeir, sem erf-
iði og þunga em hlaðnir, og ég mun
veitayður hvíld. (Mattheus 11, 28.)
Eg átti því láni að fagna að fá
tækifæri til að kynnast Ranghildi
þegar við unnum saman um nokk-
urt skeið á Heilsugæslustöðinni á
Höfn. Tókust strax með okkur góð
kynni sem héldust þó ég flyttist
búferlum. Ragnhildur tók mér í
upphafi mjög vel og var mér mikil
stoð og stytta þegar ég hóf störf
þar sem læknaritari. Það var margs
að spyija í nýju starfi og varð ég
þess fljótlega vör að Ragnhildur var
heil fróðleiksnáma á ýmsum svið-
um. En hæst fannst mér bera
frábæra íslenskukunnáttu, en þar
hafði hún allar stafsetningar- og
málfræðireglur á hreinu að
ógleymdri setningarfræðinni.
Stundum líkti ég henni við alfræði-
orðabók sem hægt var að fletta upp
í eftir þörfum.
Margs er að minnast um góðan
vinnufélaga og minningarnar sækja
að huga mínum. En efst stendur
minning um myndarlega og góða
konu sem mikil reisn var yfir, hún
var hógvær og lítillát, en lá þó ekki
á skoðunum sínum ef svo bar við.
Með afbrigðum vel greind, geðgóð
og hláturmild í góðra vina hópi. Þó
fannst mér alltaf skyggja á gleði
hennar hversu mjög hún syrgði eig-
inmann sinn, Kjartan Ámason,
héraðslækni, er lést árið 1978.
Aðstandendum Ragnhildar sem
nú eiga um sárt að binda votta ég
mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Valborg Einarsdóttir
M
CEVINTYRALECIR KULDASKOR
ÚR MJÚKU LEÐRI, .
••
v>V- ,.1*
ALLIR
. ^O/
LOÐFÓÐRAÐIR *
oJ°j ' ^
• ■