Morgunblaðið - 07.11.1986, Side 20

Morgunblaðið - 07.11.1986, Side 20
m. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Nicaragua: Leyniflutning- arnir ákveðnir í Hvíta húsinu Washington, AP. FLUTNINGAFLUGVÉLIN, sem skotin var niður í Nicaragua fyr- ir mánuði, tók þátt í leynilegum flutningum, sem ákveðnir voru í Hvita húsinu, að sögn heimilda- manna, sem störfuðu að verkefn- inu. Flutningamir hófust snemma árs 1984 og komu í staðinn fyrir að- stoð, sem bandaríska leyniþjónust- an (CLA) hafði veitt skæruliðum sem betjast gegn sandinistastjóm- inni. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, samþykkti flutningana, ac sögn heimildamanna. Til þess að komast í kringum bann, sem sett var við aðstoð bandarískra yfirvalda við skæruliða, kom aðstoðin frá bandarískum einstaklingum og bandamönnum Bandaríkjanna. Bandarískir embættismenn hafa neitað því að stjómin ætti nokkra aðild að þessum flutningum, en nú er því haldið fram að stjóm flutn- inganna og samræming aðgerða sé í höndum sömu embættismanna og stjómuðu flutningum CIA. Flogið hefur verið með gögn til skæruliða frá Ilopango-herstöðinni í E1 Salvador. Þessar aðgerðir kom- ust í sviðsljósið þegar C123K-flutn- ingaflugvéi var skotin niður í Nicaragua 5. október sl. og einn úr áhöfn hennar, Bandaríkjamaður- inn Eugene Hasenfus, var hand- tekinn eftir að hann varpaði sér út í fallhlíf. Elliott Abrams, aðstoðarutanrík- isráðherra, sem fer með málefni rómönsku Ameríku í stjórn Reag- ans, sagði í þingræðu í sl. mánuði að Bandaríkjastjóm hefði hvorki skipulagt, stjómað né íjármagnað flutningana og að það væri mjög „óeðlilegt" ef þingið ætlaði sér að rannsaka hvað hér væri á seyði þar sem flutningamir væru stjóminni óviðkomandi. Síðan hefur verið ákveðið af hálfu nefnda beggja þingdeilda, sem fjalla um málefni leyniþjónustunnar, að kanna hvort ásakanir um meinta aðild stjómar- innar eigi við rök að styðjast og hvort aðgerðimar brjóti í bága við bann við hemaðaraðstoð við contra-skæruliða. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði gagnvart flestum helztu gjald- miðlum heims í gær. Svo virtist, sem ákvörðun vestur-þýzka seðlabankans um að lækka ekki vexti sína, hefði ekki haft mikil áhrif. Gullverð hækkaði hins vegar eftir að hafa fyrst lækkað í Hong Kong. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4335 dollara í London (1,4210), en annars var gengi doll- arans þannig, að fyrir hann fengust 2,0610 vestur-þýzk mörk (2,0635), 1,7220 svissneskir frankar (1,7222), 6,7325 franskir frankar (6,7325), 2,3320 hollenzk gyllini (2,3315), 1.422,50 ítalskar lírur (1.425,50), 1,3867 kanadískir doll- arar (1,3880) og 163,33 jen (163,00). Verð á gulli var 408,50 dollarar únsan (406). Símamynd/AP Matthias Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, ávarpar ráðstefnuna í Vín. Matthías Á. Mathiesen á Vínarráðstefnunni: Stríðið í Afganistan spillir öllum samskiptum austurs og vesturs Vín, frá Önnu Bjamadóttur, fréttarítara Morgunblaðsins. MATTHÍAS Á. Mathiesen, utanríkisráðherra íslands, ávarp- aði Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, í Vín í gærmorgun. Hátíðasalurinn í Hofburg, þar sem ráðstefnan er haldin, var þéttsetinn þegar Matthías talaði. Hann var fyrst- ur á mælendaskrá utanrikisráðherra ellefu ríkja sem ávörpuðu ráðstefnuna I gær. Þegar utanríkisráðherra ræddi framkvæmd Helsinki-samþykkt- arinnar sagði hann meðal annars: „Snemma kom í ljós, að lögð er mismunandi áhersla á einstök at- riði samþykktarinnar. Slíkt er þó ekki í samræmi við upphafleg áform, þar sem jafnvægi átti að vera milli einstakra þátta sam- komulagsins. Sum ríki virðast leggja meira upp úr öryggismál- um, en láta mannúðarmál sitja á hakanum. Nægir í því sambandi að nefna örlög Andrei Sakharovs og þeirra sem á síðasta áratug mynduðu samtök til að fylgjast með framkvæmd Helsinki-sam- komulagsins innan Sovétríkjanna. Þessir einstaklingar voru mis- kunnarlaust þaggaðir niður og sendir í útlegð.“ Síðar í ræðu sinni sagði Matt- Moskva: Sokolov ekki viðstadd- ur hátíðahöldin í gær hías Á. Mathiesen: „Það getur reynt á þrautseigju manna að lifa í voninni, eins og innrásin í Afgan- istan er til marks um. Þrengingar Afgana og stríðið þar í landi skekja undirstöður RÖSE-þróunarinnar og hafa mjög óheillavænleg áhrif á öll samskipti austurs og vesturs. Stríðinu þar verður að ljúka svo milljónir flóttamanna geti snúið til síns heima frjálsir undan oki er- lendrar íhlutunar." Eftir að utanríkisráðherrar að- ildarríkjanna 35 að Helsinki- samþykktinni hafa ávarpað Vínarráðstefnuna setjast stjómar- erindrekar á rökstóla. Benedikt Gröndal, sendiherra íslands í Svíþjóð, verður fulltrúi íslands á henni fram að starfshléi í desemb- er. Hjálmar W. Hannesson, sendi- fulltrúi, tekur við af honum eftir áramót. Matthías Á. Mathiesen hefur meðal annars átt einkafundi með utanríkisráðherrum Póllands og Bretlands í Vín. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði fréttaritara Morgun- blaðsins, að þeir hefðu meðal annars rætt fyrirhugaðan fund ráðherra Atlantshafsbandalagsins á íslandi í júní nk. Matthías flýgur heim á leið í dag með viðkomu í Osló þar sem hann hittir sendi- herra ýmissa landa á Islandi, sem eru búsettir í Noregi. ERLENT Moskvu, Reuter. SERGEI Sokolov, varnar- málaráðherra Sovétríkj- anna, var ekki viðstaddur hátíðafund, sem haldinn var í Kreml í gær í tilefni 69 ára afmælis bolsévikabyltingar- innar. Hefur þetta komið á kreik bollaleggingum um, að Sokolov sé sjúkur. Hann er 75 ára að aldri. Byltingarafmælið er ávallt haldið mjög hátíðlegt í Sov- étríkjunum og voru helztu valdamenn landsins því við- staddir nú eins og jafnan endra nær, þeirra á meðal leiðtogi kommúnistaflokksins, Mikhail Gorbachev. Yegor Ligachev, sem sæti á í stjómmálaráðinu, flutti að þessu sinni aðalræð- una. Þar gagnrýndi hann m.a. stefnu Bandaríkjamanna í af- vopnunarmálum og ræddi um fund Gorbachevs og Reagans forseta á íslandi í síðasta mán- uði. „Sovétríkin báru þar fram djarflegar og róttækar tillögur um fækkun kjamorkuvopna og útrýmingu þeirra síðarmeir. Bandaríkin sýndu, að þau gátu ekki komið til hálfs á móts við þessar tillögur. Þessi fundur sýndi samt, að samningar, sem leiða til afvopnunar á sviði kjamorkuvopna em möguleg- ir,“ sagði Ligachev. Sokolov, sem verið hefur vamarmáíaráðherra frá því í desember 1984, hefur varla sézt opinberlega, síðan hann heim- sótti Finnland í júlí sl. Athygli vakti ennfremur í gær, að blað hersins, Krasnaya Zvezda, skýrði svo frá, að aðalfulltrúi hersins við hersýninguna á Rauða torginu í dag yrði Pyotr Lushev aðstoðarvamarmálaráð- herra, sem almennt er talinn líklegasti eftirmaður Sokolovs. Sergei Sokolov, varaarmálaráð- herra Sovétríkjanna. Orðrómur er á kreiki um, að hann sé alvar- lega veikur. Oliver Tambo, leiðtogi Afrískaþjóðarráðsins (ANC): Ný herferð gegn S-Afríkustj órn - þjóðarráðið fær vopn frá Sovétríkjunum Moskvu, Reuter. OLIVER TAMBO, leiðtogi Af ríska þjóðarráðsins, ANC, sagði á frétta- mannafundi í Moskvu í gær, að hann væri í Sovétrikjunum til þess að útvega vopn, er nota ætti í nýrri herferð á hendur stjórn hvítra manna í Suður-Afríku. Reagan forseti: Enginn leynisamning ur gerður við Irani Washington, AP. REAGAN Bandaríkjaforseti sagði í gær, að fréttir um, að Bandaríkin og íran hefðu gert með sér leynisamning varðandi frelsun banda- rískra gisla í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins væru staðlausir stafir og hefðu spillt fyrir tilraunum til að fá gíslana lausa. Sá orðrómur var samt á kreiki í frelsun bandarískra gísla hafi tekizt gær, að Bandaríkjamenn hefðu reynt að ná einhvers konar samkomulagi við írani og þá hugsanlega að láta þeim í té vopn til notkunar í stríðinu við írak. Þá er því haldið fram, að sökum þess að Bandaríkjamenn hafí fallizt á að láta írönum í té vara- hluti í hergögn sín, sem nú láti mjög á sjá eftir sex ára styijöld við íraka. Tambo, sem kom til Moskvu á mánudag, sagði, að nú ætti að steypa stjóminni í Pretóríu. Hann hefði átt mjög mikilvægan fund með Mikhail Gorbachev, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, þar sem komið hefði fram vilji Sovét- manna til þess að aðstoða ANC, stærstu skæruliðahreyfinguna, er berst gegn stjóminni í Suður- Afríku. Aðstoðin myndi felast í stjómmálalegum og efnahagslegum stuðningi, útvegun vopna og þjálfun hermanna. Tambo sagði, að vænt- anlega myndi ANC opna skrifstofu í Moskvu bráðlega. Hann sagði Sovétmenn vera sanna bandamenn, sem myndu gera allt til að aðstoða Afríska þjóðarráðið og væri þar ekki um að ræða áhuga þeirra á að auka áhrif sín í þessum heims- hluta. Aðspurður kvaðst Tambo hafa sannanir fyrir því, að stjóm Suður- Afríku bæri ábyrgð á dauða Samora Machel, forseta Mozambique, en gat ekki nefnt hveijar þær voru. Hann hvatti þjóðir heims til stuðn- ings við baráttu ANC geng kyn- þáttaaðskilnaði og sagði 75 ára afmæli samtakanna í janúar á næsta ári einstakt tækifæri til sam- eiginlegs átaks. Hann sagðist vera bjartsýnn eftir að hafa átt viðræður við Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Breta, og Chester Crocker, varautanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og kvað vandséð, hvemig Suður-Afríkustjóm gæti ráðið fram úr þeim vandamálum, er hún ætti við að glíma. Tambo neitaði því, að hvítir menn þyrftu að óttast of- sóknir, ef svartir menn kæmust til valda í Suður-Afríku. Hann sagði svertingja ekki vilja leita hefnda, heidur þrá frið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.