Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 24

Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Mál Stefáns Benediktssonar Fj árlagafrum- varpið fyrir 1987 Stefán Benediktsson, alþingis- maður, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð í næstu alþingiskosningum. Þessa ákvörðun tók þingmaðurinn eftir að Stöð 2 birti á þriðjudaginn frétt eftir ónafngreindum heimildarmönnum, sem sagðir voru fyrrverandi sam- flokksmenn hans í Bandalagi jafnaðarmanna, þess efnis, að hann hefði notað fé BJ eins og það væri hans eigið, þótt það hafí annars vegar komið úr ríkissjóði og hins vegar verið um að ræða söfíiunarfé frá velunnurum flokksins. í frétt- inni var Stefán Benediktsson sagður hafa tekið sér 200 þúsund króna lán og sett á móti innistæðu- lausa ávísun. Auk þess hefði hann tekið án leyfís tvær ávísanir frá BJ og skrifað út á þær 50 þúsund krónur til þess að nota í eigin þágu. Það eru þijú atriði í þessu máli, sem eru einkum umhugsunarverð. í fyrsta lagi ásökunin sjálf. í öðru lagi vinnubrögð fjölmiðla. í þriðja lagi ákvörðun þingmannsins að draga sig í hlé. Að auki blasir við að málið getur haft afdrifaríkar pólitískar afleiðingar fyrir Alþýðu- flokkinn, þar sem útlit er fyrir að enginn fulltrúi Bandalags jafnaðar- manna verði í öruggu sæti á lista flokksins í Reykjavík í næstu þing- kosningum. Fyrrum kjósendur BJ kunna því að sjá ástæðu til að greiða öðrum stjómmálaflokkum atkvæði. Um fyrsta umhugsunaratriðið er það að segja, að þingmaðurinn telur sig ekkert ólögmætt hafa aðhafst. Hann kveðst hafa fengið lán úr sjóðum BJ vegna þingstarfa og hafí þau verið endurgreidd með vöxtum. Ennfremur hafí hann feng- ið lán hjá skrifstofu BJ meðan hann beið eftir bankaláni og hafi það verið enduigreitt að fullu þegar bankalánið kom. Oll önnur efnisat- riði í ásökunum heimildarmanna Stöðvar 2 segir hann ósönn. Um rógburð sé að ræða. Ef heimildar- menn Stöðvar 2 telja að þingmaður- inn hafí gerst sekur um lögbrot væru eðlileg viðbrögð þeirra þau að kæra það til réttra yfírvalda. En eftir því ber að taka, að þeir hafa ekki komið fram í dagsljósið. Menn geta að sjálfsögðu gagnrýnt að sjóðir stjómmálaflokkanna séu notaðir sem lánasjóðir alþingis- manna og haft þá skoðun, sem er alls ekki óeðlileg, að slíkt eigi ekki að viðgangast, jafnvel þótt fjár- hagslegra hagsmuna sjóðanna sé í hvívetna gætt. En veita ber því athygli, að gagnrýni af því tagi er allt annars eðlis en ásakanir þær sem Stöð 2 hafði eftir heimildar- mönnum sínum. Annað atriði þessa máls snýr að fjölmiðlum. Höfðu fréttamenn aldr- ei neinar efasemdir um það, hvað fyrir hinum nafnlausu heimildar- mönnum þeirra vakti? Fjölmiðlar, þ.á m. Morgunblaðið, hafa fengið send nafnlaus bréf með ljósritunum af greiðslukvittunum Stefáns Bene- diktssonar, sem að vísu höfðu verið afhentar á blaðamannafundi hinna nýju forsvarsmanna Bandalags jafnaðarmanna nokkru áður. Vinnubrögð þeirra huldumanna, sem standa að sendingu nafnlausra bréfa, eru ekki geðfelld. Er það til- viljun, að þetta mál kemur upp á sama tíma og verið er að ganga frá framboðslista Alþýðuflokksins, þar sem ætlunin var að Stefán Bene- diktsson ætti sæti? Og eiga fjölmiðl- ar að taka að sér að flytja ásakanir, sem enginn treystir sér til að koma fram með undir nafni opinberlega? Fjölmiðlamenn hafa mikil áhrif á umræður og skoðanamyndun í þjóð- félaginu, en því miður virðist fyöldi þeirra ekki leiða hugann að þeirri ábyrgð sem þeir axla. Ákvörðun þingmannsins að draga sig í hlé er rétt, sýnir kjark og gæti verið til fyrirmyndar. Hún sýnir líka, að þingmaðurinn vill vera sjálfum sér samkvæmur. Full- trúar Bandalags jafnaðarmanna hafa lagt á það þunga áherslu, að stjómmálamenn og opinberir emb- ættismenn séu til fyrirmyndar um siðferðilega breytni. Bijóti þeir af sér eigi þeir að víkja og komi fram alvarlegar ásakanir í þeirra garð um ólögmætt eða óviðeigandi at- ferli hljóti þeir einnig að fara frá meðan rannsókn fer fram. Þeir fjöl- miðlar, sem einkum leggja sig eftir hneykslismálum og uppsláttarfrétt- um, hafa einnig haldið ffarn sjónar- miðum af þessu tagi. Hins vegar kemur ekki á óvart, að þeir eru ekki sjálfum sér samkvæmir. Ein spumingin, sem til hans var beint í yfírheyrslum ^ölmiðlanna, var sú, hvort það væri ekki einmitt til marks um að eitthvað væri athuga- vert við fjármál hans að hann drægi sig nú í hlé. Hér eru menn komnir í hring. Það sem áður átti að vera gott siðferðilegt fordæmi er nú orð- ið að sérstöku áfellisefni! „Loks að liðnum mánuði í loft- inu, hljóp svolftil harka og áræðni í fréttaflutning hinnar nýju Stöðvar 2,“ sagði í umsögn í Helgarpóstin- um í gær, þar sem vísað var til fréttarinnar um Stefán Benedikts- son. Þessi orð segja kannski allt sem segja þarf um nýja siði og nýja tísku. Allt er þetta umdeilan- legt, ekki sfst í litlu, viðkvæmu þjóðfélagi. Og vel gæti verið að fjöl- miðlamenn yrðu kallaðir til ábyrgð- ar í ríkara mæli en verið hefur. Þau viðbrögð gætu orðið harkaleg. „Harka“ og „áræðni" em vafalaust réttu orðin í þessu samhengi. En em ekki önnur einkunnarorð og önnur hugsun mikilvægari fyrir fjölmiðla og málstað sanngimi og réttlætis? Fjöimiðlamenn ættu að leiða hugann að þeirri spumingu. Blöð em ekki dómstólar. En skrif þeirra geta vegið þyngra en dómur. eftirÞorvald Gylfason Nú, þegar fmmvörp til fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir 1987 hafa ver- ið lögð fyrir Alþingi, er vert að hyggja vandlega að inntaki þeirrar fjármálastefnu, sem felst í þessum fmmvörpum, og fyrirsjáanlegum afleiðingum hennar fyrir þjóðarbú- skapinn. Eins og kunnugt er lýsir fjárlagafmmvarpið fyrirhuguðum gjöldum og tekjum ríkissjóðs og ríkisstofnana á næsta ári, meðan lánsfjárlagafmmvarpið sýnir fyrir- hugaða lánsfjáröflun til að brúa bilið milli gjalda og tekna. Það er fagnaðarefni, að frumvörpin tvö skuli vera lögð fram samtímis nú eins og í fyrra, því að þannig gefst stjómmálamönnum og almenningi kostur á að skoða þau í innbyrðis samhengi, svo að hægt sé að lag- færa þau í tækan tíma, ef þörf krefur. Villandi áherzlur Eins og áður ber enn á því í umræðum stjómmálamanna og fréttamanna um fjárlagaffumvarp- ið, að menn leggja áherzlu á rekstrarhalla ríkissjóðs og hafa áhyggjur af honum. í málflutningi sínum að undanfömu hefur flár- málaráðherra til dæmis lagt höf- uðáherzlu á, að þótt rekstrarhallinn verði allmikill 1987, verði hann samt minni samkvæmt frumvarpinu en hann varð 1986, og ætlunin sé að eyða honum í áföngum á næstu ámm. Slíkar áherzlur em villandi að mínum dómi vegna þess, að rekstr- arhalli ríkissjóðs er ófullnægjandi mælikvarði á heildammsvif opin- berra aðila og áhrif þeirra á efnahagslífíð. Þessi rekstrarhalli nær aðeins til fjárhags ríkissjóðs sjálfs og ríkisstoftiana (þ.e. A-hluta fjárlaga), en skilur fjármál ríkis- fyrirtækja (B-hlutann) og annarra opinberra og hálfopinberra fyrir- tækja og sjóða (sem ég kalla C-hluta ríkisfjármálanna) útundan. Til að fá glögga mynd af væntan- legum heildaráhrifum opinberra aðila á næsta ári þarf að skyggnast víðar en í A-hluta fjárlaganna einan eins og hefur tíðkazt, af því að A-hlutinn er aðeins hluti af miklu stærri heild. Kjámi málsins er sá, að áhrif fjármálastefnu ríkisins á efna- hagslífið í landinu, verðlagsþróun og erlendar skuldir ráðast afheild- arumsvifum opinberra aðila, en ekki af umfangi A-hlutans eins. Þess vegna er nauðsynlegt að skoða opinber fjármál í heild sem hag- stjómartæki í stað þess að einblína á A-hlutann. Þrjú grundvallaratriði Til að hægt sé að gera grein fyrir væntanlegum áhrifum fjár- málastefnu ríkisstjómarinnar næsta ár eins og hún birtist í fjár- lagafmmvarpinu og lánsfjárlaga- fmmvarpinu, þarf að hyggja að þremur grundvallaratriðum, eins ög ég vakti athygli á í umræðum um stjóm opinberra Qármál fyrir ári. í fyrsta lagi þarf að skoða, hversu mikils lánsijár ríkisstjómin hyggst afla til allrar opinberrar eyðslu 1987 samkvæmt fmmvörpunum tveim. Lánsfjárþörfín sýnir beint, hversu langt útgjöldunum er ætlað að fara fram úr skattheimtu, og gefur þvf miklu betri vísbendingu um fyrirhugaðan greiðsluhalla á búskap opinberra aðila heldur en rekstrarhalli ríkissjóðs, sem ríkis- stjómin virðist enn sem fyrr hafa til marks um áhrif opinberra, fjár- mála á efnahagslífið. í þessu efni dugir ekki að einblína á fjárhag ríkissjóðs í A-hluta, heldur verður líka að taka ríkisfyrirtæki og sjóði i B-hluta og önnur opinber og hálfopinber fyrirtæki og sjóði í C- hluta, ekki sízt fjárfestingarlána- sjóðina, með í reikninginn. Þetta er nauðsynlegt vegna þess, að aðhald í opinbemm fjármálum hefur sömu áhrif á efnahagslífið og verðlagsþróunina, hvort sem því er beitt við t.d. útflutningsuppbætur landbúnaðarafurða í A-hluta, Skipaútgerð ríkisins í B-hluta eða lánveitingar Fiskveiðasjóðs í C-hluta. Á þessu þrenns konar að- haldi er enginn munur, sem máli skiptir. Úr því að ríkisstjómin tekur erlend lán í stómm stíl handa fyrir- tækjum og sjóðum í B- og C-hluta samkvæmt lánsfjárlögum og geng- ur í ábyrgð fyrir önnur, hefur hún verulegt fjárhagslegt húsbóndavald yfír B- og C-hluta opinbera geirans eins og yfír A-hlutanum. Þess vegna hefur hún líka vemlegt svig- rúm til aðhalds og spamaðar í B- og C-hluta ríkisfjármálanna eins og í A-hlutanum. Þessi ábending er ekki ný af nálinni, heldur er hún í ætt við þær athugasemdir, sem sérfræðingar alþjóðastofnana, t.d. OECD í París og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, hafa gert hvað eftir annað við reikningsskil aðildarlanda á opinbemm fjármálum. í öðm lagi er nauðsynlegt að draga fram þann hluta heildarláns- fjárþarfar opinberra aðila, sem hefur þensluáhrif innanlands, og halda honum aðgreindum frá hinum hlutanum, sem hefur engin slík áhrif. Til dæmis valda miklar er- lendar lántökur þenslu, ef fénu er varið til eyðslu hér heima, en hafa hins vegar engin slík þensluáhrif, ef féð er notað til að endurgreiða eldri erlendar skuldir eða borga vexti af þeim, því þá streyma pen- ingamir strax aftur úr landi. Þessi aðgreining er nauðsynleg vegna þess, að eitt höfuðmarkmið ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálum er einmitt að halda verðbólgu í skefj- um og draga úr viðskiptahalla eins og kemur fram í upphafi athuga- semda ríkisstjómarinanr við fjár- lagafmmvarpið. í þriðja lagi er líka brýnt að gera greinarmun á lántökum opinberra aðila innanlands og í útlöndum. Ástæðan er sú, að erlendar skuldir opinberra aðila em yfírleitt þung- bærari fyrir þjóðarbúið en opinberar skuldir við almenning hér heima vegna þess, að afborganir og vaxta- greiðslur af erlendum skuldum renna í vasa útlendinga, meðan afborganir og vextir af innlendum skuldum valda einungis tekjutil- færslu innanlands. Þess vegna er skuldasöfnun opinberra aðila innan- lands yfírleitt minna áhyggjueftii en skuldasöfnun erlendis. Lánsfjárþörf Lítum nú á frumvörpin tvö í ljósi þeirra sjónarmiða, sem lýst var að framan. í fyrstu grein ijárlagafrumvarps- ins kemur fram, að lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs nemur 4,9 millj- örðum króna. Þess flár verður aflað með innlendri útgáfu verðbréfa (3,2 milljarðar) og með erlendum lántök- um (1,7 milljarðar). Þar að auki er byggingarsjóðum í B-hluta ætlað að taka 3,5 milljarða að láni innan- lands (hjá lífeyrissjóðum). Við þetta bætist, að Byggðastofnun, Fisk- veiðasjóður, Landsvirkjun og fleiri opinberir og hálfopinberir aðilar í C-hluta hafa samkvæmt lánsíjár- lagafrumvarpinu heimild til að taka erlend lán allt að 3,2 milljörðum auk innlendra lána, sem munu nema 0,8 milljörðum. Þannig er lánsfjár- þörf opinberra aðila 1987 samtals 12,4 milljarðar (4,9 + 3,5 + 4,0). Takið eftir, að ríkisbankamir eru ekki taldir með í C-hluta, þótt færa megi rök fyrir því, að þeir eigi heima þar. Þessi lánsfjárþörf, 12,4 milljarð- ar, sem nemur um 8% af áætlaðri landsframleiðslu 1987, sýnir, hversu langt útgjöldum opinberra aðila er ætlað að fara fram úr tekj- um á næsta ári. Vegna þess að hún nær til opinberra umsvifa í heild og ekki aðeins til hluta þeirra, gef- ur lánsfjárþörfín miklu betri vísbendingu um fyrirhugaðan halla á opinberum búskap heldur en hall- inn á rekstri ríkisins (þ.e. A-hlutan- um), sem vitnað var til í upphafí. Þensluáhrif Þessi mikli greiðsluhalli opin- berra aðila þarf þó ekki endilega að vera fyrirboði nýrrar verðbólgu- aldar. Ástæðan er sú, að verulegur hluti þeirra útgjalda, sem þessum 12,4 milljörðum er ætlað að standa straum af, veldur ekki þenslu í þjóð- arbúskapnum. Mestu máli skiptir í þessu sambandi, að afborganir og vextir af erlendum lánum opinberra aðila eru taldar munu nema um 8,6 milljörðum. Þar af verða vextir um 5 milljarðar og afborganir um 3,6 milljarðar. Þessar greiðslur fara til útlanda og valda því engri þenslu hér heima. Sama á við um þá 0,3 milljarða, sem verður varið til að greiða vexti af skuldum ríkissjóðs við Seðlabankann umfram arð- greiðslu bankans í ríkissjóð. Þessi upphæð verður „fryst" í Seðlabank- anum og veltur því ekki út í efnahagslífið. Eftir standa þá 3,5 milljarðar (12,4—8,6—0,3). Þessari fjárhæð munu opinberir aðilar veita út í efnahagslífíð umfram það, sem þeir innheimta með sköttum, ef frumvörpin tvö verða að lögum og lögunum verður fylgt. Þessi 3,5 milljarða „þensluhalli", sem líklega er bezt að kalla svo, nemur rösklega 2% af áætlaðri landsfamleiðslu og virðist því ekki mjög mikill í sjálfum sér. En hann er samt hættulegur að mínum dómi vegna þess, að hann getur kynt undir verðbólgu og viðskiptahalla þvert ofan í ásetning ríkisstjómar- innar. Og hann getur orðið mjög hættulegur, ef íjárlagafrumvarpið tekur þess konar breytingum í með- fömm Alþingis, að fjárlögin sýna á endanum mun meiri halla en frum- varpið gerir ráð fyrir — eins og næstum alltaf hefur gerzt á undan- fomum árum. Þar að auki er margföld reynsla fyrir því, að opin- ber útgjöld fara iðulega langt fram úr fjárlögum, ekki sízt skömmu fyrir kosningar eins og nú. í ljósi reynslunnar er þess vegna hætt við því, að þensluhallinn á búskap opinberra aðila verði miklu meiri en 3,5 milljarðar, þegar upp verður staðið í árslok 1987. Þannig virðist Qármálastefna ríkisstjómar- innar líkleg til að stuðla að vaxandi þenslu og verðbólgu á næsta ári, ef ekki verður gripið í taumana. Að vísu er þensluhallinn, eins og ég hef lýst honum að framan, ekki einhlítur mælikvarði á verðbólgu- áhrif fjárlaga, því að fleira skiptir máli en hallinn einn. Einkum getur umfang opinberra umsvifa verið mikilvægt í þessu sambandi, hvað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.