Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 25

Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Kosningamar munu snúast um árangurinn af sljómarsamstarfinu - sagði Þorsteinn Pálsson á Varðarfundi „NÆSTU kosningar munu fyrst og fremst snúast um árangurinn af núverandi stjórnarsamstarfi," sagði Þorsteinn Pálsson á fundi hjá Lands- málafélaginu Verði sl. miðvikudagskvöld. „Á ýmsu hefur gengið, og margt hefði mátt fara betur en við höfum að mínu mati náð þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi samstarfsins og ber þar fyrst að nefna lækkun verðbólgunnar. Dr. Þorvaldur Gylfason „í ljósi reynslunnar er þess vegna hætt við því, að þensluhallinn á búskap opinberra aðila verði miklu meiri en 3,5 milljarðar, þegar upp verður staðið í árslok 1987. Þannig virðist fjármálastefna ríkis- stjórnarinnar líkleg til að stuðla að vaxandi þenslu og verðbólgu á næsta ári, ef ekki verð- ur gripið í taumana.“ sem hallanum líður. Þannig er til dæmis hægt að veita aðhald í opin- berum fjármálum og þar með viðnám gegn verðbólgu með því að draga úr útgjöldum og sköttum um sömu upphæð, þótt lánsfjárþörfin og þensluhallinn séu hin sömu eftir sem áður. Eins getur samsetning skatttekna ríkissjóðs skipt miklu máli. Til dæmis er viðbúið, að lækk- un tekjuskatts og hækkun óbeinna skatta á móti (eins og fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir) geti aukið verðbólguna í bráð að öðru óbreyttu, þar eð óbeinir skattar velta beint út í verðlagið. Það, sem áður sagði um þensluhallann næsta ár, verður að skoða í ljósi þessara fyrirvara. Reynsla fyrri ára Fyrir ári varaði ég, m.a. í grein- um hér í Morgunblaðinu, við fyrir- sjáanlegum þensluáhrifum Ijárlagafrumvarpsins þá og benti á, að þótt þensluhallinn virtist lítill samkvæmt frumvarpinu í fyrstu gerð þess (hann var reyndar nei- kvæður um 0,4 milljarða), ætti hann trúlega eftir að vaxa í meðferð þings og ríkisstjómar. Hvað hefur gerzt? Nýjustu upplýsingar sýna, að þensluhallinn (eins og hann hef- ur verið skilgreindur hér) stefnir í 1,6 milljarða 1986, eða rösklega 1% af landsframleiðslu. Þessi upp- hæð er svipuð þeirri, sem ríkis- stjómin telur flárlagaaðgerðimar til að greiða fyrir kjarasamningun- um í febrúar hafa kostað ríkissjóð. Sú kostnaðaráætlun er þó umdeil- anleg, þar eð fjórðungur fjárhæðar- innar (0,4 milljarðar) er fólginn í framlagi til Áburðarverksmiðjunn- ar, niðurgreiðslu áburðarverðs og útsölu kindakjöts. Ætla má, að unnt hefði verið að tryggja sam- bærilegan kaupmátt launafólks með öðmm og ódýrari hætti. Hvað sem því líður hefði verið hyggilegra að mínum dómi að rýma fyrir fjár- lagaaðgerðunum vegna kjarasamn- inganna með því að draga saman seglin á öðmm sviðum til að koma í veg fyrir hallabúskap og þenslu af þeirra völdum. Svipað gerðist 1985. Þá var þensluhallinnn 0,4 milljarðar sam- kvæmt fjárlögum og lánsfjárlögum, en reyndist 4,5 milljarðar, eða 4% af landsframleiðslu, þegar öll kurl komu til grafar. Líku máli virðist gegna um næstu ár á undan, þótt endanlegar tölur séu ekki tilbúnar enn. Bæði á þessu ári og í fyrra hefur ríkisstjómin því — hálfpartinn óvart að því er virðist — kynt undir verð- bólgu og viðskiptahalla með ógæti- legri stjóm opinberra íjármála þvert ofan í eigin ásetning. Fmmvörpin tvö fyrir 1987 bera með sér, að ríkisstjórnin ætla að halda þessu áfram í enn ríkari mæli á næsta ári. Að vísu er ekki hægt að full- yrða, að þensluhalli af þeirri stærð, sem um er að tefla á þesu ári og næsta, hljóti að herða aftur á verð- bólgunni, en mér virðist hættan þó auðsæ, einkum ef hallinn verður til þess að ýta undir kaupkröfur um- fram greiðslugetu atvinnuveganna í komandi kjarasamningum og gengisfall í framhaldi af þeim. Erlendar skuldir Loks er einnig vert að benda á, að nýjar erlendar lántökur opin- berra aðila í A-, B- og C-hluta munu samkvæmt frumvörpunum tveim nema 4,9 milljörðum 1987 eins og áður kom fram, meðan af- borganir munu verða um 3,6 millj- arðar. Þannig munu erlendar skuldir opinberra aðila aukast um 1,3 milljarða (4,9—3,6) eða tæplega 1% af landsframleiðslu, og er þá fyrirhuguð erlend viðbótarlántaka vegna fjárlagahallans á þessu ári ekki talin með. Fullyrðing fjármála- ráðherra á Alþingi um, að erlendar skuldir opinberra aðila muni lækka um 0,4 milljarða á næsta ári, er villandi vegna þess, að hún nær aðeins til A-hluta ijárlaganna, en skilur C-hlutann útundan (B-hlut- inn tekur engin erlend lán beint). Einnig af þessu má ráða, hversu brýnt það er að skoða áhrif opin- berra fjármála í heild á efnahagslíf- ið í stað þess að einblína á einn hluta þeirra, A-hlutann, og horfa framhjá hinum. Hitt er líka rétt að taka fram, að þrátt fyrir aukningu erlendra skulda opinberra aðila í heild virðist væntanlegur hagvöxtur munu sjá til þess, að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu lækki á næsta ári niður fyrir 50%. Engu að síður verður þetta skuldahlutfall eftir sem áður eitt hið hæsta í heimi. Niðurlag Þegar allt er skoðað, virðist mér auðséð, að frumvörpin til flárlaga og lánsfjárlaga, sem nú hafa verið lögð fyrir Alþingi, geti valdið þenslu í þjóðarbúskapnum og þar með vax- andi verðbólgu og viðskiptahalla á næsta ári að öðru óbreyttu, ef ekki verður gripið í taumana. Ástandið er að mínum dómi hættulegra nú en fyrir ári, bæði vegna þess að fyrirsjáanleg þensluáhrif ríkisijár- málastefnunnar virðist meiri nú en í fyrra og vegna þess, að ýmis önn- ur þenslumerki eru á lofti samtímis. En þótt áhrif fjármálastjómar opinberra aðila í heild á verðbólgu og skuldasöfnun hafi reynzt verri en áhrif A-hlutans eins á síðustu árum, er einnig ljóst, að svigrúm til aðhalds og spamaðar í opin- berum íjármálum er að sama skapi meira, þegar opinberi geirinn er skoðaður allur. Þannig er ástæðu- laust að einskorða umræður um nauðsynlegt aðhald í opinberuum fjármálum við A-hluta ríkissjóðs. Þvert á móti virðist ekki síður væn- legt til varanlegs árangurs nú og á næstu ámm að leita spamaðarleiða í hinum hlutum opinbera geirans, einkum C-hlutanum. Höfundur er prófessor íþjóð- hagfræði við Háskóla tslaads. í vetur verðum við svo að leggja línumar og sýna fram á hvemig best megi nýta þann árangur sem náðst hefur. Kosningamar næsta vor munu súast um það hvort við viljum halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð eða fara aftur í sama gamla farið og áður.“ Miklar breytingar hafa orðið í stjómun efnahagsmála í tíð þessar- ar ríkisstjómar, sagði Þorsteinn. „Bylting" hefur orðið í peningamál- um og m.a. leitt af sér aukinn spamað í þjóðfélaginu, frelsi hefur verið aukið í gjaldeyrismálum og aðilum vinnumarkaðarins boðið upp á að fara nýjar leiðir í samninga- málum, drög hafa verið lögð að nýju skattakerfí, ákveðið að taka upp virðisaukaskatt, samræma tollalöggjöfina og gera breytingar á tekjuskattinum. Fækka á skatt- skjólum og lækka jaðarskattinn. Þórarinn Tjrrfíngsson sagði að amfetamínneytendur hefðu farið að koma til meðferðar árið 1983, en svo virtist sem neysla efnisins hefði dottið niður á árunum þar á undan. „Við sáum meðal okkar skjólstæð- inga mikla aukningu á neyslu amfetamíns á milli áranna 1984 og 1985 og hefur það enn aukist á þessu ári“, sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir neytendur sem núna kæmu virtust vera orðnir meira háðir efninu en áður og sífellt fleiri sem sprauta efninu í æð, en venju- lega hefði efnið verið tekið inn með því að sjúga það í gegnum nefið. „Við vorum alls með 217 einstakl- inga sem greindust með amfetamín- neyslu árið 1985 og þar af 50 einstaklinga sem sprautuðu sig, en sú tala hefur meira en tvöfaldast á þessu ári“, sagði Þórarinn. Hann sagði að efnið væri aðal- lega flutt til landsins í formi dufts og væri það stundum blandað með sykur- og mjólkurefnum til að drýgja það. Með því að sprauta því „Stjómarandstaðan hefur verið bitlaus að mínu mati og gagnrýni hennar fálmkennd og á litlum rök- um reist," sagði Þorsteinn. „Fjárlagahallinn, sem hún nú gagnrýnir, var og er lykillinn að þeirri þjóðarsátt sem gerð var í samningunum í vor. Stjómarand- staðan er nú að hlaupa frá þeirri lausn sem hún sætti sig við í vor.“ Þorsteinn sagði að fjárlagahallinn væri sú fóm sem hefði þurft að færa til að ná þessari þjóðarsátt, annars hefðu líklega verið gerðir verðbólgusamningar. Hallinn nú væri samt minni en í fyrra og á næsta ári yrði hann þriðjungi minni en á þessu ári. Markmið kjarasamn- inganna um að ná jöfnuði í ríkis- búskapnum á þremur ámm myndi nást. Að lokum varaði Þorsteinn Páls- son menn við því að hugsa sem svo í æð fengju neytendur meira út úr efninu og áhrifin kæmu fyrr en ella. „Þeir ná líka ákveðinni líðan sem þeir ná ekki með því að taka efnið í nefnið“, sagði Þórarinn. „Þessi efni em mjög lík þeim efnum sem við notum í heilanum og þegar þau bætast við í líkamanum valda þau ofstarfsemi á vissum svæðum í heil- anum og fylgir því aukin vellíðan neytandans. Þetta gerir það svo aftur að verkum að heilinn sér þá enga ástæðu til að búa til þessi efni þannnig að eftir að neyslu lýk- ur verður skortur á þessum efnum, sem hefur í för með sér vaxandi vanlíðan, eftir því sem efnið er not- að meira og lengur. Þá getur komið fram kraftleysi og þunglyndi auk þess sem neytendur verða tilfínn- ingalega sljóir, finna lítið til gleði eða sektarkenndar og verða eins og þeir segja sjálfír „lifandi dauð- ir“. Alit verður grátt og leiðinlegt og það eina sem getur breytt þessu ástandi er að fá sér aftur amfet- amín. Þetta ástand getur staðið að ekki væm miklar líkur á vinstri stjóm eftir næstu kosningar. Taldi hann ýmislegt benda til þess að svo gæti farið. Sérstaklega sagði hann tilburði uppi milli formanna Al- þýðubandalagsins ög Alþýðuflokks- ins um að þeir gætu átt samleið að loknum kosningum. „Ef Al- þýðuflokkurinn vinnur á á kostnað Sjálfstæðisflokksins yrði það túlkað sem veikleiki Sjálfstæðisflokksins og krafa um vinstri stjóm." Sagði hann hættuna vera að upplausnar- öflin innan Alþýðubandalagsins yrðu uppistaðan í ríkisstjóm sem Alþýðuflokkurinn fengi umboð til að mynda þar sem „verið er að þrýsta út öllum þeim í Alþýðu- bandalaginu sem hafa litið með raunsæi á kjarasamninga". „Meginmarkmið okkar er að Sjálfstæðisflokkurinn komi út það sterkur að ekki verði hægt að mynda ríkisstjóm án hans þátttöku svo við getum unnið áfram á gmnd- velli frelsis og framfara og haldið áfram að byggja á því sem unnist hefur. Málefnastaðan er góð og við eigum að nýta okkur það. Framtíð þjóðarinnar er í húfí,“ sagði Þor- steinn að lokum. nokkuð lengi, í tvo til þrjá mánuði, einkum eftir langvarandi neyslu. Eftir svona mikla keyrslu geta menn því verið mjög langt niðri og þunglyndið og þessi gráa leiðinlega veröld verður yfírþjrrmandi." „Ofan á þetta bætast svo hæt- tumar við að taka efnið og þar vegur þjmgst sú hætta að menn geta drepið sig á þessu, með of stórum skammti. Þá er alltaf sú hætta fyrir hendi að menn geta lent í geðveikisástandi eftir neyslu amfetamíns og sú hætta er veruleg. Þau lýsa sér einna helst í tor- tryggni og ofsóknaræði, þeir em mjög hræddir og halda að menn séu að ofsækja á einhvem hátt og þeir geta jafnvel staðið í þeirri meiningu að þeir séu í lífshættu." Þórarinn sagði að oft gæti rejmst erfitt að lækna þá sem langt em leiddir. „Það er sérstaklega fyrst eftir að amfetamínnejrtendur koma inn, sem erfitt er að ná til þeirra og þeir eiga oft erfítt með hemja sig inni fyrstu dagana. Þess vegna er oft deilt um það í meðferðinni hvort eigi að svipta þetta fólk sjál- fræði, það er hvort eigi að hafa þá á opnum deildum eða lokuðum. Þegar fram í sækir er meðferðin svipuð og hjá alkóhólistum," sagði Þórarinn. Hann sagði að of snemmt væri að segja nokkuð ákveðið um árangurinn af meðferð amfetamín- neytenda, þar sem tiltölulega stutt væri síðan þeir fóm að koma til meðferðar. Sér virtist þó árangur- inn fram til þessa lofa góðu. Amfetamínneysla hefur stóraukist: Sprautusjúklingnm hefur fjölgað um meira en helming „Geðveikiseinkenni algeng meðal neytenda“, segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. FÍKNIEFNALÖGREGLAN hefur það sem af er þessu ári lagt hald á nær tvöfalt meira magn af amfetamíni en allt árið í fyrra. Reynir Kjart- ansson, í fíkniefnadeild lögreglunnar, sagði i samtali við Morgunblaðið að lagt hefði verið hald á tæp 1.700 grömm af amfetamíni á þessu ári, en alls hefðu náðst um 970 grömm árið 1985. Þá hefur Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir i meðferðarstöð SÁÁ á Vogi, staðfest í samtali við Morgunblaðið, að mun fleiri sjúklingar hefðu komið til meðferðar vegna amfetamínneyslu á þessu ári en árið áður og hefði fjöldi amfetamínneyt- enda, sem komið hafa til meðferðar, farið sífellt vaxandi frá árinu 1983.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.