Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 28
_ ' óc 6 I m 1 ii i 'JS . • .1 .. tM U . í - 1 ,• i J i r *. ■.. J ‘í ) i ‘ ! . Ao ---------------------- MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Minning: Krístín Anna Þór- arínsdóttir leikkona Fædd 26. október 1935 Dáin 2. nóvember 1986 Kristín Anna Þórarinsdóttir lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 2. nóvember síðastliðinn eftir erfitt og strangt sjúkdómsstríð, sem hún háði með þeim óbilandi kjarki, sem hetjum einum er gefinn. Eg fylgdist með sjúkdómsbaráttu Önnu Stínu, en undir því nafni gekk hún meðal vina og vandamanna, frá því að fyrstu sjúkdómseinkennin gerðu vart við sig í lok janúarmán- aðar siðastliðinn. í fyrstu afar sakleysisleg einkenni, sem ágerðust jaftit og þétt eftir því sem á vetur- inn leið. Hugur minn reikar til sunnu- dagsins 11. maí síðastliðinn. Anna Stína hafði legið inni á sjúkrahúsi til ítarlegrar rannsóknar, en fékk að fara heim til flölskyldu sinnar um helgina og átti að koma aftur á sjúkrahúsið áðurgreindan dag. Glampandi vorsólin skein frá al- heiðum himni, en vegna ríkjandi norðanáttar, sem varað hafði um skeið, var kuldanepja, þar sem ekki naut skjóls og vorgróður allur lá í dróma vegna vorkuldans. Anna Stína hringdi í mig árla þessa vormorguns. „Ég vissi, að þú værir vöknuð," sagði hún, „en ég er búin að liggja vakandi frá því fyrir klukkan sex í morgun, ég er víst farin að aðlagast spítalalífinu." Við töluðum saman dijúglanga stund, en síðan sagði hún: „Gerður, ég er hrædd. í kvöld fer ég aftur á spítalann og á morgun fæ ég úrskurð frá sjúkdómsrannsóknun- um öllum." Næsta dag fór ég til hennar á spítalann, en þegar ég kom inn á sjúkrastofuna, þar sem Anna Stína hafði legið, var rúmið hennar autt. „Hún var flutt á aðra stofu í morg- un,“ sögðu konumar, sem höfðu legið á stofu með henni. Þar sem ég stóð inni í sjúkrastofunni og horfði á autt sjúkrarúmið hríslaðist um mig vonleysiskuldahrollur, miklu kaldari en norðannæðingur- inn úti. Ég gekk hljóðum skrefum að nýja sjúkrabeðnum hennar Önnu Stínu, sem nú var á einbýli. Eiginmaður hennar sat hjá henni, en stóð upp og sagði: „Ég ætla að leyfa ykkur að vera einum um stund.“ Við tókumst þétt í hendur án þess að talast við, en síðán rauf hún dauðans kyrrðina og sagði: „Það er krabbamein, eins og mig grunaði, ég á aðeins örstutt líf fyr- ir höndum. Að vísu ætla læknamir að reyna bæði lyfla- og geislameð- ferð, en batahorfur eru hverfandi litlar." Það var áhrifaríkt að sjá og fylgj- ast með viðbrögðum fjölskyldu Önnu Stínu við þessum válegu tíðindum. Allt var gert, sem í mann- legu valdi stóð, til þess að létta henni sjúkdómsbyrðina, sem ágerð- ist með ógnarhraða. Bæði Kristján, I eiginmaður hennar, og bömin, Eyj- l ólfur Kjalar, Alda, Ámi og Þórar- [ inn, svo og fjölskyldan öll veittu Ihenni Ómælda umönnun og styrk og sjálf tók hún örlögum sínum af slíku æðmleysi og hetjulund að aldrei gleymist þeim, sem með fylgdust. Sína síðustu krafta notaði hún til að fegra og dytta að heimil- inu þeirra á Gmndarstíg 12, enda lagði Anna Stína alla tíð metnað sinn í að halda heimilinu fallegu og hlýlegu og þar skipuðu bækur, blóm, ljós og listaverk öndvegi. Og svo kom sumarið með marga yndislega og fagra sólardaga. Anna Stína unni sól og sumri, hún var í eðli sínu sannkailað sólskinsbam og hvert sinn er af henni bráði keyrði Kristján hana út í sólskinið og veitti það henni mikla gleði. í eðli sínu var hún náttúmbam, sem unni gróðri og fegurð landsins. Við fómm saman í nokkrar ferðir inn á íslensk öræfí og hafði hún orð á því, að sér opnaðist nýr, fag- ur og áður óþekktur heimur. Á síðastliðnu sumri komst hún nokkr- um sinnum í heimsókn í sumarbú- stað okkar hjóna, sem stendur úti við sjávarsíðuna á Vatnsleysu- strönd, og gladdist hún innilega yfir blómunum og tijáplöntunum, sem við vomm að rækta, en bað alltaf um að verða keyrð alveg nið- ur að sjónum til þess að heyra sjávamiðinn og anda að sér fersku sjávarloftinu. Anna Stína var falleg kona, fínleg og framganga hennar öll var fáguð, hlýleg og aðlaðandi. Hún var ákaflega listhneigð og unni allri fegurð jafnt fegurð himinsins og náttúmnnar allrar, sem fegurð tóna, lita, forma og bókmennta. Af öllum listum var leiklistin hug- fólgnust, enda þjóðkunn leikkona og upplesari og í allra fremstu röð íslenskra ljóðalesara. Hún hafði ákaflega þýða og hljómfagra rödd og sitt daglega málfar vandaði hún svo, að athygli vakti. Vegna óvenju fjölþættrar lífs- reynslu Önnu Stínu var hún vinum sínum skilningsrík, nærgætin og sannur vinur í gleði og sorg. Hún þekkti lífið frá öllum hliðum þess flestum öðmm betur og átti því afar auðvelt með að setja sig í ann- arra spor, uppörva og hugga, samgleðjast, skilja og fyrirgefa. Þegar ég kynntist Önnu Stínu fyrst hafði hún fyrir fáum ámm gifst Kristjáni Arasyni, kennara við Háskóla Islands og Menntaskólann á Laugarvatni, og áttu þau silfur- brúðkaup í september síðastliðnum. Þau hjónin áttu óvenju mörg sameiginleg áhugamál, sem ásamt einlægri væntumþykju tengdu þau saman óijúfandi tryggðaböndum. Meiri kærleik og umönnun en Kristján sýndi Önnu Stínu í hennar þungbæm veikindum er ekki hægt að hugsa sér. Og þegar að endalok- um dró vék hann vart frá sjúkrabeði hennar, hvorki dag né nótt. Og svo var einnig um bömin og fjölskyld- una alla. Á Borgarspítalanum á deild A-6 naut Anna Stína hinnar fullkomn- ustu hjúkmnar og kærleiksríkrar umönnunar hjúkmnarliðs deildar- innar, sem ég veit, að fjölskyldan og vinahópurinn er mjög þakklát fyrir. Við Egill fæmm hér hugheilar þakkir fyrir áratugavináttu við Ónnu Stínu og Kristján og þeirra fjölskyldu, fyrst á Laugarvatni og síðan hér í Reykjavík. Við sendum öllum aðstandendum okkar dúpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Kristínar Önnu Þóraririsdóttur. Gerður H. Jóhannsdóttir Hún var drengur góður. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini, hún var ætíð hreinskiptin, en þó örlát svo fágætt má teljast. Leið- ir okkar Önnu Stínu lágu snemma saman, við vomm ungar stúlkur sem stefndu að sama marki. Ég held, að fyrst í stað höfum við far- ið varlega hvor að annarri, það koma stundir þegar manni býður í gmn að nú skuli ekki flana að neinu og sú viðvömn er góð fóstra. Þar kom að við þurftum ekki lengur að skoða og kanna, heldur myndaðist það traust sem gerir vináttu það besta sem lífið hefur að bjóða. í sjón var hún álfkona sem gaf til kynna að hún væri of viðkvæm fyrir þennan heim en í raun var styrkur hennar mikill og kom ævin- lega á óvart. Á leikferli hennar lengst framan af kom það gjaman í hennar hlut að túlka ungu stúlk- umar, einhverskonar dekurböm, ef maður lítur til léttu leikanna, en það var fyrst þegar kom að alvar- legri verkum sem buðu upp á góðan skáldskap sem hæfileikar hennar nýttust best. Hún hafði sjaldgæft næmi fyrir texta og þróttmikil en en óvenju hljómfögur röddin vakti athygli. Þeir sem urðu vitni að flutningi hennar á ljóðum vita að þar var hún í fremstu röð. Mér er ekki lagið að telja upp staðreyndir og fer ekki út í upptaln- ingu verkefna, sem voru fjölmörg. Síðan kom langt hlé er hún fylgdi manni sínum og bömum á önnur mið. Þau dvöldu á Laugarvatni um árabil þar sem Kristján gegndi kennarastarfi., Þar tók hún til við að setja á svið verk með mennta- skólanemum og varð það til þess að henni bámst boð um að vinna að leikstjóm víða um land, við góð- an orðstír. Þegar litið er til baka koma í hugann myndir af ólíkum vistarver- um þeirra Önnu og Kristjáns eins og gerist þegar við emm að hasla okkur völl. Engum hef ég kynnst sem hafði eins gott lag á því og hún að gera fallegt í kringum sig, það var henni lífsnauðsyn. Bæði hafa þó átt sammerkt að hafa ekki farið í háværar kröfugöngur sjálf- um sér til handa. í skjóli þeirra hafa alist upp mannvænleg böm sem hafa notið mannkosta þeirra. Eina dóttur misstu þau kornunga og var það þeirra stóri harmur. Anna Stína átti að lokum stranga baráttu við vágestinn sem hún háði með hreinleika og reisn. Hún lést aðfaranótt allraheilagramessu, þeim degi tilheyrir ritningargreinin „Sælir em hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Helga Bachmann Þegar ég hitti hana Önnu Stínu fyrst fannst mér hún feiknarleg heimskona. Tilefnið var, að Ingi- björg Stephensen varð tíu ára gömul og fagnaði þeim merka áfanga með dömuboði í foreldrahús- um á Laufásvegi 4. Þetta var mikil upplifun fyrir mig, dreifbýlisbam úr einni af jaðarbyggðum Reykja- víkur. Sárfeimin var ég að reyna að hverfa inn í vegg, þegar til mín sveif fínleg jafnaldra, með bjart og kringlótt andlit (eins og tungl í fyll- ingu — var hún vön að segja sjálf) og spurði af hveiju ég væri ekki að dansa eins og hinar. Ég sagðist ekki kunna það. „Það skal ég kenna þér,“ sagði hún, full umhyggju, „þetta er bara foxtrott.“ Foxtrott! Það orð var ekki brúkað í íslensku bændamenningunni. Út í heiminn opnaðist gluggi. Þetta var árið 1946. Næst sá ég Önnu Stínu á sviði þar sem hún og ísak Hallgrímsson, nú öldmnarlæknir, léku kóngafólk, eins og fædd í hlutverkin. Svo var hún orðin sextán eða sautján og komin á leikskóla hjá Lámsi Páls- syni. Þá sat hún á Laugavegi 11 með heimsins fíngerðasta gullhár og horfði yfir sig ástfangin í augun á ungum manni í skáldadraumum, Emil Eyjólfssyni. Með honum fór hún til Frakklands og þegar ég hitti hana næst vomm við orðnar tvítug- ar. Hún bauð mér til kvöldverðar. { kjallara bjó hún að vísu, en matseð- illinn hljóðaði upp á „Cotes de porc“ (svo nefnast svínakótelettur á frönsku) og rauðvín. Gestimir vom Þorvaldur Skúlason listmálari, Leif- ur bróðir hennar, kannski fleiri. Þegar leið á kvöldið tók Anna Stína gítarinn og flutti ástarsöngva og tregaljóð af því tagi sem Frakkar kalla chansons. „You don’t have to give me diamonds or pearls ... oniy a shoulder to lean on“ söng hún af slíkri hjartans einlægni, að ég hef aldrei getað gleymt þvf. Það var mikill skaði að hún skyldi ekki leggja meiri rækt við hæfíleika sína á þessu sviði, því þeir vom á heims- mælikvarða, það skal ég standa við hvar sem er. Hún hafði mjög næmt eyra fyrir hrynjandi og frá því hún var kom- ung þótti ljóðalestur hennar ein- staklega góður. Skólabræður mínir sögðu að hún hefði fegurstu rödd á Islandi. Kvæði Laxness „Ungling- urinn í skóginum" var hennar glansnúmer: gleði æskumannsins sem uppgötvar fegurð heimsins varð bráðsmitandi í flutningi henn- ar. Á næstu ámm brilleraði hún á sviðinu og náði hápunkti í túlkun sinni á Júlíu þeirra Rómeós og Shakespeares, frægasta ástarhlut- verki bókmenntanna. Sigurganga á fjölunum blasti við. En einkalífíð hafði verið nokkuð næðingasamt. Samband hennar við Emil varð ekki iangt. Þau eignuð- ust soninn Eyjólf Kjalar, sem ólst að mestu upp hjá föðurforeldmm sínum, Guðrúnu Emilsdóttur og Eyjólfí Kristjánssyni á Brúarási í Fossvogi, við besta atlæti. Samt var sárt fyrir unga móður að geta ekki haft bamið sitt hjá sér. í hjóna- bandi með Emi Bjamasyni eignað- ist hún dótturina Öldu, þau skildu eftir árið. Anna Stína trúði mér fyrir þeirri lífsskoðun sinni, að ástarsamband yrði að staðfesta með bami, annars væri það léttvægt. Langt um seinan sá ég að hún var alls ekki sú heims- kona sem ég hélt, í þeim skilningi að hún (og við báðar) vissum lítið um staðreyndir lífsbaráttunnar. Samt stríddi hún mér stundum á því, að ég vissi enn minna en hún. Hún var listamannabam. Móðir hennar, Alda Möller leikkona, dó þegar Ánna Stína var tólf ára eða svo, og faðir hennar, Þórarinn Kristjánsson, var og er gæddur ríkum tónlistargáfum, spilaði á selló, en vann alltaf sem símritari. Anna Stína hafði rómantíska listamannssál og maðurinn, sem varð lífsförunautur hennar, var af líku bergi brotinn, Kristján, sonur Árna Kristjánssonar píanóleikara og Önnu Guðrúnar Steingrímsdótt- ur, hneigður fyrir heimspeki og skáldskap. Ætli Anna Stína hafí ekki verið svona 25 ára, þegar þau tóku saman. Á skömmum tíma eignuðust þau þijú böm. Það elsta var dóttir, Anna Guðrún, en hún var fædd með hjartagalla og dó held ég á fyrsta ári, eftir að foreldr- amir höfðu gert allt sem þau gátu til að leita henni lækninga. Það var þungur harmur, dýpsta sárið sem Anna Stína hlaut á ævinni, og greri aldei til fulls, er ég hrædd um. Þama stóð hún um þrítugt, með Öldu litlu og synina tvo, Ama og Þórarin, á fyrsta og öðm ári. Hún ákvað að hætta að leika. Af heiðar- leik, kannski ótímabærum, fannst henni hlutverk móður og eiginkonu svo knýjandi að fleiri hlutverkum yrði ekki sinnt svo mynd yrði á. Þau Kristján fluttu austur að Laug- arvatni, þar sem hann kenndi við menntaskólann í mörg ár. Saman gerðu þau fjölda útvarpsþátta um sígildar bókmenntir og vom þeir frábærir. Hvaða él sem næddu um hana Önnu Stínu þá bjó hún alltaf yfir einhveijum tíguleika sálarinnar: kannski var það fegurðarskyn hennar, sem gæddi hana einstökum þokka. Hún var fjarskalega trygg- lynd og ræktaði vináttu. Hennar stóri og trausti vinahópur byggðist áreiðanlega að einhveiju leyti á því, hvað hún bar mikla umhyggju fyrir þeim sem henni fannst skipta sigmáli. Ég er ekki að segja að hún hafí verið gallalaus frekar en ég og þú. Hún gat orðið svolítið hástemmd, átti það til að „fomemast" upp á gamla móðinn og eitt og annað gæti ég tínt til. En hún bjó yfir höfðingslund, sem oft var í skökku hlutfalli við takmörkuð fjárráð. Hún élskaði að gefa vinum sínum gjafir, ilmvatn og kristalskertastjaka fékk ég. Henni hefði hæft að búa í höll og halda góðar veislur, sitja við háborð og stjóma andríkum sam- ræðum. En hún kaus að giftast manni, sem átti sínar hallir í höfð- inu, eins og Guðbergur orðar það, ekki þröngsýnissál í steinsteypu- villu. Fram undir það síðasta safnaði hún að sér skemmtilegu fólki, kringum sjúkrabeðinn. Eitthvað kringum 20. september sl. kom ég að morgni á Borgarspítalann. Þá sátu hjá henni móðursystir hennar, Þorbjörg Leifs (Dídí) og Bjöm sagn- fræðingur Þorsteinsson. Bjöm var innlagður á sömu deild. Hann var á rauðum flauelsslopp og talaði í ákafa, þótt sjúkdómurinn væri bú- inn að hrifsa úr honum raddböndin, svo hann varð að anda orðin gegn- um raftæki. Þessa stundina var honum kristnitaka íslendinga efst í huga: „Dettur ykkur í hug að nokkur maður á Alþingi sumarið eitt þús- und hafi haft áhuga fyrir trúmál- um? Þetta voru hrein viðskipti, eins og... ja, eins og þegar Danir gengu í EBE. Þessar norðurbyggðir vom mikilvægar ... sjáið þið ... fíla- beinið kemur ekki fyrr en með krossferðunum, um tólfhundruð, en á Grænlandi var fullt af rostung- um...“ „Vom tennumar notaðar í drykkjarhom?" gufaðist upp úr mér. Bjöm tókst bókstaflega á loft: „í biskupsstafi, manneskja! Þetta var bara eins og Efnahagsbanda- lagið eða Nato, það VERÐUR einhver að skrifa um þetta.“ Við sáum í huganum fjömmar í Eystribyggð, þaktar rostungum, sem bökuðu sig í sólinni, gmnlausir um að tönnunum yrði kippt úr þeim um leið og samningaliðið á Þingvöll- um væri búið að snúa íslendingum frá Þór og Óðni á sveif með Jesú Kristi. Anna Stína lá á hliðinni og brosti, of kvalin til að leggja mikið til mála, samt sú sem bar ægishjálm yfir hugmyndaflæðinu. Þrem vikum seinna var Bjöm dáinn, og á allra heilagra messu kvaddi Anna Stína. Hljóðnuð sú rödd sem eitt sinn þótti fegurst á fslandi. Það er silfurbrydding á hveiju svörtu skýi, segir máltækið. Ég veit að mikið af hæfileikunum henn- ar Önnu Stínu á eftir að skila sér hjá bömunum hennar, sem em hvert öðm yndislegra. Þeim sendi ég mínar einlægustu samúðarkveðj- ur, svo og föður hennar og systkin- um, og ekki síst Kristjáni manni hepnar, sem var stoð hennar og stytta þetta þrautasumar, svo hún mátti helst ekki af honum sjá. Inga Huld Hákonardóttir Kristín Anna Þórarinsdóttir var löngu landskunn leikkona, þegar hún fluttist hingað að Laugarvatni með fjölskyldu sinni árið 1967, en þá var eiginmaður hennar, Kristján Ámason, orðinn fastur kennari við menntaskólann. Hér átti hún fast heimili til 1975 og dvaldist hér raunar oft eftir það um lengri eða skemmri tíma. Hér verður engin tilraun gerð til að rekja æviatriði hennar og listferil, aðeins fest á blað fáein kveðju- og þakkarorð fyrir þátt hennar í sögu skólans — og ógleymanleg persónuleg kynni. Enda þótt Kristín Anna hefði stórt heimili að annast var brátt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.