Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 að „bjarga heiminum". Frelsa hann frá „óvininum", öllum hans verkum og öllu hans athæfi. Fyrir alla muni að gera þessa góðu guðsgjöf, jörðina okkar, að sælustað allra manna. Áráttu valdsins að troða á öllu minni máttar dæmdum við útí ystu myrkur. Eftir þessar tiltektir okkar varð heimurinn líkari himna- ríki. En þetta var erfitt verk og þá var slegið á léttari strengi eða farið í ferðalag. Mér er í minni ferð er við fórum íjögur saman um Snæfellsnesið. Að sjálfsögðu gistum við í fæðing- arbæ Ólafs. Nú var hún Ólafsvík önnur en í bernsku hans. Hvert einbýlishúsið öðru ríkmannlegra. Þama átti Ólaf- ur frændur og vini í öðru hveiju húsi, enda viðtökur allar rausnar- legar. Það var brugðið á gamanmál, rifjaðar upp sögur frá gömlum dög- um af orðhvötum „Ölsurum" og sjóferðum hetjanna á bátkænum þess tíma. Veður og fegurð Snæ- fellsnessins. Allt gerði þessa ferð ógleymanlega. Þær voru margar ferðimar og samfundimir. Allt dýrðardagar, sem manni finnst nú að hefðu mátt vera fleiri. Þær gleymast ekki veiðiferðimar okkar þótt ekki væm þær allar til íjár eða fanga, en allar gulli dýr- mætari í sjóð minninganna. Fagur var dagurinn og bjartur er Ólafur varð fertugur. Hann kaus að draga sig úr borgarysnum og gista í Dalnum. Vatnið var sem skuggsjá. Lágnættið hljótt, og fög- ur var óttan þessa björtu Jóns- messunótt. Það er svo margt sem ekki er hægt að skrifa, aðeins minnast og lifa. Ólafur lifði aðeins sextíu og fimm afmælisdaga. Síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar, en sinnti þó starfi meðan kraftar ent- ust. Að síðustu tóku við þungar sjúkrahúslegur uns yfir lauk. Sigríði, bömun þeirra og bama- bömum svo og aldraðri móður hans, sendum við hjónin samúðarkveðjur. Honum, sem hverfur til feðra sinna, fæmm við hjartans þakkir fyrir ljúf- ar og bjartar samvemstundir. Ólafur var borinn inn í nóttleysu sumarsólhvarfa. Hann féll er haust- laufið leitar moldarinnar. Þangað, sem lífíð í samspili við himininn sækir endumýjun þar til vorar á ný. Jón Pálsson Sumarið er liðið og veturinn genginn í garð. Það er lífsins saga. Allir sakna sumarsins, jafnt ungir sem aldnir. Við hér í Landsbankanum kveðj- um í dag Ólaf Gunnlaugsson, sem andaðist 31. október sl. eftir margra mánaða baráttu við illskeyttan sjúk- dóm, sem leggur svo marga að velli og læknavísindin ráða lítið við. í 42 ár hafði Ólafur á viðfelldinn hátt helgað bankanum líf sitt og ævistarf. Þegar hann lauk burt- fararprófi frá Verslunarskóla íslands vorið 1944 hóf hann störf í Landsbanka íslands. Hann var einn af þessum yfirveguðu, einlægu mönnum, sem öllum þótti vænt um er honum kynntust og gott var að leita til. Hér er mælt af reynslu eftir langa og góða viðkynningu. Þegar undirritaður fluttist til Kópavogs haustið 1982 eftir 18 ára bankastörf úti á landi var ég svo heppinn að fá aðsetur við hlið Óla, eins og við nefndum hann sam- starfsfélagamir, á 2. hæð Lands- bankans, Austurstræti 11. Árin sem við unnum saman vom fljót að líða. Hin hversdagslegu störf vom oft margslungin og erfið viðureignar; hvemig átti annað að vera. Til bankans leituðu dag hvem tugir manna vegna fjárhagsvandræða, sem raunar endurspegluðu efna- hagsvandann í þjóðfélaginu. Það var áberandi hve Óli var laginn að leysa erfið mál farsællega. Hér áður fyrr þurftum við sem í útibúunum störfuðum oft að hafa samband við Dagbókina, en þar var Óli deildarstjóri áður en hann hóf störf í Afgreiðslustjóm. Bera þurfti saman tölur, svo að segja daglega. Með því að hringja til hans eða í deildina fengust ávallt greið svör. Óli var ekki einungis góður starfs- maður, heldur var hann líka ötull félagsmálamaður. Hann átti sæti í ýmsum nefndum bankans, lengst af í sjúkrasjóðsnefnd, enda var hann einn helsti hvatamaður að stofnun sjúkrasjóðsins. Óli starfaði í stjóm Félags starfsmanna Landsbanka íslands um árabil og var formaður félagsins 1974—1975. Góður vilji og einstakur áhugi sat ávallt í fyrirrúmi hjá Óla. Með slíkum manni var gott að starfa og á engan er hallað, þó ég fullyrði, að hann var einn af þeim bestu mönnum, sem ég hef starfað með á 40 ára bankaferli mínum. Okkar samskipti hófust reyndar fyrir löngu síðan,_ því haustið 1955 fluttist ég frá Isafirði með fijöl- skyldu mína, eiginkonu og tveggja ára dóttur, að Ægissíðu 54. í næsta nágrenni bjuggu þau hjónin, Óli og Sigga, svo aðeins vom örfá skref á milli húsa. Við höfðum engan síma, en þau buðu okkur afnot af sínum síma, þegar við þurftum þess með. Það notfærðum við okkur oft. Son- ur þeirra Einar, þá ungur drengur, var einnig alltaf boðinn og búinn til að gæta dóttur okkar Láru Helgu, þegar við Hulda þurftum að bregða okkur bæjarleið. Þessi vinsemd ijölskyldunnar á Tómasar- haga 27 gleymist ekki. Minningar hins liðna hrannast upp í huga mínum. Þrátt fyrir alvöru lífsins var oft glatt á hjalla „í hominu" á 2. hæð bankans og Óli hrókur alls fagnaðar. í kaffitímanum flugu oft brandarar á milli borða. Við félag- amir slógum þá á létta strengi. Eftir að Óli veiktist gekkst hann undir erfiða skurðagerð vorið 1985. Fékk hann nokkum bata um tíma og hóf störf að nýju, hluta úr degi hveijum, þó meira af vilja en mætti, því hann lét ekki deigan síga. Sýnir þetta best, hve mikils hann mat bankann, enda hafði hann alla tíð ánægju af störfum sínum hjá bankanum. Stærsta gæfusponð í lífí Ólafs var stigið er hann gekk að eiga Sigríði Einarsdóttur, ættaða frá Dýrafirði. Þau eignuðust tvöböm, Einar og Guðlaugu, en Pétur Ólafur sonarsonur þeirra ólst upp hjá þeim, sem þeirra eigið bam. Við Denna minnumst gleðistunda á heimili þeirra hjóna með góðum vinum. Samhentari hjónum hefi ég _________________________________33 ekki kynnst og segja má, að þau hafí verið hvort öðru allt. „Hvað er lífið? Léttvindi, sem leikur um heimsins sanda. Straumorka er stórbrotin, stefnir til æðri landa." (EJP) Við Denna sendum Siggu, böm- unum öllum, aldraðri móður og öðrum ættingjum, innilegar samúð- arkveðjur. Geymum í hjörtum okkar minn- ingar um góðan dreng, sem farinn er til fegurri sólarlanda. Sveinn Elíasson V erkalýðsmálaráð Alþýðubnadalagsins: Dagvinnulaun nægi til framfærslu VERKALÝÐSMÁLARÁÐ Al- þýðubandalagsins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna komandi kjarasamninga þar sem segir meðal annars, að frumforsenda fyrir mannsæmandi lífi í landinu sé að öllum verði tryggð dag- vinnulaun sem nægi til fram- færslu. í yfirlýsingunni eru tilgreind nokkur atriði sem leggja beri áherslu á í komandi kjarasamning- um og kosningabaráttu, en þau eru auk þess sem að framan greinir: „að kaupmáttur kauptaxta verði að stórbatna samhliða því að verðbólgu verði haldið í skeQum. I þessu skyni skuli unnið að afnámi kaupauka- kerfa. Áfram verði unnið að endurskipulagningu húsnæðiskerf- isins með megináherslu á félagsleg- um lausnum vandans. Skattkerfið verði einfaldað, komið á stað- greiðslukerfi skatta og hert eftirlit með skattsvikum. Búsetuskilyrði í landinu verði jöfiiuð m.a. með tilliti til þjónustu, húsnæðiskostnaðar, aðstöðu og aðbúnaðar til menntun- ar og menningar. Afnuminn verði sá stéttamunur sem nú liggur milli taxtaþjóðarinnar og þeirra sem njóta yfirborgana og annarra fríðinda. Einnig verði leiðréttur sá launamunur sem er á milli karla og kvenna. Lífeyrissjóðir verði end- urskipulagðir með það fyrir augum að tryggja öllum mannsæmandi lífeyrisréttindi. Lífeyriskerfið verði samræmt og bætur almannatrygg- inga stórauknar." Þá segir ennfremur í yfirlýsing- unni að „fijálshyggjuöflin með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylking- ar hafi nú setið tæpt kjörtímabil að völdum og samtök launafólks hafí átt í vök að veijast. Brýna nauðsyn beri því til að pólitískum skilyrðum í landinu verði breytt á þann veg að þjóðin víkji fijáls- hyggjuöflunum og handbendum þeirra frá völdum eftir næstu kosn- ingar“, eins og segir í yfirlýsing- unni. Osköp venjuleg kartafla, en...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.