Morgunblaðið - 07.11.1986, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986
Stiörnu
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kœri stjömuspekingur. Viltu
segja mér eitthvað um mitt
stjömukort og hvemig at-
vinna myndi henta mér best.
Maki minn er „Ljón“ (dæmi-
gert Ljón) og mér finnst við
eiga vel saman, Sporðdreki
og Ljón. Ég er fædd 11. nóv.
1967 kl. 00.10 á ísafirði."
Svar:
>ú hefur Sól, Merkúr og Mars
í Sporðdreka, Tungl t Tvíbura,
Venus í Steingeit, Meyju
Risandi og Naut á Miðhimni.
Plánetur þínar em í 4 húsum.
Sól og Merkúr eru I 4. húsi,
Tungl I 11., Mars í 3. og
Venus i 5. húsi.
Dul og heimakœr
Sól i Sporðdreka í 4. húsi
táknar að þú ert dul i innsta
eðli þínu, ert tilfínningarík og
skapstór. Þú hefur þörf fyrir
örugga undirstöðu i lff þitt
og heimili þitt skiptir þig
miklu.
Félagslynd
Tungl í Tvíbura táknar að þú
hefur einnig félagslynda og
opna hlið á persónuleika
þínum. Þú getur því sveiflast
á milli þess að vilja draga þig
í hlé og vera heima við og
þess að þurfa nauðsynlega á
því að halda að hitta fólk. Þú
getur því virst misjöfn og
óútreiknanleg.
Trygglynd
Venus I Steingeit táknar að
þú ert trygglynd og fhaldssöm
f ást og vináttu. Þú ert varkár
og sýnir tilfinningar þlnar
ekki svo auðveldlega, vilt biða
og sjá til hvort hinum sé
treystandi. í stað þess að
segja: „Ég elska þig“, vilt þú
heldur gera eitthvað fyrir ást-
vin þinn.
Nákvœm
Meyja Rísandi táknar að þú
ert frekar varkár og hlédræg
f fasi og framkomu. Þú ert
einnig nákvæm og átt til að
vera smámunasöm og gagn-
rýnin.
Varkár
í heild má segja að þú sért
frekar dul og varkár. Þú þarft
öryggi og varanleika en jafn-
framt fjölbreytileika f daglegt
líf.
Kennsla og börn
Vegna Tungls i Tvíbura í 11.
húsi og Venusar, stjómanda
Nautsins á Miðhimni, I 5.
húsi gæti hentað þér vel að
vinna fyrir félög og stærri
stofnanir. Kennsla gæti átt
vel við þig svo og störf með
böm. Sporðdrekinn er fæddur
sálfræðingur og því væri gott
ef þú gætir notað sálrænt og
tilfinningalegt næmi þitt í
starfi og tengt það við þörf
Tvíburans fyrir félagslegt
samstarf, tjáskipti og um-
ræðu.
Rannsóknir
Auk framangreinds hefur þú
rannsóknarhæfileika. Sporð-
drekinn táknar að þú átt
auðvelt með að komast til
botns í viðfangsefnum þínum,
Meyjan að þú getur verið ná-
kvæm og skörp. Fög eins og
meinatækni gætu því átt við
þig-
Gagnrýni og
draumar
Það sem getur háð þér er
einkum tvennt. í fyrsta lagi
þarft þú að varast að vera of
neikvæð og gagnrýnin I eigin
garð. þarft að varast að rífa
og bæla sjálfa þig niður, út
af litlu sem engu. í öðru lagi
táknar Mars í samstöðu við
Neptúnus að þú átt til að
dreyma um að framkvæma
ákveðin_verk en gleyma að
framkvæma þau. Þú getur því
þurft að taka þig á til að ná
árangri.
X-9
UOSKA
FERDINAND
!!!!!!!!!!!!!!!!?!!!!?!!”””???!!!!!!!!!!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?!?!!!!!!!?!!!!?!?!!!!!?!!»».»!!?!?■■
Stórir bræður eiga að Þá það, hvað langar þig Sýndu mér hvernig á að
kenna yngri systnim að að búa til? búa til hatt úr dagblaði...
búa til hluti.
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Austur á fallega vöm gegn
íjórðum spöðum suðurs í spilinu
hér að neðan. Kemurðu auga á
hana?
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
4 86
4 KD2
♦ ÁK9743
♦ 72
Austur
4103
4 ÁG1054
4 D10
4ÁK94
Vestur Norður Austur Suður
— — — 2 spaðar
Pass 2 grönd Pass 3 grönd
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
Opnun suðurs á tveimur spöð-
um sýndi 6—10 punkta og sexlit
í spaða og þrjú grönd síðar lof-
uðu þéttum lit. Af ótta við að
laufið væri opið valdi norður svo
réttilega að spila frekar fjóra
spaða.
Vestur spilar út laufgosa og
austur tekur tvo fyrstu slagina
á ás og kóng. Drottningin kemur
frá suðri I seinna laufið. Hvað
svo?
Sagnir hafa upplýst að sagn-
hafi gefur engan slag á tromp.
Það er líka ljóst á þessu stigi
að suður á fimm rauð spil. Ef
hann á þijá tígla er engin leið
að bana samningnum, því þá
rennur liturinn upp. En ef hann
er með þijú hjörtu og tvo tígla
er hugsanlegt að vömin fái tvo
hjartaslagi, svo fremi sem sagn-
hafi getur ekki nýtt sér tígullit-
inn í blindum.
Norður
486
4 KD2
4 ÁK9743
472
Vestur
4 G54
4 96
4 G86
4 G10863
Austur
4103
4 ÁG1054
4 D10
4ÁK94
Suður
4ÁKD972
4873
4 52
4D5
Til að hindra það verður að
taka hjartainnkomuna úr blind-
um áður en tígullinn er fríaður
með trompun. Og það getur
austur gert með því að spila
hjartagosa í þriðja slag.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á argentínska meistaramótinu
í haust kom þessi staða upp í skák
hins nýbakaða stórmeistara Dani-
el8 Campora, sem hafði hvítt og
átti leik og Paglilla.
30. Hxd5! - exdö, 31. e6 -
Hg8, 32. exf7 og svartur gafst
upp. Campora sigraði örugglega
á mótinu, hlaut IOV2 v. af 14
mögulegum. t öðru sæti með 9V2
v. varð áður óþekktur skákmaður,
Casafus að nafni, en þriðja sætinu
deildu gamla kempan Miguel
Najdorf, Luis Bronstein og Ric-
ardi.