Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 35
i
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986
35
Dr. HinrikH. Frehen
biskup - Minning
Dr. Hinrik Hubert Frehen biskup
kaþólska safnaðarins á íslandi and-
aðist að morgni síðasta dags
októbermánaðar.
Hinrik Frehen fæddist 24. janúar
1917 í héraðinu Waubach syðst í
Hollandi við landamæri Þýskalands
og Belgíu. Að loknu námi í mennta-
skóla Montfort-presta í Schimmert
gekk hann í reglu þeirra og vann
regluheit sín 8. september 1937.
Þá hóf hann nám í heimspeki og
guðfræði í prestaskóla Montfort-
presta í Oirschot í Hollandi og
meðtók prestvígslu 18. desember
1943.
Um eins árs skeið var Hinrik
Frehen kennari við fyrrnefndan
skóla Montfort-presta í Schimmert,
en hélt síðan áfram námi við háskól-
ann í Louvain í Belgíu. Þar lauk
hann doktorsprófi með ritgerð um
Kristsfræði Bérulle kardínála.
Næstu sex árin var Hinrik Frehen
prófessor í biblíuskýringum við
prestaskólann í Oirschot og lagði
jafnframt stund á Austurlandamál
við háskólann í Nijmegen. Því næst
var honum veitt prófessorsembætti
í trúfræði og trúarlífssögu, einnig
við prestaskólann í Oirschot. Arið
1958 varð hann yfirprestur í Mont-
fort-reglunni og framkvæmdastjóri
trúboðsstöðvar, fyrst í Louvain og
síðar í Róm. Hinn 18. október 1968
var Hinrik Frehen útnefndur til
biskups á íslandi og þáði vígslu 8.
desember sama ár í heimabæ sínum
í Waubach. Aðeins tveimur dögum
síðar birtist hér á landi mynd af
hinum nývígða biskupi. Broshýr og
mildur svipurinn gaf góð fyrirheit.
Hugur minn hvarflar til fyrstu
jólamessunnar, sem hann söng hér
á landi. Góðlegur og glaðlegur gekk
hann að athöfn lokinni um kirkj-
una, blessaði söfnuðinn og gældi
við smábömin.
Ég minnist þess einnig, þegar
Hinrik Frehen kom í ýyrsta skipti
í heimsókn á heimili mitt, klæddur
rauðum biskupskyrtli. Hann var
ræðinn og skemmtilegur og hvort
tveggja í senn lítillátur og lotning-
arverður. Við í fjölskyldunni
höfðum öll yndi af komu hans. Það
barst í tal, að ég ætti að taka stúd-
entspróf í efnafræði morguninn
Mj ólkur f ramleiðslan
í október:
18% samdráttur
hjá Mjólkur
búi Flóamanna
INNVEGIN mjólk hjá Mjólkurbúi
Flóamanna á Selfossi í október-
mánuði var 2.973 þúsund lítrar
á móti 3.620 þúsund lítrum í sama
mánuði í fyrra. Munar þarna 647
þúsund lítrum eða tæpum 18%.
Ef litið er á fyrstu tíu mánuði
ársins kemur í ljós að mjólkur-
framleiðslan á Suðurlandi hefur
dregist saman um rúmar 3 millj-
ónir lítra, eða 8,5%.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
yfír innvegna mjólk hjá samlögun-
um í október minnkaði mjólkur-
framleiðslan um 545 þúsund lítra
frá október í fyrra, eða um tæp 6%.
Var framleiðslan 8.634 þúsund
lítrar á móti 9.180 þúsund lítrum í
október í fyrra. Framleiðslusam-
drátturinn er allur á Suður- og
Vesturlandi, en aukning hefur orðið
á flestum öðrum mjólkurfram-
leiðslusvæðum landsins. Til dæmis
varð 28% aukning á innveginni
mjólk hjá mjólkursamlaginu á
Djúpavogi, 26% á Vopnafírði ogtæp
18% á Húsavík.
Fyrstu tíu mánuði ársins var inn-
vegin mjólk hjá mjólkursamlögum
landsins rúmlega 93,8 milljónir
lítra. Er það tæplega 5 milljón
lítrum minna en var á sama tíma-
bili á síðasta ári og er samdráttur-
inn rúm 5% frá síðasta ári.
eftir, og sagðist hann ætla að biðja
fyrir mér.
Kvöld eitt snemma árs 1974 fór
ég sem oftar í gönguferð eftir langa
innisetu. Eftir að hafa rölt nokkra
stund um strætin í hverfinu lá leið
mín eins og ósjálfrátt að bústað
biskupsins á Egilsgötu, en hann
hafði oft haft á orði, að ég kæmi
til sín í heimsókn. Það var eins og
höfðingja hefði borið að garði, en
ekki ráðvilltan námsmann. Heim-
sókn mín átti aðeins að verða stutt,
en komið var undir miðnætti, þegar
ég bauð loks góða nótt. Við gleymd-
um okkur yfir gömlum skjölum og
bókum, sem biskupinn hafði viðað
að sér erlendis og fjölluðu flest um
sögu kaþólsku kirkjunnar á íslandi.
Hann hvatti mig nú til þess að
skrifa um þetta efni prófritgerð við
Háskólann, og skyldi hann aðstoða
mig með efnisöflun og ráðgjöf. Þeg-
ar ég hélt heim á leið í náttmyrkr-
inu, hafði kviknað vonarljós í
sálinni. Það var þá eftir allt saman
ekki merkingarlaus hégómi, sem
ég var að fást við. Og það sem
ekki var síður mikils um vert: Bisk-
upinn hafði sýnt mér traust.
Eftir þetta stóðu mér ætíð opnar
dyr á heimili biskupsins. Þau voru
mörg þung sporin, sem ég átti til
hans, en það brást aldrei, að ég
færi léttstígari af hans fundi. Bisk-
upinn var margfróður, mikill
mannþekkjari og hafði næman
skilning á því, sem bærist í bijósti
leitandi manns. Samræður við hann
voru ekki einvörðungu raunabót,
þegar svo bar undir, heldur á stund-
um sönn lífsnautn.
Hinrik Frehen mátti þola mót-
gang og aðfínnslur í embætti sínu.
En um það verður ekki deilt, að á
biskupsárum hans dafnaði kirkjan
og blómgaðist að ytri ásýnd og ínnn
styrk. Stofnuð var ný sókn í Breið-
holti og kirkja þar vígð, hús reist
fyrir biskup og presta og liðsmönn-
um fjölgaði. I biskupstíð Hinriks
Frehen létu fimm ungir menn
vígjast til prestsþjónustu í söfnuðin-
um, en hinum sjötta auðnaðist ekki
til þess aldur. Slíkur fjöldi nýrra
presta í svo litlum söfnuði heyrir
til tíðinda í öðrum löndum. Hér
munaði um hlut Hinriks biskups.
En mér er það sérstakt gleðiefni
að geta minnst hans um leið og
þess manns er getið, sem einhver
ágætastur hefur verið á íslandi.
Fyrir tilstuðlan Hinriks Frehen lýsti
páfinn Þorlák biskup Þórhallsson
opinberlega sannhelgan mann og
verndardýrling íslensku þjóðarinn-
ar. Var nú fullnað það verk, sem
hófst á alþingi nær átta öldum fyrr.
Greinin litla af meiði móðurkirkj-
unnar hafði fengið íslenskar rætur.
Þorlákur biskup var einnig umdeild-
ur maður og um margt fyrir sömu
sakir og málsvari hans í páfagarði.
Hann var eindreginn talsmaður
kirkju sinnar og strangur við þá,
sem ekki gegndu umvöndun hans
og fortölum. En Þorláki er einnig
svo lýst, að hann hafi verið maður
heilráður, lastvar og mjúklyndur
með sannri ást og elsku bæði við
guð og menn. Og þannig vil ég
minnast Hinriks biskups.
Það var mér ljúf skylda að verða
við ósk biskupsins á liðnu sumri,
þegar hann bað mig um að þýða
ritling einn um þjáninguna í lífi
manna eftir stofnanda þeirrar
reglu, sem hann var í, heilagan
Montfort. „Þetta á að verða vitnis-
burður minn,“ sagði hann og leit á
mig mildum, broshýrum augum.
Með viðmóti sínu og hugrekki á
erfiðri píslargöngu á síðasta skeiði
ævi sinnar var hann sjálfur sönn
fyrirmynd um staðfestu í trúnni
undir oki krossins.
Megi hið eilífa ljós lýsa honum.
Hann hvíli í friði.
Gunnar F. Guðmundsson
Frá bemsku minnist ég róm-
versk-kaþólskra manna á íslandi
með virðingu og þökk. Kærleiksþel,
góðvild, líkn við sjúka menn og
þurfandi gleymist mér aldrei. Kær
vinur, dr. Hinrik biskup Frehen, var
göfugur fulltrúi kirkju sinnar. Megi
bænir hans rætast og blessun Guðs
veitast landi og þjóð.
Hannes Guðmundsson,
Fellsmúla.
Það var mikill viðburður, þegar
páfastóllinn staðfesti helgi Þorláks
biskups og lýsti hann vemdardýrl-
ing íslensku þjóðarinnar. Að þessu
hafði dr. Frehen biskup unnið um
árabil, enda undirbýr kirkjan slíkar
yfirlýsingar eins vel og frekast má
verða. Islendingar munu lengi
minnast hans fyrir framgöngu í því
máli.
í þessu og' mörgu öðru sýndi
hann, hvað hann hafði einlægan
áhuga á því, sem íslenskt er. Ég
minnist til dæmis þess, hve mikils
hann mat Jón biskup Arason og
vissi góð skil á öllu um hann. Einu
sinni kom biskup til mín eftir messu
og bauð mér í setustofu sína til
þess að sýna mér franska bók um
Island, sem var rituð á átjándu öld
og hann hafði fengið í ljósriti frá
safni í París, líklega eina eintakið
hérlendis. Við sátum lengi með bók-
ina og hann sýndi mér fram á,
hvernig óljósar lýsingar í henni
hlutu að eiga við tiltekna menn og
staði á norðvestanverðu landinu.
Einhvern tíma sagði biskup mér frá
safni Vatíkansins og talaði um það,
hve gaman yrði að leita þar að
heimildum um ísland, ef hann kæm-
ist á eftirlaun.
Hinrik biskup var heimskunnur
fræðimaður, einkum fyrir rann-
sóknir sínar á verkum heilags Louis
Maria Grignion de Montfort. Þessi
fátæki trúboðsprestur frá Montfort
í Frakklandi hafði þegar á sinni tíð,
og enn á okkar dögum, djúpstæð
áhrif á flesta, sem kynntust kenn-
ingum hans. Víða í þorpum og
sveitum Frakklands, þar sem umrót
var mikið í trúarefnum, tóku allir
íbúarnir sinnaskiptum, eftir að hafa
hlýtt á heilagan Louis de Montfort
boða iðrun og óbilandi trúnað við
hina alsælu Maríu mey. Hinrik bisk-
up var af reglu Montfortprestanna
og var yfirmaður í henni, áður en
hann fluttist hingað til íslands.
Honum var það mikið áhugamál,
að íslendingar ættu kost á því að
kynnast verkum heilags Louis de
Montfort og lét hann hefja þýðingai
úr þeim.
Ég minnist sérstaklega einnai
messu, sem ég var í hjá Hinriki
biskupi. Það var á Keflavíkurflug-
velli, og kirkjan var fullsetin eins
og oftast. Biskup flutti messuna
einn og kynnti sig fyrir söfnuðinum.
Það var áhrifamikið, hvemig hann
virtist strax fá- snortið strengi í
hjörtum þessa fólks, sem fæst hafði
séð hann áður.
Hinrik biskup var sviphýr maður,
kvikur í fasi og einlægur í viðmóti.
Framkoma hans hlaut að vekja virð-
ingu allra. Þekking hans og
tungumálakunnátta var svp víðtæk,
að sífellt kom á óvart. Ég hygg,
að biskup hafi verið fastheldinn á
góða hluti. Hann las til dæmis tíða-
gjörðir sínar ætíð á latínu og þótti
verra, hvemig latínukunnáttu hefur
nær verið útrýmt í sumum kaþólsk-
um prestaskólum. Engu að síður
kom það í hans hlut að fylgja eftir
hérlendis breytingum þeim á kirkju-
málefnum, sem Vatíkanþingið II
samþykkti, og má áreiðanlega
segja, að honum hafí tekist í þeim
anda að efla kirkjuna mikið á flest-
um sviðum. Nánast er sama, hvar
borið er niður, hvarvetna sér stað
framkvæmdasemi og styrkrar for-
ystu biskups.
Ég kom til Hinriks biskups í
Landakotsspítala, eftir að hann
veiktist. Hann sagði mér, að hann
væri með illkynja sjúkdóm og ræddi
um það, hve gott væri að leggja líf
sitt í hendur Krists og Maríu meyj-
ar. Hann virtist ákaflega glaður,
þegar hann talaði um þessa hluti
og hvemig hann gæti fært þjáning-
ar sínar fram fyrir Guð til heilla
fyrir kaþólsku kirkjuna á íslandi.
Við stöndum öll í þakkarskuld
við hinn látna biskup.
Sigurður Ragnarsson
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR BACHMANN GUÐMUNDSSON,
Fögruhlíð,
Stykkishólmi,
veður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 8. nóvemb-
er kl. 14.00.
Bílferð verður frá BSI’ kl. 9.00 og til baka.
Þórunn Gunnarsdóttir,
Halldóra Gunnarsdóttir,
Bjarghildur Gunnarsdóttir,
Rannveig Gunnarsdóttir,
Konráð Gunnarsson,
Lovísa Gunnarsdóttir,
Guðmundur Gunnarsson,
Jórunn Gunnarsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Hrefna Gunnarsdóttir,
Jónas Gunnarsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
BJARGEY STEINGRÍMSDÓTTIR
frá Ekru, Eyjahrauni 9,
verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn
8. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á sjúkrahús
Vestmannaeyja.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þóroddur Ólafsson,
Erla Þóroddsdóttir,
Sigríður Þóroddsdóttir.
Kahrs
Parket
í sérflokki
Það sérð þú
þegar þú skoðar
KÁHRS-parketið
hjá okkur,
Náttúrulegt gólf-
efni, fallegt, hlýlegt
ogvirðulegt.
Líttu viö og skoðaðu meistara-
verkið. Það borgar sig.
Egill Árnason hf.
Parketval
Skeifunni 3, sími 91 -82111