Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 36

Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 fclk í fréttum Pelsasýning hjá Pelsinum S kömmu fyrir mánaðamót efndi verslunin Pelsinn til tískusýningar á pelsum og skinnafatnaði í glæsilegum húsakynnum sínum að Kirkjutorgi 4. Sýningin fór fram nokkur kvöld í röð og var fjöldi gesta samankominn hvert kvöld. Eigendur Pelsins, þau Karl Steingrímsson og Ester Olafsdóttir, sögðu að viðtökur við sýningunni hefðu verið mjög góðar og greinilegt að áhugi íslendinga fyrir þess háttar gæðavöru væri mikill. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af einni sýningunni og má sjá bæði gesti og sýningardömur frá Módel ’79 á þeim. Á myndinni eru þær Ásdis Þórðardóttir, Birna Smith, Sigríður Ragnarsdóttir og Hanna Elíasdóttir, en sýningarstúlkan er í loðkápu úr ikornaskinni. Ragna Sæmundsdóttir sýnir hér klæðnað úr Persian og leðri. Til hægri við Rögnu er frú Nicholas Ruwe, sendiherrafrú Bandarkjanna. Anda djúpt, væni! fríkufíllinn Rani kemur fram með breskum sirkus að öllu jöfnu. En um daginn þegar sirkusinn hugðist sýna í Sheffíeld, kom í ljós að Rana hijáði dularfull magakveisa. Grunur lék á að fíllin hefði gleypt einhvem aðskotahlut, sem angraði hann. Því var Philip Coombes, liþjálfi í verkfræðideildum Bretahers, kvaddur til og brást hann skjótt við, því líf Rana gat legið við. Ekki kom neitt óeðlilegt í ljós, en vegfarendum var víst starsýnt á og spurði einn þeirra hvort um sprengjutilræði væri að ræða! Myndin Jens. Eigendur Pelsins, þau Karl Steingrímsson og Ester Ólafsdóttir. Placido Domingo í hlutverki Óþellós R yijað er að sýna óperukvikmyndina Óþelló undir leikstjóm Francos Zeffirelli, þess er gerði myndina La Traviata. Með hlutverk márans frá Feneyjum fer hetjutenórinn Placido Domingo. Katia Ricciarelli syngur hlutverk hinnar fordæmdu Desdemónu og Justino Diaz leikur hjónadjöfulinn ogerkilúann Jagó. Myndin hefur hlotið mikið lof að undanfömu og segja gagnrýnendur að myndin geri ópemna aðgengilega fólki, sem annars hlustaði aldrei á ópem. Domingó í hlutverki Oþellós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.