Morgunblaðið - 07.11.1986, Side 41

Morgunblaðið - 07.11.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER1986 Minning: Guðlaugur Da víðsson múrarameistari gangur á heimilinu mikill. Þær Gunna og Lóa stýrðu húshaldinu af reisn og festu. Einkennandi þáttur í fari Lóu var samviskusemi, hún var trú og dygg öllu því sem falið var í hennar umsjá. Hún var vel skapi farin kona, ef til vill stundum nokkuð alvöru- gefín en glettninni brá þó oftar fyrir en ekki. Hún var hrein og bein í viðskiptum, hafði ákveðnar skoð- anir á málefnum líðandi stundar, þ.ám. þjóðfélagsmálum. Með þessum fáum kveðjuorðum sem hér hafa verið rituð kveð ég ekki einungis Lóu frænku mína heldur allt fólkið á Hagamel 6, sem bregður birtu og yl á minningar mínar svo langt sem ég man aftur og svo lengi sem þess naut við. Eg bið guð að blessa minningu Lóu og leyfi mér að hafa lokaorðin sálm ortan af frænda hennar sem hún dáði mjög. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvemig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði,- hverfí allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (M. Joch.) Unnur Tómasdóttir Fæddur 23. desember 1909 Dáinn 27. október 1986 Mig langar til þess að minnast frænda míns góða, Guðlaugs. Hann var bróðir föður míns Marteins. Frændi minn heitinn fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum í Ámes- sýslu. Hann var sonur hjónanna Mörtu Gestsdóttur og Davíðs Jóns- sonar. Móðir Guðlaugs lést árið 1914, árið sem faðir minn fæddist. Guðlaugur fór víða um sveitir á sínum unglingsárum, og vann þá við hin ýmsu störf eins og tíðkaðist oft í þá daga. Síðar vann hann mikið með föður sínum við múr- verk. Guðlaugur eignaðist tvö böm, Martein og síðar Ingibjörgu með Ágústu Guðmundsdóttur, er hann bjó með til fjölda ára. Ingibjörg lést af slysforum fyrir nokkmm ámm. Ágústa kona Guðlaugs átti sex böm og em tjögur þeirra á lífí. Davíð faðir Guðlaugs kvæntist aftur Maríu Magnúsdóttur og eign- uðust þau eina dóttur, Aldísi. Guðlaugur var listrænn maður, enda átti hann ekki langt að sækja það frá föðurfólki sínu. Hann fékk tilsögn í nokkra tíma hjá Ríkharði Jónssyni listamanni, þá aðallega við blýantsteikningar sem hann teikn- aði sér til skemmtunar og lýstu myndir hans miklu hugmyndaflugi. Guðlaugur var þúsundþjalasmið- ur, eins og þeir menn nefnast, sem allt leikur í höndunum á. í minningargreinum er oft látið sem að viðkomandi hafi verið galla- laus, en það veit ég að við kynni mín við Guðlaug frænda var hann ávallt glaðvær og kvartaði aldrei, þótt lífið hafí ekki alltaf verið dans á rósum. Hann var nægjusamur, sá vel fyrir sínum nánustu og bar hag þeirra ávallt fyrir bijósti. Slíkar persónur sem frændi var fyrirhitta fáir í dag. Þegar ég og frændi hittumst, naut ég þess að heyra hann segja frá lífinu, einsog það var á þeim ámm er hann var að alast upp. _____________________________41 Kunni hann frá mörgu skemmtilegu og fróðlegu að segja. Er Guðlaugur kom á heimili frjöl- skyldu minnar þó að á þungbúnum degi væri, var eins og sólin skini, þvílíka birtu og hlýju bar hann með sér_ hvar sem hann kom. Ég vil þakka frænda góðu stund- imar. Ég votta aðstandendum samúð mína. Hvíli Guðlaugur í friði og friður Guðs hann blessi. „Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta." (H. Sæmundsson) Marta Br. Marteinsdóttir XJöfðar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! Peugeot 505. Flaggskipið frá Peugeot Peugeot 505 hefur sannað.ágœti sitt með margra ára reynslu við íslenskar aðstœður. Peugeot 505 er rúmgóður, þœgilegur, traustur og spameytinn bíll. Peugeot 505 er fáanlegur bœði sem fjögurra dyra fólksbíll og skutbíll með sœtum fyrir allt að átta. Peugeot 505 er kraftmikill bíll með fjöðrun í sérflokki og splittað drif að aftan o.fi. o.fl. Verð frá 564.900,- Peugeot 205 GTI Bíllinn sem sigraði Evrópu nú loks fáanlegur á íslandi. Peugeot 205 GTI, fremstur á meðal jafningja, hefur vegna frábœrra aksturseiginleika verið valinn „Sportlegi bíll ársins" af flestum virtustu bílablöðum Evrópu. Peugeot 205 GTI er fáanlegur með 115 hestafla vél með viðbragð 8,6 sek. í 100 km hraða og 130 hestafla vél með viðbragð 8,1 sek. í 100 km hraða. Pegar sest er undir stýri er orðið „sljórnklefi" efst í huga ökumannsins. Sœtið gefur réttan stuðning og öllum mœlum og stjórntœkjum komið svo fyrir að ökumaður hafi góða yfirsýn og greiðan aðgang. Innifalið í verði: Álfelgur, litað gler, þokuljós að framan, snúningshraðamœlir, olíuþrýstimœlir, digitalklukka o.fl. Verð frá 576.600,- Opið laugardag, 8/11, kl. 13-17 wlÖFUR HF Opið sunnudag, 9/11, kl. 13-17 H PEUCEOT Nýbýiavegi 2 srnni 42000 ÞÖRHILDUR/SÍ*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.