Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Þessir hringdu . . . Seljið ekki rás 2 Kona úr Skagafirði hringdi: Ég hef orðið vör við að það er mikið hlustað á rás 2 hér í Skaga- fírði. Mér fínnst alveg fráleitt að selja hana því fullvíst má telja að kaupendumir myndu ekki hugsa svo mikið um landsbyggðarfólkið, heldur einbeita sér að markaðin- um fyrir sunnan. Eins vil ég koma því að, út af læknaskortinum, að mér finnst alveg sjálfsagt að læknar sem komnir eru yfir 70 láti af störfum hjá ríkinu og hleypi yngri mönnum að. Tuskuapinn minn er týndur Ég er bara tveggja ára og um daginn tapaði ég Ijósdrappaða tuskuapanum mínum. Það hefur sennilega verið fyrir utan Klepps- veg 2-10 eða úti á Laugamesi. Ég fer nefnilega þangað stundum að viðra mig og mömmu. Það er ógurlega sárt að týna barninu sínu, ég græt stundum þegar ég hugsa um apann minn einhversstaðar þarna úti í kuldan- um. Ef þú hefur fundið hann viltu þá vera svo vænn að hringja í s. 39517. Svartur leikf imi- poki fundinn Sú sem týndi svörtum leður- poka með leikfimidóti í og fleiru, (bol, hosum, hárbursta o.fl.), í Hlíðunum getur hringt í s. 681046, en þar er pokinn nú geymdur. Meira um geðmál Sigríður hringdi: Ég vil beina þeim tilmælum til blaðamanna að þeir skrifí svolítið meira um geðmál til að fræða okkur almenning um allar hliðar þeirra mála. Hvar ertu Gísli Hauksson? Aðalheiður hringdi og sagðist fá póst sem merktur væri ein- hveijum Gísla Haukssyni (Greni- mel 44). Þrátt fyrir ítrekaðir tilraunir að hafa upp á Gísla hef- ur það ekki tekist. Vill Aðalheiður biðja Gísla að líta við og taka póstinn sinn í Grenimel 44. S. 17736. Hver saknar tíu gíra hjóls? Kristófer hringdi: Ég er nýbúinn að lesa í Velvak- anda um vandræði margra hjó- leigenda. Ég fór því á stúfana og athugaði hvort einhver hér í hús- inu ætti 10 gíra grænblátt Diamond Back hjól, alveg glæ- nýtt, sem staðið hefur her í kannski hálfan mánuð. Svo var ekki og því hef ég nú samband við Velvakanda að láta vita af hjólinu. Eigandi hjólsins getur hringt í mig í s. 23063. Lyklakippa tap- aðist fyrir utan Hollywood Ungur maður hringdi og sagð- ist hafa tapað lyklakippu, með einum bíllykli og húslyklum, fyrir utan Hollywood á laugardaginn 25. október. Á kippunni er plata með þessum vísdómsorðum: I love my boyfriend. Því miður gleymdi ungi maðurinn að skilja eftir síma- númer svo nú er ekki annað til ráða en að biðja fínnandáhn að hafa samband við Velvakanda. Og jafnframt ert þú sem týndir lyklunum beðinn að hringja í sama stað. Stöndum vörð um ríkisútvarp- ið okkar, heill þess og hag Kæri Velvakandi. Miðvikudaginn 22. okt. sl. minnist Gunnar lítillega á fjölmiðl- ana og leggur til að rás 2 verði seld eða lögð niður, sem ríkisfjöl- miðill. Sannleikurinn er víst sá að þama er um einn þjóðarómaga að ræða, sem ekki vinnur fyrir sér. Mikið er ég sammála Gunnari, það er víst nógur hallinn á ríkis- búskapnum og í mörg hom að líta, því margir virðast eiga hönk upp í bakið á okkur þó einhvers staðar verði hætt að bruðla. Við gamla fólkið ólumst upp við það hugarfar að fara vel með fjármuni, og um- fram allt að greiða skuldir áður en farið var að eyða í óþarfa. Nú er fjölmiðlunin gefín frjáls, því gefst hugmyndaríku fólki, fróðu og skemmtilegu, tækifæri til að mata þjóðina á hnossgætinu. í þessu sam- bandi gengur mér illa að skilja hvemig allt þetta hafurtask á að bera sig fjárhagslega á auglýsing- um, sem aðal tekjulið. Fyrir mína parta ætti að taka auglýsingafarg- anið til rækilegrar endurskoðunar. Þessi skrípaleikur er svo yfírgengi- leg vitleysa, og dulbúin blekking á kostnað neytenda. Allt leggst þetta á vöruna, ef vel er athugað. Ætli ekki væri nær að lækka vöruverðið, þess nytu neytendur. Það er ekki verið að tala um að banna auglýs- ingar, nei, heldur gera þær einfald- ari, ábyrgari og láta verð vömnnar fylgja, það er það fyrsta sem um er spurt. Nú, svo sýnist oft lítil þörf á að endurtaka sömu auglýs- inguna það oft að fólk fær glýju í augun og skömm á sífelldum endur- tekningum. Fáorð auglýsing, sannorð um gæði vömnnar og verð, án skrauts og skmms er það sem nægir og eftir er tekið. Oft heyrist fólk segja: „Blessaður, lokaðu fyrir þetta auglýsingakjaftæði.“ Talað er um að þetta kosti um tvo millj- arða á ári, ljótt að heyra. Varðandi útvarp Reykjavík vil ég segja þetta, það er sá fjölmiðill sem við gamla fólkið höldum okkur við og veitt hefur okkur mestu ánægju og fræðslu í gegnum árin. Það á því ómældar þakkir okkar, í huga geymdar. Hinu er ekki að ieyna, að dagskráin er ekki eins vönduð og áður var. í gegnum tíðina hefur ógleymanlegt útvarpsfólk orðið að heimilisvinum. Fólk sem lagt hefur sig fram um að tala fag- urt mál, hreint og vandað. Ég nefni engin nöfn, því þau em mörg í gegnum tíðina, og ekki hægt að gera upp á milli fólks. Og enn heyr- ist gott fólk í okkar gamla útvarpi, oft hygg ég það hugsi til okkar sem sitjum við tækin og bíðum eftir að heyra gömul, góð og falleg lög með texta sem fólk kann eða getur lært. Nú virðist það úr móð að gera lag og texta sem nær til venjulegs fólks, sem verður lærður og sung- inn, þar og hér og alls staðar. Nei, nútímagargið lærir enginn, og þetta vesalings fólk sem öskrið flytur, þykir víst ekki starfínu vaxið nema það leiki fávita og skríl. Þessháttar uppákomur höfða ekki til þeirrar kynslóðar sem er að skila af sér til þeirrar ungu. Vonandi að þessi villi- mennska sé stundarfyrirbrigði. Hin unga kynslóð er fallegt fólk, vel alið og vel menntað og á vonandi eftir að lifa friðsælu lífi í fögm landi og gjöfulu. Von okkar var sú að hávaðaöskrið hyrfí úr okkar gamla góða útvarpi yfir á þessar nýju rás- ir, sem virðist hafa það að aðalefni og em að þjóna unga fólkinu. Venjulegt fólk vill frið og næði á afþreyingarstund til að njóta ljúfr- ar, rólegrar tónlistar með tilheyr- andi söng, sem fólk skilur og lærir, nýtur og gleðst yfir. Varðandi talað mál í útvarpi þarf eitthvað að laga. Ég vil nefna þátt- inn Um daginn og veginn, hann var í gegnum tíðina afar vinsæll, upp- haflega ætlaður til að ræða á sem hlutlausastan hátt það sem minnis- stæðast var frá síðustu viku, eða eitthvað í þeim dúr. Oft fluttur af eftirminnilegu úrvals fólki. í seinni tíð er þetta orðið að áróðurskjaft- æði, úlfúð milli kynja, kjaradeilumál eða rammasta pólitík, í einu orði sagt drasl sem engin vill heyra, í alltof mörg skipti. Og nú em kvöld- fréttir sjónvarps komnar á sama tíma, sem er enganveginn í lagi. Kvöldvökumar í útvarpinu em bún- ar að stytta mörgum stundir í gegnum árin, vísnaþættir, fram- haldssögur, sönglaga- og óskaþætt- ir og margt gott efni hefur verið flutt og ánægju hefur veitt. Það er svo margt gamalt fólk sem ekki getur lesið, ekki horft á sjónvarp, því er útvarpið þess gleðigjafí oft á löngum einvemstundum, sem sum- um em þungbærar. Og fleiri hlusta með ánægju á útvarpið. Tilmæli mín em því, fyrir alla muni haldið í gamlar rótgrónar hefðir, sem gefíst hafa vel, og venjulegu fólki fellur svo vei. Vand- að mál, málefnalegt, fróðlegt og skemmtilegt útvarpsfóður er það sem fólkið vill, um fram allt. Það giaddi margan á morgnana að heyra gamla góða þulinn okkar segja, nú flyt ég ykkur nokkra gamla kunningja af fóninum. Og nú er hann kominn blessaður með ljúfu morgunlögin á laugardags- morgnana, eigi hann þökk fyrir. Einu verð ég að nöldra yfír í lok- in, hve óþægilegt er þegar hljóð útvarps hækkar snögglega, eftir að fólk er búið að stilla tæki sín, þá helst ef hljómplata er sett af stað. Svo ekki sé nú talað um auglýsinga- pípið, sem allir undrast yfír fyrir hvem sé gert. Þetta minnir á þegar sumar kýr þurftu endilega að kasta af sér vatni, rétt þegar búið var að koma sér fyrir, eða byijað að mjólka’ þær, með þessum líka gauragangi, að varla urðu vinsælar af. Þetta er ljóta uppákoman sem margir kvarta undan, en væri auðvelt að laga. Við stöndum öll vörð um gamla útvarpið okkar, viljum tryggja hag þess og heill um ókomna tíð. Ég tel það öllum til lofs og heiðurs að halda við heiðri þess. Það er engin skömm að útvarp íslendinga sé einn mesti menningarviti þjóðarinnar og viðhaldi gamalli áunninni menningu og vandi vel það sem við hana verð- ur bætt, þá getur íslensk þjóð verið stolt af sínum sameiginlega fjöl- miðli sem manniífíð bætir og gleður. Valgarður L. Jónsson Æ Hjartans þakkir til allra minna góÖu vina og vandamanna, sem gerðu mér afmœlisdaginn minn ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur. Elínborg Tómasdóttir, Álftamýri 33, Reykjavík. Ertu að byggja? Ertu að breyta? Filmukrossviður Stigar úr furu eða j\*^> beyki, sérhannaðir fynr þinar aðstæður ÁÍ® Lofta- plötur hvrtar og spón- lagðar, 120x20 sm HÚSTRÉ Parket Ármúla 38, sími 681818 Opið 10—03 Bladburöarfólk óskast! KÓPAVOGUR AUSTURBÆR Hlíðarvegur 1 -29 o.fl. Óðinsgata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.