Morgunblaðið - 07.11.1986, Side 46
4$
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR ,7. NÓVEMBER 1986
Tapið gegn Southamton gerði útslagið:
Ron Atkinson
rekinn í gær
Frá Bob Honnessy, fróttamanni Morgunbladsins á Englandi.
RON Atkinson, framkvæmda-
stjóri Manchester United, og
Mick Brown, aðstoðarmaður
hans, voru reknir í gær eftir fimm
og hálft ár hjá fólaginu. Ástæðan
lélegur árangur liðsins
var
Alan Irvine
fyrir Rush?
Frá Bob Hennessy, fráttamannl Morgunblaðsins á Engiandi.
LIVERPOOL hefur áhuga á að
kaupa Alan Irvine frá Falkirk í
Skotlandi fyrir 200 þúsund pund.
Sem kunnugt er fer lan Rush til
Árshátíð
Víkings
Árshátíð knattspyrnufélagsins
Víkings verður haldin í Skíðaskál-
anum Hveradölum á morgun,
laugardaginn 8. nóvember.
Hátíðin hefst í Víkingsheimilinu
klukkan 17.30 og farið verður í
Hveradali klukkustund síðar. Nán-
ari upplýsingar í síma 36448 og
hjá formönnum deilda.
Juventus næsta ár og þá vantar
Liverpool tilfinnanlega framherja.
Margir hafa verið tilnefndir og hef-
ur Liverpool augastað á nokkrum
leikmönnum, en einn þeirra er Ir-
vine, sem var í Liverpool um
helgina.
Souness með slitna
hásin
Graeme Souness, fram-
kvæmdastjóri og leikmaður
Rangers, verður frá næsta mánuð-
inn, en hann var með slitna hásin
og var skorinn upp í gær. Souness
hefur átt við meiðsli að stríða und-
anfarnar fimm vikur og hefur
aðeins leikið í samtals 37 mínútur
á því tímabili.
Rangers byrjaði vel í haust og
síðustu 12 mánuði og útslagið
gerði 1:4 tap gegn Southampton
i Littlewoods bikarkeppninni á
þriðjudagskvöldið.
Atkinson og Brown komu til
Manchester United frá WBA í júní
1981 og þrátt fyrir að hafa greitt
um 7 milljón pund fyrir nýja leik-
menn, hefur liðinu ekki vegnað
sérlega vel í deildinni.
Byrjun liðsins á þessu tímabili
hefur verið afleit, en Martin Ed-
wards, formanni Manchester
United, sem hefur stutt Atkinson
í gegnum súrt og sætt, var nóg
boðið, þegar liðið féll út úr
Littlewoods bikarkeppninni á
þriðjudagskvöldið, og tilkynnti í
gær að búið væri að reka Atkin-
son.
Edwards fór í gær til Aberdeen
í Skotlandi til að ræða við Alex
Ferguson, framkvæmdastjóra
Aberdeen, um að taka við stjórn-
inni hjá United, en þar til eftirmað-
ur verður ráðinn, mun Brian
Whitehouse, aðalþjálfari liðsins,
stjórna liðinu.
• Ron Atkinson er sigurhrósandi á myndlnni, en víst er að hann er
ekki eins ánægður núna eftir að hafa verið rekinn frá Manchester
United í gær.
hefur liðið styrkst mikið með til-
komu nýrra leikmanna, en meiðsli
hafa sett strik í reikninginn og
segir Souness, að hann verði að
kaupa fleiri leikmenn, ef liðið á að
halda áfram að vera með í topp-
baráttunni.
Sigi Held hafði
milligöngu um
dvöl Gunnars
hjá Schalke
Ákvörðun um tilboð tekin um helgina
Frá Siguröi Björnssyni fróttaritara
í nýjasta tölublaði Kicker, hins
virta knattspyrnutímarits í V-
Þýskalandi, er fjallað um dvöl
Gunnars Gíslasonar hjá fyrstu-
deildarliðinu Schalke. Þar kemur
fram að Sigi Held, landsliðsþjálf-
ari hafði milligöngu um að
Gunnarfór til æfinga hjá félaginu.
Gunnar hóf æfingar hjá Schalke
á þriðjudaginn og mun dvelja hjá
félaginu út vikuna að minnsta
kosti. Sigi Held var aðalþjálfari
Schalke í um eitt og hálft ár fyrir
nokkrum árum, og að sögn Kicker
Morgunblaftsins I Vestur-Þýskalandi:
var það hann sem benti félaginu
á Gunnar. Schalke er nú um miðja
deild, en vararleikur liðsins hefur
verið afar slakur að undanförnu.
Aðalframkvæmdastjóri Schalke,
Asseuer að nafni, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að tekin
yrði ákvörðun um það eftir leikinn
gegn Borussia Mönchenghlad-
bach á laugardaginn hvort liðið
gerði Gunnari tilboð. Asseuer
sagði að þeir væru ánægðir með
það sem þeir hefðu séð til Gunn-
ars.
Sprengivika
hjá Getraunum
Potturinn fer yfir 3 milljónir
NÚ um helgina verður fyrsta
sprengivikan hjá íslenskum get-
raunum og er reiknað með að
potturinn fari vel yfir þrjár millj-
ónir króna að þessu sinni.
Sprengivikurnar á þessu starfsári
getrauna verða fjórar og er þetta
sú fyrsta.
Sprengivikan ber nafn af því að
trúléga verða öll met sleginn í
þessari viku. Potturinn verður
stærri en nokkru sinni fyrr og ef
einhver verður reglulega heppinn
þá fær hann trúlega mun meira
en nokkur annar hefur fengið í
sögu getrauna hér á landi.
Það er tvennt sem gerir það að
verkum að potturinn verður stærri
en áður. I fyrsta lagi hefur 2%
verið haldið eftir af sölunni í þeim
11 leikvikum sem búnar eru og í
öðru lagi verður gert sérstakt
söluátak og ef vel tekst til má jafn-
vel búast við að potturinn fari yfir
fjórar milljónir. Það yrði ekki amar-
leg búbót í jólamánuðinum að
hreppa þann stóra!
Þess má að lokum geta að einn
leikur á seðlinum er úr vestur-
þýsku knattspyrnunni en það er
viðureign Stuttgart og Werder
Bremen og verður leikurinn sýndur
í beinni útsendingu í sjónvarpinu
þannig að fólk getur fylgst með
hvort það hefur fyrsta leikinn
réttann á seðlinum.