Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 47

Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 47
Hí' ,‘I3EH3\'i>< '..i ]| '/(I JlfOI CUC-.vl'iW.'); j:o.v MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 7. NOVEMBER 1986 Úrvalsdeildin: ÍBK á góðri siglingu — unnu Valsmenn létt í qærkvöldi „VIÐ lékum vel í kvöld, vorum einbeittir í vörn og yfirvegaðir í sókn allan leikinn," sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari ÍBK, eftir að lið hans hafði gjörsigrað Val 71:50 í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Keflavík í gœrkvöldi. Staðan í hálfleik var 36:27 fyrir heimamenn. Sigur Keflavíkurliðsins var aldrei Island sigraði Frá Jóni Ólafssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Hollandi. ÍSLENSKA karlalandsliðið í hand- knattleik hélt áfram uppteknum hætti og vann Bandaríkin auð- veldlega 21:15 í gærkvöldi á Pétur skorinn? Frá Gunnari Valgoirssyni fróttaritara Morg- unblaðsins í Bandaríkjunum SAGT var frá því í einu dagblað- anna hér í gær að Pétur Guð- mundsson körfuknattleiksmaður þyrfti að gangast undir uppskurð á mánudaginn vegna meiðsla í baki. Ekki náðist í Pétur né forráða- menn Lakers í gærkvöldi til að fá þetta staðfest en hugsast gæti að Lakers setti Pétur á sjúkralista til þess að geta kallað annan leik- mann til liðs við sig en eins og menn muna þá komst Pétur ein- mitt til Lakers vegna þess að annar var settur á sjúkralista. alþjólega mótinu f Hollandi. Stað- an í hálfleik var 12:7. „Strákarnir voru taugaóstyrkir í upphafi, en eftir að þeir náðu að jafna 2:2 var þetta aldrei spurning og þeir léku mjög vel, sérstaklega í vörninni," sagði Þórður Sigurðs- son, gjaldkeri HSÍ, eftir leikinn. íslenska liðið náði mest níu marka forystu, en mótherjarnir náðu að minnka muninn undir lok leiksins og töpuðu með sex marka mun. Bjarni Guðmundsson og Júlíus Jónasson voru markahæstir með 6 mörk hvor, Steinar Birgisson skoraði 3, Jakob Sigurðsson 2, og Þorgils Óttar Mathiesen, Geir Sveinsson, Aðalsteinn Jónsson og Árni Friðleifsson eitt mark hver. Kristján Sigmundsson lék í mark- inu og varði mjög vel, m.a. eitt vítakast. Kristján kom beint frá íslandi í leikinn og var á ferðalagi í marga klukkutíma, en stóð sig engu að síður eins og hetja. Islenska liðið leikur gegn Holl- andi í kvöld. í hættu. Liðið byrjaði á fullu og hafði örugga forystu allan leikinn. Valsmenn áttu ekkert svar við kraftmiklum leik heimamanna að þessu sinni og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. „Við erum greinilega í lægð þessa dagana, þetta var slakur leikur hjá okkur, en keppnistímabi- lið er langt og við eigum eftir að ná okkur á strik aftur," sagði Jon West, þjálfari Vals, eftir ieikinn. Jón Kr. Gíslason var áberandi bestur í annars jöfnu og góðu liði Keflavíkur. Valsmenn náðu sér aldrei á strik, en Torfi Magnússon var þeirra skástur. Kristbjörn Albertsson og Ómar Scheving dæmdu ágætlega. Stig ÍBK-Jón Kr. Gíslason 18, Sigurður Ingimundarson 14, Hrainn Þorkelsson 13, Ólafur Gottskálksson 9, Gylfi Þorkelsson 8, Guðjón Skúlason 5, Falur Haraldsson 2, Guðbrandur Stefánsson 2. Stig VALS:Torfi Magnússon 14, Leifur Gústafsson 9, Tómas Holton 6, Björn Zöega 6, Sturla Örlygsson 6, Páll Arnar 5, Einar Ólafsson 2, Guðmundur Hallgrimsson 2. BB Morgunblaðið/Þorkell • Linda Jónsdóttir vinnur hér uppkast gegn Jean West en þegar flaut- að var tii leiksloka hafði lið Jean West betur og Kr hafði þar með taoað sínum fyrsta leik í kvennakörfunni. Ótrúlegur sigur IS — langt undir í hálfleik en unnu samt ÞÆR voru svo sannarlega spenn- andi lokamínúturnar í leik ÍS og KR í 1. deild kvenna f körfuknatt- leik i Kennaraskólanum í gær- Góður árangur á Spáni — Guðríður Guðjónsdóttir markadrottning „RAUNHÆFUR möguleiki okkar fyrir keppnina var að ná 5. sæt- inu, það tókst og við erum mjög ánægð,“ sagði Helga Magnús- dóttir, fararstjóri íslenska kvennalandsliðsins í handknatt- leik, í gærkvöldi eftir að liðið hafði unnið ítölsku stúlkurnar 23:21 í Kynning hjá fötluðum Á MORGUN efnir íþróttasam- band fatlaðra og svæðisstjórn um málefni fatlaðra f Reykjavík til kynningar á starfsemi íþrótta- sambands fatlaðra f Laugardals- höll kl. 14.00. Fyrirkomulag þessarar kynning- ar veröur með þeim hætti að fyrst munu fulltrúarfrá (þróttasambandi fatlaðra halda fyrirlestra, sýna stutt myndband og svara fyrir- spurnum. Síöan verður efnt til íþróttakeppni þar sem þátttakend- ur fá tækifæri til að reyna sig í hinum ýmsu íþróttagreinum sem fatlaðir leggja stund á. Það er von skipuleggjenda þessa kynningarfundar að sem allra flestir, bæði fatlaöir og ófatl- aðir, mæti og kynnist þannig af eigin raun hvaða möguleika fatlað- ir hafa til íþrótta- og tómstunda- starfa. keppni um 5. sætið f C-keppninni á Spáni, sem lýkur f dag. 25% reglan var látin gilda og því var ieikið gegn Ítalíu en ekki Sviss eins og gert hafði verið ráð fyrir. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en í hálfleik var staðan 11:10 fyrir Ítalíu. íslensku stúlkurnar sigu fram úr í seinni hálfleik, komust í 20:16 og sigurinn var aldrei í hættu. Erla Rafnsdóttir var best að þessu sinni og skoraði 9 mörk. Guðriður Guðjónsdóttir skoraði 5, Guðný Gunnsteinsdóttir, Katrín Frederiksen og Eiríka Ásgríms- dóttir 2 hver, Erna Lúðvíksdóttir, Björg Gilsdóttir og Arna Steinsen eitt mark hver. Kolbrún Jóhanns- dóttir lék í markinu allan leikinn og stóð sig vel. Ingunn Bernódus- dóttirtognaði á ökkla og lék ekki. Guðríður Guöjónsdóttir var langmarkahæst í keppninni, skor- aði 38 mörk í riðlakeppninni og 43 mörk alls. Erla Rafnsdóttir var fimmta í markaskoruninni, en að frádregnum mörkum skoruðum úr vítaköstum voru þær tvær marka- hæstar í riðlakeppninni. Goddard seldur til Newcastle Frá Bob Hennessy, fréttamsnni MorgunblaAsins á Englandi. PAUL Goddard, framherji hjá West Ham, var seldur f gær til Getrauna- seðillinn Eftirtaldir leikir eru á getraunaseðlinum laugardaginn 8. nóvember 1986: Stuttgart — Werder Bremen Coventry — Nottrh Forest Everton — Chelsea Leicester — Newcastle Man. City — Aston Villa Norxich — Totenham Oxford — Man. United QPR — Liverpool Sheff. Wed. — Southampton Watford — Charlton Wimbledon — Luton Birmingham — Oldham Stórleikur í Bundesligunni: Stuttgart gegn Bremen — Stuttgart án lykilmanna, Bremen í sókn FYRSTI leikur á getraunaseðli helgarinnar er viðureign Stutt- gart og Werder Bremen f þýsku Bundesligunni í knattspyrnu, sem jafnframt ar stórleikur umferðar- innar í Þýskalandi. Stuttgart hefur gengið illa í tveimur síðustu leikjum, tapað báðum og fengið á sig níu mörk. Þá bætir ekki úr skák að Ásgeir Sigurvinsson og Allgöver eru meiddir og þrír aðrir leikmenn tæpir. Á móti kemur að júgóslav- neski framherjinn Predrag Pasic hefur sæst við þjálfarann. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað á móti Torpedo í Evrópu- keppninni á miðvikudagskvöldið og er greinilegt að hann styrkir sóknarleik liðsins mikið. Werder Bremen byrjaði rólega en er nú í toppbaráttunni. Leik- menn liðsins hafa skorað næst flest mörk í Bundesligunni og landsliðsmaöurinn Rudi Völler hef- ur náð sér eftir meiöslin eins og sást á laugardaginn, þegar hann skoraði þrennu gegn Uerdingen. Newcastle fyrir 420 þúsund pund. West Ham greiddi QPR 800 þúsund pund fyrir Goddard árið 1980, en hann hefur átt erfitt upp- dráttar hjá liðinu að undanförnu og hafnaði þriggja ára samningi, sem honum bauðstfyrir skömmu. Godard á einn landsleik að baki fyrir England, en hann kom inn á sem varamaður gegn fslandi árið 1982. Aðalfundur ÍK AÐALFUNDUR íþróttafélags Kópavogs verður haldinn f Þing- hóli við Hamraborg laugardaginn 15. nóvember og hefst klukkan 16.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Kaffivertingar. kvöldi. Stúdínur unnu leikinn með 39 stigum gegn 36 eftir að staðan hafði verið 10:21 fyrir KR í leik- hléi! Já það sannaðist svo sannarlega f gærkvöldi að alltx getur gerst í fþróttum. KR-stúlkurnar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og munaði þar mestu um hversu sterk Kristjana Ríkharösdóttir var í sóknarfráköst- unum og Linda Jónsdóttir skoraði einnig 8 stig úr hraðaupphlaupum. Varnarleikur ÍS var góður en sóknarleikurinn ömurlegur. Enginn hitti neitt og ráðleysi réði ríkjum fram að leikhléi. í síðari hálfleik fékk Kristjana sína 4. villu snemma og var tekin útaf. ÍS breytti þá stöðunni úr 12:27 í 26:29 á aðeins fimm mínút- um! Kristjana kom inná en fékk sína 5. villu skömmu síðar og varð að fara útaf. « Stúdínur komust fyrst yfir í leikn- um 37:36 er 90 sekúndur voru eftir. KR-ingar óðu í hraðaupp- hlaup og áttu ótímabært skot og ÍS náði frákastinu. Úr einu víta- kasti náðu þær að skora 38:36 en KR-ingar skutu enn allt of fliótt og úr vonlausu færi þannig að IS náði knettinum og í lokin skoraði Jean West, þjáflari þeirra og besta manneskja, úr vítaskoti og þar með var leikurinn búinn. Stigahæst hjá KR var Kristjana með 14 stig, Linda skoraði 12 en hjá ÍS var Jean West stigahæst með 10 stig og Helga Friöriks- dóttir skoraöi átta stig. Karate í kvöld UMSK-mótið í karate verður hald- ið í kvöld f fþróttahúsinu Digra- nesi og hefst klukkan 20. Karatemenn úr fjórum félögum taka þátt í þessu móti, Gerplu, * Stjörnunni, Breiðabliki og UMF Bessastaðahrepps. Keppt er í einstaklingsgreinum og í sveitakeppni en Breiðablik sigraði naumlega í fyrra í sveita- keppninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.