Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 48

Morgunblaðið - 07.11.1986, Page 48
STERKT KORT ttfgunfrlfifeife SEGÐU fcNARHÓLL ÞEGAR W EERÐ ÚTAÐ BORÐA ----SÍMI18833--- FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Talsvert um að unglingar eigi stór- hættulega hnífa Stórtjón hefur verið unnið á hjólbörð- um í Hafnarfirði með slíkum hnífum TVEIR fimmtán ára gamlir pilt- ar í Hafnarfirði hafa viðurkennt að hafa skorið í sundur hjólbarða undir fimmtán bifreiðum. Piltamir frömdu verknaðinn fimmtudagskvöldið 30. október sl. Þá skáru þeir á 36 hjólbarða bif- reiða við Austurgötu, Mjósund og Brekkugötu í miðbæ Hafnarflarðar. Oftast stungu þeir gat, en ristu stundum út úr því. Þeir notuðu tii verksins oddhvassan hníf og gáfu þá skýringu eina að tjóninu hefðu þeir valdið í fiflagangi og af skemmmdarfýsn. Tjónið er metið á nærri tvö hundruð þúsund krónur. Drengimir eru 15 ára, sem áður sagði, og því sakhæfir. Að sögn lögreglu eru allar líkur á að þeir verði að greiða tjónið eða sitja af sér dóm. Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði vill koma því á framfæri við foreldra að þeir fylgist með því hvort böm þeirra hafi undir höndum oddhvassa hnífa. Nú mun vera nokkuð um það að unglingar festi kaup á slíkum hnífum, sem eru þannig útbúnir að hnífsblaðið skýst út úr skaftinu þegar þrýst er á fjöð- ur. Slíkir hnífar eru ákaflega hættulegir, enda notaðir sem morð- vopn víða erlendis. Fjárf estingarf élag stofnað á Suðurnesjum: Bygging 100 herbergja heilsustöðvar á Svarts- engi forgangsverkefni NÝJIJ fjárfestingarfélagi sem nefnist Athöfn h.f. verður hrint af stokkunum í Grindavík í næstu viku. Að félaginu standa athafnamenn úr öllum sveitarfélögunum á Suður- nesjum. Sextán manna undirbún- ingsnefnd, sem í eiga sæti þekktir menn úr athafnalífi á svæðinu, hef- ur unnið drög að stofnsamningi félagsins, þar sem því er markað starfsvið. Félagið mun eiga fmm- kvæði að stofnun og endurskipu- lagningu fyrirtækja, ábyrgjast lán, kaupa og selja hlutabréf og skulda- bréf, taka þátt í rannsóknum og reka fasteignir. Forgangsverkefni Athafnar h.f. verður bygging 100 herbergja heilsustöðvar við Svarts- engi, sem er ætlað að hagnýta lækningamátt Bláa lónsins. Nafnvirði hlutafjár félagsins verður 15 milljónir króna, og skipt- ist í þijúhundruð 50.000 króna hluti. Búið er að leggja drög að samvinnu við fjárfestingasjóð fyrir Norðurlöndin til að auðvelda flár- ► Nígeríuskreiðin: Uppskipun er hafin UPPSKIPUN á íslenskri skreið úr flutningaskipinu Horsham er hafin í Nigeríu. Skipið hefur beð- ið löndunar fyrir utan höfnina í Lagos síðan í ágúst, þar sem ekki fengust nægar tryggingar fyrir kaupverði skreiðarinnar. Að sögn Bjama V. Magnússonar hjá íslensku umboðssölunni er málið komið í höfti og sölum á skreiðinni lokið, en þar var um að ræða 61 þúsund pakka af skreið, að verð- mæti um 9 milljónir dala, eða um 360 milljónir íslenskra króna. mögnun verkefna í framtíðinni. Að sögn Einars Guðjónssonar, sem er aðalhvatamaðurinn að stofnun fé- lagsins mun félagið einbeita sér að verkefnum á Suðumesjum fyrst um sinn. „Félagið er aðeins byijunin og lykiilinn að því að skapa velvilja meðal athafnamarina og einstakl- inga í sveitarfélögunum sjö á Suðumesjum," sagði Einar. Sjábis. 13: „Fjárfestingarfélag stofnað á Suðurnesjum". Morgunblaðið/Kr.Ben. Tími til kominn að klekja HJÁ fiskeldistöðinni Eldi hf. í Grindavík eru laxamir í tilhugalífinu um þessar mundir, enda stendur klaktíminn sem hæst. Þessi 30 punda hængur, sem Jón Pétursson framkvæmdastjóri heldur hér á er sá stærsti í stöðinni. Laxinn er orðinn 5 ára gamall, og unir hag sínum vel í keri ásamt nokkrum vel völdum hiygnum. Þau kippa sér lítt upp við mannaferðir; af og til líta eldisbændur til þeirra og stijúka þeim um kvið og makka. Ferskfiskútflutn- ingur í þrjá mámiði: Gjaldeyris- tekjur 34% imnnienfyrir frystan fisk Sjómenn fengu 29 millj. krónum meira EF sá þorskur sem fluttur hefur verið út ferskur undanfarna þijá mánuði og seldur óunninn á mark- aði erlendis hefði verið unninn innanlands og seldur á Banda- rikjamarkað, þá hefðu gjaldeyr- istekjur þjóðarinnar af þessum fiski orðið 33,71% hærri. Jafngild- ir það 113 milljónum króna. Þetta er niðurstaða Olafs B. Ólafssonar, útgerðarmanns og fiskverkanda í Sandgerði og varaformanns SH, sem hefur gert samanburð á hag- kvæmni þessa útflutnings miðað við hefðbundna flakaframleiðslu fyrir Bandaríkjamarkað. Á sama tíma var meðalverð í Eng- landi 54,76 krónur fyrir kílóið. Þegar 10% rýrnun og kostnaður við útflutn- ing og sölu er dreginn frá eru eftir 35,79 krónur. Skilaverð hefðbund- innar flakaframleiðslu miðað við 42% nýtingu hráefnis er 53,99 krónur. Mismunurinn er 18,20, sem jafngild- ir 33,71%. Á þeim þremur mánuðum, sem útreikningurinn tekur til, voru flutt út 6.206 tonn af ísuðum þorski og þvi eru gjaldeyristekjumar 113 millj- ónum króna minni en hefði verið ef þetta magn hefði verið unnið fyrir Bandaríkjamarkað. Ef litið er á áhrif þessa útflutnings á atvinnutekjur þeirra sem að veiðum og vinnslu starfa kemur í ljós að ef fiskurinn hefði verið unninn hér heima hefðu sjómenn fengið í sinn hlut 42 milljónir og fískvinnslufólk 57 milljónir eða samtals 99 milljónir króna í vinnulaun. Sjómenn fengu hins vegar í sinn hlut 71 milljón fyr- ir sölu þessara rúmu sex þúsund tonna erlendis eða 29 milljónum meira en þeir hefðu fengið fyrir sölu aflans hér heima. Eimskip kaupir 5% hluta- fjár í Verzlunarbankanum Kaupverðið tæplega 14 milljónir króna EIMSKIPAFÉLAG íslands hf. keypti nýlega 5% hlutafjár í Verzlunarbankanum og er nafnverð þess 12 milljónir króna, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var kaup- verðið 13,8 milljónir króna. Eimskip á hlutafé í um 20 íslenskum fyrirtækjum, og er það eignfært í ársreikningi 1985 á 40,5 milljónir króna. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Eimskips sagði í gær að rétt væri að félagið hefði keypt hlutafé í Verzlunarbankan- um. „Við höfum verið að fjárfesta svolítið í öðrum fyrirtækjum, en það er ekki nýtilkomið. Á síðasta ári keyptum við til dæmis í hlut í rafeindafýrirtæki og í fiskeldi. En undanfarin ár hefur verið lögð meiri áhersla á hlutabréfakaup," sagði Þorkell. Samkvæmt árs- reikningi 1985 eru eignir Eim- skips í innlendum og erlendum fyrirtækjum sem hlutfall af heild- areignum 1,5%. Hlutdeild Eim- skips í hlutafé fyrirtækja er mjög mismunandi. Á aðalfundi Verzlunarbankans sem haldinn var vorið 1985 var samþykkt að auka hlutafé bank- ans um 100 milljónir króna og í júlí sama ár rann út frestur hlut- hafa til að nýta sér forkaupsrétt- inn. Hluthafar áttu möguleika á að greiða hlutina á þremur gjald- dögum, 1. október 1985 og 1. júlí 1986 og 1987. Eftir það voru hlutabréf seld á almennum mark- aði á genginu 1,5 og gátu kaupendur fengið lán með vöxtum til kaupanna, að sögn Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra. í frétt viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær, var því ranglega sagt að bankinn hefði veitt vaxtalaus lán til kaupa á hlutabréfum og er beðist velvirðingar á því. Eftir útgáfu jöfnunarhlutabréfa síðast- liðið vor hafa hlutabréf verið seld á genginu 1,15 þ.e. fyrir hvem hlut að nafnverði 100 krónur þarf að greiða 115 krónur. í fyrmefndri frétt viðskipta- blaðsins kom fram að skráð kaupgengi hlutabréfa í Verzlunar- bankanum hjá Hlutabréfamarkað- inum hf. hefði lækkað á þessu ári um rúmlega 10%. Þetta er það verð sem Hlutabréfamarkaðurinn kaupir bréfin á af þeim hluthöfum er vilja selja. Kaupendur hluta- bréfa geta keypt hluti í Verzlunar- bankanum hjá Hlutabréfamarkað- inum að nafnverði 100 krónur á 98 krónur, en eins og áður segir selur bankinn sjálfur hluti á 115 krónur. Höskuldur Glafsson sagði að líklega væri skýringin á lækkun kaupgengis hjá Hlutabréfamark- aðinum misskilningur á reglum er giltu um greiðslu á hlutafjárlof- orðum, sérstaklega er varðar lán sem bankinn hefur veitt til kaup- enda, eins áður hefur verið greint frá. Þá benti Höskuldur einnig á að ekki væm gefin út jöfnunar- hlutabréf nema fyrir þeirri fjár- hæð sem þegar hefur verið greidd. Samkvæmt upplýsingum Hös- kuldar hefur sala á hlutabréfum á genginu 1,15 gengið vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.