Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B OG LESBOK
ov^unlilntiií)
STOFNAÐ 1913
258. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Eldsprengjur í London:
Þrír tamílar
brunnu inni
London, Reuter, AP.
ÞRÍR tamilar létu í gær lífið í
húsbruna í hverfinu East Ham í
London. Að sögn lögreglu var
þremur eldsprengjum varpað inn
Líbýskir
hermenn
ráðast inn
í Chad
N'Djamena, Reuter.
YFIRVÖLD í Chad lýstu yfir því
í gær að 200 líbýskir hermenn
hefðu fallið í átökum við skæru-
liða vinveitta stjórninni i norð-
austurhluta landsins. Einnig
hefði libýsk orrustuþota verið
skotin niður. Stjóm Chad hefur
farið þess á leit að íhlutun Líbýu-
manna verði fordæmd á ails-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
í tilkynningu frá hemum í Chad
sagði að í gær hefðu miklir bardag-
ar blossað upp nærri bænum Fada.
Sagði að líbýsku fótgönguliðamir
hefðu notið stuðnings ormstuþota,
sknðdreka og stórskotaliðs.
í gær hófst fundur leiðtoga þeirra
ríkja, sem áður vom nýlendur
Frakka, í Lome í Togo. Búist er við
að borgarastyijöldin í Chad, sem
nú hefur staðið í 20 ár, verði efst
á baugi á fundinum.
Yfirvöld í Chad sögðu á mánudag
að Líbýuher hefði murkað lífið úr
mörg hundmð íbúum þriggja eyði-
merkurþorpa í norðurhluta Chad í
árásum úr lofti og á landi. Norður-
landamæri Chad liggja að Líbýu.
í húsið og er talið að árásin sé
sprottin af kynþáttafordómum.
Sex manns tókst að flýja eld-
tungumar og vom þeir lagðir á
sjúkrahús vegna reykeitmnar. Hús-
ið stóð í ljósum logum þegar
slökkviliðið kom á vettvang.
Mikið hefur verið um væringar
milli kynþátta í East Ham. „Asíu-
menn fá ekki stundlegan frið fyrir
ofsóknum. Fólk hrækir á þá á göt-
um úti og kallar þá ónefnum," sagði
Sunder Kangesan, sem fylgist með
samskiptum kynþátta fyrir yfírvöld
hverfísins. „Hversu margir þurfa
að láta lífið til þess að hlustað verði
á okkur?"
Sir Douglas Hurd innanríkisráð-
herra lýsti yfír hneykslan sinni á
þessum verknaði. „Arásir, sem eiga
rætur að rekja til kynþáttahaturs,
em undantekningarlaust viður-
styggilegar," sagði í yfírlýsingu
ráðherrans.
AP/Símamynd
Lögregluþjónar og slökkviliðsmaður standa fyrir framan húsið, sem
i var kveikt í hverfinu East Ham í London í gær.
*
Irakar
gereyða
borpalli
Bahrain, Reuter.
ÍRAKAR gerðu í gær loftárás á
íranskan olíuborpall á Persaflóa.
Níu klukkustundum áður gerðu
íranar árás á Bagdad, höfuðborg
íraks.
Starfsmenn skipafélaga í flóan-
um sögðu að íraskar þotur hefðu
gereyðilagt borpallinn á Sassan
olíusvæðinu. Sjórinn hefði verið al-
elda umhverfís pallinn og mannfall
hefði verið mikið. 250 menn unnu
á borpallinum.
Borpallurinn hefur einnig verið
lendingarstaður fyrir þyrlur, sem
gert hafa árásir á olíuskip.
Talsmenn íraska hersins sögðu
að sjö manna fjölskylda hefði látið
lífið í árásinni á Bagdad og 63
særst. Fjögur hús hefðu verið
sprengd í loft upp. í fréttum írönsku
fréttastofunnar IRNA sagði að ár-
ásin hefði verið gerð á vamarmála-
ráðuneytið í höfuðborginni, en
blaðamenn, sem leið áttu þar fram-
hjá, sáu engin ummerki árásar.
Ronald Reagan:
Aðstoð Irana í gísla-
málinu var aukageta
- af samskiptum ríkjanna
Washington, New York, París, London, Hamborg. Reuter, AP.
RONALD Reagan forseti ítrek-
aði í gær að Bandaríkjamenn
„létu ekki undan hryðjuverka-
mönnum" og sagði við áheyrend-
ur í Hvíta húsinu að líta mætti á
það sem eins konar aukagetu af
leynilegum samskiptum ríkjanna
að íranar skyldu hafa hjálpað til
við að fá bandaríska gisla leysta
úr haldi í Líbanon.
Kjamorkuflaugar fjar-
lægðar frá Kola-skaga
Moskvu, Stokkhólmi, Brussel. AP, Reuter.
YEGOR LIGACHEV, sem gengur næstur Mikhail Gorbachev Sov-
étleiðtoga að völdum, tilkynnti í gær að Sovétmenn hefðu fjarlægt
allar meðaldrægar kjarnorkuflaugar frá Kola-skaga. Jafnframt
sagði hann Sovétmenn reiðubúna til að takmarka umfang her-
og flotaæfinga á norðurslóðum.
Norrænir stjómmálaskýrendur
í Moskvu segja þetta lið í áróðurs-
herferð Sovétstjómarinnar fyrir
kjamorkuvopnalausu svæði í
Norður-Evrópu. Talsmaður Atl-
antshafsbandalagsins brást við
yfírlýsingu Sovétmanna með jafn-
aðargeði og sagði að þessi ráðstöf-
un hefði ekki í for með sér að
kjamorkuógnin minnkaði á svasð-
inu.
Yegor Ligachev lét þessi orð
falia á fréttamannafundi í Finn-
landi. Hann sagði Sovétmenn vera
reiðubúna til að draga vemlega
úr umfangi heræfínga í Norður-
Evrópu. Hið sama kvað hann gilda
um flotaæfíngar á Noregshafí,
Barentshafi og í Eystrasalti.
Ennfremur var haft eftir Ligac-
hev að Sovétstjómin væri reiðubú-
in til að fjarlægja kjamorkuflaug-
ar úr kafbátum í Eystrasalti ef
aðrar þjóðir væm tilbúnar til að
láta yfírlýsingu um kjamorku-
vopnalaust svæði einnig taka til
þess. Stjómmálaskýrendur á
Norðurlöndum benda á að með
þessu þyrftu Sovétmenn ekki að
taka þátt í viðræðunum og að
þeir myndu leggjast gegn þátt-
töku Bandaríkjanna og Atlants-
hafsbandalagsins í þeim. Yegor
Ligachev lagði áherslu á að Sovét-
menn gætu ekki fjarlægt kjam-
orkuvopn sín einhliða og sagði
viðbrögð vestrænna ríkja ráða því
hvert framhaldið yrði.
Ligachev lét þess ógetið hversu
margar fláugar hefðu verið teknar
niður á Kola-skaga og umhverfís
Leningrad. Þá kom heldur ekki
fram hverrar gerðar flaugamar
væm. Fullyrt hefur verið að Sov-
étmenn hafí komið upp nýjum
SS-20 kjamorkuflaugum á Kola-
skaga og í Eistlandi, Lettlandi og
Litháen.
Ali Khameini, forseti írans, bar
á móti því í gær að íranar ættu í
viðræðum við Bandaríkjamenn.
Hann sagði að íranar vildu aðeins
kaupa bandarísk vopn, en ekki með
þeim formekjum að um lausnar-
gjald væri að ræða.
Khameini sagði að ekki yrði um
sættir að ræða milli ríkjanna fyrr
en Bandaríkjamenn breyttu stefnu
sinni gagnvart Miðausturlöndum og
væri þar með talið að þeir létu af
stuðningi við ísraela.
Reagan ávarpaði á fímmtudags-
kvöld bandarísku þjóðina og greindi
þá frá því að Bandaríkjamenn hefðu
átt í leynilegum viðræðum við írana
í hálft annað ár. Leiðtogar araba-
ríkja hafa fordæmt þessar samn-
ingaviðræður og yfírlýsing
forsetans hefur vakið blendin við-
brögð hjá bandamönnum Banda-
ríkjamanna í Evrópu.
Fjölmiðlar í arabalöndum sökuðu
Bandaríkjamenn um tvískinnung.
Frakkar og Bretar gagnrýndu þess-
ar samningaviðræður við írana um
vopnasölu. Frank Borotra, talsmað-
ur ný-gaulista, sem aðild eiga að
samsteypustjóm Frakklands, sagði
við blaðamenn að Frakkar hefðu
leitað aðstoðar Sýrlendinga til að
fá gfslana Camille Sontag og Marc-
el Coudari lausa. „Franska stjómin
hefur aftur á móti hvorki selt né
skipt á vopnum til að frelsa franska
gísla,“ sagði Borotra.
Bretar hafa ekki veist sérstak-
lega að yfirlýsingu Reagans. En
Sir Geoffrey Howe utanríkisráð-
herra hóf í gær ræðu sína á neðri
málstofu breska þingsins með yfír-
lýsingu um að utanríkisráðherrar
aðildarríkja Evrópubandalagsins
hefðu á mánudag ítrekað þá afstöðu
að ekki yrði látið undan kröfum
hryðjuverkamanna.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, kom í nótt til
Bandaríkjanna til viðræðna við Rea-
gan. Þess er vænst að þau ræði
m.a. stefnu Bandaríkjamanna
gagnvart írönum og í gíslamálum.
í Hamborgarblaðinu Bild sagði í
morgun að stjómin í Bonn væri
æf vegna þess að Bandaríkjamenn
létu írana hafa vopn. Sagði að vest-
ur-þýska stjómin ráðgerði nú að
selja eigin vopn til ríkisins við
Persaflóa. Samþykkt hefði verið að
selja bæði þyrlur og kafbáta að
Persaflóastríðinu loknu.
Aðeins Japanar og ísraelar
brugðust vel við ræðu Reagans.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, sagði að Bandaríkjamenn
hefðu brugðist rétt við í erfiðri að-
stöðu.
Bandaríkjastjóm lýsti yfir því í
gær að gripið yrði til frekari refsiað-
gerða á hendur Sýrlendingum
vegna stuðnings þeirra við hryðju-
verkamenn. Farþegaflug milli
ríkjanna verður bannað og eftirlit
með útflutningi hert. Bandarísk
olíufélög voru vöruð við þvi að
skipta við Sýrlendinga.
Sjá einnig bls. 26.