Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 41 Yfirlitssýning Valtýs Myndlist Bragi Ásgeirsson Þessi grein, sem var í blaðinu sl. sunnudag, er birt hér aftur vegna mistaka, sem þá urðu við frágang hennar. Niðurrif og uppbygging eru tengd atriði í þróun lífsins, svo sem allir vita, sem eitthvað eru inni í hringrás sögunnar og móður nátt- úru. Tvær heimsstyrjaldir á þessari öld gjörbreyttu ekki aðeins landa- korti Evrópu heldur einnig menn- ingunni og þá einkum mati manna á listum. Uppbyggingin, sem átti sér stað eftir styijaldimar ásamt hvers kon- ar pólitískum og menningarlegum hræringum, krafðist og einnig nýrr- ar lífssýnar sér til fulltingis. Glöggt dæmi um þetta er, að myndlistarmenn, sem fáir litu við fyrir heimsstyijöldina fyrri, voru margir hveijir orðnir virtir prófess- orar í listaháskólum fáum árum eftir lok hennar. Og þar sem niður- rif fijálsrar myndlistar var mest í Evrópu og öll nýlist dæmd merki úrkynjunar, varð mesta uppbygg- ingin þar eftir seinni heimsstyijöld- ina og stendur enn yfir meira en ijörutíu ámm eftir að henni lauk. Þessa er viturlegt að minnast, þegar íslenzk list og einstakir lista- menn eru metnir og dæmdir á tímabilinu frá styijaldarlokum 1945 og til dagsins í dag. Það hefur orðið mikið rót og uppstokkun þjóðfélagshátta á þessu tímaskeiði, og að sjálfsögðu hefur það haft áhrif á listina svo sem allt annað. Listin endurspeglar ein- mitt þjóðfélagshræringar betur en nokkuð annað, og engar skráðar og skjalfestar skýrslur komast hér með tæmar, þar sem hún hefur hælana. ísland var eitt fárra landa í Evr- ópu, sem segja má að hafi sloppið að mestu við hörmungar styijaldar- innar, og þó varð hér meiri og skjótari breyting á högum fólks en hefur gerst í nokkru landi álfunnar um aldaraðir. Hér var allt í ótrú- legri uppbyggingu öll striðsárin og era listir þá ekki undanskildar, þó að á hefðbundinn hátt væri. í stríðslok, er Evrópa opnaðist eftir 6 ára einangran, streymdu íslenzkir listamenn utan og urðu þá margir hveijir fyrir miklum áhrifum frá hræringum og upp- byggingu, sem áttu sér stað í öllum listgreinum um gjörvalla álfuna. Valið stóð þá á milli þess að byggja upp þekkingu sína í hinum hefðbundnu listaskólum með margra ára námi eða að sporðrenna áhrifunum og byggja list sfna á sjálfsnámi. Sjálfsnám er á engan hátt verra en listaháskólanám, sé það tekið réttum tökum, og er jafn- vel farsælla fyrir sumar manngerð- ir. En listaskólanám gefur traustari grandvöll, og hér er það misskiln- ingur, að á herðum manna liggi þá einhver kvöð um að fara troðnar slóðir. Hver og einn verður að gera það upp við sig, hvemig hann vill hagnýta sér námið. Nokkrir braut- ryðjendur íslenzkrar nútímalistar höfðu einmitt að baki traust og áralangt nám við listaháskóla og í einkatímum eða skólum nafn- kenndra nútímalistamanna fyrir og á meðan að á heimsstyijöldinni stóð. En aðrir kusu sér skamma skóla- vist en því meira sjálfsnám með utanlandsferðum, kynnum við lista- menn og innliti í hina ýmsu skóla og listastofnanir. Einn þessara manna var Valtýr Péturs8on, sem Listasafn íslands heiðrar um þessar mundir með jrfir- gripsmikilli jrfirlitssýningu, er spannar öll rúm 40 árin, sem hann hefur verið virkur í málaralistinni. Miðað við marga félaga hans var nám hans öllu lausara í reipum og engir listaháskólar koma hér við sögu nema um nokkurt skeið í Flór- enz og það svo seint sem árið 1949, þegar hann stóð á þrítugu. Hann dvelur svo veturlangt í París 1949—50, ásamt því sem hann er við styttri námsdvalir og kynnis; ferðir þar á áranum 1951—’56. f Parfs lærir hann m.a. mósaíktækni hjá hinum heimskunna ftalska mál- ara Gino Severini. Þess ber og að geta, að Valtýr sótti teiknitíma hjá Bimi Bjömssyni á áranum 1934—36, ásamt því að halda vestur um haf árið 1944 og var þar skráður í skóia Hyman Bloom næstu tvö árin. Það er fátt eða ekkert frá þessum fyrstu námsáram Valtýs á sýning- unni, en þó tvö verk frá áranum 1944, sem segja skoðandanum frekar fátt. Aðrar tvær myndir frá árinu 1944 era tilraunir á abstrakt- grandvelli, og á þessum áram verður Valtýr fyrir sterkum áhrifum frá Cobra-hreyfingunni, sem stend- ur þó ekki lengi né rista þau áhrif djúpt, en bera vott um góða tilfinn- ingu fyrir lit. Fram til ársins 1951 einkennast myndir Valtýs þannig öðra fremur af Cobra-málverkinu ásamt stílfærðum myndum úr hlut- veruleikanum, og hér vakti sérstaka athygli mína myndin „Uppstilling" frá 1950, sem er nr. 17 á skrá. Hér era litir og form vel samstillt, ásamt því að myndefnið er ákaflega skynrænt útfært og hér er Valtýr undir eðlilegum áhrifum frá ýmsum Parísarmálurum og margvíslegum tilraunum þeirra á þeim áram. Óhætt er að halda þvf fram, að list Valtýs fari fyrst að blómstra, er hann verður altekinn af flatar- málslistinni, sem þá var að ryðja sér til rúms sem list dagsins. Hann mun hafa málað fyrsta hreina geo- metríska málverkið, sem íslending- ur gerir, og er upptekinn af þessari stefnu næstu árin, ásamt því að hann lætur heillast af gvass-tækn- inni. Á sýningunni era þannig margar athyglisverðar geometrískar gvass-myndir í forsal safnsins ásamt ýmsum tilraunum í léttu og lifandi formi, sem hann gerði áratug síðar. Kannski verður Valtýs minnst lengst í íslenskri nútfmalistasögu fyrir geometríska tfmabilið og þá ekki eingöngu fyrir framlag sitt til málverksins, heldur og sem fulltrúa staðlaðra, alþjóðlegra viðhorfa í mjmdlist, sem jaðraði við ofsatrúar- brögð. Hér var hann þó ekki einn á báti, hvorki á heimaslóðum né er- lendis, en þetta tímabil staðfesti betur en nokkurt annað f listasögu aldarinnar, að sértrúarbrögð eiga þar ekki heima nema í þröngum hópi. En í sjálfu sér á listastefnan jafn mikinn rétt á sér og allar aðrar lista- stefnur aldarinnar og geometrían hefur blómstrað í margri mjmd all- ar götur frá því hún kom fram og á m.a. miklu fylgi að fagna meðal mjmdlistarmanna víða um heim og dafiiar m.a. í Þýskalandi og þá ekki síst f skúlptúr. Listastefnur eiga að þróast hlið við hlið og verðleikar þeirra að metast réttlátlega og þannig er engin annarri æðri, og því er gróf- asta mjmd nýbylgjunnar í dag ekki par merkilegri en t.d. gott geo- metrískt málverk málað í gær. Á sýningunni í Listasafninu kem- ur fram, að Valtýr gerði margar og mismunandi tilraunir í geometrí- unni, og hér sem fyrr era þær myndir heillegastar, þar sem saman fara litagleði listamannsins og hnit- miðuð uppbygging. Hér era sér á báti hinar samstæðu og þekkilegu mósaíkmjmdir hans. En Valtýr festist ekki í neinu ákveðnu afbrigði listastefnunnar og einn góðan veðurdag komu nýjar fréttir frá París, sem var „tassism- inn“ og hér var hann með á nótunum sem fyrr. Heimurinn trúði lengi vel, að París væri Mekka heimslistarinnar og jrrði það um alla framtíð og engir trúðu því fremur en forsvars- menn Parísarskólans. En hér komu fram þau gömlu sannindi, sem koma fram í Ijóðlfnum skáldsins: „í draumi sérhvers manns er fall hans falið," og spekingsins, er sagði: „Óvissa mfn er betri en vissa hinna." Hin algjöra fullvissa um yfirburði sína, hver sem viðbrögðin era, hlýt- ur fyrr eða síðar að bíða skipbrot — og þetta er lögmál, sem jafnvel Parísarskólinn með alla sfna rök- fræði var ekki hafinn yfír frekar en aðrir. Valtýr gerði ágætar og stemmn- ingsríkar myndir á þessu tfmaskeiði listar sinnar ekki sfður en á öðram og hér skal vfsað til mynda svo sem „Ljósaskipti" (81) og „Klettar" (82), sem báðar era málaðar árið 1966, svo hinnar stemmningsríku og vel máluðu myndar ;Blár heim- ur“ (90) frá 1970. Stefnumörk abstrakt-ex- pressjónismans höfðu og einnig áhrif á Valtý og á allsérstæðan hátt, sem hann getur verið stoltur af. En svo koma aðrir tímar og poppið svonefnda kemur fram á sjónarsviðið á áranum 1960—’65. Það olli grfðarlegri byltingu í list- heiminum og nú var ljóst, að hinir gömlu tímar einstefnanna vora liðn- ir undir lok og að framtíðin opnaði ótakmarkaða möguleika til fijáls- ræðis. Ekki tók París við þessu og ei heldur fylgjendur Parísarskólans erlendis, og þvf naut stefnan lengi vel lftillar samúðar hér á landi, og nú missti París frumkvæðið úr höndum sér og hefur ennþá ekki tekist að hrifsa það til sín þrátt fyrir miklar tilraunir og byggingu Pompidou-menningarsetursins mikla. Margur áhangandi Parísarskól- ans vissi nú ekki, hvað hann ætti af sér að gera, og margur sveif sem í lausu lofti og án fótfestu. Fígúr- an, sem lengi hafði verið bannfærð af framúrstefnumáluram, kom nú aftur og fékk uppreisn æra (hafði raunar aldrei Iiðið undir lok). Um leið tók táknum landslagsins að bregða fyrir í abstraktmálverk- inu og urðu svo er fram liðu stundir æ skýrari. Þetta gátu menn á borð við Valtý sætt sig við stóram frek- ar en poppið og hvað þá heldur konzeptið (hugmyndafræðilega list- in), sem að lokum ætlaði alla að drepa úr leiðindum, og þá urðu endaskipti á hlutunum og málverkið var aftur endurreist. I nýrri og óhaminni mynd að vfsu. Og á með- an allt þetta var að gerast vora ýmsar gömlu kempumar famar að mála landslag, uppstillingar og sitt- hvað annað úr hlutveruleikanum og margur án þess að vita af. í listum er staðfestan fyrir mestu, er upp er staðið, og halda sínu striki hvaða stefnur sem era efst á baugi, en taka það frá öðram sem hveijum og einum þykir heillavæn- legast fyrir eigin þroska. Það kemur og skýrlega fram á sýningu Valtýs Péturssonar, að hann gerir bestu og hriftnestu verk- in, þegar hann lætur eðlisgáfuna ráða ferðinni, sinn eina og rétta tón. Eitt má ekki glejmast, þegar rætt er um feril Valtýs Pétursson- ar, og það er, að hann hefur lengst allra haldist í starfí listrýnis hér á landi. Einhveiju misskilðasta og vanþakklátasta starfi, sem um get- ur, og fjöldinn allur hefur rejmt við, en fljótlega forðað sér úr þeim krappa leik. Þá má minnast þess, að hann var hér lengi vel einn á báti um samfellda listrýni og lét ekki deigan síga á erfiðustu tfmum þessarar starfsgreinar í okkar litla fordómafulla þjóðfélagi. Það hefur því aldrei verið hægt að væna Valtý Pétursson um hug- leysi, hvorki sem myndlistarmann „ né listrýni, þótt sjaldnast væri róið á sléttum sjó. Hann telst svo sem aðrir meðlim- ir septembersýninganna til eins af brautryðjendum nýlista hérlendis, og f raun hefur sviðið ekki breyst frá árinu 1947 um viljann hjá hinum yngri til að vera með f þvf nýjasta á meginlandinu. Menn eins og Valtýr Pétursson geta þvf verið sáttir við sinn hlut, því að þeir hafa þrátt fyrir allt ver- ið samkvæmir sjálfum sér í tfmans rás, þótt öðram hafi þótt farsælla að róa á önnur mið en f líkum til- gangi. Vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út í tilefni yfirlitssýningarinn- - ar, ríkulega myndskreytt og með ítarlegum formála eftir Halldór Bjöm Runólfsson listsagnfræðing. Ný bensínstðð Olíufélagsins OJLÍU FÉLAGIÐ hf opnaði nýja bensfnstttð að Skógarseli 10 f Breiðholti þann 8. nóvember. Fyrstu viðskiptavinunum voru færðar gjafir f tilefni þess. Á nýju bensínstöðinni er boðið upp á ýmsar nýjungar auk venju- legrar þjónustu og vöraúrval verður flölbrejrttara en áður hefur tíðkazt á bensfnstöðvum Olíufélagsins. Sjáfvirk þvottastöð er á bensínstöð- inni og þjónustuskýli af nýrri gerð, þar sem bfleigendur hafa aðgang að lofti, vatni, olíusugu og ryksugu undir einu þaki. Til 15. þessa mán- aðar verður veittur kynningaraf- sláttur á ýmsum vöram. Samstarf hefur tekizt með Olíu- félaginu hf og knattspjmudeild ÍR, en Olíufélagið auglýsir á búningum allra flokka deildarinnar. Við opnun bensínstöðvarinnar var haldið knattspymumót yngri flokka í sam- vinnu við ÍR, en völlur félagsins er rétt við nýju stöðina. Þá var for- ráðamönnum ÍR veittur bónus fyrir góða frammistöðu meistaraflokks félagsins á sfðasta keppnistfmabili. (FrótUtflkyiming) Bensfnstttðin að Skógarseli 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.